Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 6. mai 1976. Leiðinlegur sjúklingur Marlene Dietrich lá nýlega á sjúkrahúsi, og þótti hún heldur en ekki leiöinlegur sjúklingur. Hún var alltaf aö setja út á mat- inn, sem henni var borinn, og endaði það meö þvi, að mat- ráðskonan fór að gráta. Og þeg- ar vesalings Katherine Hepburn leikkona kom til þess að heimsækja hana og færði henni blóm, æpti frú Dietrich á móti henni: — Sendið hana þegar i stað I burt frá mér, ég vil alls ekki fá hana i heimsókn. Ungfrú Útsýn Hildur Gisladóttir, 18 ára menntaskólanemi frá Akur- eyri, var kosin ungfrú Otsýn á sumarhátíð að Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Um þrjátiu stúlkur tóku þátt I fyrirsætu- keppni ferðaskrifstofunnar Útsýnar, sem staðið hefur i allan vetur. TIu stúlkur kepptu til úrslita, og varð Hildur endanlega hlutskörpust á sunnudagskvöld. Stúlkurnar tíu fá allar útsýnarferðir I verð- laun. Hildur mun sitja fyrir á myndum i áætlanir og aug- lýsingar fyrir ferðaskrifstofuna. Réttmæt ^ verkaskipting Anna Bretaprinsessa hefur lýst þvi yfir I viðtali, að hún hafi einstaklega gaman af þvi að búa til mat. Hins vegar segist hún aldrei geta gert það, vegna þess að hún þori ekki að fara fram i eldhúsiö heima hjá sér vegna matráðskonunnar. Hún var einnig spurð að þvl, hvort mað- ur hennar hefði gaman af matartilbúningi. Sagði hún þá, að henni fyndist karlmenn ættu alls ekki að þurfa að vera að skipta sér af matargerðinni, að minnsta kosti ekki eftir að þeir væru búnir að gifta sig. Af þess- um orðum mætti ætla, að Anna vissi ekkert um nútlma kven- réttindi eða jafnrétti kynjanna, eins og það er kallað hjá sum- um. Þér segið ekki sagt. Er komin mynd af mér i bikini, mitt á milli meömælabréfanna. Já, en Disa mln. Þú veizt vei, að ég hef ekki skap i mér til þess að drekka einn. DENNI • DÆMALAUSI Ma ekki Jói vera hjá okkur dáiitinn tima. Litla systir hans er rétt að byrja að tala, og hún þegir ekki eitt einasta augna- blik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.