Tíminn - 06.05.1976, Side 8

Tíminn - 06.05.1976, Side 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 6. mai 1976. Ingólfur Davíðsson: Blóm á vori Veturinn var mildur nyröra og úr Þingeyjarsýslu kom sú frétt, að þar væru sóleyjar farn- ar að blómgást á jarðhitasvæði í lok góu. I Reykjavik byrjuðu vetrargosar að skarta með sinu snjóhvi'ta hangandi blómi um mánaðamótin febrúar og marz, en siðan kom snjór og kuldi. En vetrargosarnir biðu bara og náðu sér verulega á strik aftur seint i marz og fram i aprfl og þá tóku lika stjörnuliljur og dvegaliljur aö blómgast, já, og vorboði (Eranthis), en hann ISiiSSiia Hóffifill oghjá honum stjörnuliljur meö himinblá blóm, oft tvö eða fleiri á stöngli. Þetta" eru allt lag- vaxnar lauk- og hnyðjujurtir, sem þrifast ágætlega á Islandi, þó ættaðar séu sunnan úr lönd- um, þar sem þær vaxa á gras- sléttum og uppi I fjöllum. Laukarnir eru settir niður á haustin og bera blóm næsta vor og siöan árum saman, ef þeir fá að vera I friöi. Hin mjóu blöö þurfa aö sjá um næringu handa iaukunum og eiga þvi að fá að standa unz þau visna. Nú ver I hönd timi páskalilj- anna og uppi viö veggi móti sól eru þær byrjaöar aö springa út. Hin stóru, fagurgulu blóm þeirra lýsa garðana og bera ljós inn I stofuna afskornar. Ef þið viljið skreyta stofuna með páskaliljum i vasa, er bezt að taka þær snemma, áður en blómin eru alveg útsprungin. Þeim hæfir vel aö standa i frek- ar grunnu vatni og endast þá lengi. Núna i aprillok ber mikið á dverga-ogstjörnuliljum. Perlu- byrjaði raunar að blómgast álika snemma og vetrargosinn. Hér sjáið þið myndir, aðeins svarthvitar aö visu, af þessum boðberum vorsins. Dverga- liljurnar (Crocus) skarta með stórum hvitum, bláum eða gul- um blómum þegar sólin skin. A myndinni sést lágvaxinn vor- boðinn á milli þeirra. Hann ber stórt gult sóleyjablóm ofan á stórum kransi grænna sóleyja- blaða, enda af sóleyjaætt. Á annarri mynd er vetrargosi með sitt hvita drjúpandi blóm liljan er seinni á sér, en lika unaðsfögur meö sin mörgu smáu, heiöbláu blóm, likt og perlur upp eftir stönglinum. Túnfifillinn er farinn að breiða fagurgular stórar blómkörfurn- ar á móti sól sunnan undir hús- um. Hér og hvar um borgina er lika annar gulur fifill kominn i blóm, allólikur hinum. Körfurn- ar eru miklu minni og stönglarnir þaktir hreistur- kenndum smáblöðum. Þetta er nýlegur landnemi á íslandi og heitir hóffifill. Blóm hans falla snemma, en niður viö jörð fara að vaxa hóflaga blöö, sem geta veriö oröin lófastór eöa meir að hausti. Erlendis hafa mörg skáld lofað þennan vorboða i ljóði. Hingaö hefur hann borizt með varningi og breiðzt mikiö út i Reykjavik og viöar siðustu áratugina. En hann er vara- samur i görðum, þvi að hann breiðist ört út og sáir sér einnig. En fagur er hóffifillinn og sér- kennilegur. Fróðlegt er að virða fyrir sér gróðurinn þegar gengið er á hitaveitustokknum i Reykjavik. Sunnan undir honum blómgast fiflarnir, vallarfoxgrasið og há- liðagrasið grær og loðin þyrnótt þistilblöð gægjast upp úr mold- inni. En norðan undir stokknum er allt grátt og vetrarlegt i hörpubyrjun Áhrif skjólsins eru afar greinileg. Úti á melum og klettasillum eru hin blárauðu blóm vetrarblómsins farin að lifga umhverfið. Þaö er venju- lega einna fyrst á ferðinni is- lenzkra hagablóma. Brátt mun mega sjá krækilyng i blóma. Hafið þið tekið eftir þvi? Blómin eru rauöleit og örsmá, eiginlega bara fræflar og frævur. I görö- um þrútna óðum brum á viöi o.fl. trjám og runnum og viöi — blómskúfarnir (reklarnir eða kettlingarnir) eru að koma i ljós og fagna hörpu. Nú laufgast trjágreinar fjótt ef þær eru settar i vatn og hafö- ar i hlýju inni. Það fellur alltaf til talsvert af greinum nú þegar verið er aö grisja og laga vöxt trjáa og runna. I gróðurhúsunum er nú mikil „gúrkuvertiö” — og blóma, bæöi pottablóma og afskurðar- blóma. Afskornu blómin eru vandmeðfarin ef þau eiga að endast lengi og vera til ánægju á heimilum. Gróðurhúsabændur láta þau margir hverjir strax i kæli sem vera ber. Blómabúð- um er vandi á höndum aö láta þau tafarlaust i vatn eöa kæli þegar þangaö kemur, (en láta þau ekki fyrst liggja i hirðuleysi á borðunum). Þaö er eins með blómin og grænmetiö, sölubúðirnar hafa mikilvægu hlutverki aö gegna og verða aö rækja það vel, ef Vetrargosi og stjörnuliljur Dvergaliljur og vorboði varan á að haldast óskemmd. Rósin er kölluð drottning blómanna og hér er mikið af af- skomum rósum á markaði, en endingin er æði misjöfn. Vel er t.d. látið af endingu Mercedes- rósa. Annars endist tryggða- blómið (Chrysanthemum) flest- um blómum betur og fæst i mörgum stæröum, geröum og litum. Það er skammdegisjurt, þe. ber blóm þegar nóttin er löng. En garðyrkjumenn hrekkja það. Þeir skyggja bara á hluta af sólarhringnum og fá þaö til að blómgast einnig i langdeginu vor og sumar. A vorin vakna blómin og fuglarnir fara að syngja. Karl- inn syngur fyrir kvenfuglinn — ogmeiraen það, þvi aðhann er lika að auglýsa riíti sitt og helga sér það. Hann segir með söngn- um: Ég syng vel og hér bý ég með konunni minni, haldið ykk- ur i hæfilegri fjarlægð! í hvaða átt skylduð þið heyra fyrsthneggiði hrossagauknum i sumar? Nokkrar kýr og kvígur til sölu. - Upplýsingar í síma 99-6543. Vantar smið i byggingaflokk. Upplýsingar gefa Sigurþór Hjörleifsson, sima. 95-5522 og 95-5523 og Sólberg Stein- dórsson, simi 95-5528. mörg önnur verkfæri með harðmálmstönnum fyrir trésmíðar. ÞÓR^ SIMI B15QO-ARMLJLA11 Suðurnes Auglýsing til eigenda fyrirtækja á Suður- nesjum. Ló&askoðun hjá fyrirtækjum á svæðinu er hafin og er þess vænzt að eigendur og um- sjónarmenn fyrirtækja taki virkan þátt i fegrun byggðarlaganna, hver á sinu svæði, með snyrtilegri umgengni við fyrirtæki sin. Heilbrigðisfulltrúinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.