Tíminn - 31.08.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 31. ágúst 1976.
TÍMINN
17
Liverpool
fékk skell
— þegar Mersey-liðið tapaði (1:2) fyrir
Birmingham á St. Andrews
Sigur Birmingham yfir Liverpool kom einna mest á óvart f leikjunum
1 Engiandi á laugardaginn. Þó hefur St. Andrews völlurinn i Birming-
ham ávallt verið liði Liverpool erfiöur, einn sigur, tvö töp, og eitt jafn-
tefliþar á siöustu fjórum árum. Liverpool fékk mikið af hornspyrnum f
fyrri hálfieik, en þrátt fyrir það, reyndi ekkert á Latchford i marki
Birmingham, vörnin sá um þau skot, sem stefndu að marki. Eftir 8
minútur af seinni hálfleik skoraði siðan Trevor Francis fyrir Birming-
ham með þrumuskoti, sem Ciemence átti engan möguleika á að verja.
Á 73. minútu jafnaði Johnson fyrir Liverpool, hans fyrsta mark fyrir
félagið, en aðeins tveimur minútum siðar skallaði Joe Gallagher knött-
in i mark Liverpool, og lokastaðan varð 2-1 fyrir Birmingham. Liðið
hefur byrjaö keppnistimabilið vel, 4 stig úr leikjum á móti Liverpool,
Leeds og Manchester Utd.
Evertonhóf leikin á móti Aston
Villa af miklum krafti, og hvað
eftir annaö slapp lið Villa með
skrekkinn. En á 18. minútu átti
Aston Villa sitt fyrsta upphlaup,
en Lawson varði vel frá Graydon.
En á þessari sömu minútu kom
samt fyrra mark Villa, Little átti
gott skot aö marki, sem hafnaöi i
netinu. Nokkrum minútum siöar
átti Graydon aö þvi er virtist
hættulaust skot að marki
Everton, en knötturinn fór i
Lyons og hrökk frá honum I
markiö. Eftir aö Everton komst 0-
2 undir spiluöu þeir af miklu óör-
yggi, og Aston Villa var ekki i
neinum vandræöum meö aö spila
leikinn til enda. Meö þessum sigri
komst Aston Villa i efsta sæti
fyrstu deildar.
Þaðvoru aöeins liönar 2 minút:
ur i leik Ipswich og Q.P.R. er
knötturinn lá i neti Lundúnar-
liösins. Bertschin átti þá skot aö
marki Q.P.R. knötturinn fór i
Abbott og af honum i markið.
Þannig var staöan i halfleik, en I
seinni hálfleik sýndi liö Q.P.R.
loksins hvaö i þvi býr. A 48. min-
útu skoraði Givens meö þrumu-
skoti frá vitateig, þremur minút-
um siöar var dæmd á hann hendi
innan vitateigs, og Beattie náöi
forystunni fyrir Ipswich úr vita-
spyrnunni. A 55. minútu jafnaði
svo Masson fyrir Q.P.R. með fall-
egu skoti. Ipswich átti siðan
meira I leiknum þaö sem eftir
var, en góður leikur Parkes i
marki Q.P.R. bjargaöi fyrsta
stigi Q.P.R. i höfn.
Frábærsending frá MacDonald
á Ross skapaði fyrra mark
Arsenal á móti Sunderland, Ross
skoraði þarna eftir aöeins 3 min-
útur. Skömmu siöar jafnaöi
„Pop” Robson fyrir Sunderland,
en MacDonald átti svo skot i
stöng áöur en hann náöi áftur for-
ystunni fyrir Arsenal. Þaö var þó
skammgóður vermir, þar sem
Holden jafnaöi leikinn fyrir
Sunderland.
Deans gerir
það gott....
Luton vann óvæntan sigur á TURF Moor
t annarri deildinni kom mest á óvart góður sigur Luton yfir Burnley á
Turf Moor I Burnley. Þeir hafa greiniiega gert góö kaup I Dixie Deans,
hann skoraði annaö mark þeirra, hitt skoraði Hill. Bradshaw gerði
mark Burnley.
