Tíminn - 14.05.1976, Page 16

Tíminn - 14.05.1976, Page 16
16 TÍMINN Föstudagur 14. mal 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall hugsa sig um: — Hvers vegna spyrjið þér að því? — Justin var að gefa í skyn, að Brent ætti eitthvert ævintýri með aðstoðarlækninum yðar, Myru Hender- son. Hann sagði meira aðsegja, að sér fyndist hún aðlað- andi. Og um kvöldið töluðu þau mikið saman í búnings- herbergjum mínum. Síðan hef ég ekki séð hann. Ég hélt satt að segja, að hann kæmi og bæði um gott veður, það hef ur hann alltaf gert áður, sagði hún að lokum og virtist barnalega hissa. Gegn vilja sínum varð Mark að brosa. — En hvers vegna ekki að brjóta odd af oflæti sínu í þetta sinn? Ég held, að það væri skynsamlegt af yður. — Svo þér vitið þá eitthvað? Ég skil það. En þér reynið að halda því leyndu fyrir mér. Hvað er það? Er hann farinn að vera með þessari Henderson-stelpu? Þrátt f yrir vonbrigði sín vegna Myru, líkaði Mark ekki að Venetia talaði um hana sem „þessa Henderson- stelpu". Það gladdi hann, að þjónninn valdi einmitt þetta andartak til að koma með matseðilinn. Meðan þau borð- uðu, gætti hann þess að tala um ósköp venjulega hluti. Á leiðinni heim í bílnum, greip Venetia í handlegg hon- um og lagði höfuðið á öxl hans. — Ef þér vitið eitthvað, vildi ég óska, að þér segðuð mér það, hvíslaði hún. Hann vildi, hvað hún átti við, en hann horfði á götuna fram undan bílnum. — Vina mín, ég veit ekkert. En ég er viss um, að ef þér vil jið fá Brent aftur, þurf ið þér ekki annað en veifa með litla f ingrinum. Hann var raunveru- lega ástfanginn af yður, það var greinilegt fyrir öllum. — Var já, viðurkenndi hún. — En hversu alvarlegt getur það hafa verið, ef stúlka eins og Myra Henderson getur svo auðveldlega tekið hann frá mér? Öttinn um einmitt það skar hann í hjartað. Hvers vegna ætti hann eiginlega að hafa áhyggjur af því? hugsaði hann gramur. Hvers vegna gat hann ekki bara gleymt henni núna, þegar hann hafði komizt að því hvernig hún var, fölsk og gersneydd öllu stolti? — Þér vitið ekkert, hvort hún hefur tekið hann frá yður, svarði hann rólega. Hún færði sig litið eitt f jær honum og horfði rannsak- andi á hann. — Og það, kæri Mark, er það sama og að viðurkenna, að það sé eitthvað á milli þeirra — og að þér vitið það. — Ég veitekkert, svaraði hann kuldalega. — Einkalíf aðstoðarlækna minna kemur mér ekki við. Hún yppti öxlum. — Nú verðið þér kaldur og f jarlægur aftur. En mér geðjast vel að yður þannig.... það er svo aðlaðandi. Já, mér geðjast verulega vel að yður, Mark! — Það var ánægjulegt. — Geðjast yður að mér? — Auðvitað. Kannski svolítið meira? — Ég þekki yður tæpast. Hún þrýsti handlegg hans örlítið. — Þér eruð snillingur í að koma yður hjá að svara spurningum. Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þetta kvöld hafi ekki verið yður jafn indælt og mér? — Mér finnst það hafa verið reglulega notalegt. — Viðurkennið það bara. Allt kvöldið hef ur verið vaf ið töf ral jóma, ég vissi það um leið og ég sá yður sitja í stúk- unni. Þér horfðuð í augun á mér, munið þér. Ekki aðeins einu sinni og í hvert sinn var eins og rafstraumur færi um mig. Það var f yrir þig, sem ég dansaði í kvöld, Mark. Vissirðu það ekki? Bara fyrir þig. Þau voru komin að hótelinu. Mark stöðvaði bílinn og drap á vélinni áður en hann sneri sér að Venetiu. — Vina