Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 1. júnl 1976. SKERT HEYRN Vélgengi niitimans er hávært. Skarkalinn keyrir einatt Ur hófi svo aö varla leikur þaö á tveim tungum, aö i kjölfar skarkalans og hávaðans gerast viösjálar af- leiðingar. Ærslin og hávaðinn, sem nú geristá almennum sam- komum, þegar hljómsveitirnar hamra og lemja hljóöfærin, eru svo ærandi, að ekki er nokkur vafi á, aðallter langt fyrir ofan þau mörk, sem mannlegt eyra þolir til lengdar. Það ætti aö vera refsivert aö viöhafa þann glymjanda, enda er svo komið sumstaðar, aö bann liggur við aö ganga lengra en að vissu marki i þeim efnum. Með við- eigandi tækjum er unnt að mæla glymjandann og hafa viður- lög við, ef fariö er yfir markið. En það er viðar en i danssöl- um, sem hávaði nútimans rikir. A sfðari árum er svo fyrir mælt á vissum vinnustöðum, að fólk noti eyrnahlifar til þess aö draga úr afli hljóðbylgjanna og áhrifum þeirra á heyrnina. t ýmsum verksmiðjum er svo hávaöasamt, að þetta er nauð- synlegt. Meðferð og notkun vissra véla gerir hliðstætt nauð- synlegt á ýmsum stöðum. Dráttarvélar og heyrn Næmleiki skilningarvitanna er meiri hjá börnum en eldra fólki. Þessvegnaer meiri hætta á heyrnargöllum af völdum hávaða meðal barna en fullorð- inna ef þau eru mikið i návist sterks vélaskrölts. Þetta virðist ef til vill óliklegt, þegar þess er minnzt, að börn eru oft hávaða- söm. En vélaskrölt virðist óheillavænlegt til áhrifa á heyrn eigi að siður. Danskur læknir hefur nýlega staðfest, að drengir i sveitum landsins hafa yfirleitt laklega heyrn. Datt honum þá i hug þetta með áhrif vélanna og fór að kanna fyrirbærin. Jú, drengirnir, sem voru 12-14 ára að aldri voru vanir að vinna með dráttarvélar feðra sinna á ökrunum, höfðu einmitt skerta heyrn öðrum fremur. Vist er það ekki leyfilegt þar i iandi, að drengir á þessum aldri aki vél- um, en það er nú svona, þeir gera það, stundum af nauðsyn, stundum vegna áhuga og svo verður þetta vani og af- leiöingarnar segja til sin. LANDSBLADET segir frá þvi nýlega, aö Orsted-Muller læknir i Kolding hafi einmitt gert itar- legar rannsóknir á fyrirbærum af nefndu tagi, en að svo komnu sé ekki unnt að skýra nánar frá hve alvarlegir hlutir eru hér á ferð, en hitt sé vist, aö atvinnu- málaeftirlitið muni á næstunni taka heyrnarskerðingarmálið til meðferðar og i nýrri reglu- gerð setja ákvæði sem miði að því að fyrirbyggja heyrnar- galla, er stafa af akstri barna með dráttarvélar, en varla er gert ráö fyrir að unnt sé að fyrirbyggja að foreldrar leyfi börnum að aka og vinna með þessi tæki á eigin ábyrgð. Maurasýra og vothey Um áratugi hefur sú stað- reynd verið á vitorði, að blönd- un maurasýru I glas til vot- heysgerðar, bætir votheyið að verulegu leyti. Þjóðverjar höfðu forgönguá þessu sviöi, en á sið- ustu áratugum hafa Noröur- landabúar verið athafnasamir um votheysgerð með maura- sýru-iblöndun, jafnan með góö- um og ágætum árangri. Norðmenn hafa þar verið for- ystuaðiljar, bæði I tilraunum og hagnýtum aðferöum