Tíminn - 14.05.1976, Page 3
Föstudagur 14. mai 1976.
TÍMINN
3
Hér sést hluti þeirra varðskipsmanna, sem héldu I gúmmlbáti
yfir að brezka togaranum Primellu, albúnir til ferðarinnar.
Timamynd: örn Rúnarsson.
Gsal-Reykjavik. — Við héldum aö
togarinn væri búinn að gefast
upp. Skömmu eftir að viö settum
út gúmmíbátinn drógu þeir upp
fána I hálfa stöng og á hvolfi, — og
við töldum það augljós merki
uppgjafar, sagði Benóný Ás-
grimsson, 2. stýrimaður á Ægi, er
Timinn ræddi við hann um borð I
varöskipinu I Reykjavikurhöfn I
gær.
Beitiskipið Blake er um 11
þús. tonn að stærð, 172 metr-
ar að lengd og mesta breidd
er 19.5 metrar. Það ristir 7
metra. A skipinu er þyrlu-
skýli og þyrludekk. Um borð
eru 4 Sea King þyrlur. Skipið
er búið Seacat flugskeytum
og fjölmörgum byssum af
ýmsu tagi. Blake er knúiö
fjórum túrbinu vélum og
jafnmörgum skrúfum. Há-
markshraði er 31.5 sjómilur.
Eldsneytisgeymar taka 1850
tonn. 885 manna áhöfn er á
skipinu, þar af 85 yfirmenn.
Blake var sjósett 1945, en
1946 var smiðinni hætt og lá
skipið óhreyft i átta ár, en
tekið vartil viðsmiðina aftur
1955 og var Blake fullgert
1961. Kostnaður við smiðina
nam tæpum 15 milljónum
punda. A árunum 1965 til 1969
var Blake breytt þannig aö
aðstaða er fyrir þyrlur um
borð.
Týr á annarri vél-
inni fram á sumar
sagði Pétur að þrjú skrúfublöð
hefðu rifnað frá, og auk þess
þyrfti aö senda skrúfuhausinn
til athugunar erlendis. Pétur
kvaðst ekki vera búinn að fá til-
boð I smiði skrúfublaðanna og
þvi gæti hann ekki sagt til um
það. hvenær þau bærust til
landsins, en sagði aö þó nokkur
tlmi gæti liðiö þangað til.
Bráðabirgðaviögerð á Tý er
nú að ljúka, og kvaðst Pétur
Sigurðsson gera ráð fyrir þvi, að
Týr færi niður úr slipp i dag.
Pétur sagði að Týr myndi
sennilega halda til gæzlustarfa I
næstu viku.
Unnið að viðgerð á Tý
I slippnum I Reykjavik.
Timamynd: Gunnar
Gsal-Reykjavik. AðsögnPéturs
Sigurðssonar, forstjóra Land-
helgisgæzlunnar er ljóst, að
varðskipiö Týr verður að sigla á
annarri aðalvélinni fram á
sumariö, þar sem skrúfublöð
hinnar vélarinnar verða ekki
tilbúin fyrr en siöar i sumar.
Skrúfubúnaður Týs skemmd-
ist sem kunnugt er við hinar
hrottafengnu árásir brezku
freigátunnar Falmouth, og
„VIÐ TÖLDUM ÞETTA AUG-
UÓS MERKI UPPGJAFAR"
Benóný sagði, að gúmmibát-
urinn hefði veriö kominn miðja
vegu milli togarans og varðskips-
ins, er togarinn skyndilega setti á
fulla ferð aftur.
— Hvað voruð þið margir i
gúmmibátnum?
— Við vorum átta talsins, þrir
stýrimenn, vélstjóri, og fjórir há-
setar. Við stýrimennirnir vorum
vopnaðir byssum, vélstjórinn og
einn hásetanna voru með riffla,
og hinir voru vopnaðir kylfum.
Benóný sagði, að skipverjar á
Ægi hefðu talið aö Nimrod-
njósnaþoturnar væru óvopnaðar,
alla vega hefðu þeir enga ástæðu
til þess að halda að þær væru
Varðskipsmenn á Ægi tóku
upp á segulband hótun flug-
stjórans á Nimrod-þotunni i
fyrradag, en á henni kemur
greinilega fram, að flug-
stjórinn segist þurfa að
skjóta, ef varðskipið hleypti
öðru skoti af að togaranum.
Benóný Asgrimsson, stýri-
maður sést hér við segul-
bandstækið.
Timamynd: G.E.
vopnum búnar. — Já, ég hefði
alveg treyst Bretum til þess að
framkvæma hótunina, það væri
eftir öðru, sém þeir aðhafast hér
á miðunum.
Timinn innti Benóný eftir þvi,
hvort hann hefði áður verið i þeim
sporum, að fara yfir á togara og
færa hann til hafnar.