mín, ég er sattað segja upp með mér, en orðstír þinn sem dansmeyjar er svo mikill, að ég veit, að þér dansið alltaf jafn dásamlega og í kvöld. Einkennisklæddur dyravörður opnaði bíldyrnar og rétti inn höndina til að hjálpa Venetiu út. Mark fékk þá undarlegu tilfinningu, að maðurinn hefði komið á ná- kvæmlega réttu andartaki, annars hefði ef till vill eitt- hvað gerzt, sem hann hefði iðrazt síðar. Þegar Venetia rétti fram höndina í kveðjuskyni, þannig að hann var neyddur til að kyssa hana, nam bíll staðar beint fyrir f raman þau. Brent steig út og hraðaði sér að innganginum, þar sem hann hafði nær rekizt á Venetiu. Þau stóðu og horfðu hvort á annað og Mark sagði ákveðinn: — Nú hafið þér tækifærið, Venetia. Notið það! Munið hvað ég sagði um fyrsta skref ið. Og áður en hún fengi tækifæri til að svara, var hann farinn. 21. kaf li Þau voru samferða upp í lyftunni í óþægilegri þögn, en Venetiu til undrunar fór Brent úr um leið og hún og gekk með henni ef tir ganginum í átt að íbúð hennar. — Ég þarf að tala við þig, sagði hann. Hún var búin að stinga lyklinum f skrána, en áður en ^’Hér förum við Viöerum herna Djöfullkomdu! takk fyrir feröina! Þúmátt lendá! 5 Föstudagur 14. mai 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00,8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guörún Birna Hannesdóttir heldur áfram sögunni „Stóru gæsinni og litlu hvltu öndinni” eftir Meindert De Jong (11). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Spjailaö viö bændur kl. 10.05. Úr handraöanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Boyd Neel strengjasveitin leikur Sankti Páls svitu eftir Gustav Holst / Fllharmónlusveitin i Osló leikur Sinfónlu nr. 2 op. 22 eftir Klaus Egge: öivin Fjeldstad stj. / Fllharmónlusveitin I New York leikur „Pulcinellu”, svitu eftir Igor Stravinský: Leonard Bemstein stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Gestur I blindgötu” eftir Jane Blackmore Valdís Halldórs- dóttir les þýöingu sína (5). 15.00 Miödegistónleikar Vladimír Ashkenazy leikur Pianósónötu I G-dúr op. 78 eftir Franz Schubert. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Guöni Kol- beinsson flytur þáttin. 19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands i Háskóla- blói kvöldiö áöur, hinir siöustu á starfsarinu. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen. Einleikari: Rússneski pianósnillin gurinn Emil Gilelsa. „Friöur”, tónverk fyrir strengi og slagveik eftir Arne Nordheim. b. Pianókonsert nr. 5 I Es-dúr „Keisarakonsertinn” op. 73 eftir Ludwig van Beethoven. c. Sinfónla nr. 2 I D-dúr eftir Jean Sibelius. — Jón Múli Amason kynnir tónleikana — 21.45 „Ein kona I hús”, smá saga eftir Pétur Hraunfjörö Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Dvöi. Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. 14. mai 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Umsjónar- maöur Svala Thorlacius. 21.40 Kvonbænir (Palos brudefærd) Grænlensk kvikmynd frá árinu 1933, tekin I Angmagssalik. Myndina geröi Knud Rassmussen. Meö þessari leiknu heimildamynd hugö- ist Rassmussen varðveita fróöleik um þá siöi og lífs- venjur, sem tlökuöust meö eskimóum, áöur en þeir kynntust menningu hvita mannsins. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22,55 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.