Tíminn - 14.05.1976, Page 11

Tíminn - 14.05.1976, Page 11
Föstudagur 14. maí 1976. TÍMINN (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I AOalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö I lausasöiu kr. 50.00. Askriftar- gjaldkr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Ekkisnögg sveifla 1 hinni itarlegu yfirlitsræðu, sem ólafur Jó- hannesson dómsmálaráðherra flutti á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, vék hann að þvi i lokin, að þrátt fyrir nokkra skerðingu á lifskjörun- um frá þvi, sem þau voru bezt, byggju Islendingar almennt við sæmileg kjör og ekki mikið lakari en gengur og gerist i nágrannalöndunum. Það bæri hins vegar að viðurkenna, að þetta hefði að nokkru leyti byggzt á þvi, að þjóðin hefur eytt meira en hún hefur aflað. Þess vegna þyrfti að draga úr eyðslu, en það mætti ekki leiða til atvinnuleysis, þvi að þá myndu kjörin fljótt versna. Ólafi Jóhannessyni fór- ust siðan orð á þessa leið: ,,Þess vegna er það, að þó að eitthvað þurfi að draga úr hraðanum, — þvi að það er nú einu sinni staðreynd, að við höfum lifað um efni fram, — þá er það æskilegt, að i þeim efnum verði ekki snögg sveifla, að þar verði ekki neinar stökkbreytingar. Umfram allt verður þvi að reyna að halda þannig á málum, að atvinnuleysi eigi sér ekki stað. Vandan- um þarf þvi fyrst og fremst að mæta með aukinni framleiðslu á hvern mann, með meiri afköstum. Með þeim hætti þurfum við að jafna á hallanum. Þar er óneitanlega eitt erfiðasta viðfangsefnið hætt- an á ofveiði fiskistofna. í þeim málum verður að taka upp skynsamlega stjórnun, hvað sem það kost- ar. úr sókn i tiltekna fiskistofna getur þurft að draga i bili, en það þarf þá að reyna að bæta þar um með tilraunum til veiða á öðrum fisktegundum og leita að nýjum fiskimiðum. Það má ekki láta deig- an siga, heldur bregðast skjótt við og án allra tregðulögmála. Þar þarf að koma til samvinna milli rikisvalds og atvinnuvega til eflingar aukinnar fjöl- breytni i atvinnulifi, — ekki aðeins i sjávarútvegi heldur einnig i iðnaði og landbúnaði. Það má ekki láta bugast af barlómi og svartsýni, þó að skylt sé að lita á málin af raunsæi. Það er svo sannarlega heldur ekki neinn uppgjafarhugur i fólki. Hvarvetna mætir maður framfarahug og framkvæmdavilja — reyndar oft meiri heldur en getan leyfir. Það er þvi viðtækt viðfangsefni að koma skipulagi á fram- kvæmdir svo að við færumst ekki of mikið i fang i einu.” Hófleg bjartsýni Ólafur Jóhannesson lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Um sinn hefur sitthvað á móti blásið og sitthvað hefur farið á annan veg, en maður hefði kosið, á það skal ekki dregin dul. Við höfum á ýmsum sviðum átt við erfiðleika að striða um sinn. Stjórnarsamstarfið verður oft að leysa viðfangsefnin með málamiðlun, og er það svo að hvorugur starfsaðilinn er fyllilega ánægður með útkomuna, en hver er svo vitur, að hann geti fullyrt að sin leið sé sú eina rétta.Aðalat- riðið er, að samstaða sé um markmiðin. Það er vissulega alltaf erfitt að spá um ókomna tið, en það er trúa min, að mestu erfiðleikarnir séu nú að baki. Ég fæ ekki betur séð en að á flestum sviðum þokist frekar til réttrar áttar, þó að sumum finnist seint sækjast. Ég held þvi, að þrátt fyrir allt getum við litið fram á veginn með hóflegri bjartsýni.” Þ.Þ. II 18. maí getur orðið örlagaríkur dagur MIKIL spenna hefur nú skapazt i sambandi við próf- kosningarnar i Bandarikjun- um, en úrslit þeirra hafa hing- að til farið á allt annan veg en spáð var i upphafi af þeim, sem gleggstir þóttu vera. Upphaflegu spádómarnir voru yfirleitt þeir, að Ford forseti myndi sigra Reagan auðveld- lega i prófkosningunum og verða útnefndur nær einróma á flokksþingi repúblikana sem frambjóðandi þeirra, þar sem Reagan hefði áður talið skyn- samlegast að draga sig i hlé. Hins vegar myndi enginn af hinum mörgu forsetaefnum demókr. sem kepptu i prófkj. ná forustunni og mætti þvi búast við miklum deilum hjá þeim á