Tíminn - 04.06.1976, Page 11

Tíminn - 04.06.1976, Page 11
Föstudagur 4. júnf 1976. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Verö f lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Viðurkennd hefð Stjórnarandstæðingar gera sér orðið ljóst, að það er vonlaus afstaða, að berjast gegn samningi, sem felur i sér endanlega viðurkenningu Breta á 200 milna fiskveiðilögsögu Islands. Þess vegna Igripa þeir nú aðallega til þess ráðs, að telja það brot á stjórnarskránni, að láta nýja landhelgissamninginn við Bretland koma til framkvæmda fyrr en form- legt samþykki Alþingis liggur fyrir. Stjórnarandstæðingar byggja þessar fullyrðingar sinar á þvi, að stjórnarskráin mæli svo fyrir um, að ekki megi gera samning við erlenda aðila nema með samþykki Alþingis. í reynd hefur þetta ákvæði verið framkvæmt þannig að rikisstjórnin hefur ekki gert samning, nema hún hafi áður tryggt sér þing- meirihluta fyrir honum. Formleg afgreiðsla Al- þingis hefur þó oft verið látin dragast, þegar Alþingi hefur ekki setið að störfum. Það hefur ekki þótt nauðsynlegt, að kveðja Alþingi saman til fundar hverju sinni, þegar þannig hefur staðið á, að stjórn- in hefur þurft að ganga frá samningi, sem vitað var um að þingmeirihluti var fyrir. Hægt er að nefna fjölmörg dæmi um þetta. Sam- bærilegustu dæmin eru frá tið vinstri stjómarinnar. Landhelgissamningurinn við Belgiu, sem tók gildi 7. sept. 1972, en var ekki formlega samþykktur af Alþingi fyrr en 12. nóv. 1973. Landhelgissamningur- inn við Færeyjar, sem tók gildi 29. marz 1973, var ekki formlega samþykktur af Alþingi fyrr en 12. nóv það ár. Landhelgissamningurinn við Noreg, sem tók gildi 10. júli 1973, var ekki formlega staðfestur af Alþingi fyrr en 12. nóv. Áður en þessir samningar voru gerðir, hafði rikisstjórnin kynnt sér, að hún hafði þingmeirihluta fyrir þeim og þvi taldi hún það ekki koma að sök, þótt dráttur yrði á formlegri af- greiðslu Alþingis. Þetta var ekki gagnrýnt af þáver- andi stjórnarandstöðu, enda hafði hún i tið viðreisn- arstjórnarinnar átt þátt i hliðstæðri meðferð samn- inga. Þá má nefna það, að hinn 18. mai siðast liðinn af- greiddi Alþingi landhelgissamning við Belgiu, sem hafði tekið gildi 28. nóvember 1975, landhelgissamn- ing við Noreg, sem hafði tekið gildi 10. marz i ár og landhelgissamning við Færeyja, sem hafði tekið gildi 29. marz. Þessi dráttur þótti ekki koma að sök þar sem vitað var, að þingmeirihluti var fyrir samningunum. Rikisstjórnin hefur fulla vissu um, að landhelgis- samningurinn, sem var gerður við Stóra-Bretland 1. þ.m., hefur stuðning öflugs þingmeirihluta. Það er i samræmi við viðurkennda hefð, þótt dráttur verði á formlegri afgreiðslu hans á Alþingi, eftir að fram- angreindu skilyrði um samþykki meirihluta alþing- ismanna hefur verið fullnægt. Einróma ólit Það má heita einróma álit erlendra blaða, sem hafa rætt um hinn nýja landhelgissamning íslands og Bretlands, að hann sé mikill sigur fyrir Island. Jafnframt sé hann sigur fyrir öll strandriki, sem stefni að þvi að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 mil- ur. Einu sinni enn hafi ísland rutt brautina og stuðlað að sigri 200 milna reglunnar. Hún mun þvi i reynd verða viðurkennd áður en hafréttarráðstefn- unni lýkur, sem tæpast verður fyrr en á næsta ári, ef hún dregst þá ekki enn meira á langinn. Þ.