Tíminn - 10.08.1976, Síða 13
Þriöjudagur 10. ágúst 1976
TÍMINN
13
helgisögn op. 11 eftir Johan
Svendsen: Odd Grun-
er-Hegge stjórnar/Fil-
harmoniusveitin i Vin leikur
Sinfóniu nr. 4 i f-moll op. 36
eftir Tsjaikovský: Lorin
Maazel stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Blóm-
ið blóðrauða” eftir
Johannes LinnankoskiAxel
Thorsteinson les (6).
15.00 Miödegistónleikar
André Pepin, Raymond
Leppard og Claude Viala
leika Sónötu i F-dúr fyrir
flautu, sembal og selló eftir
Georg Philipp Telemann.
Baroque trióið i Montreal
leikur Tríó i D-dúr eftir
Johann Friedrich Fasch.
Jost Michaels og Kammer-
hljómsveitin i Munchen
leika Konsert i G-dúr fyrir
klarinettu oghljómsveit eft-
ir Johann Melchior Molter:
Hans Stadlmair stjórnar.
Andreas Röhn og Enska
kammersveitin leika Fiðlu-
konsert nr. 16 i e-moll eftir
Giovanni Battista Viotti:
Charles Mackerras stjórn-
ar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Sagan: „Sumardvöl i
Grænufjölluin” eftir Stefán
Júliusson Sigriður Eyþórs-
dóttir les(2).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar. /
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Jafnréttis 1 ögin
Björg Einarsdóttir, Erna
Ragnarsdóttir og Linda Rós
Michaelsdóttir sjá um þátt-
inn.
20.00 Lög unga fólksins Sverr-
ir Sverrisson kynnir.
21.00 Þrjátiu þúsund
uxUAijuir? Orkumálin —
ástandið, skipulagið og
framtiðarstefnan. Fimmti
þáttur. Umsjón: Páll Heið-
ar Jónsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Kvöld-
sagan: „Mariumyndin” eft-
ir Guðmund Steinsson
Kristbjörg Kjeld leikkona
byrjar lesturinn.
22.45 Harmonikulög Hans
Wahlgren og félagar hans
leika.
23.00 A hljóöbergi Tveir
danskir meistarar, Adam
Poulsen og Poul Reumert,
lesa kvæði eftir Runeberg,
Oehlenschlager og Drach-
mann.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
10. ágúst
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Hungur. Kanadisk
teiknimynd, þar sem hæðst
er að ofáti i hungruðum
heimi.
20.55 McCloud Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Friðrof. Þýöandi Kristmann
Eiösson.
22.25 Um „Ærumissi Katrínar
Blum” í þessari sænsku
mynd er rætt við vestur-
þýska rithöfundinn Heim-
rich Böll um bók hans, Æru-
missi Katrinar Blum, en
þetta er fyrsta verk Bölls,
sem út kom, eftir að hann
hlaut Nóbelsverðlaun fyrir
bókmenntir. Sa^an var lesin
i útvarp i siðasta mánuði.
Viðtalið er á þýsku og með
sænskum textum og ekki
þýtt á islensku.
(Nordvision-Sænska sjón-
varpið)
22.45 Dagskrárlok
í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 37
Sveinn Ólafur ympraði eitthvað á því, að Jónas hefði
átt að f ara til Lappanna. Aron leit hvatskeytlega upp.
— Fara til Lappanna? Hvað áttu við?
— Ja, þá hefði hann getað sagt okkur, hvað Lapparnir
hafa í bfgerð, og....
— Ég var ekki að spyrja um það, greip bróðir hans
fram í fyrir honum. Fara til Lappanna — hefir það
komið til orða?
Sveinn Ólaf ur sagði honum, hvaða boð Turri hefði gert
Jónasi. Það kom kuldalegur hörkusvipur á Aron.
— Er pabbi að reyna að koma Jónasi inn undir hjá
Löppunum?
— Pabbi? Nei. Turri og Vanna komu hingað og elzta
dóttir þeirra líka. Þau.
Aron greip aftur fram í fyrir honum og spurði hryss-
ingslega, hvort þau hefðu verið að bjóða Jónasi hana
fyrir konu.
— Tja — ekki veit ég til þess, að á það væri minnzt. En
Jónas hefir eignazt hreindýramark og fjögur hreindýr,
og Turri vildi fá hann fyrir hjarðmann. Það getur verið,
að hitt sé markmiðið. Jónas var að hugsa um að fara til
Lappanna í vor. En mér þykir verst, að hann skyldi ekki
gera það strax í haust.