á viðum vettvangi. Danir hafa einnig viðhaft allmiklar tilraunir með blöndun maurasýru i ýmsar tegundir fóðurs. Maurasýra er lffræn sýra, sem brennur i likama skepn- unnar rétt eins og mjólkursýr- an, sem iöngum var notuö til þess að varöveita fæðuföng frá skemmdum meðal okkar Is- lendinga. Um tveggja ára skeið — 1974 og 1975 — hafa danskar til- raunastofnanir á vegum jurta- ræktar og búfjárræktar kannaö til hlitar með tilraunum hver er árangur af notkun maurasýru við votheysgerö, með mismun- andi hráefni. Segir LANDS- BLADET nýlega frá niöurstöð- um þessara tilrauna i stuttu máli. Þar er þess getið, að á Silstrup tilraunastöð hafi á þrennan hátt verið gerðar Itar- legar tilraunir, sem veitt hafa svör sem hér segir: 1. Tilraunirnar gáfu til kynna, að svipað magn uppskeru fengist með því að bera á graslendi 300 kg N og af þvi landi, sem 30-40% uppsker- unnar var smári, en þar var notað 200 kg N á ha. En það sýndi sig að smárabiandan gaf mun meira prótein. 2. íblöndun með maurasýru, sem nam 3litrum I hverja lest uppskeru, skapaði öryggi i gerð votheysins á þann veg, að það varö að mun betra en án maurasýrunnar. 3. Með þvi að forþurrka upp- skeruna til votheysgerðar, reyndist tap næringarefna mun minna en ef uppskeran var látin i hlöðu með öllu þvi vatni, sem jafnan er I grasi (um 78-82%). 4. Næringargildi votheys af smárablönduöu grasi reynd- ist mjög likt og þess, sem af grösum einum var gert. í vot- heyi smárablandaða grassins var 1,17 kg þurrefni I fóður- einingunnien 1,16 kg þurrefni I votheyi hreinna grasa. 5. Betur reyndist vothey með maurasýru en það sem for- þurrkaö var og ekki iblandað. Kýrnar voru lystugri á hið fyrrnefnda þegar þær fengu 10 kg þurrefni hver á dag, og maurasýru-votheyið gaf meiri mjólk en vothey án iblöndunar. 6. Unnt reyndist að fá kyrnar til að eta meira magn af smára- blönduðu fóðri en þvi, sem gert var af grasi einu saman. Norðmenn hafa um undanfar- in ár hvatt bændur til að auka kjötframleiðslu,en talsvert hef- ur borið á kjötskorti þar i landi og virðist vöntun aukast frá ári til árs. A ársfundi Kjöt- og Flesksölu- sambandsins I Osló fyrir nokkru var upplýst, að neyzlan hafi numiö 101.000 tonnum árið 1964, en á árinu 1975 nam neyzlu- magniö 19Í.000 tonnum. Af þessu kjötmagni slðasta árs voru 67.600 tonn stórgripakjöt. Vegna talsvert hækkandi verðs á kraftfóðri aö unuanförnu hefur ekki gengið vel að halda i horfinu með svinaræktina svo að magn svínakjöts vex ekki I hlutfalli við neyzluþörf. Og svo er þvi þannig varið i Noregi, aö bændur eru miklu færri nú en voru fyrir nokkrum árum oghefur þaö auðvitað ekki áhrif til aukinnar framleiöslu. Ekki vantar hvatningu til bænda um að framleiöa meira, og vist fylgja hvatningunum hjálparstoðir, svo sem styrkir tú fóðurkaupa eftir þar til sett- um reglum. Svo má geta þess, aðkraftfóður kostar það sama á öllum verzlunarstöðum. Korn- verzlun rikisins sér fyrir flutn- ingum á þvi til verzlana um gjörvallt land og þannig jafnast sá kostnaður, rétt eins