Tíminn - 01.06.1976, Síða 16

Tíminn - 01.06.1976, Síða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 1. júnl 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 65 eitthvað komið fyrir, sagði hún. — Þér er eins gott aðsegja mér það Mark, því ég fæ hvort eð er að vita það hjá einhverjum öðrum. — Já, ég býst við því. Það komast allir að því fyrr eða síðar, ef þeir vita það ekki þegar. — Allir nema ég! Og ég vil fá að vita það núna! Hann dró djúpt andann. — Jæja..... Myra fer frá St. Georges um mánaðampótin. Estelle sat hreyfingarlaus. Aldrei hefði henni getað dottið þetta í hug! — Sagði hún upp? spurði hún loks skilningssljó. — En hvers vegna, Mark? Gazt þú ekki komið i veg fyrir það með því að neita að taka uppsögn- ina til greina eða eitthvað slíkt? Hann leit beint framan í hana. — Hún sagði ekki upp, Estelle. — Ég rak hana! — Þú... hvað?!! Mark stóð upp. Stóllinn urgaði við gólf ið. — Ég sagði, að ég hefði rekið hana, endurtók hann kuldalega. — Ég ætla að minna þig á, að ég hef fullan rétt til að reka hvern sem er, ef mig skyldi langa til þess. Frænka hans horfði döpur á hann. — Ég sem hélt, að það væri óhætt að veita þér þann rétt! Ég hélt, að þú værir maður, sem alltaf athugaðir allt málefnalega og værir réttlátur! Þegar hann svaraði ekki, spurði hún hvasst: — Hvers vegna rakstu hana, ef ég má spyrja? Hver var ástæðan, sem þú gafst henni? — Að ég gæti ekki starfað með neinum, sem ég gæti ekki treyst fyllilega. Estelle saup hveljur. — Ætlarðu að segja mér, að þú treystir ekki Myru Henderson? Ég hef heyrt þig sjálfan segja, að hún sé duglegur og skyldurækinn læknir. — Ég meinti sem manneskju, ekki sem lækni. — Ég á við hvoru tveggja! Ég treysti henni sem manneskju, alveg eins og ég treysti henni sem lækni! Hvers vegna treystirðu henni ekki? spurði Estelle ásak- andi. — Ég hef ekki hugsað mér að ræða það, svaraði hann kuldalega í þrjóskutón. — En ég hef hugsað mér það! Og það sem meira er, ég skipa þér að gera það! Ég er í stjórn sjúkrahússins og hef allan rétt til að fá að vita ástæðuna fyrir þvi, að þú rekur fyrirvaralaust einhvern frá sjúkrahúsinu. — Ég skal leggja ástæðuna fyrir mánaðarlegan stjórnarf und. — Þú segir mér hana núna! skipaði frænka hans. — Stundum ertu svo heimskur og þrjózkur og ferð svo í taugarnar á mér, að ég vildi, að þú værir aftur orðinn smástrákur. Mig langar til að flengja þig. Gegn vilja sínum varð hann að brosa og reiðin hvarf. — Allt í lagi, þú vinnur einsog venjulega. Þaðer eins gott að þú vitir það strax. Éq treysti ekki Myru Henderson lengur vegna þess, að þao lítur út fyrir að hún sé í ástar- sambandi við Brent Taylor. — Ég trúi þessu ekki! — Það gerði ég ekki heldur, ef ég hefði ekki séð þau saman. — Og þú ert í „ástarsambandi" við Venetiu af því þið haf ið sézt saman á Maxim, ekki satt? Aha — þetta hitti í mark! Ég vona sannarlega að Myra hafi orðið bálreið við þig. Ég get ekki ímyndað mér, að hún hafi látið undan ranglátri reiði þinni eins og ekkert væri! Hún hef ur skap og hugrekki, guði sé lof fyrir það! — Hún neitaði engu, sagði hann rólega. — Nei, auðvitað ekki! Ég býst við að hún hafi meira stolt en það! Þú hefur þó ekki ætlazt til að hún svaraði svona hlægilegum ásökunum? Hvers vegna skyldu þau Brent ekki hittast, fyrst þau eru gamlir vinir? Mark þagði. Hann