Tíminn - 31.08.1976, Síða 9
Þriöjudagur 31. ágúst 1976.
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur i
Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. ÁSkriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.
Norðmenn
og íslendingar
Vafi kann að leika á þvi, hvort norskt blóð i æðum
Islendinga er jafnyfirgnæfandi og lengi var talið.
Það breytir þó ekki hinu, að flestir forfeðra okkar,
sem við kunnum að nefna með nafni, komu frá
Noregi, og saga okkar tengist engu landi jafnmikið
og Noregi, að Danmörku einni undanskilinni. Um
skeið var Island hluti af norska rikinu, að visu ekki
að sérlega ljúfum vilja Islendinga, og I margar ald-
ir lutum við Dönum sem fylgifé Noregs. Með sér-
kennilegum hætti urðu islenzkir menn til þess að
koma i veg fyrir að saga Norðmanna að fornu félli i
gleymsku að verulegu leyti og höfðu á þann veg
varanlegt gildi fyrir norskt þjóðerni og þjóðarvit-
und.
Siðustu daga hefur forsætisráðherra Norðmanna,
Od var Nordli, verið gestur okkar Islendinga, og er
það i fyrsta skipti, að hann fer i opinbera heimsókn
til annars lands. Trúlega er það i senn vitnisburður
um nánari samskipti íslendinga og Norðmanna og
fyrirboði þess, að þau kunni að aukast. Aðvisuhafa
Norðmenn og íslendingar lengi litið hverjir til ann-
arra sem sérstakra bræðraþjóða vegna upphafs
sins, gamalla tengsla, sem þó voru ekki sárinda-
laus, og söguritunar á fyrri tið. Til skamms tima
hafa samskiptin samt ekki verið sérlega mikil. Þó
sóttu margir Islendingar búfræðimenntun sina til
Noregs á siðari áratugum nitjándu aldar, norsk
skáld þess tima höfðu mikið gildi fyrir islenzka al-
þýðumenntun og ungmennafélagshreyfingin sem
mótaði fjölda íslendinga á hinn giftusamlegasta
hátt upp úr siðustu aldamótum, var frá Noregi
runnin. Um skeið stundaði margt Norðmanna hér
hvalveiðar og sildveiðar, fyrst og fremst sér til mik-
ils ábata, þó að athafnir þeirra við sildveiðar og
sildarvinnslu hafi sjálfsagt jafnframt visað Islend-
ingum veginn. Á þeim árum voru náin samskipti
Norðmanna og margra Austfirðinga.
Á styrjaldarárunum siðari átti fjöldi Norðmanna
hér athvarf i nauðum sinum, og á siðustu áratugum
hafa islenzkir skógræktarmenn notið góðs af
reynslu og þekkingu Norðmanna, hlotið frá þeim
margvislega liðveizlu i skógræktarmáium og rækt
vel þá vináttu, sem af þvi hefur sprottið. Á allra sið-
ustu árum hafa margir islenzkir stúdentar stundað
nám i norskum háskólum. Loks er nú i uppsiglingu
samvinna um stóriðju, að visu umdeild og ekki full-
ráðin.
Að sjálfsögðu bera norskir stjómmálamenn, svo
sem stjórnmálamenn allra landa, hag sinnar þjóðar
fyrst og fremst fyrir brjósti. Eigi að siður megum
við Islendingar vera þess minnugir, að hvergi nema
á Norðurlöndum er teljandi hópur manna af öðru
þjöðerni, sem lætur sig nokkru varða örlög okkar og
afkomu, nema þá i eiginhagsmunaskyni. Og sam-
hyggð norrænna þjóða kemur nú orðið ekki fram i
orðum einum, heldur einnig i verkum. Þar getum
við íslendingar ekki hvað sizt horft til Norðmanna,
þó að hagsmunir þjóðanna fari ekki æ og ætið sam-
an i öllum greinum, og þá haldi hvor sinu fram.
Að verðugu var norska forsætisráðherranum vel
fagnað hér á landi, og vonandi hverfur hann heim
með góðar endurminningar og fyllri skilning á Is-
landi og Islendingum, erfiðleikum þeim, sem hér er
við að glima, og framtiðarvonum þjóðarinnar. Við
þökkum honum komuna vonum að hún muni að
góðu stuðla og greiða fyrir hagfelldum úrlausnum
ýmissa mála. —JH.
Fylgi Fords
forseta eykst
Ford farinn að sýna kænsku
Róbert Dole og Ford forseti
SEINT I júll, þegar Jimmy
Carter var valinn forsetaefni
demókrata á flokksþingi
þeirra, var gerö skoöanakönn-
un I Bandarlkjunum, sem
sýndi aö Carter myndi sigra
Gerald Ford forseta meö 62%
gegn 29%, en 9% voru óá-
kveönir eöa studdu aöra.
Snemma I ágúst, rétt fyrir
flokksþing repúblika, sýndi
skoöanakönnun, aö þessi mun-
ur haföi eitthvaö minnkaö, en
tölurnar voru þá 57% gegn
32% Carter I vil, en 11% voru
óákveönir eöa studdu aöra.
En nýjasta skoöanakönnun-
in sýnir, aö munurinn er orö-
inn mun minni, en nokkur
haföi búizt viö. Og sérstaklega
þykir athyglisvert aö fylgi
Carters og Fords i öörum
landshlutum en Suöurrlkjun-
um er komiö I jafnvægi.
