Tíminn - 14.05.1976, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Föstudagur 14. maí 1976.
Menntamálaráðuneytið,
12. mai 1976.
Lausar stöður
Viö Æfinga-og tilraunaskóla Kennaraháskóla tslands eru
lausar nokkrar stööur fastra æfingakennara og einnig
stööur almennra kennara. Einkum vantar kennara f eftir-
taldar greinar: íslensku og lesgreinar, dönsku.ensku, lif-
fræöi og eölisfræöi og iþróttir.
Aö ööru jöfnu ganga þeir umsækjendur fyrir sem veriö
geta jöfnum höndum bekkjarkennarar eldri deilda á
barnastigi og kennt einhverjar framantaldra greina til »5
loka grunnskólans.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins.
Umsóknir um framangreindar stööur, meö upplýsingum
um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamála-
ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 10. júni n.k.
— Umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu og hjá skóla-
stjóra.
Bílasalan Höfðatúni 10
SELUR ALLA BÍLA:
Fólksbíla — Stationbíla
Jeppa — Sendibila
Vörubila — Vöruflutningabíla
14 ára reynsla i bilaviðskiptum. Opið alla
virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4.
Bílasclan Höfðatúni 10
.r t
Simar 1-88-70 & 1-88-81
M3
Rafsuðu
TÆKI fe
fyrir ^
SUÐUVÍR
2,5 og 3,25 mm
handhæg
nýkomin.— Innbyggt öryggi <>9 ódýr
fyrir yiirhitun. þyngd 18 kg
ARAAULA 7 - SIMI 84450
LocL JieeJ
E E3
Stýrisendar í brezkar
vöru- og fólksbifreiöar
og dráttarvélar
BLOSSB--------
Skiphoíti 35 • Simar.
8-13-50 verzlun 8 13-51 verkstæói 8-13-52 skrifstota
Loddteed
Hemlahlutir í flestar
gerðir bifreiöa frá
Japan og Evrópulöndum
HLOSSI!
Skipholti 35 • Simar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa
Húnavallaskóli viö Reykjabraut —af mörgum talin tilgeröarleg bygging.
Póll Pétursson, alþingismaður:
Enn um teiknistofu
ríkisins
Örstutt athugasemd við ógnarlanga blaðagrein
ORMAR Þór Guömundsson
arkitekt skrifar mjög langa
grein i Tlmann 9. mai, þar sem
hann rekur viöhorf sitt til tillögu
þeirrar til þingsályktunar, sem
við Gunnlaugur Finnsson flutt-
um á Alþingi um hönnun bygg-
inga á vegum rikisins. Ég hef
lesiö grein þessa frá upphafi til
enda og fann í henni margt vel
sagt og skynsamlega, enda er
Ormar Þór maður hófsamur. Þó
hefur hann sýnilega misskiliö
eitt og annað I tillögunni og um-
ræðum um hana, og þess vegna
er nauðsynlegt að árétta örfá
atriði.
Arkitektinn telur spjótum
beint að sinni stétt einni, þar
sem vitnað er til gjaldskrár
Arkitektafélagsins, en ekki
allra annarra þeirra, sem við
hönnunina fást. Tillagan er
samkvæmt heiti sínu um hönn-
un bygginga á vegum rikisins,
og vitaskuld starfa fleiri en
arkitektar að þvi að hanna
mannvirki, þó að þáttur arki-
tekts sé að ýmsu leyti veiga-
mestur, þar sem arkitektinn
vinnur að mótun verksins á
frumstigi. Arkitektinn staðhæfir
að byggjandi ráði stærð hússins.
Rétt er það að vissu marki. Ég
þekki þó dæmi þess, að arkitekt
hefur ekki viljað hlita stærðar-
fyrirmælum ráðuneytis, jafnvel
svo að munað hefur 800 rúm-
metrum á litilli heilsugæzlustöð,
og staðið i löngu þófi um þessa
rúmmetra, jafnvel svo að fram-
kvæmdir hafa tafizt bagalega
vegna löngunar arkitekts til
þess að hafa mannvirkið stórt.
Hvergi höfum við flutnings-
menn sagt, að á teiknistofu
rikisins ættu eingöngu að vinna
arkitektar, orðið hönnun teljum
við merkja þá vinnu, sem unnin
er af arkitektum, verkfræðing-
um, tæknifræðingum og hvers
konar teiknurum og fræöingum,
sem Ormar Þór telur skilmerki
lega upp, að muni skipta á milli
sin milljónunum 29 vegna
heilsugæzlustöðvarinnar á
Sauðárkróki, en það var áætlað-
ur hönnunarkostnaður á frum-
áætlun, sem okkur þingmönnum
barst við afgreiðslu fjárlaga.
