Tíminn - 21.05.1976, Blaðsíða 13
12
TÍMINN
Föstudagur 21. maí 1976
Föstudagur 21. mal 1976
TÍMINN
13
Með sokkabandinu
sinu gerði hún við
kveikjuna, hjá skó-
smiðnum lét hún endur-
nýja hemlana, og hjá
lyfsalanum keypti hún
eldsneytið.
Nafn hennar var
Berta Benz. Hún var
eiginkona Karls Benz,
þeim sem kom fyrstur
fram með vélknúið far-
artæki.
Það sem um er verið
að ræða, átti sér stað
fyrir tæpum niutiu ár-
um. í þá daga var Karl
við það að missa móð-
inn. Uppfinning hans
fékk engan hljómgrunn
meðal alménnings og
vildi fólk ekkert af henni
vita. Mannkynið var
fullkomlega ánægt með
hestvagnana og járn-
brautirnar. Vagninn,
sem knúinn var bensin-
drifnum mótor fékk
frekar háðsglósur en lof.
Haustkvöld eitt áriö 1885 fór
þessi 0.88 hestafla bHl I fyrstu
reynsluferöina. Ari siöar var
hann á sýningu I Paris, ai þar
voru móttökurnar, sem hann fékk
afar lélegar. Bifreiöin stóö þar I
stórum sal á milli glæstra hest
vagna og veitti fólk henni vart
eftirtekt. Hestvagnarnir áttu hug
oghjörtusýningargesta.enda var
þetta þeirra timi. Glæsileiki
þeirra og fjöldi hestanna, sem
drógu þá, báru vott um umsvif
eigenda þeirra.
Þaö datt engum I hug aö leggja
aö liku þessi göfugu farartæki og
þrihjólaöa vagninn, sem aöeins
framkallaði hávaöa og óþef, og
maöur gat auk þess óhreinkaö
hendur sinar og jafnvel brennt sig
viö aö fást viö flókinn vélarbúnað
hans. Burtséö frá þvi, þá var á
engan hátt hægt aö fuliyröa aö
þessi óheillavænlegi hlutur gæti
yfir höfuö komið farþegum sinum
heilum á húfi á milli staöa. Sönn-
un fyrir þvi vantaöi algjörlega.
En þá var þaö Berta Benz, sem
ákvaö aö taka örlög bilsins i sinar
finlegu hendur. Hún geröi þaö
ekki fyrir mannkyniö, heldur fyr-
ir mann sinn. Hún þoldi ekki leng-
ur aö horf a upp á hann niðurdreg-
inn og kvalinn af vonbrigöum
vegna þess aö uppfinning hans
hafði ekki fengiö þær móttökur,
sem hann haföi vonaö. Viö, sem
uppi erum i dag, vitum svo sann-
arlega hvers viröi hún er. Benz
haföi án þess aö hafa fyrirmynd,
smlöaö bil. Þetta var meira en
aðeins vagn, sem hestur haföi
veriö spenntur frá. Þetta var
hlutur, sem aldrei haföi sézt áöur
og meö honum lagöi Benz grund-
völlinn aö miklum tækniframför-
um.
Karl Benz haföi metiö sam-
timamenn sina of mikils, — alla
nema einn, Bertu eiginkonu sina.
Hann grunaði ekkert um fyrir
ætlun hennar, sem hún undirbjó i
samráöi viö syni þeirra tvo,
Eugen fimmtán ára og Richard
þrettán ára. Þaö, sem þau þrjú
höföu i huga, var aö leggja upp I
ferö á bilnum, sem jafnframt yröi
fyrsta langferöin, sem farin yröi
á sliku farartæki.
Enginn vissi þaö reyndar þá,
hvort þaö væri mögulegt aö ferö-
ast langar vegalengdir á bil, upp
og niður f jöll og hæöir og á rykug-
um sveitavegi. En Bertu grunaöi,
aö þaö sem þyrfti til aö koma
bflnum yfir byrjunaröröugleik-
ana væri að færa sönnur á þetta
atriöi.
Arla morguns I ágúst, á meöan
Karl var ennþá sofandi ýttu þau
bilnum út úr skýlinu. Þau settu
hann I gang og lögöu af staö i ferö
sina frá Mannheim til Pforzheim,
og áttu þau þá fyrir höndum
hundrað og áttatlu kilómetra
langa leiö á vegi, sem bil haföi
aldrei fyrr verið ekiö á. Og án efa
myndi annað farartæki af þessu
tagi ekki verða á vegi þeirra
þarna i þetta sinniö a.m.k.
Voru þau ekki brautryöjendur,
konan og synir hennar tveir? Þau
voru þaö vissulega.
Karl Benz hefur sjálfur lýst
þessari ferö þeirra mæöginanna
eins og hann bezt gat samkvæmt
þeirra frásögn, I endurminning-
um sfnum og er frásögn hans á
þessa leið:
— Þau óku eftir sléttum þjóö-
veginum i fögru landslagi. Eftir
stutta stund voru þau komin til
Heidelberg og nokkru siöar til
Wiesloch. Enn lék allt I lyndi og
engin óhöpp höfðu oröiö.
En eftir þaö fór vegurinn aö
veröa mishæöóttur og þar meö
byrjuöu öröugleikarnir.
Afl bílsins var ekki gert fyrir
svona mikinn bratta. Berta og
Eugen uröu aö fara út og ýta á
meöan Richard stýrði. Þegar
vegurinn lá niöur i móti kom
einnigbabb Ibátinn. Hvaö geröist
ef hinir einföldu leöurklæddu tré-
hemlar gæfu sig nú? En sem bet-
ur fer kom þaðekki fyrir alla leiö-
ina. Samt þurfti alltaf af og til aö
kaupa nýjar leöurræmur hjá ein-
hverjum skómiönum og festa þær
i staö þeirra gömlu.
