Tíminn - 21.05.1976, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 21. maí 1976
Hið frjálsa einkaframtak
Hið frjálsa framtak einstaklinganna er oft lofað
fjálglega a.m.k. af stórum hópi manna. í þvi lofi
er lögð áherzla á að ekkert tryggi betur hagsmuni
fjöldans, enda fari saman hagsmunir hinna
dugmiklu einstaklinga og hagsmunir þjóðar-
heildarinnar.
Þannig á t.d. vöruverð hvergi að vera lægra,
en þar sem frelsi einkaframtaksins fær að
blómstra og margir telja að enginn atvinnu-
rekstur sé jafn vel rekinn og einkareksturinn.
Vissulega er sitthvað til i þessu og rétt er að
fjölmargir einstaklingar hafa gert gifurlega
stóra hluti til hagsbóta fyrir sina samtiðarmenn
og afkomendur.
En hinu má ekki gleyma að þau eru ófá dæmin,
þar sem einkaframtakið blómstraði jafn lengi og
viðkomandi gat haft af þvi góðan hagnað. En
þegar eitthvað bjátaði á var reksturinn dreginn
saman, eða honum hætt allt eftir þvi hvað hags-
munum einkaframtaksins var fyrir beztu.
Þannig eru mörg dæmi frá sildarárunum að
athafnamenn komu til staða út á landi og hófu þar
mikil umsvif. öruggt er talið að f jölmargir þeirra
hafi grætt á tá og fingri. En þegar sildin hvarf
fóru athafnamennirnir burt með gróðann en
skildu ibúana eftir án þess að leggja sitt af mörk-
um til að byggja upp nýjar atvinnugreinar á
staðnum.
En eftir þessa reynslu leggja flestir ibúar
þorpa viðs vegar um land áherzlu á að upp-
bygging atvinnu og þjónustu i þorpunum sé i
höndum heimamanna sjálfra.Þannig er tryggt að
fyrirtækjunum sé stjórnað á þann hátt, sem til
mestra hagsbóta er fyrir viðkomandi byggð og
ibúana þar. Og þannig er fjármagnið notað til að
efla byggð á viðkomandi stað.
Þvi er þetta rifjað upp hér að sá atburður hefur
átt sér stað i þjóðfélaginu, sem kemur til með og
er þegar farinn að hafa áhrif á lif fjölda fólks viðs
vegar um land. Þar er átt við að Flugfélagið
Vængir hefur gefizt upp við að semja um kaup og
kjör við flugmenn og ákveðið að draga starfsem-
ina stórlega saman og jafnvel hætta henni alveg.
Vængir hafa á undanförnum árum haldið uppi
mikilli og góðri þjónustu við fjölmarga staði viða
um land. Sú þjónusta er hvarvetna lófuð enda
hafa þessar flugsamgöngur verið lifæð fjöl-
margra byggðarlaga.
En nú gerist það að eigendur þessa flugfélags
' ákveða að hætta þessari starfsemi vegna þess
þeir telja sig ekki geta náð viðunandi kjörum við
sina flugmenn. Og þar með verða hinir fjölmörgu
viðskiptavinir þessa flugfélags viðs vegar um
land án þeirra þjónustu sem þeir voru farnir að 1
lita á sem sjálfsagðan hlut og algera nauðsyn.
Ekki skal að þessu sinni dregið i efa að
eigendur þessa flugfélags hafi fullan lagalegan
rétt til að hætta þessari starfsemi og sjálfsagt
telja þeir að sitt einkafjármagn verði betur
ávaxtað á annan hátt en halda flugrekstrinum
áfram.
En er þeirra siðferðilega skylda engin?
Það hefur komið fram i fréttum um mál þetta
að eigendur Vængja telja reksturinn hingað til
hafa gengið vel og þá væntanlega skilað hagnaði.
Með öðrum orðum viðskiptavinir þessa flug-
félags hafa aðstoðað eigendurna að byggja þetta
félag upp og stuðlað að þvi að eigendurnir hafi
haft góðan arð af sinu fjármagni.
En um leið og eitthvað fer að bjáta á og illa litur
út i svip er rekstrinum hætt, án þess að hugsa hið
minnsta um hag hinna fjölmörgu viðskiptavina.
STÓRAUKA ÞARF FJÁR-
FRAMLÖG TIL VEGAGERÐAR
í ÞEIRRI tillögu til þingsályktun-
ar, sem nú liggur fyrir Alþingi um
vegaáætiun fyrir árið 1976—1979
kemur fram að gerð er tiilaga um
að á þessu ári verði fjárveiting til
vegaviðhalds hækkuð um 28,7%.
