Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 23
Föstudagur 14. mai 1976. TÍMINN 23 Fundur undirbúningsstjóra hverfasamtaka Framsóknar- flokksins í Reykjavík veröur haldinn mánudaginn 17. mal kl. 20:30 i Kaffiterlu Hótel Hofs, Rauðarárstlg 18. Akranes og nærsveitir Framsóknarfélag Akraness heldur fund um stjórnmál I Fram- sóknarhúsinu á Akranesi sunnudaginn 16. mai kl. 16.00. Fram- sögumaður verður Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og formaöur Framsóknarflokksins. Ollum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Viðtalstími stjórnar FUF í Reykjavík Stjórn FUF I Reykjavik verður til viðtals þriðjudaginn 18. maí kl. 17-19 að Rauðarárstig 18. Allir sem áhuga hafa á geta haft samband við stjórnina og munu stjórnarmenn svara fyrirspurn- um og taka við ábendingum ef fram koma. Viðtalstímar alþingismanna °g borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Hún var að vinna I gróðrastöð SkógræktarfélagsReykjavIkur I Fossvogi, þegar blaðamaður og ljós- myndari Timans voru þar á ferð. Þaö er vel viðeigandi að starfa að skógrækt á þessu skeiöi ævinnar, þegar sálin er full af vordraumum og vaxtarþrá. Timamynd Gunnar. Kristján Benediktsson borgarfulltrúi veröur til viötals á skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstlg 18, 15. maí frá kl 10- 12. Danskurgestaleikur fró Folketeatret í Kaupmannahöfn: STÍGVEL OG SKÓR Skógræktarfélag Reykja- víkur veitir ókeypis kennslu í garðrækt Leikbrot um landflótta og andspyrnu eftir Erik Knudsen VS-Reykjavik — A MORGUN, laugardaginn 15. mai, klúkkan Um helgina verða i bjóöleik- húsinu þrjár sýningar á dönskum gestaleik frá Folketeatret i Kaupmannahöfn. Sýningin nefnist STIGVÉL OG SKÓR og er tekin saman af danska rithöfund- inum Erik Knudsen, en uppi- staðan I sýningunni eru gaman- þættir, grinvisur og ádeilusöngv- ar eftir þíka höfunda, sem urðu fyrir baröinu á nasismanum á striðsárunum og komu margir sem flóttamenn til Danmerkur. Meðal textahöfunda, auk Knud- sens sjálfs, eru Kurt Tucholsky, Erich Kastner, Karl Valentin og Bertolt Brecht. Mikiö er af söngv- um I sýningunni og eru þeir eftir Kurt Weill og Hanns Eisler, auk danska tónskáldsins Bent Axen. Leiks tjóri sýningarinnar er Preben Harris, leikhússtjóri Folketeatrets, en hann er einn kunnasti leikhúsmaður Dana. Fjórir vel kunnir leikarar koma fram I sýningunni, þau Anne-Lisa Gabold, Gyrd Löfquist, John Hahn Petersen og Finn Nielsen. Undirleik annast Frans H. Rassmussen, og leikmynd er eftir John Lindskov. Sýning Folketeatrets á Stigvél og skór hefur notiö mikilla vinn- sælda i Danm. Hún var frum- sýnd i fyrra, en vegna mikillar aösóknar var verkið tekið upp aftur i vetur og hefur hlotið mjög góða dóma. Sýningar Dananna verða á Litla sviöinu i Þjóöleik- húskjallaranum. Gestir sitja við borö, og eru veitingar framreidd- ar fyrir sýningu og I hléi. Frum- sýningin er á laugardagskvöld önnur sýning á sunnudagskvöld og slöasta sýning á mánudags- kvöld. (Fréttatilkynning) HIPP0DR0MEN FOLKETEATRETS INTIMSCENE ERIK KNUDSEN TovLei OG SKO SÆSON 1974-75 EN MOSAIK OM FLUGT OG MODSTAND MED TEKSTER AF KURT TUCHOLSKY - ERIK