Tíminn - 01.06.1976, Síða 3

Tíminn - 01.06.1976, Síða 3
Þriðjudagur 1. jún! 1976. TÍMINN 3 St jórna ra ndstaða n vill að Alþingi verði kvatt saman ef sam- komulag næst Fulltrúar stjórnarandstööu- flokkanna i landhelgisnefnd og utanrikisnefnd sendu frá sér fréttatilkynningu i gær þar sem þeir taka enn fram, að þeir telja þann grundvöll að samningi við Breta, sem kynntur hefir veriðó- aðgengilegan og eru andvigir þvi, að gengið verði til samninga á þeim grundvelli. Þeir telja, að áður en bindandi samningur við Breta er gerður, beri að kalla Alþingi saman til að fjalla um málið. Um kl. 18 ! gærkvöldi kom upp eldur ! timburhúsi i Bernhöftstorfunni svonendu, bak við húsið nr. 1 við Amt- mannsstig. Hús þetta var orðið mjög lélegt og enginn maður bjó i þvi. Húsiö varð aleida á skömmum tima, en slökkviiiði Reykjavikur tókst fjótlega að ráða niðurlögum eldsins og varna þv! að eld- urinn kæmist i Amtmanns- stig 1. Talið er að um i- kveikju hafi verið að ræða. Timamynd: G.E. svæði II. Veiðisvæðið er allt of- an Fossvaðs ofan við Laxfoss, en veiði nálægt Fossvaöi er ekki heimil. Veiði er bönnuð i Glanna, þ.e. milli Berghylsbrots og Klettahólmastengs. Leyfilegt agn er fluga og maðkur. Verð á stöng frá 1. júni til 15. júní er 5 þúsund kr., en leyfilegt er aö veiða á tvær stengur á þessu svæði. Verðiö fer siðan stig- hækkandi eftir þvi sem á sum- ariö liöur og er hæst frá 11.-13. júlí, eöa 17 þúsundkr. Húsgjald er innifalið I verðinu, og sala á veiðileyfum hefur gengiö mjög vel. A hinum svæðunum i Norð- urá hefst veiðin sem hér segir: Norðurá I: 3. júni. Norðurá III: 22. júni og Norðurá IV einnig 1. júni, en þar er aðeins veitt á eina stöng og veiðisvæðið er frá veiðimerki neðan Stekks að Norðurárbrú við Hauga (Mun- aðarnessveiðar). Veiði hefst i Laxá á Asum i dag, en þar er veitt á 2 stengur, og er hámarksveiði á stöng tak- mörkuð, eða 20 laxar á dag. Laxveiöin var mjög góð siðasta sumar i Laxá á Asum en úr henni komu 1881 laxar en 1502 árið áður. Siðan byrjar veiði i einni á af annarri: Þverá 1 Borgarfiröi 5. júni', Miðf jarðará 9. júni, Laxá i Aðaldal, Elliðaárnar, Laxá i Kjós allar þann 10. júni, Laxá i Leirársveit, Viðidalsá og Langá þann 15. júni, Grimsá 16. júni og Gljúfurá 20. júni. Þá vill VEIÐIHORNIÐ minna laxveiðimenn og aöra áhuga-. menn um laxveiði að hafa sam- band við hornið og segja frá veiðifréttum og veiðisögur eru kærkomnar. nýir leikarar Ellefu 1 gærdag útskrifuðust fyrstu leiklistarnemarnir frá Leik- listarskóla rikisins, ellefu að tölu, en þeir hafa stundað nám við skólann s.l. fjögur ár. Hinir nýútskrifuðu leikarar stáUtu sér upp fyrir utan Lindarbæ eftir skólauppsögnina i gær i góða veðrinu og tók þá ljósmyndari Timans G.E. myndina hér fyrir neðan, en með leikurunum á myndinni er Pétur Einarsson, leikari og skólastjóri Leiklistar- skólans. Fundur um fiskiðn- að á Norðurlöndum haldinn í Reykjavík O.Ó. Rvik. — Dagana 17.