Hins vegar er áætlað að visitala
vegaviðhalds hafi hækkað um
54,6% frá I fyrra. Er þvi ljóst að
mun minna verður hægt að vinna
að vegaviðhaldi en í fyrra a.m.k.
veröi þessi liður vegaáætlun-
arinnar ekki hækkaður verulega.
Gert er ráð fyrir þvl i vegaáætl-
uninni að hækka fjárframlög til
vegaviðhalds i áföngum fram til
ársins 1970 til aö mæta þeim
miklu hækkunum, sem urðu á
slðasta ári.
Viðhaldsfé
helmingi of lítið
A undanförnum árum hafa
fjárveitingar til sumarviðhalds
þjóðvega hvorki fylgt verðlagi né
verið tekið tillit til aukinnar um-
ferðar á ári hverju. Til d. er talið
að á stðasta ári hefði þurft að
malbera 1366 km til þess að halda
I horfinu. Hins vegar dugöu fjár-
veitingar til malburöar aöeins á
606 km. eða tæpl. helming þeirra
vega, sem bera þurfti ofan I.
Þetta litla fjármagn verður til
þess að vegir versna stöðugt og
slfellt lengist sá tlmi á hverju ári,
sem vegirnir eru ófærir að gegna
hlutverki sínu. Verður þvl að hafa
þá lokaða langan tíma fjölmörg-
um ibúum landsbyggðarinnar til
mikils tjóns og óþæginda.
Aurbleytan vex
Þannig leið t.d. ekki nema vika
frá þvl að bílstjórar, er aka að
staðaldri veginn norður I land,
lentu I hrakningum I snjó og ófærð
I Norðurárdal og á Holtavörðu-
heiði þar til þessir sömu bilstjór-
ar urðu að hætta akstri um langan
tlma vegna þess aurbleyta var
komin svo mikil aö loka varð
vegunum.
Staðreynd er aö þessi aurbleyta
kemur eingöngu vegna þess að
vegir eru vlða algeTlega malar-
lausir. Það sést bezt á þvl að ný-
legir vegir verða sjaldan ófærir
vegna aurbleytu. Og það þarf
engan að undra þótt svona fari,
þegar tillit er tekið til þess hve
litlu fé er varið til vegaviðhalds.
Viðhald brúa
stórlega vanrækt
IHér hefur eingöngu verið talað
um malburö vega, en sé litið til
annarra þátta vegaviöhaldsins
kemur svipaðlljós. Þannig er t.d.
taliö að viðhald brúa hafi verið
stórlega vanrækt á liönum árum.
Þá hefur orðið að vanrækja
viðhald ræsa stórlega og skapar
sllkt mjög mikla hættu fyrir um-
ferðina. Að áliti tæknimanna og
þeirra vegaverkstjóra.sem unniö
hafa að vegaviðhaldi um áraraöir
hefði fjárveiting til ræsa, skurð-
graftar, rásagerðar, smáviö-
gerða og eftirlits þurft að vera um
40-50% hærra en það var á siðasta
ári.
Af þvi sem hér hefur veriö
rakið er ljóst að viðhaldsfé vega-
geröarinnar er allt of lltið og
vegir versna enn frá þvl sem er.
Það er þvl ljóst að beita verður
öllum tiltækum ráöum til þess aö
fá meira fjármagn til viðhalds
veganna þannig að þeir þjóni til-
gangi sinum.
Finna þarf
nýja tekjustofna
Halldór E. Sigurðsson sam-
gönguráðherra vé.k að þessu
vandamáli I framsöguræðu sinni
fyrir tillögu til þingsályktunar um
vegaáætlun á Alþingi nýlega.
Sagði ráðherrann að beita yrði
öllum tiltækum ráðum til að fá
aukið fé til vegagerðar og finna
vegagerðinni nýja tekjustofna.
Undir þau orð skal tekið, enda er
fátt til meiri hagsbóta fyrir hinar
dreifðu byggðir en gott vegakerfi.
Vel má vera að einhver telji að
þetta fé verði að taka beint og ein-
göngu af þeim sem búa úti um
land. Þeirra hagsmunir einir séu I
húfi og þvi eigi þeir að greiða
fyrir þá.
Sllkt er þó að sjálfsögðu al-
rangt, enda er það hagur allra
landsmanna að vegakerfið sé sem
bezt. Má I þvi sambandi minna á
hina slvaxandi sumarumferð um
land allt. Gott vegakerfi gefur
sem flestum Ibúum landsins tæki-
færi til að ferðast um og njóta
okkar fagra lands.
Tugir tonna
rjúka burt
En full ástæða er þó til aö vekja
athygli á þeirri staðreynd að
þessi mikla sumarumferö skapar
mjög mikið viöhald. Hvern
góðviðrisdag yfir sumar-
mánuðina rjúka tugir tonna af
ofanlburði úr vegum landsins út I
buskann. Og það kostar margar
milljónir að endurnýja ofanlburð-
inn.
