Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 1. jiinl 1976. „Góðir grannar gulli betri" segir Búi Guðmundsson, bóndi ó AAyrkórbakka í Hörgórdal þá eru göngur, upptaka garö- ávaxta, viö setium afuröir okkar á markaö og viöum aö okkur ýmsum nauösynjum til vetrarins. Ég vil I framhaldi af þessu koma þvl aö hér, aö mér finnst - aö skólarnir taki unglingana alltof snemma til sin á haustin og sleppi þeim of seint á vorin. Þaö er einmitt sá timi sem mesta þörfin er fyrir þau i sveit- inni. Ég álit aö börnin og ung- lingarnir læri þaö mikiö af þvi aö vinna i tengslum viö sjálfa náttúruna, aö þaö vegi fyllilega upp á móti þvl þótt nokkrum skólavikum sé fórnaö. — Hvaö er þér efst I huga eftir tæpl. 40 ára biisetu hér i dalnum? — Þaö er nti æöi margt san leitar á hugann. Hér i Hörgárdal hef ég aliö allan minn aldur, mér þykir vænt um sveitina mina og vildi hvergi frekar vera. Ég minnist þó sér- staklega hve heppinn ég yfirleitt hef veriö meö nágranna, þvi góöir grannar eru ómetanlegir. Samheldni og samstaöa fólksins hér f sveitinni hefur aö minum dómi veriö alveg einstök. Hafi einhver þurftá hjálp eöa aöstoö aö halda, hafa ætiö margar hjálpsamar hendur veriö út- réttar til aöstoöar. Ég get heldur ekki látiö þess ógetiö, aö ég bar gæfu til aö kvænast alveg ágætiskonu og á meö henni heilbrigö börn. Ég get þvi ekki annaö sagt, en aö gæfan hafi reynzt mér hliöholl. — Þaö má ekki skilja svo viö þetta efni aö ekki sé minnst á aöaltómstundagaman Búa bónda, þ.e.a.s. skákina. Hann læröi aö tefla á unga aldri og varö fljótlega snjall skákmaöur. Synir hans þeir, Armann, Guömundur og Rúnar eru allir mjög góöir skákmenn, og ósjaldan hafa þeir feögar allir teflt fyrir hönd umf. Skriöuhrepps, og fariö þar meö sigur af hólmi. Þeir bræöur hafa allir teflt á landsmótum UMFl fyrir Eyfiröinga, og staöiö sig vel, og hefur Guömundur einnig bæöi oröiö Akureyrar og Noröurlandsmeistari i skák. Þaö má telja nokkuö öruggt, aö komi gestur aö Myrkárbakka ogkunnihannaötefla, muni Búi fljótlega stilla upp taflboröi, og heyja siöan keppni viö gest- komanda i þeirri iþrótt sem honum er kærust. Myrkárbakki I Hörgárdal — Tlmamyndir: K.S. Búi Guömundsson og Ardis Armannsdóttir — Auövitaö hefur afkoman breytzttil batnaöar, og var ekki vanþörf þar á. En þar sem allur tilkostnaöur hefur vaxiö alveg gifurlega hin siöari ár, t.d. á fóöurbæti, áburöi og ýmsum rekstrarvörum, held ég aö bændur geri ekki nema rétt aö halda i horfinu gagnvart dýrtiöinni, þó svo aö búin stækki. — Hver er annasamasti árs- timinn hér hjá þér? — Tvimælalauster annasam- asti tkn inn hjá mér og þeim sem eru aöallega meö sauöfjár- búskap maimánuöur. Þá er sauöburöurinn i fullum gangi, og eins og ég hef áöur getiö eru þá oft æöi miklar vökur, og á sumum bæjum er t.d. alveg vakaö yfir fénu. Einnig eru þaö þessi árvissu vorverk, svo sem viö áburöarflutninga, áburöar- dreifingu, viöhald á giröingum húsum og fl. og fl. tíminn frá miöjum september