Vera má, að þetta fólk þurfi 200
þúsund á mánuði útselt og þurfi
16 manns til þess að vinna þetta
verk á 9 mánuðum. Þá spyr ég
svipað og gert var I reiknings-
bókinni forðum, hvað þarf þá
marga menn til þess að afkasta
þvi verki, sem okkar stórvirk-
asti iþróttamannvirkja-, heilsu-
gæzlustöðva- og sjúkrahúsa-
arkitekt, Jes Einar Þorsteins-
Páll Pétursson
son, hannar eða lætur vinna, og
þá i framhaldi af þvi, hversu
margar kýr þarf sá her að éta á
einu máli? — Þvi hugurinn reik-
ar til Heimskringlu.
Arkitektinn Ormar Þór mis-
skilur, hvaö ég á við með bygg-
ingum, sem ég tel einstaka arki-
tekta teikna sem minnismerki
um sjálfa sig. Svo ég taki dæmi,
sem við báðir þekkjum, þá
tel ég viöbótina við barna- og
miðskólann á Blönduósi vel
heppnaöa og hagfellda bygg-
ingu, teiknaða með nytsemis-
sjónarmið fyrir augum á yfir-
lætislausan og snotran hátt, en
ekki fyrst og fremst til þess að
vekja athygli á frumlegum per-
sónuleika höfundar, eins og mér
virðist höfundur Húnavalla-
skóla hafa gert. Þessar bygg-
ingar eiga fátt sameiginlegt.
Arkitektinn talar um embætti
húsameistara rikisins I fremur
niðuriægjandi tón. — Einftver
arkitekt réðst á þá stofnun I
Þjóðviljanum i vetur, dróttaöi
þvi að starfsmönnum embættis-
ins, að þeir sinntu einkaverk-
efnum sinum i vinnutima og
ýmsu fleira. Ekki skal ég
blanda mér I þá umræðu arki-
tektanna — bendi þó á stórvirki,
er sú stofnun lét frá sér fara
undir stjórn Guðjóns Samúels-
sonar.
Arkitektinn Ormar Þór geng-
ur út frá þvi, að arkitektar á
hugsanlegri teiknistofu rikisins
verði að vinna samkvæmt hin-
um rosalega taxta Arkitektafé-
lagsins, en til hans vitnaði ég
bæði i þingræðu og i blaðagrein,
og þetta er mergurinn málsins.
Við flutningsmenn teljum, að
arkitektar þeir og hönnuðir aðr-
ir, er væntanlega störfuðu á
teiknistofu rlkisins, ættu að
vinna þar sem rlkisstarfsmenn
og samkvæmt launakjörum
þeirra, svo sem t.d. hönnuðir
hjá húsnæðismálastofnun. Við
erum þeirrar skoðunar, að
rikisstarfsmenn geti hannað og
unnið farsællega að þessum
verkefnum og verðtryggður
akkorðs- og uppmælingataxti sé
ekki algjör forsenda þess að
geta hugsað vituriegar hugsan-
ir, reiknað samvizkusamlega
eða fengið snjaliar hugmyndir.
Ég er einnig ósammála
Ormari Þór um það, að góður
arkitektúr séeinungis vinna. Ég
hef þekkt nokkra arkitekta sið-
an þeir voru strákar, og um einn
þeirra hef ég aldrei verið I vafa,
að hann væri fæddur listamað-
ur, enda hefur það sannazt
rækilega I starfi hans.
Ormar Þór viðurkennir
margsinnis i greininni, að hönn-
unarkostnaður sé allt að 7,5% af
byggingarkostnaði og allar inn-
borganir verðbættar að loknu
verki. Þetta finnst mér mjög
hátt hlutfall. Hins vegar varðar
mig ekkert um það, hvernig
arkitektar, verkfræðingar og
tæknifræðingar skipta þessari
bráð. Ég hygg einnig, að stund-
um sjái þeiri veiðivon talsveröa,
þvi bera vitni harðvítugar deil-
ur um einstök verkefni milli
hönnunarfyrirtæk ja.
Freistandi væri að rekja fleiri
atriði, úr grein Ormars Þórs,
sérstaklega úr niðurlagi grein-
arinnar, og svara þeim — árétta
ýmsa þætti málsins og leitast
við að varpa ljósi á fleiri atriði,
sem gætu hugsanlega orðið til
þess að gera byggingar ódýrari,
án þess að það kæmi niður á
traustleika, nytsemi eða fegurð
þeirra, en það verður að biða
betri tima, af þvi að ella yrði at-
hugasemd min liklega löng og
leiðinleg blaðagrein, sem fáir
nenntu að lesa.
Ég vil einungis að lokum'
undirstrika það, að ég tel nauð-
syn bera til þess að leita allra
leiða til þess að gera þær opin-
beru byggingar, sem við endi-
lega þurfum að reisa, þannig úr
garði, að þær verði okkur ekki
fjárhagslega ofviða. önnur
skipan hönnunarvinnu og annað
greiðslufyrirkomulag vegna
þeirra verkefna er einn þáttur
þess máls. Þess vegna tel ég að
hugmyndin um teiknistofu
rikisins sé góð.