Úlfarnir unnu góöan sigur á liöi Nottingham á City Ground i Notting-
ham. Tvö mörk á sömu minútunni frá Gould og Daley geröu út um
vonir Nottingham. Þeir minnkuöu þó muninn með sjálfsmarki Daley,
en Gould átti siðasta oröiö fyrir úlfana i 3-1 sigri þeirra. A óvart kemur
4-0 sigur Hull yfir bikarmeisturum Southampton. Mörkin geröu
Hawley, Lyall, Stewart og Sunley. Ahorfendur á „Brúnni” eöa Stam-
ford Bridge i London voru ánægöir meö leik sinna manna á móti
Carlisle. Mörk Chelsea geröu Swain og Finnieston, en McVitie minnk
aöi muninn fyrir Carlisle. Guthrie skoraði mark fyrir Sheffield Utd. á
fyrstu minútu á móti Hereford, en I seinni hálfleik tókst Carter aö jafna
metin fyrir Hereford. Um önnur úrslit I 2. deild — og markaskorara —
visast til töflunnar hér á slðunni.
Þannig var staöan 2-21 hálfleik,
og þrátt fyrir góö færi beggja liöa
i seinni hálfleik varö þaö einnig
lokastaöan.
Það voru Brown-arnir I liöi
WBA, sem sáu um sigurinn á móti
BROWN-arnir marksæknu hjá
W.B.A. Alister Brown og „Tungu
twist Tony”, eins og Tony Brown
er kallaöur, þar sem hann er allt-
af með tunguna á fleygi ferð, eins
og myndin af honum sýnir.
Norwich. Fyrra mark WBA skor-
aöi Alistair Brown i fyrri hálfleik,
og á 47. minútu var Tony Brown
brugöið innan vitateigs af Steele,
og skoraöi hann sjálfur úr vitinu.
Manchester Cityog Stoke geröu
0-0 jafntefli I leiöinlegum leik á
Maine Road i Manchester. Aðeins
eitt gott færi skapaöist I leiknum,
en þá varöi Shilton frábærlega vel
skot frá Tueart. Frh. á 19. siöu.
ASGEIR SIGURVINSSON... kominn á fulla ferð.
' ...... *
Best og
AAarch
— leika með
Fulham í kvöld
GEORGE BEST og
RODNEY MARSH munu
ieika með Fulhant gegn
Petersborough I ensku
deildarbikarkeppninni i
kvöld. — Ég er mjög ánægö-
ur að vera kominn aftur tii
Englands og ieika með minu
gamia félagi, sagði Marsh,
þegar honum var gefið
„grænt ljós, um að hann
mætti leika með Fulham.
í spennitreviu...
— Það er búið að reyna ailt og nú er ég kominn í spenni-
treyju/ sagði Ásgeir Sigurvinsson. — Þetta er allt annað
lif/ síðan ég fékk treyjuna/ sem er úr plasti og bundin
þannig/ að það verður ekki eins mikil áreynsla á bakið.
— Ég fór á fyrstu æfingu mina,
eftir aö ég hlaut meiöslin á Spáni,
nú áöan og var þaö stórkostlegt,
aö geta fariö að eltast við
„tuöruna” á nýjan leik, sagði As-
geir I stuttu spjalli viö Timann i
gærkvöldi.
— Nú veröur allt sett á fulla
ferö og næsta verkefni hjá mér
eru landsleikirnir gegn Belgiu-
mönnum og Hollendingum á
Laugardalsvellinum. Viö strák-
arnir hér i Belgiu komum heim á
fimmtudaginn, eða daginn eftir
aö Belgiumenn halda til Reykja-
vikur, sagði Ásgeir.
— Hefur eitthvað verið skrifaö
um landsieik islendinga og
Belgiumanna I belgisku blöðun-
um?
— Nei, þaö hefur farið frekar
litiö fyrir þvi ennþá.
— Koma Belgiumenn meö sitt
sterkasta lið hingað?
