Tíminn - 03.09.1976, Side 2
2
TÍMINN
Föstudagur 3: september 1976
Ákveðið að
ríkisútvarpið hafi
fastan starfsmann
í Kaupmannahöfn
FB-Reykjavík. Forrábamenn
Rikisútvarpsins hafa nú ákveöib
að hrinda i framkvæmd þeirri
ráðagerð að senda einn af
starfsmönnum sinum tii Kaup-
mannahafnar til þess að stuðla
að bættu samstarfi við sjón-
varpsstöðvarnar á Noröurlönd-
um og til þess að afla þar frétta-
efnis.
í ráði er, að Sonja Diego,
fréttamaöur hjá Sjónvarpinu,
haldi til Kaupmannahafnar
áður en mjög langt um liður. Ef
dvöl Sonju i Kaupmannahöfn
reynist eins gagnleg og menn
telja, aö hún verði, er ætlunin,
að fréttamenn sjónvarpsins
skiptist á um að dveljast i Kaup-
mannahöfn i framtiðinni.
Sjónvarpsfréttamaðurinn á
að afla frétta af Norðurlöndum,
vinna úr frétta- og dagskrár-
efni, sem þar er fyrirliggjandi,
og bjóða fram islenzkt efni.
Binda sjónvarps- og útvarps-
menn miklar vonir við för Sonju
til Kaupmannahafnar og dvöl
hennar þar, ef af verður.
Fjölskylduskemmtun
Flókadalsá
— Veiöin gengur heldur
stirðlega, og veiðimennirnir
segja mér að laxinn gefi þeim
bara langt nef, sagði Ingvar
Ingvarsson, Múlastöðum, I sam-
tali við VEIÐI-hornið i gær. — Ég
ræddi við einn veiöimann fyrir
skömmu, og var hann aöeins
búinn að fá einn lax, en þeir, sem
með honum voru, ekki neinn.
Hins vegar stökk laxinn allt i
kringum þá.
Ingvar sagði, undanfarna daga
hefði veriö gott veður og bjart.
Litið vatn er i ánni, og er hún
mjög tær, svo laxinn styggist
fljótt.
— Þrátt fyrir allt þá geri ég
mér vonir um að veiðin I ár verði
svipuð og I hittifyrra, en þá
fengust 414 laxar úr Flókadalsá.
Veiöitima likur ekki fyrr en 18.
september, og nú eru komnir á
land rétt um 400 laxar, sagði
Ingvar. í fyrra veiddust 613 laxar
I ánni og var meöalþyngd þeirra
5,2 pund. Taldi Ingvar, að meðal-
þyngdin yrði svipuö I ár, en
undanfarið hafa einkum veiðzt 4
til 8 punda laxar I ánni. Þyngsti
laxinn enn sem komiö er vó 14
pund, en nokkrir 10 til 13 punda
laxar hafa llka komið úr Flóka-
dalsá.
Grimsá: stærsti laxinn
kom i lok ágúst
Veiðin I Grimsá hefur veriö
frekar dræm að undanförnu,
sagði Stefán, matreiðslumaður I
veiðihúsinu. — Menn hafa þó
verið að fá þetta sjö laxa á stöng
yfir daginn. Meöalveiði hópanna,
sem dvelja hér þrjá daga i senn,
hefur farið niður 120 laxa. Stærsti
fiskurinn, sem veiözt hefur I
sumar, kom á land þann 27. ágúst
og var það veiðivörðurinn sem
náði honum.
A sama tlma I fyrra var komið
tæplega helmingi meira af löxum
á land, enda hefur áin I sumar
verið meö eindæmum erfið vegna
vatnavaxta. Hins vegar hefur
sjatnað I ánni nú undanfarna
daga, og sagði Stefán að hún væri
aö komast I eðlilegt rennsli. Aðal-
veiðin er ofarlega I ánni, en enn
mun lax vera að ganga I hana.
