Tíminn - 21.05.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Föstudagur 21. maí 1976
Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI
Eftir Rona Randall
— Þá verðurðu að skapa tækifærið, sagði Myra óþolin-
móð og gekk til dyra. Um leið og hún kom fram í gang-
inn, heyrði hún rödd í hátalakerfinu: — Doktor Hender-
son! Doktor Henderson er beðinn að koma strax á skrif-
stofu yfirlæknisins!
Hjarta Myru tók stökk — og það var ekki af slæmri
samvizku. Hún hafði ekki gert nein mistök — ekkert var
athugavert við sjúklingana hennar — þess vegna hlaut
að vera um eitthvað persónulegt að ræða. Hún uppgötv-
aði að hún var æst vegna þess að hún átti að f ara að tala
við Mark.
Þá var það að henni varð Ijóst að hjarta hennar heyrði
ekki lengur Brent til. Hún var ekki lengur á flótta frá
ástinni og það var eins og hún vaknaði af vondum
draumi. Henni fannst hún allt í einu frjáls, lifandi og
hamingjusöm — hún varð svo glöð yfir að Mark hafði
beðið hana að koma, þess vegna gat ekki verið að hún
elskaði Brent lengur.
Hún gekk eftir löngum ganginum og hugsaði um, hvað
henni hafði létt við uppgötvunina. Brent hafði átt hjarta
hennar svo lengi, f yllt huga hennar og heim, að hún hafði
haldið, að hún yrði aldrei f rjáls aftur. En nú sá hún allt í
öðru Ijósi. Hafði hún ekki elskað hann, bara vegna þess
að hann var fyrsti maðurinn, sem hafði veitt henni at-
hygli, eða var hún orðin það breytt, að hún sá hann
aðeins eins og hann var? Aðlaðandi og myndarlegur, en
óáreiðanlegur og eigingjarn.... mann sem hún hafði
vakið góðar tilf inningar hjá. Það var ekki hægt að elska
slikan mann.... elska hanns eins og kona. Nei, aðeins sem
móðir, eða systir, sem bar umhyggju fyrir honum og
vildi sjá hann hamingjusaman. Hún vissi, að hann yrði
hamingjusamur með Venetiu, þau voru svo áþekk. Ekki
undarlegt þótt þau hefðu dregizt að hvort öðru strax við
fyrstu kynni, hugsaði Myra og kerrti ósjálfrátt hnakk-
ann. öryggistilfinning fyllti hjarta hennar. Já nú var
hún ekki lengur á flótta frá ástinni, hún var ung kona,
reiðubúin að mæta ástinni.
Utan við dyr Marks nam hún staðar, strauk yf ir hárið
og reyndi að róa sjálfa sig, -Henni fannst hún ekki lengur
vera aðeins aðstoðarlæknir hans, hún vildi að hann sæi
hana sem konu —og geðjaðist að því, sem hann sæi.
Skyndilega rann upp fyrir henni Ijós: — Ég elska
hann! Það er hann, semégvil! Uppgötvunin var eins og
sólargeisli. Andartak stóð hún og horfðist í augu við
þennan nýja sannleika og hann var eins og hvert annað
kraftaverk. Þetta var ást, sem hún mundi aldrei flýja
frá, ást, sem gerði hana skyndilega að konu. Ást svo
gjörólík þeirri, sem hún hafði borið til Brents, að henni
skildist, að hún hafði aldrei elskað áður.
Hún barði að dyrum. Stuttur í spuna bauð hann henni
að koma inn og hún reyndi að vera of ur róleg. Aðeins að
heyra rödd hans varð til þess að hjarta hennar sló hraðar
og hún var viss um, að hann hlyti að sjá sannleikann í
augum hennar og þess vegna f lýtti hún sér að líta niður.
En hún hefði ekki þurft að óttast, Mark leit ekki einu
sinni á hana. Athygli hans beindist að skjölum á skrif-
borðinu og hann kinkaði aðeins sem snöggvast kolli til
hennar, rétt eins og hann væri að gefa henni til kynna að
hann vissi að hún væri þarna.
— Setjizt, Henderson..
Hún settist gegnt honum við skrifborðið. Hann var að
skrifa eitthvað á spássíu skjala og hún horfði næstum
heilluð á hönd hans hreyfast. Hún var svo falleg.svo
sterk og vel löguð. Hönd manns, sem réði yf ir mannslíf-
um og lifandi fólki, manns sem var fullur viðkvæmni og
manngæzlu. Ástríðuf ullur maður, hugsaði hún, og hjarta
hennar tók aftur stökk, Kalda gríman var aðeins gríma
til að sýna heiminum.