— Nei, nokkrir af þekktustu
leikmönnum liösins eiga viö
meiösli aö striöa, eins og van
Binst hjá Anderlecht og Lambert
hjá FC Brugge. oe þá eru tveir
aörir leikmenn hjá Anderlecht
vafasamir. Annars er belgiska
liöiö skipaö ungum leikmönnum
— mjög góðum, en þá vantar ó-
neitanlega reynsluna. Belgiska
liöiö fer i æfingabúöir á þriöju-
daginn og hefst þá lokaundirbún-
ingurinn fyrir leikinn gegn Is-
lendingum.
DON REVIE VELUR
PETER Shilton, hinn snjalii
markvörður Stoke og Charlie
George, Derby, hafa verið
valdir f 22 manna iandsliðshóp
Englands, sem ieikur gegn
lrum á Wembley 8.
september. Don Revie valdi
landsliðshóp sinn um helgina
og er hann skipaður þessum
leikmönnum:
Markverðir:
Ray Clemence, Liverpool
Peter Shilton, Stoke
Aðrir leikmenn:
Paul Madeley, Leeds
Kvein Beattie, Ipswich
Colin Todd, Derby
Phil Thompson, Liverpool
Stuart Pearson, Man. United
Brian Greenhoff, Man. United
Gerry Francis, Q.P.R.
Kevin Keegan, Liverpool
Charlie George, Derby
Trevor Brooking, West Ham
Tony Towers, Sunderland
Peter Taylor, Crystal Palace
Gordon Hill, Man. United
Mike Channon, Southampton
Trevor Cherry, Leeds
Mike Doyle, Man. City
Mick Miils, Ipswich
Dave Clement, Q.P.R.
Ray Wilkins, Chelsea
Joe Royle, Man. City
Elmar fró keppni
Hann þarf að vera í gifsi í 3—4 vikur
— Það má alitaf búast viö
þessu, þegar út I harða keppni er
komið, sagði Elmar Geirsson,
sem á nú viö meiðsli að striða,
sem hann hlaut i leik gegn
Walkinger, en eins og við höfum
sagt frá, þá var brotiö gróflega á
honum. — Þetta var slæmt spark
sem ég fékk — liðpofkinn rifnaði
með þeim afleiðingum, að það
þurfti að setja fótinn i gifs, og
mun ég þurfa að hafa það f 3-4
vikur, sagði Elmar, sem veröur
þar af leiöandi frá keppni i 6-7
vikur.
Trier-liöiöhefur ekkibyrjaö vel
á keppnistimabilinu — leikiö fjóra
leikiog hlotiöaöeins 1 stig. Á miö-
vikudaginn geröi liöiö jafntefli
(0:0) gegn 1860 Munchen og á
laugardaginn tapaöi liöiö (0:2)
fyrir Bayern Hof. Trier hefur þvi'
ekki enn tekizt aö skora mark.
V-þýzka blaöiö „BILD” segir aö
þaö hafi veriö mikiö áfall fyrir
ELMAR GEIRSSON.
Trier aö missa Elmar, þar sem
hann hefur veriö potturinn og
pannan i sóknarleik liösins — og
sá leikmaöur, sem byggöi upp
mörkin.
— Viö erum ekki farnir aö
örvænta ennþá, þviaö viö geröum
okkur grein fyrir þvi, aö keppnin
yröi erfiö. Sérstaklega, þar sem
viö höfum leikiö gegn sterkustu
liöunum I byrjun. En ekki er öll
nótt úti enn, þvi að þaö eru 36
leikir i deildinni — og viö horfum
raunsæjum augum fram á viö.
Viöhöfum gert okkur grein fyrir,
aö þaö þarf nokkurn tima til aö
aölagast deildinni og þaö hafa
áhangendur liösins einnig gert.
Þeir yfirgefa okkur ekki, þó aö á
móti blási — þaö eru alltaf þetta
10-13 þús. áhorfendur, sem koma
til aö sjá leiki okkar hér i Trier,
sagði Elmar. —SOS.