Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. maí 1976. TÍMINN 19 Nýliðar Þróttar ^ skotnir á bóla Þeir máttu þola stórtap (1:4) fyrir KR-ingum f fyrsta leik Islandsmótsins í gærkvöldi KRingar skutu nýliöa Þróttar á bólakaf, þegar þeir mættust I fyrsta leik íslandsmótsins i knattspyrnu á nýja grasvellinum I gærkvöldi — fjórum sinnum mátti Jón Þorbjörns- son, markvöröur Þróttar hiröa knöttinn úr netinu hjá sér, eftir skot frá KR-ingum. Ný- liöar Þróttar náöu aöeins aö svara einu sinni, þegar hinn ungi og efnilegi Þorvaidur í. Þorvaldsson skoraöi örugglega úr vitaspyrnu, fram hjá Magnúsi Guömundssyni, inarkveröi Vesturbæjarliösins — þar meö opnaöi Þorvaldur markareikning Þróttar f 1. deiltí. ogskoraöi fyrsta mark Þróttar i deiidinni 110ár. Hinir ungu leikmenn Þróttar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það munaði ekki miklu, að þeim tækist að skora fyrsta mark leiksins — Sverrir Brynjólfsson komast einn inn fyrir KR-vörn- ina, en skot hans sleikti þverslá KR-marksins. KR-ingar svöruðu þessu með góðri skyndisókn — nýliðinn Arni Guðmundsson, sem skoraði 4 mörk i Reykjavíkur- mótinu, brauzt þá skemmtilega upp vinstri kantinn og sendi knöttinn fyrir mark Þróttar — knötturinn skauzt fram hjá Jóni Þorbjörnssyni, markverði Þrótt- ar, til Björns Péturssonar, sem skoraði auðveldlega. Þróttarar gáfust ekki upp við þetta mótlæti — þeir sóttu nokkuð stift og áttu mörg góð skot að marki. Ekki munaði miklu, að Gunnar Ingvarssyni tækist að skora á 37. minútu — hann skaut góðu skoti af 25 m færi, sem Magnús Guðmundsson bjargaði meistaralega, með þvi að slá knöttinn aftur fyrir endamörk. KR-ingar gáfu eftir miðjuna á þessum tima — og léku mjög aftarlega. Englendingurinn Ron Lewin, sem er staddur hér á landi, til að leiöbeina KR-ingum, var ekki of hrifinn af leikaðferð KR-inga — hann sagði: — „Hver hefur þjálfað KR-liðið að undan- förnu? Þetta er ekki góð knatt- spyrna hjá þeim!” (Já, svona getur það verið Knapp!) KR-ingar mættu ákveðnir til leiks i siöari hálfleik — og skoraði Jóhann Torfason þá (2:0) fyrir KR-inga eftiraðeins 40 sekúndur, eftir að Magnús markvörður, hafði spyrnt knettinum fram. Jóhann sendi knöttinn fram hjá Jóni, markverði Þróttar. Stuttu siðar var dæmd vitaspyrna á KR- inga — þegar Börkur Ingvarsson handlék knöttinn. Þorvaldur skoraði örugglega úr vitaspyrn- unni. Eftir þetta náðu KR-ingar góðum tökum á leiknum og Ottó Guðmundsson og Björn Péturs- son innsigluðu stórsigur (4:1). Halldór Björnsson átti góðan leik hjá KR-liðinu — vann mikið og var alltaf á ferðinni. Þá var Ottó einnig drjúgur og sömuleiðis Jóhann Torfason og Björn Pétursson. — Ég er að verða góður eftir meiðslin — þetta kemur með hverri æfingu, sagði Jóhann eftir leikinn, en hann hefur verið frá vegna meiðsla i tæpt ár. Þorvaldur t. Þorvaldsson var skástur hjá Þrótti — en það var greinilegt á leik hinna ungu Þróttara, að þá vantar meiri reynslu. Aðalsteinn Ornólfsson og Sverrir