og gildir um áburðinn hjá okkur, og er hér sannkölluö fyrirmynd til eftirbreytni handa okkur á Is- landi, þvi að ekkert er sann- gjarnara en að jafna aðstööu bænda i dreifbýlinu til sam- ræmis við það, er gerist um flutningaaðstöðu i nánd við þétt- býlið. Þrátt fyrir umrædda að- stoð Norömanna við flutning kraftfóöurs til dreifbýlisins minnkaði svmakjötsframleiðsl- an um 1600 tonn frá árinu 1974. Lambakjötið Fyrir okkur hlýtur það að hafa nokkra þýðingu að frétta um kindakjötsneyzlu frænda okkar. 1 skýrslu forstjóra um- ræddra sölusamtaka er þess getiö, að allan fyrri hluta árs 1975 hafi ekki verið um annaö lambakjöt að ræða en það, sem inn var flutt frá Nýja-Sjálandi og Islandi. Þegar það fréttist á siðasta hausti, að þrátt fýrir hvatningu um að auka lambakjötsfram- leiðsluna hafi ekkert orðið um slikt, varð um skeiö kapphlaup um aö ná i það, sem til var af heimaframleiðslu. Arangurinn varö sá, að neyzlumagn kinda- og lambakjöts jókst á árinu 1975 um 11% eða 1600 tonn. Inn voru flutt um 4000 tonn af lambakjöti og allt bendir til að Norðmenn þurfi að kaupa að minnsta kosti sama magn á þessu ári og sennilega meira. Norðmönnum likar Islenzka lambakjötið vel og greiða gjarnan hærra verð fyrir það en lambakjöt frá Nýja-Sjálandi. Niðurgreiðslur á heimaframleiddu lambakjöti hafa verið minnkaðar frá þvi sem fyrr gerðist, en þaö hefur áhrif til hækkunar á þvi, sem inn er flutt. Er þvi ástæða til að vonast eftir viðunandi markaði á islenzku lambakjöti af þessa árs framleiðslu. , Búnaðar- tíðindi Gísli Kristjánsson skrifar Kjötskortur Norðmanna Fjórðungsmót norlenskra hestamanna á Melgerðismelum 9.—11. júlí Keppt veröur I eftirtöldum hlaupum: 1. verðl. 2- verö1- 3. verðl. 250 m stökk 350 m stökk 800 m stökk 250 m skeið 1500 m brokk kr. 10.000,00 kr. 15.000,00 kr. 25.000,00 kr. 40.000,00 kr. 10.000,00 kr. 5.000,00 kr. 10.000,00 kr. 12.500,00 kr. 25.000,00 kr. 5.000,00 3.000,00 5.000,00 6.000,00 10.000,00 3.000,00 Skráningargjald er 1.000,00 fyrir 250 m stökk, 350 m stökk og 1500 m brokk. Kr. 1.500,00 fyrir 800 m stökk og 250 m skeið. Skráningareyðublöð fyrir kappreiðahross og gæðinga hafa verið send formönnum aðildarfélaganna og skal skráning hafa farið fram fyrir 10. júni nk. Keppnishross utan fjórðungsins skulu skráð hjá mótsstjórn. ORKUSTOFNUN óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppabifreiðar. Upplýsingar i sima 28828 frá kl. 9—10 og 13—14 næstu daga. VERZLUNIN Háþrýstitæki hf., hefúr verið opnuð aö Skúlagötu 61, Reykjavfk. Verzlunin sérhæfír sig i þjón- ustu fyrir vökvakerfi i allar tegundir vinnutækja. Af hálfu Háþrýstitækja hf., var sérstaklega tekið fram, að fyrirtækið byði upp á vökvastýriskerfi fyrir vinnu- vélar vörubifreiöar og drátt- arvélar. Tæknifræðingur er starfandi á vegum verzlun- arinnar og mun hann veita alla þá aöstoö, sem óskað er eftir varandi fyrirkomulag og staðsetningu á hinum ýmsu vökvakerfum. A myndinni eru starfs- menn Háþrýstitækja hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.