Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 6. mai 1976.
ísland hefur formlegt stjórn-
mólasamband við 60 lönd
Kaflar úr skýrslu EÍnars Ágústssonar, utanríkisróðherra, um utanríkismól
1 gær flutti Einar Agústsson ut-
anrikisráðherra skýrslu sina um
utanrikismál i sameinuöu þingi.
Eæddirá&herra m.a. um jákvæða
þróun mála af hafréttarfundinum
ÍNew York (sjá forsíðufrétt). Héi
i blaöinu hefur áður veriö getið
um nokkra þætti f skýrslu utan-
rikisráðherra m.a. um hafréttar-
málin og framkvæmdir á
Keflav.flugveili, en hér á eftir
verður getiö um ýmsa aöra þætti,
þ.á m. um Sameinuöu þjóöirnar,
þar sem hann fjallaöi m.a. um
Háskóia Sameinuöu þjóöanna.
Ráöherrann sagöi:
Húskóli Sameinuðu
þjóðanna
„Hugmyndin um stofnun Há-
skóla Sameinuðu þjóöanna var
fyrst borin fram fyrir 10 árum af
U Thant, þáverandi fram-
kvæmdastjóra S.Þ. Það var 27.
allsherjarþingið, sem ákvað að
setja Háskóla S.Þ. á stofn. 28.
allsherjarþingiö samþykkti stofn-
skrá skólans og ákvaö að höfuð-
stöðvar skólans skyldu veröa i
Tokyo. Ráöinn hefur veriö rektor
háskólans, Bandarikjamaðurinn
James Hester. Ráðinn hefur verið
helmingur þess 60 manna starfs-
liös, sem ráögert er að starfi i
höfuöstöðvum skólans i Tokyo.
Ráö háskólans, skipað 24 full-
trúum, sem tilnefndir eru af aðal-
framkvæmdastjóra S.Þ. og fram-
kvæmdastjóra UNESCO i sam-
einingu, hefur mótað skipulag á
starfsemi skólansogunnið að vali
á verkefnum fyrir hann.
Ráðgert er, að fjármagna
starfsemi háskólans með frjáls-
um framlögum frá rikisstjómum,
stofnunum, háskólum og einstak-
lingum. Er stefnt að þvi að koma
upp rekstrarsjóöi er nemi 500
milljónum dollara. Japan hefur
lagt fram 100 milljónir dollara,
sem dreifasttil greiðslu árin 1975
til 1980. Venezuela hefur lofað 10
milljón dollara framlagi og
Bandarikin sömu upphæð. Svi-
þjóð lagði háskólanum til 1
miiljón sænskra króna á árinu
1975 og Noregur mun leggja skól-
anum til 1 milljón króna á árinu
1976.
Ætlunin er, að háskólinn dreifi
starfsemi sinni um allan heim og
setji upp svæöismiðstöövar,
a.m.k. eina I hverri heimsálfu.
Auk þessa eru fyrirhuguð tengsl
viö rannsókna- og menntastofn-
anir I ýmsum löndum. Slik tengsl
gætu oröið meö margvislegum
hætti eftir aðstæðum og yröu
samkomulagsatriði milli háskól-
ans og viökomandi stofnunar
hverju sinni.
Islandhefur frá þvi fyrsta stutt
hugmyndina um háskóla S.Þ. og
látiö I ljósi áhuga á að kanna
möguleika á þátttöku i starfsemi
hans. Var i fyrstu einkum hug-
leidd samvinna viö háskólann
varöandi rannsóknir á auðlindum
hafsins, en athyglin beinist nú
frekar aö samvinnu viö háskól-
ann um rannsóknir og kennslu á
Leiðrétting
1 forsiðufrétt i Timanum i
gær var getiö um breytingar-
tillögur stjórnarandstæðinga
við frumvarpi rikisstjórnar-
innar um fjáröflun fyrir land-
helgisgæzluna og fl. Var sagt,
að flutningsmenn að tillögu
um 14% vörugjald — i stað
18% eins og gert er ráö fyrir i
frumvarpi rikisstjórnarinnar
— hafi verið Gylfi Þ. Gislason
og Karvel Pálmason. Sigurð-
ur Blöndal (Ab) var einnig
tillögumaöur, og biöst blaðið
velvirðingar á þvi, að nafn
hans skyldi falla niður.
sviði jarðhitaorku.