A siðasta ári kostaði mölburður
I þjóðvegi landsins 197 milljónir
króna, en eins og áður sagði hefði
sú upphæð þurft að vera helmingi
hærri. Það er þvl ljóst að suma
góðviðrisdaga sumarsins rýkur
möl úr vegum landsins að
verðmæti svo milljónum króna
skiptir.
Þetta vandamál verður sjálf-
sagt ekki leyst fyrr en megniö af
vegum landsins verður komið
með bundið slitlag þvl enginn vill
vlst loka þeim fyrir umferð þá
góðviðrisdaga sumarsins sem
umferö er mest og mest malar-
magn fýkur burtu.
En sérhvert vor lengist sá tlmi,
sem vegir eru lokaðir fyrir
umferð vegna aurbleytu. Aur-
bleytu, sem kemur vegna þess að
öll möl er rokin út I veður og vind.
Er sumarumferðin
þjóðhagslega
hagkvæm
En af þvl ýmsir aðilar I þjóöfé-
laginu hafa af þvi mikið gaman,
já og margir mikla atvinnu, að
reikna út hvort þetta eða hitt sé
þjóöhagslega hagkvæmt, væri
sjálfsagt margt vitlausara en að
einhverjir tækju sér fyrir hendur
að reikna út hvort hin mikla
sumarumferð sé þjóðhagslega
hagkvæm.
Vel má vera að við sllka út-
reikninga kæmi I ljós aö hag-
kvæmast væri að banna alla um-
ferð sumarleyfisfólks, a.m.k.
banna umferð einkablla en sllkt
mætti aldrei láta koma til fram-
kvæmda. Vegirnir þurfa að gegna
þvi hlutverki slnu að gera llfæö
fólks sem hinar dreifðu byggðir
byggir og gefa ibúum landsins
tækifæri til að aka um landið sér-
hvert sumar til að njóta okkar
stórfenglega landslags.
Þvi verður nú að leggja gifur-
, lega áherzlu á að auka fjármagn
til vegagerðar. Bæði til þess að
unnt sér að viðhalda þeim vegum,
sem þegar eru komnir og ekki
, slður til þess að leggja nýja vegi I
stað gamalla og lélegra.
*
Hagsbót allra
Á siöustu árum hefur vlöa veriö
gert stórátak I vegageröinni, en
um land allt eru þó stór verkefni
óleyst.,
Að þéim þarf að vinna enda er
fátt til jafn mikilla hagsbóta fyrir
Ibúa landsins og greiðar og góðar
samgöngur.
MÓ
Viðhaldskostnaður þjóðvéga árið 1975.
(Upphæðir i millj. kr.)
Kjördæmi Vetrar- viðhald Al- mennt viðhald Veg- heflun Viðhald brúa Hörpun og mölun Ryk- binding Vatna- skemmdir Lengd Kostn. á akfærra km vega Samtals vega í km í þús. kr.
Suðurlands 19.1 71.9 41.7 32.5 43.0 6.2 1.4 215.8 1 564 138.0
Reykjanes 23.4 '79.4 21.2 3.7 9.0 3.5 2.0 142.2 361 393.9
Vesturlands 33.6 52.2 40.5 4.1 11.3 7.9 0.9 150.5 1 344 112.0
Vestfjarða 58.9 49.2 12.8 3.2 24.4 3.0 4.0 155.5 1 298 119.8
Norðurl. veatra .. 27.8 39.0 19.7 1.9 37.9 3.6 1.3 131.2 1 100 119.3
Norðurl. eyatra .. 60.8 42.8 19.0 1.2 14.3 4.4 1.4 143.9 1235 116.6
Austurlands 98.1 42.4 31.0 3.8 20.8 4.1 7.3 207.5 1434 144.7
321.7 376.9 185.9 50.4 160.7 32.7 18.3 1 146.6 8 336 137.5
Það má þvi álita að hagkvæmara hefði verið
fyrir þau fjölmörgu sveitarfélög sem þjónustu
þessa flugfélags hafa notið að þetta félag hefði
verið eign þeirra, þvi ef svo hefði verið hefði
framhald rekstursins með einhverjum ráðum
verið tryggt.
Þvi er sú von látin i ljósi að sem fyrst hefji
starfsemi nýtt flugfélag með þátttöku sem flestra
sveitarfélaga sem nú hafa misst dýrmæta
þjónustu. Verði svo má vænta að framtið flugs til
þeirra staða verði tryggð.
MÓ.
Kaupið bílmerki
Landverndar
k'erndum
W líf
Ferndum
yotlendi
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensinafgreiöslum og skrifstofu
Landverndar Skólavörðustíg 25