Tíminn - 04.06.1976, Side 7
Föstudagur 4. júni 1976.
TÍMINN
7
Þetta er hið nýja merki, sem
kemur i stað BP-merkisins.
Þröstur Magnússon teiknari,
hannaði þetta nýja merki.
Auglýsið
¥
i
Tímanum
Tónabær í nýjum
búningi
Gsal-Reykjavik. — Það er ráð-
gert að malbika svæðið hérna
fyrir utan og einnig að mála húsið
að utanverðu. að verður vonandi
ekki lengur „ljótasta húsið I
Reykjavik,” eins og einhverjir
sögðu opinberlega, sagði ómar
Einarsson, framkvæmdastjóri
Tónabæjar I samtali við blm.
Tlmans.
Búið er að gera gagngerar
breytingar á innréttingu Tóna-
bæjar og sagði Ómar, að varið
hefði verið einni milljón króna til
þeirra breytinga, en kostnaður af
endurbótunum væri nokkru minni
en sú upphæð. Sett hafa verið ný
áklæði á alla bekki og eru áklæðin
frá Gefjun á Akureyri.
Tónabær er nú að fara af stað
með sumardagskrána, og er búið
að ákveða dansleiki I júni og júli-
mánuði. Á fimmtudögum er opið
frá 20-23 fyrir unglinga fædda árið
1962 og 1963. Aðgangur er þá 300
kr. og ýmist verður diskótek,
skemmtiatriði eða hljómsveitir.
A föstudögum er opið frá kl. 20.30-
00.30 fyrir unglinga fædda 1961 og
áður. Aðgangseyrir er 600 kr. og
ýmist verður á boðstólum disko-
tek, skemmtiatriði eða hljóm-
sveitir. A laugardögum er opið á
sama tima og á föstudögum og
fyrir sama aldurshóp. A sunnu-
dagskvöldum verða svo
skemmtikvöld þegar tilefni gefst
OLIS
í stað
Gsal-Reykjavik — A næstu vikum
mun Oliuverzlun íslands hf. taka
nýtt merki I notkun, OLÍS, I stað
BP-merkisins, sem skreytt hefur
birgða- og benzinstöðvar, bifreið-
ar félagsins og skilti um langt
árabil. Oliuverzlun islands hefur
yfirtekið allar eignir BP á islandi
og mun nýja nafnið OLÍS þvi
framvegis verða einkennismerki
félagsins.
Að sögn Onundar Asgeirssonar,
forstjóra Oliuverzlunar islands,
átti The British Petroleum
Company Limited, London, 51%
eignarhluta i hlutafélaginu BP á
íslandi hf. á móti 49% eignarhluta
íslendinga, þar til árið 1974 að ís-
lendingar keyptu hlut brezka fyr-
irtækisins I félaginu. önundur
sagði, að félagið BP á islandi hf.
yrði tekið af firmaskrá og Oliufé-
lagið yfirtæki eignir þess.
Sem fyrr mun Oliuverzlun Is-
lands starfa sem umboðsaðili fyr-
ir BP og Mobil oliuvörur, sem
seldar verða udir vörumerkjum
þessara framleiðenda.
til, en þau hafa ekki verið ákveóin
enn.
Sú breyting hefur orðið á, að
dansleikir eru nú til kl. hálf eitt,
en voru áður til kl. eitt, en það er
gert, að sögn Ómars, til þess að
unglingarnir nái örugglega I
siðasta strætisvagn heim til sin,
hvar sem þau búa á höfuðborgar-
svæðinu. Þá varð sú breyting 1.
júni, að aldurstakmarkið færðist
niður um eitt ár
Tóbak hefur fram til þessa
verið selt i Tónabæ, en nú hefur
verið ákveðið að hætta sölu tó-
baks. Jafnframthefur verið kom-
ið upp veggspjöldum, þar sem til-
tekin eru noídcur atriði, um skað-
semi reykinga. Þá verður að sögn
ómars reynt eftir mætti af starfs-
mönnum hússins að koma að
mestu i veg fyrir reykingar, en þó
verður ekki sett á algjört reyk-
ingarbann.
Ómar Einarsson, framkvæmdar stjóri Tónabæjar.
Bandaríkin 200 ára
Ætlar þú í veisluna?
( ár verður mikið um dýrðir í Bandaríkjunum, er þjóðin
minnist þess að 200 ár eru liðin síðan frelsisstriðinu
gegn bretum lauk og landið varð sjálfstætt riki.
Margt verður gert tH að minnast þessa átburðar.
Öll rikin 50 munu leggja sitt af mörkum. Eins og
vænta má verður þar allt stórt í sniðum. f San
Franciscoverður bökuð afmælisterta, sextonn
að þyngd, sextíu metrar í þvermál og á hæð við tvílyft
hús. í Utah verða gróðursettar milljón trjáplöntur.
Stærstu seglskip heims munu sigla í fylkingu inn
New York höfn. Mest verður um dýrðir í fjórum
sögufrægum borgum, Boston, New York, Phila-
delphia og Washington.
Bandaríkjamenn hafa búið sig undir að taka á
móti 25 milljón gestum á afmælinu. íslensku flug-
félögin greiða götu þeirra, sem fara á þjóöhátíðina,
tit þess að skoða ævintýraheima Disneys, hlusta á
jazz í New York eða New Orleans, fara upp í
Frelsisstyttuna eða sækja heim vestur-íslendinga,
svo eitthvað sé nefnt.
FLVCFÉIAC LOFTLEIDIR
ÍSLANDS
Félög með daglegar ferðir vestur um haf