flokksþinginu. Það gæti jafnvel farið svo, að greiða þyrfti 100 sinnum at- kvæði um forsetaefni áður en endanleg niðurstaða fengist, en þannig varð það á flokks- þingi þeirra fyrir 52 árum. Sú útkoma, sem nú blasir við, er næsta ólik þessum spá- dómum. Ford forseti hefur beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum fyrir Reagan i próf- kjörunum, einkum i seinni tið. Astæðan er sú, að Reagan hef- ur tekizt að fylkja hægri armi flokksins um sig, en hann hef- ur löngum verið i meirihluta i flokknum. Þessu til viðbótar hafa svo ihaldssamir demó- kratar, sem ætluöu að styðja Wallace rikisstjóra i Alabama til framboðs, snúizt á sveif með Reagan, þar sem þeir telja orðið vonlaust, að Wall- ace verði i kjöri. Með þvi að sameina þannig um sig ihalds- sömustu öflin i báðum flokk- unum, hefur Reagan tekizt að sigra Ford i prófkjörunum. Eins og nú standa sakir, hefur Reagan fengið fleiri stuðn- ingsmenn kjörna á flokksþing- ið en Ford, en óháðir fulltrúar ráða enn úrslitum og flestir þeirra munu styðja Ford, enda sýna skoðanakannanir, að hann er miklu sigurvæn- legri frambjóðandi en Reag- an. HJÁ demókrötum hefur framvindan lika orðið allt önnur en spáð var. Þar hefur Jimmy Carter náð algerri for- ustu og allir þeir keppinautar hans, sem i fyrstu kepptu við Brown og ieiðtogi demókrata I New Jersey en þar var Brown nýiega. SENNILEGA verður 18. mai einn helzti úrslitadagurinn i prófkjörunum. Þá fara fram prófkjör bæði i Maryland og Michigan. Tapi Carter fyrir Brown i Maryland yrði það nokkurt áfall fyrir hann. Það yrði þó stórum alvarlegra fyr- ir hann, ef hann tapaöi fyrir Udall i Michigan, sem er miklu stærra riki og þýðingar- meira i þessu sambandi. Þá myndi andstaðan gegn honum stórlega magnazt. Ósigur i Michigan yrði þó miklu alvar- legri fyrir Ford, en Michigan er heimariki hans. Þar er hann i verulegri hættu, sökum þess að fylgismenn Wallace viröast hafa i hyggju að kjósa Reagan. Tapi Ford i Michi- gan, getur orðið tvisýnt, hvort hann sigrar á flokksþinginu. Eins og er, virðast það enn almennustu spádómar i Bandarikjunum, að Ford og Carter verði keppinautarnir i forsetakosningunum i nóvem- ber. En reynslan hefur sýnt að undanförnu, að varlega ber að treysta spádómum i sambandi við þessi mál. _þ þ Church og Carter hann, hafa dregið sig i hlé, nema Udall, þingmaður frá Arizona. Flokksforustunni og mörgum þingmönnum demó- krata hefur fallið þetta illa, en þeir höfðu gert sér vonir um, að enginn þeirra, sem kepptu i prófkjörunum, myndi ná for- ustunni og flokksþingið myndi þvi snúa sér til Humphreys, fyrrv. varaforseta, og biðja hann að vera frambjóðanda flokksins, en hann hefur ekki viljað taka þátt i prófkjörun- um og ekki sagzt vilja fara i framboð, nema flokkurinn biðji hann um það. A siðustu stundu hafa þessir menn nú sameinazt gegn Carter, þótt hægt fari, og fylkt sér um tvo menn, sem gáfu ekki kost á sér fyrr en i nokkrum siðustu prófkjörunum. Þetta er skýr- ingin á þvi, að Frank Church öldungadeildarþingmaður vann nauman sigur yfir Cart- er i Nebraska siðastl. þriðju- dag, eða fékk 39% atkvæð- anna, en Carter 38%. Þá er bú- izt við, að Edmund Brown, rikisstjóri i Kaliforniu, muni sigra Carter i prófkjörinu i Maryland næsta þriðjudag. Sama dag keppir Carter við Udall i Michigan. Bæði Brown og Church eru snjallari en fyrri keppinautar Carters, og hann verður að keppa við þá og Udall alla i senn og hefur þvi óhægari aðstöðu. Þótt svo fari, að Carter tapi i Maryland og Michigan undir þessum kringumstæðum, er frekar óliklegt að komið verði i veg fyrir sigur hans á flokks- þinginu. Astæðan er sú, að hann er nú sigurvænlegasta forsetaefni demókrata. Hafni flokksþingið honum, þykir mjög liklegt, að margir óháðir kjósendur, sem hafa stutt hann, kjósi Ford i forseta- kosningunum, ef hann verður i kjöri. öðru máli gegndi, ef Reagan yrði frambjóöandi repúblikana. ERLENT YFIRLIT Church og Brown gegn Carter

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.