Þ. Peter Jenkins, The Guardian: Möguleikar ítalskra kommúnista ýktir Ólíklegt að þeir komist í stjórn í sumar 1 AUGUM heimsins viröist þaö nú þvi sem næst óhjá- kvæmilegt aö kommúnistar á ttaliu muni ná i sinar hendur hluta af rikisvaldinu þar eftir kosningarnar, sem haldnar veröa i landinu þann tuttug- asta júni. Þaö er þó alls ekki ó- hjákvæmilegt — ekki einu sinni liklegt — aö kosningaúr- slitin leiöi til þátttöku komm- únista i samsteypustjórn, eöa þess aö þeir standi aö þing- meirihluta ásamt öörum flokkum. Enginn af helztu stjórnmálamönnum ttaliu, ekki einu sinni kommúnist- arnir sjálfir, eiga von á þvi aö sú staöa komi upp. Fyrir þessu eru tvær ástæö- ur. Sú fyrri er i tengslum viö „kosningastæröfræöi”, hin i tengslum viö stööu stjórn- málaflokkanna gagnvart hin- um ýmsu möguleikum á sam- steypustjórnum. Stæröfræöi- lega ástæöan er, i stuttu máli, þessi: Þingkosningar hafa fram til þessa gefiö skýrari og réttari mynd af styrk flokk- anna heldur en héraöakosn- ingar. I þingkosningunum áriö 1972 voru endanleg úrslit þau, aö kristilegir demókratar fengu 38% atkvæöa, kommún- istar28%,og sósialistar 10%. 1 héraðastjórnakosningunum I fyrra, fékk flokkur kristilegra demókrata aftur á móti 35%, kommúnistar 33% og sósial- istar 12%. Ef gert er ráð fyrir aö kommúnistar fái jafnhátt at- kvæöahlutfall i þingkosning- unum nú og þeir fengu i hér- aöastjórnakosningunum i fyrra, þá væri þaö verulega mikill sigur fyrir þá. En, engu aö siöur, væru þaö samt ekki nema 31 til 32% atkvæöa. Þaö er vegna þess aö f jögur héruö, þar á meöal Sikiley, tóku ekki þátt I héraöastjórnakosning- unum og atkvæöahiutfall kommúnista var þvi reiknaö of hátt. UM SEX milljónir kjósenda taka nú þátt i sínum fyrstu kosningum, þar á meöal, I fyrsta sinn, aldursflokkurinn frá átján til tuttugu og eins árs, en þeir aldursflokkar or- sökuöu einmitt aö miklu leyti fylgisaukningu kommúnista i héraöast jórnakosningunum. Italskar skoöanakannanir eru aö visu oftast mjög óáreiöan- legar, en Stjórnmálavisinda- stofnunin viö háskólann I Flor- ens telur aö um sextiu af hundraöi þessara nýju kjós- enda muni greiöa annaö hvort kommúnistum eöa vinstri- öfgamönnum atkvæöi sitt. Er sú skoöun byggö á mjög viö- tækri skoöanakönnun. Þess utan er margt annaö, sem vinnur gegn kommúnist- um, en með kristilegum demókrötum, sem aö jafnaöi sýna mun betri árangur i þingkosningum en i héraða- stjórnakosningum. óttinn um aö kommúnistar nái völdum, sem nú gerir I fyrsta sinn vart viö sig á ítaliu siöan 1948, getur hafa skerpt nokkuð bar- áttuvilja manna I öörum flokkum. Óánægöir kristilegir demókratar og frjálslyndir vinstrisinnar gætu átt þaö til aö sameinast um stærsta miö- flokkinn PSL, sem á þó erfitt uppdráttar. Hugsanlegt er einnig, að neo-fasistar gripi til þess aö kjósa kristi- lega demókrata, þar sem sá AF Aldo Moro forsætisráðherra. flokkur einn viröist geta hald- iö i við kommúnista. AF ÞESSUM orsökum er þvi likast aö eftir kosningarnar verði einhverjir þessara möguleika ofan á, a) aö kristi- legir demókratar haldi stööu sinni sem leiöandi stjórnmála- -flokkur, en mjög naumlega. b) aö kommúnistar veröi fyrir sálrænu bakslagi vegna þess að þeir lifi ekki upp i ýktar spár sinar. c) aö sameinaöur styrkur kommúnista og sósialista eftir kosningar veröi þó nokkru fyrir neöan þau fimmtiu og eitt prósent, sem