Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. mai 1976. TÍMINN 15 Fjölbrauta- skólinn Hverfasamtök Framsóknarmanna i Breiðholtshverfum efna til almenns fundar fimmtudaginn 6. mai n.k. kl. 20.30 að Seljabraut 54 (Verzlunarhúsnæði Kjöt & Fisks). Umræðuefni: FJÖLBRAUTASKÓLINN. Frummælandi er Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Fundar- stjóri Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Að framsöguerindi sinu loknu mun Guðmundur Sveinsson svara fyrirspurnum um málefni Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Fund- urinn er öllum opinn. Hverfasamtök Framsóknarmanna I Breiðholtshverfum. Framsóknarvist í Keflavík FUF i Keflavik gengst fyrir framsóknarvist i Framsóknarhús- inu fimmtudaginn 6. mai kl. 20:30. Framsóknarmenn fjölmennið stundvislega og takið með ykkur gesti. ATH! Steingrimur Hermannsson alþingismaður kemur um miðjan mánuðinn og ræðir málefni stóriðju á Islandi. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Akranes og nærsveitir Framsóknarfélag Akraness heldur fund um stjórnmál I Fram- sóknarhúsinu á Akranesi sunnudaginn 16. mai kl. 16.00. Fram- sögumaður verður ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. o Ræða Einars hafa farið hækkandi og verða 1. júTi 1977 orðhir hinir somu og ýtri tollur Efnahagsbandalagsins, svo framarlega sem bókun nr. 6 tekur ekki gildi. Hingað til hafa allar tilraunir til þess að fá Efnahags- bandalagið til aö endurskoða af- stöðu sina ekki borið neinn árang- ur. A vegum GATT i Genf fara nú fram viðræöur um tollalækkanir og afnám annarra viöskipta- hamla. Hófust þessar viðræður með ráðherrafundi GATTs i Tókió i' september 1973 og var gert ráð fyrir, að þeim lyki á ár- inu 1975. Þaö hefur ekki reynzt mögulegt oger núna búizt við, að samningunum ljúki árið 1977 eða jafnvel 1978. 1 þeim almennu um- ræðum, sem fram hafa farið hef- ur ísland haft samstöðu með Finnlandi, Noregi og Sviþjóð og staðið að sameiginlegum yfir- lýsingum um nauðsyn frjálsra og óháöra viðskipta. Hafa þessi lönd lagt á það mikla áherzlu, að árið- andisé að komast hjá nýjum inn- flutningshöftum og takmörkun- um á viðskiptum á þessum erfið- leikatimum, sem gengið hafa yfir undanfarin ár. Almennt Svo sem kunnugt er hefur utan- rikisráðuneytið Til umráða hús- næði að Hverfisgötu 115, Reykja- vik. Núverandi húsnæði er þó að- eins hugsað sem bráðabirgða- Jausn. Jjangtimalausnin mun haldast i héndur við þær úrbætur sem gerðar verða á húsnæðismál- um stjórnarráðsins alls. Oft hefur það valdiö erfiðleik- um hve starfsmenn utanrikis- ráðuneytisins eru fáir, þvi að al- mennum verkefnum fer stöðugt fjölgandi. Auk þess hefur margt aukið störfin á undanförnum ár- um. Má þar fyrst og fremst nefna landhelgismálið, en einnig fjölda- mörg önnur verkefni sem að sinna verður. A móti má að visu nefna, að telex-samband við öll islenzku sendiráðin gerir það að verkum.að þau eru nú i miklu nánari tengslum viö utanrikis- ráðuneytið en áður. Sendiráðin fá á hverjum degi simskeyti með helztu fréttum að heiman. Fleira mætti nefna, sem sýnir aukna upplýsingamiðlun innan utan- rikisþjónustunnar. Islandhefur nú formlegt stjórn- málasamband við 60 lönd. Auk þess höfum við ræðissamband við nokkur lönd. Við höfum nú ræðis- menn i 147 borgum I 43 löndum. A timabilinu 1.2. 1975 — 31.3. 1976 tók Island upp stjórnmála- samband við eftirtalin riki: 1) Vorkappreiðar Hinar árlegu vorkappreiðar Fáks verða haldnar sunnudaginn 16. mai og hefjast á skeiðvelli félagsins kl. 15, Viðivöllum (við Selás). Keppt verður i eftirtöldum greinum: Skeiði, 250 m. Stökki, 250 m, 350 m og 800 m. Þá verður keppt i 1500 m stökkiog 1500 m brokkief næg þátttaka fæst. Skráning kappreiðahesta fer fram á skrifstofu félagsins næstu daga og á firmakeppni félagsins laugardaginn 8. mai, Skráningu lýkur mánudaginn 10. mai kl. 17. Hestamannafélagið Fákur. Bangladesh 2) Bahama-eyjar 3) Thailand 4) Tanzaniu 5) Angólu 6) Albania 7) trak. Ekki er hægt að segja að hér sé um afdrifarika atburði að ræða þar sem héreiga fjarlæg riki hlut að máli, en engu að siður er það athyglisvert, er ísland viður- kennir 7 3ja heims riki i einu. I utanrikisþjónustu allra landa er það talið auka starfshæfni starfsmanna að þeir séu fluttir milli landa með nokkurra ára fresti. Það er talið heppilegt að þeir kynnist sem flestum stöðum og störfum og