1 þessu sambandi má geta þess,
aö á fundi Auðlindanefndar S.Þ. i
Tokyo I marz 1975 hafði Island
frumkvæöi að flutningi tillögu,
sem samþykkt var einróma um,
að Háskóli S.Þ. beiti sér fyrir
rannsóknum og fræöslu varðandi
nýtingu jaröhita. Þessari hug-
mynd hefur veriö mjög vel tekið,
og má nú telja verulegar líkur á,
að eitt af verkefnum háskólans
verði á þessu sviði.
Komiö hefur verið á framfæri
við rektor háskólans fyrstu hug-
myndum islenzkra stjómvalda
um hugsanlega samvinnu um
þessimálog jafnframt leitaö eftir
viöbrögðum háskólans, m.a. um
kostnaöarhliðina.
Til grundvallar umræðum um
málefni háskólans i 2. ne&id lágu
skýrslur háskólaráösins og var
þeim fylgt úr hlaði i nefndinni af
rektor háskólans. Skýrði hann
frá, að unnið væri nú aö þvi aö
setja saman nákvæma fram-
kvæmdaáætlun um starfsemi há-
skólansi' framtiðinni. Rektor lýsti
vonbrigðum sinum yfir þvi, að
aöeins fimm rlki hefðu fram til
þessa lagt háskólanum til fé og lét
I ljós vonir um, að fleiri rlki
myndu sýna stuöning sinn við há-
skólann i verki með fjárframlög-
um.
1 almennu umræðunum um
málefni háskólans gáfu allmörg
riki ádrátt um fjárframlög tii
skólans. Nokkur rlki létu I ljós á-
huga á að taka upp samvinnu við
skólann. Fastafulltrúi Islands tók
þátt I almennu umræðunum og
skýrði þar m.a. frá, aö rikisstjórn
Islands hefði I athugun tillögur
um samvinnu við háskólann á
sviði rannsókna og fræðslu um
nýtingu jarðhitaorku.
Grikkland lýsti áhuga á að
koma upp rannsóknastofnun i
samvinnu við háskólann á sviði
haffræði og fiskveiða.
Venezuela hafði frumkvæöi aö
undirbúningi að tillögu um mál-
efni háskólans. Island gerðist
meðflutningsaðili að þeirri tillögu
ásamt fleiri rikjum. Mexikó kom
fram meö allmargar breytingar-
tillögur, sem höföu að markmiði
að mynda formlegt samband
milli háskólans og hins nýstofn-
aða Háskóla þriðja heimsins i
Mexico City. Eftir alllangar ó-
formlegar samningaviðræður,
sem tsland tók virkan þátt í, tókst
að ná samkomulagi um hóflega
orðaöa tillögu um háskólann og
starfsemi hans. t tillögunni er lýst
yfir samþykki við samþykkt há-
skólaráðsins um forgangsverk-
efni háskólans, skólinn er hvattur
til að taka upp samvinnu við
menntastofnanir um heim allan,
einkum slikar stofnanir I þróun-
arlöndunum. Þá er skorað á
aöildarrikin aö leggja háskóian-
um til fé. Tillagan var samþykkt
án atkvæðagreiðslu bæði I 2.
nefnd og á þinginu.”
Þá vék utanrlkisráðherra aö
ýmsum öörum þáttum utanrlkis-
mála, og verður þeirra þátta get-
ið hér á eftir:
Norðurlanda-
samvinna
„Allir tslendingar eru sam-
mála um gildi norrænnar sam-
vinnu. Má vera aö sú sé ástæða
þess, hversu tiltölulega lítiö er
rætt um hana. Hvaö sem um það
má segja, er ljóst að þátttakan i
Norðurlandasamvinnunni er einn
helzti hornsteinn Islenzkrar utan-
rikisstefnu.
Noröurlandaráð er samstarfs-
vettvangur þjóðþinga Norður-
landanna svo sem kunnugt er.