Brynjólfsson áttu einnig góða spretti. Hinrik Lárusson dæmdi leikinn vel — hann gaf þremur leikmönn- um áminningu. KR-ingnumólafi Ólafssyni og Þrótturunum Guðmundi Gislasyni og Jóhanni Hreiðarssyni. — SOS ARNI GUÐMUNDSSON.... sést hér brjótast fram hjá Guömundi Glslasyni. Arni sendi siöan knött- inn fyrir mark Þróttar, þar sem Björn Pétursson var á réttum staö og skoraöi fyrsta mark islands- mótsins. (Timamynd Gunnar) Björn skoraði fyrsta markið! „Þægileg tilfinn ing að sjá knöttinn hafna í netinu"... ■ sagði Björn Pétursson, sem var ekki búinn að skora mark í 3 ár — Ég var á auöum sjó og markiö stóö opiö. Knötturinn smaug á milli markvaröar og varnar- manns — svo aö ég þurfti ekki annaö en aö spyrna i markiö, sagöi Björn Pétursson, eöa „Biöffi”, eins og hann er kailaö- ur, eftir aö hann haföi skoraö fyrsta mark Islandsmótsins. Björn spyrnti knettinum örugg- lega meö innanfótarskoti — hann hafnaöi upp undir þaknetinu á marki Þróttar. — Þaö var þægi- leg tilfinning aö horfa á knöttinn hafna i netamöskvunum — þaö er svo langt siöan ég skoraöi, aö maöur var farinn aö gleyma, - ...í. hvernig fara á aö þvi, sagöi Björn. Björn skoraði siöast mark i 1. deildarkeppninni fyrir þremur árum.eöa gegn Fram i ágúst 1973 á Laugardalsvellinum, en fyrsta 1. deildarmarkið skoraöi hann áriðáöur — gegn Val. Björn sýndi það i leiknum gegn Þrótti, aö hann er að komast I mjög góða æfingu — hann er útsjónarsamur miðvallarspilari, sem hefur gott auga fyrir samspili og getur þar aö auki skotið — það sýndi hann siðar i leiknum, þegar hann skor- aði (4:1) aftur — með góðu lang- skoti. Þá átti hann og hlut aö þriðja marki KR-inga — skaut að marki Þróttar en Ottó Guömundsson náði þá að breyta stefnu knattarins, þannig aö hann sigldiörugglega fram hjá varnar- mönnum Þróttar og i netið. — SOS Noro- menn velja... NORÐMENN hafa valið landslið sitt, sem mætir Is- lendingum á Ullevaal-leikvell- inum i Osló 19. mai, en það verður skipað þessum leik- mönnum: Jan Birkelund (Skeid), Svein Gröndalen (Rosenborg), Jan Hansen (Rosenborg), Gabriel Höy- iand (Bryne), Pal Jacobsen (Hamarkam), Tom R. Jacob- sen (Fram), Tor Egil Johan- sen (Lilleström), Helga Karl- sen (Brann), Svein Kvia (Viking), fyrirliði, Tom Lund (Lilleström), Jan Erik Olsen (Mjöndalen), Ole Chr. Olsen (Mjöndalen), Helge Skuseth (Starth), Sigbjörn Slinning (Viking), Stein Thurnberg (Start) og Björn Tronstad (Brann). 9 af þessum leikmönnum léku með norska liöinu, sem sigraði Islendinga (3:2) i Bergen sl. sumar — þeir eru skrifaöir með feitum stöfum. —SOS BJÖRN PÉTURSSON.....sést hér skora fyrsta mark islandsmóts- ins (Timamynd Gunnar) LILJA SIGFUS Met við Svartahaf ÍR-ingarnir Lilja Guömunds- dóttir og Sigfús Jónsson voru i sviösijósinu i Sochji viö Svartahaf á miövikudaginn — þar settu þau bæöi glæsiiegt islandsmet. Lilja hljóp 1500 m á 4:31,6 minútum og Sigfús hljóp 10.000 m á 30:10,0 minút-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.