KÁSTNER KARL VALENTIN - BERTOLT BRECHT OG MED MUSIK AF HANNS EISLER - KURT WEILL - BENT AXEN. hálfþrjú, fer fram sýnikennsla á vegum Skógræktarfél. Reykja- vikur I Fossvogi. Þar verður sýnd sáning, græðlingaklipping, gróð- ursetning, klipping og snyrting trjáa o.fl. o.fl. Enn fremur verður þar svarað fyrirspurnum. Jafn- framt kennslunni verður plöntu- sala I gróðrarstöð Skógræktarfé- lagsins aö Fossvogsbletti 1, þar sem kennslan fer fram. Taka má fram, aö sýnikennslan og upplýs- ingastarfsemin, sem henni er tengd, er dkeypis og öllum heimil. A blaöamannaiundi núna I vik- unni lét Guðmundur Marteinsson þess getiö, að hugmyndin um sýnikennslu ætti ef til vúl eitthvað skylt við þaö, þegar tviburum dettur hið sama i hug, hvorum i sinu lagi.Þannig ernefnilega mál með vexti, að nú I vor éfndi Skóg- ræktarfélag Hafnarfjaröar til sýnikennslu I fyrsta skipti.en þessi félög eru mjög jafnaldra, veröa bæöi þrltug á hausti kom- anda. Stofndagur Skógræktarfé- lags Reykjavikur er 24. október 1946, en Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar var stofnað daginn eftir. Þá kom það einnig fram á þess- um blaöamannafundi, að þær teg- undir sem mest eru seldar, eru birki, sitkagreni, stafafura, berg- fura, brekkuvíðir, viöja, (sem er ágæt i skjólbelti), reyniviður og Alaskaösp. En af runnum eru vin- sælastir birkikvistur og glans- mispill, sem reyndar gengur und- ir ýmsum nöfnum. Miövikudaginn 5. mal s.l. var haldinnaðalfundur Skógræktarfé- lags Reykjavíkur, i Tjarnarbúð. I upphafi fundar minntist for- maður félagsins látins félaga, Hermanns Jónassonar, fyrrver- andi forsætisráöherra, en hann var eins og flestir vita mikill skógræktarmaður, og góöur ná- granni Skógræktarfélags Reykja- vikur, þar sem hann vann að skógrækt i landi sinu i Fossvogi. Um starfsemina á liðnu ári er það meðal annars að segja, aö af- hentar voru 185.667 skógarplöntur og níutlu þúsund garöplöntur Ur skógræktarstöðinni i Fossvogi. A undanförnum árum hefur uppeldi trjáplantna verið talsvert fært inn i gróðurhús og jafnframt hefur aukizt ræktun plantna i pottum. í Heiðmörk var mikiö unnið á liðnuári, gróðursettar voru 83.600 plöntur og mikið borið á af á- buröi. Þess má geta i leiðinni, að frá upphafi hafa veriö gróöursett- ar I Heiðmörk á milli þrjár og fjórar milljónir plantna. — Þá voru og á siðasta ári gerðir göngustigar og vegakerfi I Heiö- mörk endurbætt. A slðasta ári varð Heiðmörk 25 ára, og af þvi tilefni var gefinn út vandaöur bæklingur um Heiömörk, og lit- prentað kort. En Heiðmörk er 2500 hektarar að stærö. 1 öskjuhlið hefur félagið einnig séð um gróðursetningu fyrir Hita- veitu Reykjavikur. Síöastliðiö ár var plantað þar um tuttugu þús- und trjáplöntum. I Rauðavatns- stöð var plantað og gerðir þar göngustlgar. I stjórn Skógræktarfélags Reykjavikur eru nú Guðmundur Marteinsson rafm.verkfr. for- maöur, Lárus Blöndal Guð- mundsson bóksali varaformaöur, Björn Ófeigsson heildsali gjald- keri, Jón Birgir Jónssön verkfr. ritari og Sveinbjörn Jónsson hrlm. meðstjórnandi. Fram- kvæmdastjóri er Vilhjálmur Sig- tryggsson. —VS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.