-19. ágúst n.k. verður haldinn I Reykjavlk Flækti fæturna í bíl- beltinu Gsal-Reykjavik — Aöfara- nótt s.l. laugardags varð það slys i Eyjafirði, að blll lenti út I Eyjafjarðará, og komst ökumaðurinn, sem var stúlka, ekki út úr bilnum af sjálfsdáðum, þar eð hún flækti fætur slna i öryggis- belti bifreiðarinnar. Far- þegarnir, þrir að tölu, kom- ust hins vegar út úr bifreiö- inni og hljóp einn þeirra að næsta bæ eftir hjálp, og fékk þar bræður til þess að hjálpa stúlkunni úr bifreiðinni. Tókst þeim að iosa stúlkuna, sem var oröin mjög þrekuö, enda hafði hún þá verið i bflnum um stundarfjórðung. Vegna þessa slyss hefur umferðarráð sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir m.a.: — Við rannsókn á slysi þessu hefur komið fram, að fullvist er að bflbeltið var ekki spennt er slysið varð. ökumaður bifreiðar mun hins vegar hafa flækt sig I beltinu er hann reyndi að komast út úr bifreiðinni. Leiða má að því sterkar lik- ur, að þegar bifreiðin lenti á hvolfi I ánni hafi lykkja beltisins flotið upp, vegna þessað beltið var ekki notað. Að lokum segir i yfir- lýsingu umferðarráðs, að rannsóknir sérfræðinga hafi sannaö, að meiri llkur eru á þvi að bjargast þegar bifreið lendir I vatni, ef ökumaður og farþegar nota bilbelti. fundur, þar sem fjallað verður um fiskiðnað á Noröurlöndum. Aöalumræðuefnin á fundinum verða um erlenda markaði fyrir fiskafurðir og rætt verður um samvinnu um sölu fisks frá Norð- urlöndum. Munu tsiendingar og Færeyingar hefja umræöur um þessi málefni, að sögn færeyska blaðsins 14. september. Fundur þessi verður sá 15. þar sem fjallað verður um sameigin- leg hagsmunamál fiskiðnaðar á Norðurlöndum. Fyrir fjórum ár- um var sllkur fundur haldinn i Færeyjum og 19741 Tromsö í Nor- egi. A fundinum i Reykjavik verða haldnir margir fyrirlestrar. Meðal fyrirlesara eru Sigfús Schopka fiskifræðingur sem talar um islenzka þorskstofninn, dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræð- ingur talar um aldursgreiningu fiska og Björn Dagbjartsson, for- stöðumaður Rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins flytur fyrirlest- ur um veiðar fiskitegunda, sem litið hafa verið nýttar. Sitthvað fleira verður fjallað um á fundin- um, m.a. um hvort oliuvinnsla úr sjávarbotni skaðar fiskistofna. Þá er laxveiðitlmabilið 1976 að ganga I garð, en i dag hefst veiði I nokkrum heiztu veiðiám á landinu. Siðan munu fleiri bætast við eftir þvi sem á mán- uðinn llður. Sala á veiðileyfum hefur yfirleitt verið mjög góð i þær ár, sem VEIÐIHORNIÐ hefur haft spurnir af, og virðist áhugi manna slður en svo fára minnkandi þrátt fyrir hækkandi verðlag, en taliðer að hækkunin nemi frá 10-20% frá því á siðasta sumri. VEIÐIHORNIÐ mun flytja iesendum Timans veiði- fréttir úr laxveiöiánum eins og fljótt og við verður komið en hér á cftir munum við telja upp þá staði þar sem veiöi hefst I dag. t Norðurá hefst veiði I dag á Hann stekkur faliega þessi, en við birtum þessa mynd til að minna laxveiðimenn á, að nú er um að gera að kaupa sér veiðileyfi sem fyrst, a.m.k. til veiða I stærstu og vinsælustu veiðiánum. Þá er ekki stður kominn timi til að huga að veiöarfærunum og gera þau klár fyrir sumarið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.