Tíminn - 04.06.1976, Side 15
Föstudagur 4. júnl 1976.
TtMINN
15
Verkstæöi, skrifstofur, verzlun og
sýningarsvæöi Sveins Egiissonar
h.f. Skeifunni 17. (Jtisýningar-
svæöiö er viö enda skrifstofu-
byggingarinnar, en undir bygg-
ingunni er sýningarsalurinn.
Timamyndir Gunnar.
80% þeirra kaupenda, sem fá
sér nýja bila hjá Sveini Egilssyni
h.f. láta eldri árgerðir upp i kaup-
veröið, og af þvi leiðir að fyrir-
tækið rekur umfangsmikla verzl-
un með notaða bila. í nýbyggöu
húsi, sem gnæfir yfir aörar bygg-
ingar I Iðngörðum og I eru skrif-
stofur og verzlun fyrirtækisins, er
mjög rúmgóður kjallari sem
þjónar þeim tilgangi að vera
sýningarsalur fyrir notaða bila,
sem að sjálfsögðu eru til sölu. Við
húsið hefur einnig verið steypt
mikið plan, þar sem bilar, sem
eru til sölu, eru sýndir. A þessum
stöðum samanlögðum er unnt að
hafa 50 til 60 bila til sýnis samtim-
is.
Þeir Jónas Asgeirsson og Þor-
steinn Kristjánsson veita bilasöl-
unni forstöðu. Þeir sögðu Tlman-
um, aö um þessar mundir væri
mikil eftirspurn eftir notuðum
bflum, aðallega nýlegum, og væri
ekki hægt að anna eftirspurninni
eftir árgerðum 1973 og 1974, aðal-
lega evrópskum bilum af minni
gerð, en nú vilja menn fá spar-
neytna bfla og ódýra I rekstri.
Verð á notuðum bilum er nokkuð
mismunandi en verð sæmilegra
bila af fyrrnefndum árgöngum er
yfirleitt á bilinu 500-800 þúsund
krónur.
Sem kunnugt er var 1974 algjört
metár I bflainnflutningi. Þaö ár
flutti Sveinn Egilsson h.f. inn 1400
bfla, en I fyrra 550 bila, og i ár er
gert ráö fyrir um 600 bila inn-
flutningi. Miðaö viö að 80% kaup-
enda láti eldri bil upp I nýjan, eru
ekki svo fáir bilar, sem fara
gegnum bilasöluna. En þar aö
auki tekur fyrirtækið eldri bfla, I
góöu lagi og vel útlitandi, I um-
boðssölu.
Allir bilar, sem teknir eru upp I
nýja, eru yfirfarnir á bflaverk-
stæðinu, og er hver bfll skoðaður
og metinn samkvæmt ástandi
sinu, og telja verður öruggt að
hann sé i þvi ástandi, sem starfs-
menn fyrirtækisins segja hann
vera, er væntanlegan kaupanda
ber að garöi. Gerö er skoðunar-
skýrsla um hvern bil og getur
kaupandi fengið hana með I kaup-
unum. Iöulega hringir fólk utan af
---------->-
Jónas Asgeirsson og Þorsteinn
Kristjánsson I hinum rúmgóða
sýningarsal.
80% kaupenda nýrra bíla láta
gamla bíla upp f kaupverðið
______________ _____________
— nýr sýningarsalur og sölutorg hjá Sveini Egilssyni h.f.
landi til að spyrjast fyrir um bila
á söluskrá, og getur það fengiö
nákvæmar upplýsingar um þá
bfla, sem til sölu eru hverju sinni,
og þarf þvi ekki að eyða miklum
tima I borginni I að leita uppi bila
við sitt hæfi, og eru jafnvel dæmi
um að fyrirtækið hafi sent bila út
á land og gengiö frá öllum kaup-
um, án þess að viðkomandi hafi
séð bilinn fyrr en hann fékk hann I
hendur, — heimsendan.
BÓK TIL ÞESS AÐ BLAÐA í AÐ VORLAGI
BLÓMIN OKKAR heitir rit eftir
Ingólf Daviðsson magister,
myndskreytt af Halldóri Pét-
urssyni og gefið út af Rikisút-
gáfu námsbóka. Nafnið gefur að
miklu leyti til kynna, um hvað
bókin fjallar, en þó ekki að öllu
leyti, þvi að Ihennieru til dæmis
kaflar um fjöruna, hraunin og
fæöukeðjuna.
A þessari bók er vakin athygli
nú sökum þess, aö um þetta
leyti árs er vel til fallið fyrir
börn og unglinga, sem hafa yndi
af fyrirbærum náttúrunnar,
gróðurfari og þroskaferli jurta,
að verða sér úti um þessa bók,
eða taka hana fram, ef hún er til
á heimilinu, og lesa hana sam-
timis og vexti jurtanna er gefinn
gaumur.
Bókin er að verulegu leyti I
samtalsformi, likt þvi að for-
eldrar eða kennarar séu að tala
við þroskuð böm. Talað er um
margar jurtir, sem flestir
þekkja, garðagróður og algengt
gróðurlendi og lifverur I þvi' og
það, sem þar gerist eftir þvi,
sem á árstiðum stendur.
Athygli er vakin á samfélagi
jurta og dýra, dregið fram
hvernig hvað er öðru háö og ein
lifveran á tilveru sina undir
annarri og tekin dæmi þessu til
skýringar. Vakin er athygli á
nauðsyn á náttúruvernd og
hvatt til góðrar umgengni á
viðavangi. Þótt tsland megi
kallast tiltölulega hreint land,
er samt sums staðar farið að
gæta mengunar, og gróður-
eyðing á sér enn staö af völdum
uppblásturs og búsetu, og er sú
eyðing mikil á sumum svæðum.
Gróður er viðkvæmur i okkar
norðlæga landi og jarövegur er
viöa laus og fokgjarn og illa
varinn fyrir mikiili beit og á-
hrifum vatns og vinda.
Þótt bókin sé fyrst og fremst
ætluð börnum og unglingum, er
hún einnig hentug foreldrum og
kennurum til lestrar, ef þessir
aðilar vilja glæða þekkingu
ungu kynslóðarinnar á jurtum
og blómum og öðrum fyrir-
bærum náttúrunnar. Þeir geta
fundið þar margt sér til stuðn-
ings I sliku fræðslustarfi.