myndu gera kommúnistum erfitt um vik meö aö standast freistingar stjórnarmyndun- ar. Giorgio Napolitano, sem aö ööru jöfnu er talinn standa næstur Enirco Berlinguer aö völdum innan Kommúnista- flokksins, sagði i viötali viö blaöiö Guardian nýlega, aö þrjátiu og einn til þrjátiu og tveir af hundraöi myndi vera ákaflega góöur sigur fyrir flokk hans. Þessi raunhæfi skilningur skýrir að nokkru mikilvægar breytingar á framboöi Kommúnistaflokks- ins, sem gerö var daginn eftir að viðtaliö fór fram. Napolitano skýrir þaö á þennan veg: „Söguleg málamiölun” var á sinum tima mikilhæft og Enrico Berlinguer. framsýnt stjórnmálamark- mið. Þaö þýddi ekki skyndi- lega samsteypustjórn þriggja helztu flokkanna, en krafa Kommúnistaflokksins um þátttöku allra afla lýöræöis og vinstrimanna, beindist þó aö myndun einhvers konar ríkis- stjórnar. Hin „Sögulega mála- miðlun” I fullri mynd sinni, er erfið I uppsetningu. Þess vegna setti Kommúnistaflokk- urinn fram tillögur um fyrir- komulag, sem er mun hald- bærara, en ekki jafnmikil málamiölun. VIÐ LÖGÐUM þaö til aö flokkarnir leggöust á eitt næstu þrjú til fjögur árin. Lyk- illinn aö þvi yröi aö vera skipulagssáttmáli, en ekki samkomulag um þaö hver ætti sæti i rikisstjórn, og hver ekki. Kommúnistaflokkurinn getur ekki sætt sig viö þaö sem kalla má „fyrirfram myndun skoö- ana”, þ.e. aö útilokaö væri fyrir kosningar aö hann gæti tekið þátt i rikisstjórn. Þess utan var hann til viöræðu um það, hvaö hægt væri aö gera og hvaö væri ráölegt aö gera. Viö veröum i öllu falli aö koma okkur saman um þaö — allir flokkar — hvaö gera á. Hvort viö erum utan rikisstjórnar, þátttakendur i samsteypu- stjórn, eöa aðeins styöjum viö bakiö á einhvers konar fram- kvæmdasáttmála.” Napolitano, sem ég efast um að væri kommúnisti, ef hann væri ekki Itali, var þarna aö setja fram breytta stefnu, sem var opin fyrir gagnrýni á þann veg aö hún væri aöeins kosn- ingabragð. Enda fordæmdu kristilegir demókratar hana strax sem slika, en kosninga- barátta þeirra byggist aö mestu á uppvakningu ótta gagnvart „Rauöu hættunni”, Fanfani er þar fremstur i flokki, en Beningno Zaccarini, helzti andstæöingur hans og keppinautur innan kristilegra demókrata, sem er nútíma- maður i mun rikari skilningi en yfirmaður hans getur tal- izt, vill ekki viðurkenna aö hans hluti flokks kristilegra demókrata sé á nokkurn hátt viljugri til samstarfs viö kommúnista. Raunár var þaö hann, sem skýröi Guardian frá þvi, að ef kommúnistar tækju þátt I samsteypustjórn meö sósialistum, þá myndi flokkur kristilegra demókrata veröa i stjórnarandstööu. Hann aftók einnig meö öllu möguleika á samvinnu á grundveili framkvæmdasátt- mála og sagöi aö i mesta lagi væri hugsanlegt að eiga sam- vinnu viö stjórnarandstööuna um hvert mál fyrir sig, þvi ekki mætti blanda saman lög- málum stjórnar og 'Stjórnar- andstööu. AF ÞESSUM orsökum veröur aö telja aö möguleikar kommúnista til þess aö taka viö rikisvöldum aö einhverju leyti eftir kosningarnar i sum- ar hafi verið ýktir til muna. Þaö er óliklegt aö þeir nái nægilegu atkvæöamagni til þess aö krefjast þátttöku i rikisstjórn. Kristilegir demó- kratar hafa ef til vill glataö meginhluta hæfni sinnar og vilja til aö stjóma, en þeir hafa enn nægan styrk til aö halda kommúnistunum i fjar- lægö.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.