gat ekki sagt f rænku sinni, að Myra og Brent hefðu verið meira en vinir. Og Estelle hélt áfram í hæðnistón: — Segðu mér Mark, ætlar þú að leggja þessa kjánalegu ástæðu fyrir stjórnarfundinn? — Auðvitað ekki! Ég ætlaði bara aðs segja að hún væri of ung og óreynd til að gegna stöðu við St. Georges. Hann sneri sér undan og skyndilega kom meðaumkun í augu Estelle. — Ég held, að ég geti sagt þér, hvers vegna þú gerðir þetta, sagði hún. — Ekki vegna þess að þú treystir henni ekki, heldur vegna þess að þú elskar hana og ert dauð- hræddur við tilfinningar þínar! — Það er ekki satt! — Ekki það? Estelle hristi höfuðið. — Vertu nú hrein- skilinn við sjálfan þig, Mark. Horfstu í augu við sann- leikann. Þú trúðir því versta, af því þú varst afbrýði- samur. Þú varst hræddur um að hún elskaði Brent, þess vegna vildirðu losna við hana. Þú ert ekki sá fyrsti, sem ÞRIÐJUDAGUR 1.júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir lýkur lestri sögunnar ,,Þeg- ar Friðbjörn Brandsson minkaði” eftir Inger Sand- berg (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfóniuhljomsveitin i Bam- berg leikur Atta rússnesk þjóðlög op. 58 og Baba- Yaga, hljómsveitarverk op. 56 eftir Anatol Ljadoff, Jonel Perlea stjórn- ar/Danill Sharfran og Sinfóniuhljómsveit rúss- neska útvarpsins leika Sellókonsert i g-moll op. 49 eftir Dmitri Kabelevsky, höfundurinn stjórn- ar/Filharmoniusveitin I Osló leikur Concerto Grosso Norvegese op. 18 eftir Olaf Kjelland, höfundurinn stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mynd- in af Dorian Gray” eftir Oscar Wilde Sigurður Einarsson þýddi. Valdimar Lárusson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar Cliff- ord Curzon og félagar úr Vinaroktettinum leika Kvintett í A-dúr fyrir píanó og strengi „Silungakvintett- inn” op. 14 eftir Schubert. Heinz Holliger og Nýja filharmoniusveitin leika óbókonsert i C-dúr (K314) eftir Mozart, Edo de Waart stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 17.30 „Ævintýri Sajós og litlu bjóranna” eftir Grey Owl. Sigriður Thorlacius les þýð- ingu sina (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nokkur orö frá Nairobi Séra Bernharöur Guðmund- ■ son flytur annað erindi sitt frá þingi alkirkjuráðsins. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 „Volaðs vera”, smásaga eftir Elias Mar Hjalti Rögnvaldsson leikari les. 21.30 „Svipmyndir” fyrir pianó eftir Pál isólfsson Jórunn Viðar leikur. 20.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur” ævisaga Haralds Björns- sonar. Höfundurinn, Njörð- ur P. Njarðvik, les (26). 22.40 Harmonikulög Andrew Walter leikur. 23.00 A hljóöbergi Astarbréf milli Heloise og Aberlard Claire Bloom og Claude Rains flytja. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 1. júní 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 McCloud Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Hitabyigja Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.10 Hverjir stjórna? Um- ræðuþáttur i sjónvarpssal um áhrif ýmissa • valda- stofnana og samtaka i is- lensku þjóðfélagi. Meðal þátttakenda eruþingmenn og forystumenn hagsmuna- samtaka embættiskerfis og fjölmiðla. Bein útsending. Umræðum stjórnar Ólafur Ragnar Grimsson. Dagskrárlok óákveöin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.