Forsætisnefndin hefur viðamiklu
hlutverki aö gegna milli funda
Noröurlandaráðs. Mikinn hluta
þess tima sem skýrsla mln nær
yfir, hefur frú Ragnhildur Helga-
dóttir, alþingismaöur, haft það
vandasama verk með höndum að
vera, fyrst norrænna kvenna, for-
seti ráðsins.
Fimm fastar undirnefndir
starfa mikið allt árið um kring.
Fjalla þær um efnahags-, menn-
ingar-, félags-, samgöngu- og
lagamál. Fer mikilvægt starf
fram i þessum nefndum, starf
sem stöðugt eflir norræna sam-
vitund.
Á vegum Norðurlandaráðs hafa
ýmsar stofnanir verið settar á
laggirnar vlða um Noröurlöndin,
má t.d. nefna kjarnorkumála-
stofnunina, þjóðfélagsmálastofn-
unina, Samastofnunina, eldfjalla
stofnunina og Norræna húsið. Af
meiri háttar norrænum skoðana-
skiptum er skemmst að minnast
24. þings Norðurlandaráðs, sem
haldiö var i Kaupmannahöfn 28.
febrúar til 4. marz s.l. Veröur
Einar Agústsson
stuðningsyfirlýsing þess þings viö
málstað Islands i fiskveibilög-
sögudeilunni viö Breta lengi i
minnum höfð.
Eins og ég gat um áður var á
fundi utanrikisráöherra Norður-
landa 25. og 26. marz s.l. sam-
þykkt yfirlýsing hliðholl okkar
málstað i landhelgisdeilunni. Var
þar endurtekiö það norræna álit,
að brezku herskipin verði að yfir-
gefa Islenzku fiskveiðiiögsöguna
til þess að hægt sé að leysa deil-
una. Eru þessar tvær yfirlýsingar
um utanrlkismál sérstaklega eft-
irtektarveröar og marka að sumu
leyti timamót I sögu Noröur-
landaráðs.
Auk 24. þings Norðurlandaráðs,
reglubundinna ráöherrafunda og
nefndarfunda má nefna samn-
ingastörfin, sem ávallt eru mikil
áhverju ári. Sem dæmi má taka
Noröurlandasamning um stofnun
norræna fjárfestingabankans og
staðsetningu hans i Helsingfors,
sem undirritaður var I desember.
Einnig má nefna Norðurlanda-
samning um erfðir og skipti á
dánarbúum sem annað dæmi um
samning, sem ekki lætur mjög
mikið yfir sér en styrkir engu að
siður ásamt mörgum öðrum svip-
uöum það margslungna sam-
starf, sem Noröurlöndin hafa
komið sér upp.
Norðurlönd hafa komið ár sinni
vel fyrir borö meö nokkuð mis-
munandi hætti i millirikjasam-
skiptum, en þau eru einhuga að
þvi er viðvikur eflingu norræns
samstarfs. Mismunandi fyrir-
komulag á samskiptum þeirra við
önnur riki hefur að sjálfsögöu
fyrst og fremst sprottið af við-
leitni Norðurlandanna hvers um
sig til að gæta sem bezt eigin
hagsmuna, en um leiö hefur þessi
fjölbreytni á vissan hátt oröiö
þeim sem heild styrkur. Og með
hinu nána samstarfi sin I milli um
alþjóöamál t.d. á Sameinuöu
þjóða þingum hefur þeim oft tek-
izt að hafa áhrif til farsældar þró-
unar langt umfram þaö, sem ætla
mætti um ekki fjölmennari riki.
Þess er að vænta, að norrænt
samstarf haldi áfram að eflast og
dafna.
Evrópuróðið
Eins og ég hef minnzt á I fyrri
skýrslum minum um utanrikis-
mál hafa á undanförnum árum
átt sér stað all miklar umræður
um framtlðarhlutverk Evrópu-
ráösins. Var það einkum stækkun
Efnahagsbandalagsins á önd-
veröu árinu 1972sem kom þessum
umræðum á stað. Hafa þær haldö
áfram siðan með nokkrum hlé-
um, en niðurstaða þeirra viröist
ótvlrætt vera sú, að Evrópuráöið
muni um ófyrirsjáanlega framtiö
hafa mjög gagnlegu hlutverki að
gegna sem vettvangur frjálsra
skoðanaskipta á sviði stjórnmála
álfunnar.