vikki þannig sjón- deildarhringinn. Samkvæmt forsetaúrskurði 22. marz 1976 um sendiráð, fasta- nefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur þá erú is- lenzk sendiráð enn 11 að tölu. Umdæmi sendiráðanna eru nú sem hér segir: a. Kaupmannahöfn. Auk Dan- merkur er umdæmi sendiráðs- ins ítalia, Tyrkland og Israel. b. Osló. Auk Noregs er umdæmi sendiráðsins Alþýðulýðveldið Pólland og Alþýðulýðveidið Tékkóslóvakia. c. Stokkhólmur. Auk Sviþjóðar er umdæmi sendiráðsins Finn- land, Sambandslýðveldið Júgó- slavia og Albania. d. London. Auk Stóra-Bretlands og Norður Irlands er umdæmi sendiráðsins lýðveldið Irland, Holland og Nigeria. En á með- an tsland hefur ekki stjórn- málasamband við Bretland þá er lýðveldið Irland i umdæmi sendiráðsins i Kaupmanna- höfn, Holland i umdæmi sendi- ráðsins i Bruxelles og Nigeria i umdæmi sendiráðsins i Paris. e. Paris. Auk Frakklands er um- dæmi sendiráðsins Spánn og Portúgal. Forstöðumaður sendiráðsins er fastafulltrúi Is- lands hjá Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni i Paris (OECD) og hjá Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO). f. Moskva. Auk Sovétrikjanna er umdæmi sendiráðsins Alþýðu- lýðveldið Búlgaria, Rúmenia, Ungverjalandog Mongólia, auk þess Lýðræðislýðveldið Þýzka- land. g. Bonn. Auk Sambandslýð- veldisins Þýzkalands er um- dæmi sendiráðsins Austurriki, Grikkland, Sviss og Vatikan- rikið. Forstöðumaður sendi- íáðsins eFTasláfulltrúi Islands hjá Evrópuráðinu. h. Bruxelles. Auk Belgiu er um- dæmi sendiráðsins Luxem- bourg. Forstöðumaður sendi- ráðsins er jafnframt sendi- herra hjá stjórn Efnahags- bandalags Evrópu og fastafull- trúi íslands hjá Norður-At- lantshafsráðinu. i. Washington. Auk Bandárikja Ameriku er umdaemi sendi- ráðsins Kanada, Mexiko, Brasilia, Argentina, Chile, Perú, Bahama-eyjar og Kúba. j. Genf. Forstöðumaður fasta- nefndarinnar i Genf er jafn- framt fastafulltrúi hjá Evrópu- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna og öðrum stofnunum S.Þ. i Genf. Forstöðumaður fasta- nefndarinnar er einnig fasta- fulltrúi hjá stjórn Fri- verzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) og auk þess er hann sendiherra I Kenya, Tansaniu, Egyptalandi og Eþiópiu. k. New York. Fors'töðumaður fastanefndarinnar i New York er fastafulltrúi Islands hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóö- anna. Annar maður veitir aðal- ræöisskrifstofunni forstöðu. Merkustu nýmæli i ofannefnd- um forsetaúrskurði eru vafalitið þau, að starfsmaður utanrikis- þjónustunnar með búsetu i Reykjavik er nú sendiherra i fjar- lægum löndum, sem Island hefur stjórnmálasamband við. Hér er fyrst og fremst um riki i Afriku og Asiu að ræða. Samstarfið við utanríkismálanefnd Að lokum vil ég þakka utan- rikismálanefnd fyrir samstarfið á árinu. Ég hefi reynt að sitja sem flesta fundi hennar til að skýra afstöðu rikisstjórnarinnar til hinna ýmsu mála og eins til að nefndin fái að fylgjast sem bezt með gangi utanrikismála. Ég hugsa gott til samstarfsins við nefndina i framtlðinni.” Flugstjórar Arnarflug h/f óskar að ráða flugstjóra til starfa á Boeing þotum félagsins. Umsækjandi skal hafa a.m.k. 6000 samanlagðar flug- stundir, þar af a.m.k. 1000 flugstundir sem flugstjóri á flugvélum þar sem tveggja flugmanna er krafizt. Umsóknir sendist félaginu I pósthólf 1406 Reykjavlk, fyrir 10. mai n.k. ARNARFLUG HE AAanntalið frá 1801 prentað Ættfræðifélagið hélt aðalfund 27.4 s.l. Stjórnin var endurkosin og skipa hana nú: Ólafur Þ. Kristjánsson, for- maður Bjarni Vilhjálmsson vara- formaður Pétur Haraldsson gjaldkeri Jóhann Gunnar Ólafs- son ritari og Jakobina Péturs- dóttir meðstjórnandi. Reikningar s.l. árs voru lagðir fram og voru niðurstöður á efna- hagsreikningi kr. 1.125.520.00, en skuldir engar. Að tillögu stjórnarinnar var Einar Bjarnason prófessor gerður heiðursfélagi i viður- kenningarskyni fyrir rannsóknir og ritstörf um ættfræði. Þá var samþykkt að láta prenta i samlögum við þjóðskjalasafn manntalið frá 1801. Bjarni Vilhjálmsson þjóð- skjalavörður flutti erindi um ætt- rakningar samkv. dómsmálabók- um og öðrum gögnum i þjóð- skjalasafni. Allmiklar birgir eru enn til af manntalinu frá 1816, að undan- skildu 1. hefti, sem er uppselt. Félagsmenn eru nú 50. PÖSTUDAGA - -rrtrsrsip

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.