Afram var haldiö, en meö
nokkrum stoppum þó. Þegar
keöjurnar slökknuöu og fóru út af
tannhjólunum var staönæmztfyr-
ir framan smiðju til aö gera viö.
Þá þyrptust þorpsbúar aö og
gláptu á þau eins og naut á ný-
virki. Eftir að keöjurnar höföu
veriö strekktar var haldiö áfram
ogekkistoppað fyrr en bQlinn allt
i einu nam staöar og haggaöist
ekki. Bensinleiðslan var stlfluö.
Þá kom hattprjónn frúarinnar aö
góöum notum og gátu þau haldiö
áfram.
Siöan bilaöi kveikjan, en þvi
var bjargaö meö þvi aö vefja
sokkabandi Bertu utan um hana
sem einangrunarbandi. Einu
sinninámu þau staöar til áösvala
þorsta sinum, en heit ágústsólin
haföi gert þau þyrst.
Sex árum eftir fyrstu langferöina I vélknúnum vagni, — Mannheim-Pforzheim, var ekki lengur neitt óveniulegt viö þaö aö fara I blltúr. Benz fjölskyldan (I vinstri bllnum) meö
vinafólki slnu I ferö.
Tuttugu árum eftir reynsluferö Bertu (aö hennar áliti var þá vélin of afllltil og hemlarnir ótryggir) sigr aöi þessi Benz kappakstursbill meö 150 hestöfl undir hllfinni
kappaksturskeppnum, bæöi utanlands og innan.
— I allmörgum
Billinn dróalitaf þorpsbúana aö
og olli fólki miklum heilabrotum.
Hvernig vagn gat runniö án hests,
var ráögata, sem þeim virtist
ekki vera til svar viö. Sumir töl-
uöu um aö þetta hlytu aö vera
galdrar, en aörir liktu þessu viö
úrverk. En töframennirnir þrir
stigu bara upp i bilinn og óku
brosandi i' burtu.
Þegar þau um kvöldiö voru
komin á leiöarenda sendu þau
slmskeyti til Karls, um þaö aö
þau hefðu náö til Pforzheim heilu
og höldnu” Karl Benz endur-
heimti nú gleöi sina og kjark til að
halda áfram með uppfinningu
sina.
Meö þessari ferö hafði almenn-
ingi loks veriö sýnt fram á nyt-
semi bilsins.
En fyrst og fremst kom reynsla
sú sem fengizt haföi I henni um
allan útbúnaö bilsins, næsta bil
Karls til góöa.
Berta haföi gefiö honum ná-
kvæma skýrslu um allt hvað
varöaöi bflinn, og nytsamlegar
leiöbeiningar um þaö sem betur
mætti fara. Karl breytti siöan
fjölmörgum atriöum. Hann bætti
m.a. viö þriöja gírnum og endur-
bætti hemlana. Og hann ákvaö aö
leggja meira upp úr þvi á sýning-
um i framtiöinni aö sýna ökuhæfi-
leika bilsins f staö þess aö stilla
honum upp á pall.
Tilvaliö tækifæri til þess fékk
hann I september á sama ári á
kraft- og vinnuvélasýningu, sem
haldin var I Munchen.
Benz-bilnum, sem þarna var á
sýningunni var ekiö um götur
Munchen frá klukkan tvö til fjög-
ur siödegis, — og þetta geröi
- gæfumuninn. Vagninn fékk stóra
gull heiöurspeninginn, sem var
mesta viöurkenning, sem gefin
var þarna og dagblaöið Neue
Munchener Tagblatt, skrifaöi:
— Annar eins atburöur hefur
áreiöanlega aldreifyrr boriö fyrir
sjónir vegfarenda á götum borg-
arinnar og nú á laugardagseftir^
miödaginn. Þrihjóla vagn, meö
uppspenntu þaki, sem karlmaöur
sat undir rann i átt aö miöbænum
og var engum hesti beitt fyrir
hann.
Þarna rann hann léttilega án
þess aö vera knúinn gufuafli eða
fótafli farþeganna, án þess aö
þurfa aö stoppa til að beygja og
veik úr vegi fyrir farartækjum,
sem á móti komu. A eftir honum
kom mikill mannfjöldi gapandi af
undrun.
Það var fólkinu i þá daga alveg
óskiljanlegt, hvernig vagn gæti
hreyfzt án þess aö vera dreginn af
hesti, eöa knúinn gufuafli. Þegar
fólk sá þetta farartæki með eigin
augum var undrunin mikil, en
þaö var trú manna aö billinn ætti
mikla framtiö fyrir sér. Þaö rætt-
ist, — framfarirnar urðu miklar
og snöggar. Og mitt I öllu þvi um-
róti og umtali, sem skapaðist i
sambandi viö bilinn hefur eitt
falliö i gleymsku, — en þaö er
konan, sem með kjarki og hug-
dirfsku kom þessu öllu af stað,
konan, sem var allt I senn: fyrsti
bilstjórinn, fyrsti reynsluöku-
maöurinn og fyrsti langferöabil-
stjórinn. Aldrei var talað um
hennar framlag og henni hefur
ekki verið reistur minnisvaröi.
Hvernig má þaö vera?
(Þýtt ogendursagt JB)
Fyrsti vélknúni vagninn, sem Karl Benz smlðaöi var þrlhjólaður. Slöan til aö vera I takt viö timann,
bættihann einu hjóli víö. Hér er hann viöstýri I bllnum Viktoria, sem hann smlöaði áriö 1893.