Umræður þær, sem hér er vikið
að, um verksvið og framtið
Evrópuráðsins, hafa að sjálf-
sögðu verið mjög tengdar umræð-
um um aukin völd Evrópuþings-
ins, sem er ráögjafarþing þeirra
níu landa, er aðild eiga aö Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Hafa þar
verið uppi hugmyndir um að
kjósa fulltrúa á Evrópuþingið
beinnikosningu og fá þvi i hendur
aukin völd, jafnvel ráögjafar-
vald. Svipaðarhugmyndir hafa af
og til einnig skotiö upp kollinum
varöandi ráögjafarþing Evrópu-
ráðsins, en þær hins vegar fengiö
misjafnar undirtektir.
Landhelgismál Islands hefur
öðru hverju komið til umræðu á
vegum Evrópuráðsins bæöi I ein
stökum nefndum svo sem fisk-
veiöinefndinni.semer undirnefnd
landbúnaðarnefndar og sömu
leiðis á fundum ráögjafarþingsins
sjálfs. A þetta jafnt við um
deiluna um fiskveiðar milli Is-
lands og V-Þýzkalands áður en
samningar tókustum lausn þeirr-
ar deilu, sem um núverandi deilu
íslands og Breta um fiskveiðirétt-
indi.Er óhætt að fullyrða að þess-
ar umræður hafi getað talizt já-
kvætt ir.nlegg i lausn deilunnar
milli Islands og V-Þýzkalands á
sinum tfma, en auk þess hefur
Evrópuráöið verið ágætis vett-
vangur til þess að kynna málstað
Islands á sviði landhelgis- og fisk-
veiðimálaog hefur hvert tækifæri
sem gefizt hefur verið notað til
þess að koma á framfæri skoðun-
um er styðja hinn islenzka mál-
stað I þessu máli. Deila tslands og
Bretlands um fiskveiðar hefur
nokkrum sinnum veriö á dagskrá
hjá Evrópuráðinu i vetur og er
það enn.
Eins og ég hef áður getið um
hefur Evrópuráðið látið Kýp-
ur-deiluna mjög til sin taka og
reynt eftir megni aö koma fram
með gagnlegar tillögur til þess að
leysa þá höröu og erfibu deilu. Þá
hafa atburðirnir i Portúgal og
ástandið I stjórnmálum þar verið
mjög til umræöu einkum innan
ráðgjafarþingsins. Virðist svo
sem Evrópuráöið hafi haft góö
áhrif á þróun mála þar i landinu
og nú nýlega undirritaði stjórn
Portúgals aðild að menningar-
mála sáttmála Evrópuráðsins og
lita sumir á það sem fyrsta skref-
ið I þá átt að Portúgal gerist full-
gildur aðili að þeim lýðræöislegu
samtökum, sem Evrópuráðið er.
Ef Portúgal skyldi gerast aðili að
Evrópuráðinu þá veröur það 18.
landið sem tengist þeim samtök-
um með fullri aðild.
Eins og kunnugt er eiga þrlr
fulltrúar Alþingis sæti I ráðgjafa-
þingi Evrópuráðsins og eru það
þingmennirnir Ingvar Gislason
fyrir Framsóknarflokkinn, Þor-
valdur Garöar Kristjánsson for-
seti efri deildar, fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og Stefán Jónsson fyrir
Alþýðubandalagið. Varamaður i
þessari þingmannanefnd er Pétur
Sigurðsson, alþingismaöur.
Fulltrúar tslands I Mannrétt-
indadómstól Evrópu og i Mann-
réttindanefndinni voru þeir sömu
og áöur, það er aö segja prófessor
Þór Vilhjálmsson og dr. Gaukur
Jörundsson, prófessor. Nú hefur
sá fyrrnefndi verið skipaður dóm-
ari I Hæstarétti íslands og máþvi
búast við að hann geti ekki gegnt
áfram störfum sem fulltrúi Is-
lands I Mannréttindadómstóln-
um.