og fram i miöjan október þ.e.a.s. i slátur- tiöinni er líka mjög annasamur, KS-Akureyri — A bænum Myrkárbakka I Hörgárdal, býr Búi Guömundsson ásamt eigin- konu sinni Ardlsi Armanns- dóttur og i sambýli viö Armann elzta son sinn og öldu unnustu * hans. Þeim Búa og Ardlsi var alls átta barna auöiö, en nú eru þau öll flutt úr fööurhúsum nema Armann og yngsta dótt- irin Hildur. Myrkárbakki hét I fyrstu Bústaöir, en meö bréfi frá örnefnanefnd um 1950 til sýslumanns Eyfiröinga var Búa bónda skipaö aö breyta nafni bæjarins, ella kæmu sektir. Bóndi sá því sitt óvænna og var nafni bæjarins breytt tii sam- ræmis viöóskir yfirvalda. Hefur þessi nafnabreyting haft margs konar óþægindi I för meö sér fyrir ábúendur jaröarinnar. Fréttamaöur var á ferö I Hörgárdal fyrir skemmstu og hitti þá aö máli Búa Guömundsson, en hann var þá önnum kafinn viövorverkin. — Hvaö lengi hefur þú búiö hér á Myrkárbakka? — Viö hjónin byggöum hér nýbýli 1938. Hingaö flutti ég frá bænum Ásgeröarstööum, sem er hér framar i dalnum en þar er ég fæddur og uppalinn. Ardis konan min er aftur á móti frá Myrká, sem er næsti bær hér fyrir utan. Hins vegar er vinnutiminn oft á tlöum ekkert styttri en áöur var, og t.d. yfir sauöburöinn vakir fólk iöulega meirihlutann úr sólarhringnum yfir lamb- ánum, ekki sizt ef illa viörar. Heyskaparhættir hafa og breytzt glfurlega mikiö. Nú eru nýtizku dráttarvélar, hey- blásarar, þurrkarar og alls kyns heyvinnuvélar á svo til hverjum sveitabæ, og augljóslega létta þessi tæki mönnum störfin. En þrátt fyrir alla þessa auknu tækni og vélvæöingu, dreg ég stórlega I efa aö sveita- fólkiö sé nokkuö hamingju- samara, en þaö var þegar þaö notaöi gömlu amboöin sin viö heyskapinn og feröaöist á milli bæja á góöum hestum I staö nýtlzku blla eins og gert er i dag. — Hvaö meö afkomu bænda i dag, er hún ekki mun betri en áöur var meö stórfelldri stækkun búanna? A fyrstu búskaparárum okkar hér var búskapurinn heldur smár I sniöum. Viö vorum meö þetta 80-90 kindur, 2-3 kýr og nokkra hesta. Margir sveit- ungar minir löttu mig heldur til aö hefja hér búskap, þar sem hér væri svo slæmt ræktarland og heldur óbúsældarlegt. Ég þykist nú eftir tæplega 40 ára dvöl hér, heldur betur hafa hnekkt þeim fordómum aö hér væri óbúandi. Því aö i dag erum viö meö 300 kindur, um 30 naut- gripi og 15 hross og gefur jöröin nú af sér nálægt 1500 hesta af tööu. — Nú hefur þú lifaö timana - tvenna, Búi, þ.e.a.s. byrjaöir þinn búskap meö handverk- færum aö mestu aöa öllu leyti, en I dag öll þessi vélvæöing. Hvaö viltu segja um þaö? — Já, því er ekki aö neita aö þetta eru stórkostlegar breytingar, frá þvi aö ég hóf búskap og eins og búskapar- hættir eru i dag. Hér höfum viö reynt aö færa okkur I nyt alla þessa miklu véltækni eins og kostur hefur veriö á, og óllkt léttara er aö vinna meö öllum þessum stórvirku tækjum, heldur en aö beita aöeins hand- afli einu saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.