Carter nýtur stuönings 44%,
Ford 43% og 13%óákveönireöa
fylgja öörum frambjóöanda.
Fyrir allt landiö voru tölurnar
þannig, aö Carter nýtur stuön-
ings 49%, Ford 39% og 12% eru
meö öörum eöa óákveönir.
Spurningunni, sem var varpaö
fram I könnuninni hljóöaöi
þannig: Ef forsetakosningar
væru haldnar I dag, hvern
myndir þú kjósa, demókrat-
ann Jimmy Carter eöa repú-
blikann Gerald Ford?
Ford forseti hefur unniö
mikiö á, og þaö má aö miklu
leyti þakka kænsku hans varö-
andi sjónvarpseinvlgiö. Ford
er farinn aö llta út, sem vitur
og snjall stjórnmálamaöur I
augum kjósendanna.
ÞAÐ var sterkt hjá Ford aö
veröa fyrri til, aö fara fram á-
kappræöur I sjónvarpi. Aö
bandariskri hefö, þá hefst
kosningabaráttan venjulega
ekki fyrr en eftir frldag verka-
manna 6. september á þessu
ári. Miöaö viö þaö, þá stungu
kvennasamtök þau, sem yfir-
leitt hafa staöiö aö kappræö-
um forsetaefnanna I sjón-
varpi, upp á þvl aö umræöurn-
ar færu fram 28. september.
En þá sló Ford Ut ööru
trompi. Hann lýsti þvl yfir, aö
bandarlska þjóöin heföi rétt á,
aö vita eitthvaö um skoöanir
þeirra Carters fyrr, og þvi
stakk hann upp á dögunum 8-
10. september.
Kappumræöur forsetaefn-
anna i sjónvarpi hafa ætlö
veriö mjög mikilvægar. Allir
muna eftir hvernig Kennedy
sálugi fór meö Nixon i sjón-
varpinu 1960. Þvl er þaö, aö
Ford sló út þriöja trompinu
meö þvi aö stinga upp á varn-
armálum sem fyrsta umræöu-
efninu I sjónvarpsþættinum.
ÞAÐ er ekki einungis, aö
Ford hafi mun betri þekkingu
á varnarmálum sem forseti,
en sem slikur hefur hann auö-
vitaö fylgzt meö öllum áætlun-
um á þvl sviöi. Þar kemur
einnig inn I, aö Ford var lengi
meölimur varnamálanefndar
fulltrúaþingsins, og þar hlaut
hann mikla reynslu I vanda-
málum þess efnis.
Þaö fer ekki á milli mála, aö
Carter er nauöbeygöur til aö
samþykkja þessa uppástungu.
Ef hann hafnar, þá er þaö
glöggt merki um hræöslu.
Enda þótt Carter skorti
greinilega reynslu, þá ætti
sllkt ekki aö saka — undir eöli-
legum kringumstæöum. Þá
gæti hann einfaldlega undir-
búiö sig meö viöræöum og
lestri. En þá kemur hinn leik-
ur Fords, sem áöur hefur ver-
iö minnzt á, þ.e.a.s. aö um-
ræöunum sé flýtt. Og þeim til-
mælum á Carter ekki heldur
auövelt meö aö hafna.
FORD forseti viröist hafa
sýnt kænsku I fleiru en þessu
atriöi. Til aö mynda væri hægt
aö nefna val hans á varafor-
setaefni. Róbert Dole er bar-
áttumaöur og kemur til meö
aö styrkja Ford á þeim sviö-
um sem hann er einna veik-
astur. Hann er nægilega
hægrisinnaöur til aö fyrrver-
andi stuöningsmenn Ronalds
Reagans geti sætt sig viö
hann. En þó er hann sagöur
nægilega sveigjanlegur, svo
aö miöjumennirnir I Repú-
blikanaflokknum muni kjósa
hann.
Þá hefur Dole mikiö fylgi I
þeim fylkjum, sem Ford er
veikur i þ.e. I landbúnaöar-
fylkjum Miö-Bandarlkjanna.
OG SIÐAST en ekki sizt, þá
er stuöningur Reagnas viö
Ford ómetanlegur. Þegar
skoöanakönnunin, sem minnzt
var á aö ofan, var gerö, þá var
afstaöa Reagans til Fords ekki
alveg ljós. En nú er alltaf aö
koma betur og betur I ljós, aö
Reagan ætlar aö veita Ford
stuöning, og þaö kemur til
meö aö hafa mikil áhrif, og þá
sérstaklega i Suöurrlkjunum,
þvl aö þar eru menn yfirleitt
mun Ihaldssamari en I öörum
landshlutum.
Varöandi kjósendur I Suöur-
rlkjunum, þá má ekki gleyma
framboöi kynþáttahatarans
Lesters Maddox, þvl hann
kemur til meö aö taka fylgi frá
Carter, enda báöir frá
Georglu-fylki.
Aö öllu athuguöu, þá veröur
ekki annaö séö en kosningarn
ar I Bandarikjunum, sem fara
fram I nóvember n.k., veröi
mun haröari en búizt haföi
veriö viö — og aö m jótt veröi á
mununum.
MÓL.
Jimmy Carter og Walter Mondale