Tíminn - 06.05.1976, Side 16

Tíminn - 06.05.1976, Side 16
iimm þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síðumúla 22 Simar 85694 & 85295 COCURA 4, 5 og 6 steinefnavögglar Látið ekki COCURA vanta i jötuna SAMBANDIÐ INNFLUTNINGSDEILD PLAST ÞAKRENNUR ^ Sterkar og endingagóðar Hagstætt verð. Nýborg" Ármúla 23 — Sími 86755 Panagoulis jarðsettur Reuter, Aþenu. — Meir en tvö hundruð þúsund Grikkir fylgdu i gær stjórnmála- manninum Alexandros Panagoulis til grafar. Pana- goulis lét lifið i umferðar- slysi á laugardag i fy rri viku, á vegi þeim þar sem hann sjálfur gerði tilraun til að ráða George Papadopoulos, einræðisherra, af dögum árið 1968. Meðfram götum þeim, sem kistan var flutt um milli dómkirkjunnar og grafreits- ins safnaðist mikill mann- fjöldi saman i gær og hrópaöi slagorð gegn Bandarikjun- um og grisku rikisstjórninni þegar kistan fór hjá. Panagoulis, sem var 37 ára gamall, var sjálfstæður þingmaöur og varö þjóðar- hetja árið 1968, þegar hann reyndi að ráöa Papa- dopoulus af dögum með þvl að setja timasprengju á þjóðveg þar sem einræðis- herrann átti leið um. Hann var dæmdur til dauöa fyrir tiltækið, en dómnum ekki fullnægt, vegna mikilla mótmæla utanlands frá. Fjölskylda Panagoulis heldur þvi fram aö dauði hans hafi veriö af manna- völdum og hefir lagt fyrir dómstóla kæru gegn óþekkt- um aðilum. Herskylda lenad í Ródesíu Reuter, Salisbury. — Kódesíu- stjórn ákvað i gær, aö lengja herskyldutima I landinu um hálft ár, — úr tólf mánuðum i átján — og talið er að einnig sé hafin flokkun manna, eftir þvi hvort þeir eru líkamlega hæfir til að gegna vigstöðvaþjónustu eöa ekki. Hvort tveggja er hluti af nýju átaki stjórnarinnar i tilraunum hennar til að hafa hemil á auknum aðgerðum skæruliöa við landamæri lands- ins. Þegar ákvörðun þessi var til- kynnt sagöi talsmaður varnar- málaráðuneytis Ródesiu, að herskyldan yrði lengd þegar I stað, — til þess að sjá hernum fyrir nægum mannafla til að ráða við skæruliðaaðgerðirnar. Skæruliöar reka starfsemi sina yfir landamæri Ródesiu við Mosambik, en það riki hefur lýst yfir hernaðarástandi milli landanna. Akvöröun þessi mun lengja herskyldu þúsunda hvitra, svartra og manna af Asfu-kyn- stofnum, sem búsettir eru i Ródesíu. Þá var tilkynnt um slðustu helgi, að stjórnin hefði heimild til að kalla þá til herþjónustu, sem þegar hafa lokið við skyldutima sinn, en ekki þau þrjú ár, sem þeir eiga að gegna herþjónustu að hluta til, eftir skyldutimann. Þegar gætir nokkuð skorts á vinnuafli hjá iðnaðar- og verzlunarfyrirtækjum i Ródesiu, vegna aukinna um- svifa hersins og reyna nú at- vinnurekendur að fylla skörðin með konum. Stjórnmálaástandið i landinu hefur einnig orðið til þess að ferðamannastraumurinn þang- að hefur minnkað verulega. 1 tölum, sem gefnar voru út i gær má sjá aö i febrúar á þessu ári komu aðeins um tólf þúsund og fimm hundruð erlendir ferða- menn þangað, eða færri en i nokkrum einstökum mánuði siðastliöin sjö ár. Gjaldeyrisskortur er yfirvof- andi i landinu og einnig hefúr veröbólga aukizt til muna. Spánn: Konungur ræði við andstöðuna Reuter, Madrid. — Juan Carlos, Spánarkonungur, mun eiga fund með leiðtogum stjórnarandstöð- unnar á Spáni, til þess að kanna viðbrögð þeirra við þeim stjórnarfarslegu umbótum, sem rikisstjórn hans hyggst koma á, eftir þvi sem haft er eftir áreiðan- legum heimildum. Carlos Arias Navarro, forsætis- ráðherra Spánar, tilkynnti I sið- ustu viku eins konar umbótadag- skrá fyrir næsta ár, þar sem meðal annars var tekið fram að almennar kosningar myndu fara fram snemma á næsta ári. Stjórnarandstaðan er óánægð með þessa áætlun, þar sem hún felur i sér varðveizlu flestra þátta þess stjórnarfars, sem rikt hefur i landinu. I siðustu viku átti konungur fund með tveim vinstri-sinnuðum kristilegum demókrötum, þeim Gernando Alvarez Miranda og Inigo Calvero. Talið er, að hann muni 1 þessari