Fulltrúar íslands, ogþá einkum
ýmissa ráöuneyta stjórnarráðs-
insog sérstofnanarlkisins sóttu á
árinu sem leiö fjölda funda i
nefndum sem starfa á vegum
Evrópuráðsins aö ýmis konar at-
hugunum og skoðanaskiptum á
ýmsum sviðum stjórnsýslunnar.
Viðskiptamól 1975
A árinu 1975 voru gerðir 3 nýir
viðskiptasamningar, við Sovét-
rikin, Pólland og Kúba.
Samningurinn við Sovétríkin
gildir i 5 ár frá 1. janúar 1976 - 31.
desember 1980, og er meö honum
lagður grundvöllur undir áfram-
haldandi viðskipti við Sovétríkin
með sömu vörutegundir og svipaö
magn og undanfarin ár. Helzta
breytingin, sem leiðir af nýja
samningnum er sú, að viðskipti
landanna' greiðast I frjálsum
gjaldeyri og hætt er viö jafn-
keypisfyrirkomulagið samkvæmt
eindreginni ósk Sovétrikjanna. 1
reynd hefur ekki tekizt að halda
jöfnuði i viðskiptum milli land-
annasiðan heimsmarkaðsverð á
oliu hækkað’1973, og er ekki búizt
við, aö þessi breyting hafi i för
með sér nein veruleg áhrif á viö-
skiptin.
Nýi viðskiptasamningurinn við
Pólland gildir einnig i 5 ár frá
ársbyrjun 1976 - ársloka 1980.
Hann er i öllum aðalatriðum
samhljóða fyrri viöskipta-
samningi vib Pólland. Bæði lönd-
in skuldbinda sig til að veita inn-
flutningi hvors annars beztu-kjör
samkvæmt GATT-sáttmálanum.
Allar greiðslur milli landanna
fara fram I frjálsum Bandarikja-
dollurum eða öðrum skiptanleg-
um gjaldmiðli.
Viðskiptasamningurinn við
Kúbu var undirritaður 24. nóvem-
ber 1975 og gildir hann til ársloka
1977. Síðasti viðskiptasamningur-
inn við Kúbu rann út 3. október
1964, en þá höfðu engin viðskipti
átt sér stað milli landanna I 3 ár.
Er þess vænzt, að samningsgerð
þessi greiöi fyrir sölu á saltfiski
til Kúbu, sem legið hefur niðri I
mörg ár, en enn sem komiö er
hafa engin viðskipti tekizt á
grundvelli nýja samningsins.
Samkvæmt aðildarsamningi Is-
lands að EFTA og friverzlunar-
samningi Islands við Efnahags-
bandalag Evrópu lækkuöu
verndartollar á iönaðarvörum
innfluttum frá aðildarrikjum
þessara samtaka um 10% siðustu
áramót, og eru þvi nú 40% af
þeim tollum, sem giltu fyrir inn-
gönguna IEFTA. Allir tollar á is-
lenzkum vörum, sem falla undir
EFTA-samninginn, féllu strax
niður við inngöngu Islands i
EFTA, en tollar á iðnaðarvörum
frá Islandi hafa lækkað I Efna-
hagsbandalaginu um 80%. Þessar
tollalækkanir ná þó ekki til
sjávarafurða, sem samið var sér-
staklega um i bókun nr. 6, sem
fylgdi friverzlunarsamningnum.
Gildistaka þessara tollfríöinda er
háð þvi skilyrði, að viöunandi
lausnnáistfyriraðildarriki Efna-
hagsbandalagsins á sviði fisk-
veiðiréttinda. Þótt samiö hafi
verið viö Þýzkaland og Belgiu um
fiskveiðiréttindi, hafa þessi toll-
friðindi ekki tekið gildi, af þvl að
Bretland hefur getaö beitt
neitunarvaldi sinu. Tollar á
sjávarafurðum I gömlu Efna-
hagsbandalagslöndunumhafa þvi
ennþá ekki lækkað, eins og
samningurinn kveður á um, og af
sömu sökum hafa tollar verið
lagðir aö nýju á sjávarafurðir,
eins og t.d. frysta rækju, freðfisk-
flök og lagmeti I Danmörku og I
Bretlandi frá 1. janúar 1974, sem
Framhald á bls. 15