— Mig langar að vita um þessa fæðingu, sagði hann og
leit á hana, meðan hann tók saman skjölin. Augu hans
f estust við hana.hann starði á hana eins og hann hefði
aldrei séð hana fyrr. Estelle hafði sagt, að hún væri lag-
leg, en í þetta sinn hafði Estelle ekki tekið nægilega
sterkt til orða. Myra var eitthvað breytt. Frá því að vera
feimin, ung stúlka, hafði Myra blómstraðog var nú orðin
falleg, þroskuð kona, rétt eins og blómhnappur, sem
sprungið hafði út. Auðvitað hafði hann veitt því athygli
að hún hafði öðlazt ákveðið sjálfstraust á þessum vikum
í París. en þetta var eitthvað annað. Þetta var enginn
ytri gljái — þetta kom innan frá.
Hann vissi ástæðuna. Hún var farin að vera aftur með
Brent Taylor! Þessi breyting var að þakka leynifundun-
um með honum. Skyndilega var Mark heltekinn blindri,
brjálæðislegri afbrýðisemi... tilfinningu, sem hann
hafði aldrei fundið áður. Hann langaði til að hrista
manninn, rétt eins og rottu, ekki vegna þess að hann var
Venetiu ótrúr, heldur vegna þess að hann gat orsakað
þetta nýja útlit Myru.
Hún tók eftir reiðiglampannum í augum hans og varð
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
iGrimuklæddur? Getur ekki verið lögga
Frá Ivory-Lana? Njósnar? Fyrir hvern?
Svariö hálfvitar!
r / /
$0 %
Jr
5KUL,„ við vitum ekkert,
sagöi okkur ekkert!
hannj
M
FramhaldJ
FÖSTUDAGUR
21. mai
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugreinar dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sigrún Sigurðardóttir
heldur áfram sögunni ,,Þeg-
ar Friöbjörn Brandsson
minnkaði” eftir Inger Sand-
berg (3). Unglingapróf i
dönsku (B-próf) kl. 9.05. Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atr. Spjallað við bændurkl.
10.05. Úr handraðanum kl.
10.25: Sverrir Kjartansson
sér um þáttinn. Morguntón-
leikar kl. 11.00: Georges
Barboteu og Genevieve Joy
leika Sónötu fyrir horn og,
pianó op. 17 eftir Beethov-
en/ Svjatoslav Rikhter leik-
ur „Karnival i Vin”, tón-
verk fyrir pianó op. 26 eftir
Schumann/ Alessandro
Pitrelli og I Solisti Venetil
leika Konsert fyrir mandó-
lin og strengjasveit eftir
Gaspare Cabellone.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Gest-
ur I blindgötu”' eftir Jane
Biackmore. . Þýðandinn,
Valdis Halldórsdóttir, les
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 Daglegt mál.Guöni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Sinfónia nr. 1 i c-moll
eftir Anton Bruckner. Con-
certgebouw-hljómsveitin i
Amsterdam leikur. Bernard
Haitink stjórnar.
20.50 Smáþáttur um Mor-
móna. Séra Gunnar Arna-
son flytúr erindi.
21.15 „Svarað I sumartungl”,
tónverk fyrir karlakór og
hljómsveit eftirPál P. Páls-
son. Karlakór Reykjavlkur
syngur með Sinfóniuhljóm-
sveit íslands, höfundur
stjómar.
21.30 tJtvarpssagan: „Siðasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis. Sigurður A.
Magnússon les þýðingu
Kristins Björnssonar (30).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Leiklist-
arþáttur.Umsjón: Sigurður
Pálsson.
22.50 Áfangar. Tónlistarþátt-
ur í umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
21. maí
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós
Umsjónarmaður Eiður
Guðnason.
21.10 Akenfield Bresk
sjónvarpsmynd frá árinu
1973, byggð á samnefndri
sögu eftir Ronald Blythe.
Leikstjóri Peter Hall. Aðal-
hlutverk Garrow Shand og
Peggy Cole. Myndin lýsir
llfsviðhorfum og lifskjörum
fólksins i Akenfield, litlu
þorpi i Suffolk, og gerist öll
daginn sem Tom Rouse er
jarðsettur. Enginn leik-
endanna hafði áður fengist
við leiklist, og sömdu þeir
sjálfir textann, jafnóðum og
kvikmyndin var tekin.
Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
23.00 Pagskrárlok