— Já, tvisvar sinnum hef ég
lent I þvi. t fyrra þegar ég var
stýrimaður á Albert tókum við
brezka togarann Arlanda og fór-
um með hann inn til ísafjarðar,
en togarinn var með ölögleg
veiðarfæri. Þegar ég var háseti á
Albert, fyrir 8-9 árum, þá tókum
við tvo togara I sömu ferðinni og
færðum til hafnar.
Baldur Halldórsson 1. stýri-
maður á Ægi og Bogi Agn-
arsson, 3. stýrimaður stjórn-
uðu byssu varðskipsins, er
það reyndi að taka Hull-tog-
arann Primellu og færa til
hafnar, en varðskipið kom að
togaranum að ólöglegum
veiðum á Vikurgrunni I
fyrradag. Þá var i fyrsta
sinn abreiður teknar af
byssu varðskips i þessu
þorskastriði, og skotið þrem-
ur púðurskotum og einu föstu
skoti fyrir framan stefni
landhelgisbrjótsins. Mynd-
ina tók örn Rúnarsson, einn
varöskipsmanna, er Baldur
og Bogi munduðu byssuna.
Be íitiskip tilfa lúið
til íslandsfei ðar
OO-Reykjavik. — Mikið var skrif-
að um landhelgismálið og siðustu
atburði á islandsmiðum i brezk
blöð i gærmorgun og var það rætt
i brezka þinginu s.l. miðvikudag,
og þar farið fram á, að tslending-
ar yrðu beittir meiri hörku.
Öll forsiða Oaily Mail var lögð
undir landhelgismálið og þar var
skýrt frá þvi, að flotinn væri
reiðubúinn að senda beitiskip á
islandsmið til að vernda togar-
ana. Beitiskipið Blake liggur i
Portsmouth og er tilbúið til að
láta úr höfn fyrirvaralitið og sigla
til islands.
1 umræðunum á brezka þinginu
tóku margir til máls og Ian Gil-
mor, sem er talsmaður stjórnar-
andstöðunnar i varnarmálum,
sagði m.a. að rikisstjórnin-sýndi
litla röggsemi i framgöngu sinni i
þorskastriðinu. Hann sagði að
stefna Callaghans, þáverandi
utanrikisráðherra hafi verið
reikul og fálmandi þegar islend-
ingar hótuðu að segja sig úr At-
lantshafsbandalaginu og hafi
styrkur flotans ekki verið nýttur
sem skyldi og allthjakkaði i sama
farinu. Væri timi til kominn, að
rikisstjórnin tæki einhverjar af-
gerandi ákvarðanir I málinu.
Duffy aðstoðaðarvarnarmálaráð-
herra tók upp hanzkann fyrir flot-
,ann og benti á að islenzka varð-
skipinu hafi ekki tekizt að taka
togarann Primella, vegna þess að
Nimrod þota var á flugi yfir
staðnum og hafi komið i veg fyrir
að togarinn yrði tekinn. Þá afsak-
aði hann einnig flotann með þvi
að benda á að varðskipi hefði ekki
tekizt að taka neinn togara frá
upphafi átakanna og þrátt fyrir
allt hafi herskipunum tekizt að
vernda togarana við veiðar og
forða þeim frá klippum varðskip-
anna þótt aðgerðir þeirra hafi
stundum heppnazt. Hann sagði,
að Island væri mikilvægt I sam-
starfi Natorikjanna, en haldið
yrði áfram að vernda brezka tog-
ara fyrir klippum varðskipanna,
þótt flotinn neytti ekki allra sinna
hernaðarlegu yfirburða. James
Johnson þingmaður frá Hull
átaldi flotann fyrir getuleysi og
sagði hann hvergi nærri veita tog-
urunum næga vernd. Patrick
Walls þingmaður sagði að is-
lenzku varðskipin væru byggð
fyrir siglingar á heimskautahafi,
en þaö væru freigáturnar ekki.
Þær væru smiðaðar úr þunnu og
veiku stáli og þyldu ekki árekstr-
ana við varðskipin. Hann hélt þvi
fram að 12 af 16 freigátum brezka
flotans væru laskaðar eftir
árekstra við varðskipin.
A þingfundinum var þvi haldið
fram, að Nimrod þoturnar væru
óvonnaðar könnunarvélar.
Helgi Agústsson I London, sagði
að öll morgunblöðin i gær hafi
greint Itarlega frá atburðunum er
Nímrod þotan kóm i veg fyrir að
Primella væri tekinn og frá
umræðunum á þingi vegna þess
máls. Væru blöðin yfirleitt sam-
mála I fréttaflutningi sinum
Skipverjar á
Primeliu drógu
upp fána í hólfa
stöng og á hvolfi: