Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 6. mai 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 45 hittust. Þau töluðu ekki saman nema sem læknir og hjúkrunarkona og hann var farinrsað óttast að það yrði aldrei öðruvisi. Tilhugsunin kom honum sjálf um á óvart. Vildi hann raunverulega, að þetta yrði eitthvað meira? Þegar hann gekk inn á deildina á hæla Pollyjar, stóð maður upp af stólnum við rúm Jóseps gamla. Hann var hávaxinn, grannur og greinilega enskur. David varð svo hissa að sjá, að Josep gamli hafði fengið gest, að hann sneri sér að Pollý og minntist á það. -Ég hélt að gamli maðurinn ætti enga vini, sagði hann. —Ég hélt það líka, læknir. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann hefur fengið heimsókn hingað. Það er skrýtið.... hún þagnaði hugsandi. —Hvað er skrýtið? —Ymislegt. Til dæmis það að þegar maðurinn spurði eftir honum, notaði hann okkar nafn á honum. Engir nema við kalla hann Jósep gamla. —Ef til vill hef ur gamli maðurinn sjálf ur sagt honum, að hann væri kallaður það hérna? Kannske veit hann, að við köllum hann það. Polly brosti, þvi andartak var eins og gamla vináttan milli þeirra kæmi fram í dagsljósið, en svo hvarf hún aftur og Pollý svaraði stutt í spuna: —En hann hefur aldrei fengið heimsóknir áður, svo hver hefði þá átt að segja frá því? —Hann hefur kannske skrifað? —Hann hef ur engin bréf skrifað siðan hann kom hingað og heldur ekki fengið neitt. I fyrri viku komst Myra Henderson að því, að hann átti af mæli og fór út og keypti blóm handa honum frá okkur öllum. Hann var svo hrærður, að hann þandi sig við okkur allan daginn til að dylja það. David horfði á hana. Hún brosti fallega og það var viðkvæmni í augum hennar, en þegar hún leit á hann aftur, varð augnaráðið kalt. —Þú sagðir, að það væri fleira, sagði David. —Hvað annað var skrýtið? Hvernig gat hún sagt honum, að hún hefði séð Myru fyrir utan dyrnar, að hún hefði rétt litið inn, snúið sér brosandi við og farið aftur? Það var sjálfsagt ekkert undarlegt við það og Pollý ákvað að segja ekkert um það. Hún yppti í stað þess öxlum og f lýtti sér að næsta rúmi. Þegar hún var búin að fara hringinn, kinkaði David kurteislega kolli til hennar og gekk út af deildinni. Hann mætti Mark Lowell í stiganum við kvenna- deildina. Þeir skiptust á nokkrum orðum og þegar Mark sneri sér til að halda áfram niður stigann, sagði hann stuttlega: —Ertu orðinn góður til heilsunnar aftur, Harwey? —Já, þakka þér fyrir. Mark hélt áfram niður stigann og brosti - niður í fordyrið. Þegar hann kom fyrir hornið, nam hann snögg- lega staðar. Tvær manneskjur við útidyrnar vöktu athygli hans. Kona í hvítum læknaslopp og karlmaður. Mark hélt áfram. ' Myra heyrði fótatak hans og sneri sér við. Andlit hennar Ijómaði, þegar hún sá hann, en þar sem hún hafði brosað til mannsins, sem hún var að tala við, skildi Mark ekki, að brosið var ætlað honum. —Gott kvöld, Taylor, sagði hann stuttlega. —Hverju má þakka ánægjuna af heimsókn yðar? Brenf brosti. Honum fannst hann einkennilega ánægður og hamingjusamur, já það var einkennilegt, því til- hugsunin um viðbrögð Venetiu, þegar hann segði henni frá áætlunum sinum, var sannarlega ekki skemmtileg. Hann þekkti hana svo vel, að hann vissi, að henni mundi ekki geðjast að því. Ef hann gæti talið hana á að giftast sér strax og nota vinnustofuna sem heimili, yrði allt í lagi, en hann efaðist um, að hún myndi vilja vera á heimili með veikum, gömlum manni. Hann uppgötvaði, að tilhugsunin um að hjálpa gamla kennaranum sínum, veitti honum f riðartilf inningu. Var það svona, sem manni leið, þegar maður gerði skyldu sina? Myndi tilfinningin verða þarna áfram, ef Venetia yrði andvíg áætluninni? En hvað sem yrði, myndi hann ekki - gæti ekki - dregið sig íhlénú. Hann varóþolinmóður eftir að finna hentuga vinnustofu, sem hann gæti tekið á leigu og flutt í með Símoni, um leið og hann væri nógu frískur til að út- skrifast af sjúkrahúsinu. Það var það, sem þau Myra voru að tala um þessa stundina. —Ég skal sjá um, að hann verði útskrifaður um leið og hægt er, eftir að búið er að taka af honum gipsið, lofaði hún. — Það er ekkert því til f yrirstöðu, þegar við vitum, að honum mun líða vel. O, Brent, ég get ekki sagt nóg um, hvað mér finnst þetta góð hugmynd. Þú gætir ekki gert neitt betra fyrir hann. —Ég gæti ekki gert minna, áttu við, svaraði Brent lágt. — Gleymdu ekki, hvað þú sagðir, kvöldið góða. öskrandi hópur þ Nomad-manna ræðst með látum að Geira og Ronal! En þeir ætla ekki að gera okkur það auðvelt! Fimmtudagur 6. maí 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Birna Hannes dóttir heldur áfram sögunni „Stóru gæsinni og litlu hvitu öndinni” eftir Meindert De- Jong (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Jón Hafsteinsson um svartoliu- notkun i fiskiskipum. Morguntónleikar kl. 11.00: Ruggiero Ricci og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leika Carmen-fantasiu fyrir fiðlu os hliómsveit op. 25 eftir Bizet, Pierino Gamba stj./ Hljómsv. Tónlistarháskól- ans i Paris leikur „Danzas Fantásticas” eftir Turina, Rafael Fruhbeck de Burgos stj 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guð- rúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les sögulok 15.00 • Miðdegistónleikar Dvorák-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 152 „Kýpurviðartréð” eftir Antonin Dvorák. Jan Pana- eka, Josef Suk og Josef Chuchro leika Trió i a-moll fyrir pianó, fiðlu og selló op. 50 eftir Pjotr Tsjaikovský. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Sigrún Björnsdóttir stjórnar. 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlif I mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar frá kennaraskólaárunum i Reykjavik (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá alþjóðlcgri barna- og unglingabókasýningu i Bo- logne Gunnvör Braga Sigurðardóttir flytur erindi 20.00 Samleikur i útvarpssal Manuela Wiesler og Snorri Birgisson leika á flautu og pianó „Xanties” eftir Atla Heimi Sveinsson. Hiljóðritun frá samkeppni ungra hljóð- færaleikara frá Norður- löndum i Helsinki nýlega, þar sem flytjendur hlutu fyrstu verðlaun. Höfundur flytur formálsorð. 20.20 Leikrit: „Tinbrestir” eftir Gunter Eich Þýðandi og leikstjóri: Briet Héðins- dóttir. Persónur og leikend- ur: Manuel Rubió: Kjartan Ragnarsson. Calvo: Róbert Arnfinnsson. Nicolas Valera: Sigurður Skúlason. Salinas: Sigmundur örn Arngrimsson. Jaques: Þor- steinn ö. Stephensen. Konsúll Boliviumanna i Paris: Ævar R. Kvaran. Eigandi næturklúbbsins „Au Raisin Bleu”: Flosi Ólafsson. Frú Rubió: Kristin Anna Þórarinsdótt- ir. Aðrir leikendur: Emilia Jónasdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Jóhanna Norðfjörð, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Helga Stephensen. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga llaralds Björns- sonarHöfundurinn, Njörður P. Njarðvik, les (18). 22.40 Pianókonsert nr. 2 I B- dúr op. 83 eftir Brahms Emile Gilels og Fil- harmoniusveit Berlinar leika, Eugene Jochum stjórnar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.