viku eiga viðræður við Jose Maria Gil Robles, sem er einn af leiðtogum kristilegra demókrata i landinu. hann er i dag, eða hinn nýja Spán. Dagblaðið E1 Pais, sem tveir af umbótasinnuðum ráðherrum i stjórn landsins eru hluthafar að, sagði á þriðjudag, að aðeins ný rikisstjórn gæti komið á raun- verulegum umbótum. Arias forsætisráðherra hefur sætt endurnýjaðri gagnrýni i blöðum á Spáni undanfarið og meðal annars sagði timaritið Cambio 16, að hann vildi engu breyta, enda hefði hann glatað sambandinu við Spán eins og Mannréttindabarátta brezku stjórnarinnar: Nær að dyrum viðskiptahallanna En inn fyrir fer hún ekki. Reuter, London. — Ernesto Geisel, forseti Brasiliu, þurfti i gær að laumast um húsasund til að komast til hádegisverðar með James Callaghan, forsætisráð- herra Bretlands, i Downing street 10 i Lundúnum. Forsetinn gat ekki farið eftir Downing street PLO vill VI að SÞ ísraels menn Reuter, Sameinuðu þjóðun- um. — Frelsishreyfing Palestinu (PLO) fór þess I gær á leit viö öryggisráð Sameinuðu þjóöanna, aö það bindi þegar endi á hersetu Israela á palestinskum land- svæöum. 1 bréfi sem PLO sendi for- seta öryggisráðsins, Louis de Guiringaud, bentu þeir á „alvarlega atburði” siðustu vikna á herteknu svæðunum á vesturbakka árinnar Jor- dan og sögðu að ástandið þar væri hættulegt fyrir friö og öryggi alheims. Bréfi PLO var I gær dreift sem einu af skjölum öryggis- ráðsins, aö beiöni Mansur Mikhia, fulltrúa Libýu hjá S.Þ. Umræður um ástandiö á herteknu svæðunum hófust hjá öryggisráðinu i gær að beiðni Egyptalands. sjálfu að bústað forsætisráðherr- ans, vegna mótmælaaðgerða sem þar voru hafðar i frammi. Embættismenn opnuðu i gær gamalt hlið milli utanrikisráðu- neytisins og bústaðar forsætis- ráðherrans og hleypti forsetanum þar i gegn, meðan lögreglan hélt aftur af hópi mótmælenda við þann inngang hússins sem venju- lega er notaður. Heimsókn forsetans til Bret- lands er ákaflega umdeild og hafa vinstri menn i landinu mótmælt henni á þeim forsendum, að rikis- stjórn hans i Brasiliu, sem byggir á stuðningi hersins, sé kúgunarafl gagnvart þjóð hans. 1 gær sendi George Basil Hume, erkibiskup og leiðtogi þeirra fimm milljóna kaþólikka sem bú- settir eru i Englandi og Wales Geisel forseta bréf, þar sem hann bað um staðfestingu á þvi, að fréttir af pyntingum I Brasiliu væru ósannar. Lýsti erkibiskupinn „sorg sinni og ótta, vegna brota á grund- vallarreglum mannréttinda og borgaralegs frelsis” sem hann teldi að enn ættu sér stað i Brasiliu. Bréf hans kom i kjölfar tuttugu og fjögurra klukkustunda þögulla mótmælaaðgeröa kaþólskra presta og nunna fyrir utan sendi- ráð Brasiliu i London, en þau mótmæltu þar brotum á mann- réttindum i Brasiliu. Brezka rikisstjórnin, sem kom- ast vill yfir sneið af köku stál- iðnaðar og oliuframleiðslu i Brasiliu, hefur tekið á móti for- setanum með mikilli viðhöfn, þar á meðal fengiö honum til af- nota ibúð i Buckingham-höll. A þriðjudagskvöld sat forsetinn veizlu sem Bretadrottning hélt honum til heiðurs, og i gær sat hann, ásamt nokkrum ráðherrum úr rikisstjórn sinni, hádegisverð i boði Callaghans forsætisráð- herra, þar sem ræddir voru möguleikar á auknu samstarfi og viðskiptum milli rikjanna. í gærkvöld sat hann svo veizlu hjá borgarstjóra Lundúna en þar höfðu verið skipulögð mikil mót- mæli gegn honum, og að þeim stóðu meðal annars verkalýðs- félög I Bretlandi. Mannréttindadómstóll Evrópu: Kæra Ira vekur alvarlegar spurningar um túlkun............ Reuter, Strassburg. — Sérstök nefnd sjö dómara viö Mann- réttindadómstól Evrópu fyrir- skipaði i gær öllum dómurum hans, sem eru átján að tölu, að hlýða á kvartanir irsku rikis- stjórnarinnar vegna þess að Bret- ar beiti pyntingum og ómannúð- legri meðferð við fanga á Norður- trlandi. I tilkynningu frá dómstólnum segir, að nefndin, sem I eiga sæti bæði irskur og brezkur dómari, hafi ályktað, að mál þetta feli i’ sér atriði sem, „geta vakiö alvar- legar spurningar varðandi túlkun Mannréttindasáttmála Evrópu”. trska rikisstjórnin lagði mál sitt gegn Bretum fyrir dómstólinn i marz siðastliðnum, en hún telur að þeir hafi brotiö þau ákvæði Mannréttindasáttmálans sem banna þyntingar, ómannúðlega og niðurlægjandi meðferð fanga. Segir i kæru tranna, að brot þessi hafi viðgengizt allt frá upp- hafi hersetu Breta á N-lrlandi ár- ið 1971. Samkomuiag náðist við verkalýðs- félögin i Bretlandi Reuter, London. — Brezka rikisstjórnin gekk i gær frá samkomulagi við verkalýðsfé- lögin um að þau sættu sig við, að launahækkanir á þessu ári takmörkuðust við 4 1/2% að meðaltali, gegn þvi að stj. lofaði skattaivilnunum. Sam- komulag þetta er einn mikils- verðasti liður tilrauna stjórn- arinnar til aö ráða við verð- bólgu i landinu. Báðir aðilar sögðu I gær, aö samkomulag þetta væri mikil- vægt skref i átt að þvi mark- miði rikisstjórnarinnar að minnka veröbólgu i landinu um helming frá þvi sem var á siðasta ári. Samkomulagið felur I sér, að þeir launþegar, sem nú hafa innan við fimmtiu sterlingspunda vikulaun fái minnst tveggja og hálfs punds hækkun. Þeir, sem eru milli fimmtiu og áttatiu punda á viku, fái um fimm prósent hækkun, en þeir sem eru yfir áttatiu pundum fái mest fjög- urra punda hækkun. Frakkar auka vopna fr amleiðslu. Reuter, Paris. — Frakkland mun tvöfalda framlög sin til hernaðar- og varnarmála á næstu fimm árum og verja stærri hluta þeirra en áður til viðhalds og uppbyggingar hefðbundinna herja, sam- kvæmt ákvörðun rlkisstjdm- arinnar þar I gær. Engu að sfður mun afram- haldandi áherzla verða lögð á uppbyggingu kjarnorkuvopna rikisins. Samkvæmt áætlun þeirri, sem ríkisstjórnin samþykkti i gær, mun Frakkland eyða um 58 þúsund milljónum franka (um 2.200 miiljörðum is- lenzkra króna) til varnarmála á næsta ári. Og enn er beðið í NapóII.... Reuter, Napólí. — 1 gær fyllt- ist dómkirkjan i Napóli enn af áhyggjufullum ibúum borgar- innar, sem lögðust þar á bæn fimmta daginn I röð, til þess að ákalla verndardýrling borgarinnar og fá hann til að gera kraftaverk það sem átti samkvæmt venju aö ger- ast siöastliöinn laugardag. SHORNA Á IVIILLI Kraftaverk þetta felur i sér að blóð dýrlingsins, Januar- iusar, sem uppi var á fjórðu öld, verður vökvakennt þrisv- ar á ári. Talið er að krafta- verkið tákni velþóknun dýr- lingsins á borgarbúum, og að hann muni áfram vernda þá. Berjast gegn hundaæði.... Reuter, London. Bretland hóf i gær alþjóðlega herferð fyrir þvi að koma I veg fyrir að hundaæði berist yfir Ermar- sund með gæludýrum, sem flutt eru inn til Bretlands á ó- löglegan máta. Herferð þessi mun kosta um fimmtiu þúsund sterlings- pund, og feiur meðal annars i sér dreifingu um hundrað þús- und veggspjalda i höfnum og viðar. Þá er einn þáttur hennar sýning á sjónvarpsmynd af manni, sem deyr kvalafullum dauðdaga eftir að hafa verið bitinn af hundi með hundaæði. Kvarta undan opinberu mannkynssögunni Reuter, Moskvu. — Rithöf- undafélag Sovétrikjanna kvartaöi i gær yfir þvi, að opinber mannkynssaga I Sovétrikj. væri mjög óná- kvæm, meðal annars væri Rómverji þar gerður að Grikkja, Belgiumaður að Hol- lendingi og einum Frakka væri gert að hafa lifað hundr- ab og fimmtiu ár. t fréttablaðinu Litera- turnaya Gazeta, sem gefið er úl af rithöfundafélaginu, sagði i gær, aö sumir sovézkir sagn- fræðingar væru orðnir kæru- lausir við vinnu slna. Sagði blaðið, að ef lesendur ættu að trúa þeim mannkyns- sögubókum, sem nýlega hafa verið gefnar út af rikinu, þá hefði rómverski arkitektinn Vitruvius verið griskur list- málari á endurreisnartlman- um, belgiska ljóðskáldið Emile Verhaern hefði veriö hollenzkur og franski átjándu aldar byltingarmaðurinn Mirabeau hefði lifað i hálfa aðra öld. Stærstu villurnar i sögubók- unum munu vera röng ártöl.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.