Tíminn - 10.08.1976, Síða 8

Tíminn - 10.08.1976, Síða 8
s TÍMINN ÞriOjudagur 10. ágúst 1976 KÝR í LISTUM t Queens safninu í New York er um þessar mundir sýning á þvi hvernig kýr hafa verið túlkaðar á listrænan hátt i gegnum aldirnar. Þar gefur að lita hverskyns afbrigði, kýr i kúblskum stil, kýr málaðar af impressionistum, kýr popplista- manna, raunsæismanna, kýr úr tini, tré, postulini og leir, blúndukýr, smiðajárnskýr — jafnvel kýr, sem er að stökkva yfir tungiið á kökuskál. En hvers vegna kýr? Mario Amaya forstöðumaður safnsins og upphafsmaður sýningar- innar viðurkennir að þær séu ekki sérlega fallegar. En þær hafa verið mjög vinsælt við- fangsefni listamanna. Eitt fyrsta verkið sem ber fyrir augu á sýningunni er marmaraskál, sem i eru skorin út sex naut. Yfir 100 samtima- „Kýr” eftir Tom Althouse. Út úr þessu trélistaverki er hægt að lesa orðið „cow", en júgrið er ,,w Oliumálverk frá 19. öld, „Stiflan” eftir Emii Van Marke. Emaleruð tinkýr frá 18. öld eftir Pelft. listamenn eiga verk i safninu, m.a. Pisarro, Lichtenstein, Sargent, Bellows, Homer og Warhol. Sá siðastnefndi hannaði eitt sinn grænt veggföður alsett bleikum kúm. önnur ástæða fyrir sýning- unni er e.t.v. sú að listunnendur hafa nú meiri áhuga á náttúr- unni en áður. Metropolitansafnið, Museum of Modern Art (Nútimalista- safnið), Brooklynsafnið og mörg önnur söfn jafnt i einka- sem almenningseign hafa lánað listaverk á sýninguna. Listráð New Yorkrikis fjármagnar sýninguna ásamt fyrirtækinu Heublein’s Malcolm Hereford’s Cos Ltd. Sýningin er i Queens safninu i New York City Building i Flushing Meadow þar sem kýr voru á beit fyrir einni öld. „Gertrude” kýr úr polyester og viði eftir Anne Arnold.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.