— Þér f innst það verst! Andlit Arons var orðið dumb-
rautt, og sinaberir hnefarnir krepptust. Verst, segir þú
— að hann eykur ekki kyn sitt með Lappakerlingu? Er
það ekki nóg skömm fyrir mann að vera ættaður frá
Marzhlíð, þótt slíkt bætist ekki ofan á annað?
Aron stundi af heift — tilf inningar hans urðu að f á út-
rás. Jú, það yrði ekki óskemmtilegt að eiga bróður, sem
settist að hjá Löppunum. Það yrði óhætt að draga poka
yfir hausinn á sér og fela sig fyrir aftan dyntinn á kerl-
ingunum. Karlmann gæti maður ekki framar látið sjá
sig. Lapparnir! Lapparnir! Skildu þeir ekki, að vinátta
við Lappana var skammarblettur, sem aldrei yrði hægt
að þvo af Marzhlíðarfólkinu? En það skyldi aldrei verða
af því, að Jónas færi til Lappanna. Hann skyldi tala við
piltinn og það í f ullri alvöru. Þetta þráablóð og þvergirð-
ingur—átti hann að fá að steypa sér út í, hvaða glópsku,
sem honum datt í hug?
— Nei — hann skyldi aldrei verða smali hjá Löppun-
um.
Það stríkkaði dálítið á þunnum vörum Páls, og næstum
meinfýsnislegum glampa brá fyrir í augunum.
— Þú getur ekki vafið Jónasi um fingur þér, ef hann
einsetur sér eitthvað. Þráablóðinu og þvergirðingnum
fylgja tennur, sem geta bitið frá sér.
Aron hafði á reiðum höndum fleiri skammaryrði um
Jónas. En nú setti Ólaf ía ofan í við hann.
— Þú — þú mátt ekki segja þetta, stamaði hún. Við
vitum — við vitum ekki nema Jónas haf i orðið úti.
Það sljákkaði í Aron, og hann starði þrjózkulega út um
gluggann. Sólin hafði náð að skína á skýjabólstrana yfir
tindi Geitarf jallsinsog slá á þá roða, sem minnti á drjúp-
ahdi blóð. Fjólubláum blæ brá á hrönnina yfir Borgar-
hausnum. Snjór og ís og grimmdarkuldi — vetrarríki svo
jörmunef It, að Lapparnir héldust hér ekki einu sinni við,
heldur forðuðu sér margar mílur austur á bóginn með
hreindýrahjarðir sínar. Enginn lagaákvæði gátu veitt
þeim vetrarbeit fyrir ofan byggðatakmörkin. Hér gat
aðeins bústofn frumbýlinganna hjarað— innibyrgður í
kofum, sem voru eins dimmir og jarðhús, kaffenntir
eftir eina hríðargusu, huldir svo þykkum sköflum, að
þangað inn gat varla nokkurt hljóð borizt, nema gól
hungraðra úlfa, sem snöltruðu um hjarnið á nóttunni.
Eftir nokkurra mínútna kveljandi þögn vakti Aron aft-
ur máls á fyrirætlunum Lappanna og ferðinni til Ása-
hlés. Hann var í klípu, sem hann þorði ekki að láta bræð-
ur sína vita um. Hann gat ekki komið aftur heim að
Laufskálum og sagt, að frá Marzhlíð færi enginn á
markaðinn. Hann var kvæntur konu frá Laufskálum og
það batt hann við þessa byggð við Kolturvatnið. Hann
átti ekki einu sinni húskofa og varð að búa hjá tengda-
foreldrum sínum, sem ekki virtu hann meira en venju-
legan vinnumann — og varla það. Það leið svo tæpast
dagur að hann væri ekki minntur á, að hann væri frá
Marzhlið, aumustu nýbyggðinni, þar sem slíkir aular
bjuggu, að þeir voru athlægi allra nágranna sinna —
þegar þeir heyrðu ekki til. Aron hafði orðið að sætta sig
við mörg sár háðsyrði þetta ár, sem hann hafði verið í
Laufskálum, en þó myndi keyra um þverbak, ef hann
færi nú erindisleysu.
En það var ekki eins mikil hætta á því og Aron hélt.
Páll og Sveinn Ólaf ur sögðust báðir myndu fara til Ása-
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
s Fyrst, bjóöiö verö fyrir hann,\
jj'gott verö. Ég kom til aö ;
* ^^j^selja en ekki gefa.
í i-*
Stærðar fornaldardýr dregur reipin
og er barið ósleitlega áfram...
Ófreskjan dregur
vegginn nær og nær
baki Geira og Geiri
reynir af öllum kröf
um aöstöðva bað!
Nú barf hann að taka
á öllu sem hann á tií
vilji hann ekki láta
oddanaiveggnum
násér!