Það er I sjálfu sér ekki einkenni-
legt, þvl að lax gekk mjög seint I
Grimsá i ár, eins og fjölmargar
aðrar ár.
Laxá i Aðaldal.
Veiðitímanum I Laxá I Aðaldal
lauk á hádegi þann 31. ágúst. Að
sögn Helgu Halldórsdóttur, veiði-
húsinu Laxamýri, þá varð veiðin
heldur minni en I fyrra, en þá
veiddust 2326laxar i ánni. Meðal-
þyngdin mun vera svipuð og á
siöast liönu ári, eða á milli 9 og 10
pund.
— Siðasta laxinn i Laxá veiddi
12 ára gamall strákur, sagði
Helga. —-Hann er frá Akureyri og
heitir Erling Ingvarsson. Hann
fékk laxinn á Suöureyri og vó
hann 6 pund. Það var ekki nóg
með aö þetta væri siöasti laxinn á
veiðitimabilinu, heldur var þetta
einnig sá eini sem fékkst þennan
dag.
— Annars virðist mér veiði-
mennirnir vera ánægðir með
sumarið, sagði Helga. — Laxinn,
sem veiðzt hefur, er góöur, og því
má ekki gleyma, að veðrið hefur
leikið við okkur I allt sumar. Að
lokum vildi ég svo senda kveöju
til allra veiðimannanna, sem
hingað hafa komið i sumar og
þakka þeim fyrir ánægjuleg
kynni, sagði Helga ráðskona.
Ártúnsá á Kjalarnesi
Eins og VEIÐIHORNIÐ skýrði
frá fyrir skömmu, þá var um
miðjan ágúst opnuð ný veiöiá —
Artúnsá á Kjalarnesi. Að sögn
Jóns Gunnarssonar starfsmanns
hjá Tlmanum, þá hefur veiöi
verið nokkuð góð I ánni, en á land
munu vera komnir á milli 60 og 70
fiskar. Þyngsta laxinn fékk Jón
fyrir skömmu, og var hann 8
pund. Var þetta hrygna og veiddi
Jón hana á Wooden Devon.
ASK
Kvennadeild Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra heldur
árlega kaffisölu sina að Sigtúni
við Suðurlandsbraut sunnudaginn
5. september.
Þar verða úrvals kaffiveitingar
og gott meölæti. Einnig verða
skemmtiatriði. Þau eru Einar og
Pónik, ómar Ragnarsson,
Magnús Ingimarsson og tizku-
sýning frá Unni Arngrimsdóttur.
Bingó verður einnig og spilaðar
sex umferðir um Kanarieyjaferð,
málverk, veiðileyfi, myndavél og
fleira. Bingóið hefst klukkan hálf-
fimm. Þetta verður sannkölluð
fjölskylduskemmtun.
Félagið hefur unnið að fjáröflun
handa æfingastöðinni við
Háaleitisbraut og starfseminni I
Reykjavik, og mun (ágóðinn af
skemmtuninni renna þangaö.
Félagskonur treysta á velunnara
félagsins að fjölmenna og leggja
með þvi lið sitt nú sem endranær.
Til þess aö forðast þrengsli er fólk
hvatt til þess að koma timanlega.
HEIMILI
SKOLI
SKEMMTISTAÐUR
SKRIFSTOFA
Gefiunar
gluggatjöld
þarsem
umhverfíð skíptir máli
ÞM
Val gluggatjalda ræður alls staðar miklu um
umhverfið innan dyra . . .
lit þess og ljós og vellíðan þeirra, sem í
því dveljast við leiki og störf.
Gefjunar gluggatjöld fást í ótrúlegu úrvali
bjartra lita, sem upplitast ekki
og hæfa hinu margvíslegasta umhverfi.
Þau eru úr dralon -
úrvals trefjaefni frá Bayer,
auðveld í þvotti og þarf ekki að strauja.
GEFJUN AKUREYRI <^>
dralon
. BAYER
Úrvals trefjaefni