Tíminn - 03.09.1976, Side 10

Tíminn - 03.09.1976, Side 10
10 TÍMINN Föstudagur 3. september 1976 Agústa Björnsdöttir I garöi sinum viö Hliöarveg, eins og sjá má þá vantar ekki blómaskrúöiö. Borgarholtsbraut 32. TO Digranesvegur 62. SSJ Birkihvammur 1. Umbun fyrir að rækta garðinn sinn ASK-Rvik. Um nokkurt skeiö hefúr sá siður viðgengizt viða um land að bæjaryfirvöld veiti ibúum viðurkenningar fyrir fagra garða og snyrtilega um- gengni. Hefur þetta að mati margra stuölað aö þvi að mörg bæjarfélög geta nú státað af mun meiri snyrtimennsku en áöur. Gera menn sér gjarnan ferð til að sjá garða þá ög'htis sem viðurkenningar hafa hlotið og læra gjarnan af — fá nýjar hugmyndir eða likja einfaldlega eftir. Einslik afhending viðurkenn- inga og verðlauna fór fram i Kópavogi fyrir skömmu. Fjórir aðilar hlutu bæði viðurkenning- ar og verðlaun fyrir garða sina og ennfremur hlutu jafnmargir aðilar viðurkenningu. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir litaval á ibúðarhúsum, en af eðlilegum ástæðum, verða ekki birtar myndir af þeim húsum hér i blaðinu. í fyrsta sinn var veitt viðurkenning fyrir snyrti- legan frágang iðnaðarhúss og lóðar, en það er nokkuö sem fleiri bæjarfélög mættu gjarnan taka upp. Eins og á undanförnum árum lögðu Rotary- og Lionsklúbbar Kópavogs til tvenn verðlaun og Fegrunarnefndin önnur tvenn. Viðurkenningu og verölaun hlaut garður þeirra hjónanna Hildar Kristinsdóttur og Gunn- ars Þorleifssonar, en þau búa að Fögrubrekku 47. Óhætt mun að fullyröa, að þau voru vel að þeim komin, þvi þvi að garöur- inn er heill ævintýraheimur. Þarna má lita gamla bobbinga á lóðarmörkum og eins mjólkur- brúsa sem gegnir hlutverki blómsturspotts. Þá hafa þau hjónin gert lltinn læk I garöinum og er á lækjarbakkanum stór steinn sem á hangir ausa. En það er fleira sem gripur athygli áhorfandans. Þarna eru neta- kúlur sem hengdar eru á fallega lagaöan trjádrumb, en á honum eru einnig partar af gömlum tannhjólum og neðst gefur á að lita keðjubút. t garðinum er lika nokkurs konar eftirlikingaf burstabæ, en fyrir dyrum stendur barnabarn þeirra hjóna. Drenginn má einnig siá viö gosbrunninn, en hann er gerður úr steinskel sem fannst á Suöurnesjum. Þvi mið- ur gefst ekki rúm fyrir fleiri myndir úr garðinum, en þar er m.a. steinskúlptúr úr fjöru- steinum og gamlar hjólbörur sem notaðar eru undir blóm. Hugmyndaflugið hefur verið ó- spart notað við skipulagningu garðsins og ætti það að vera mörgum lærdómsrikt aö fara og sjá hann. Aðrir sem hlutu verölaun og viðurkenningar I ár voru Gyð- riöur Pálsdóttir og Páll Mart- einsson, en þau búa aö Borgar- holtsbraut 32. Þá fékk Þórdls Lúðviksdóttir og Björgvin Ólafsson, Birkihvammi 1, viö- urkenningu og verölaun fyrir mjög snyrtilegan og vel um- genginn . garð. Og Agústa Björnsdóttir, REIN við Hliöar- veg, en hún rekur þar gróður- stöð. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir gróðrastöðina REIN og þátt hennar I aukinni ræktun- armenningu bæjarbúa. Ennfremur hlutu eftirtaldir garðar viöurkenningu: Borgar- holtsbraut 30, eig. Elin Jakobs- dóttir og Oddur Brynjólfsson. Holtagerði 41, eig. Inga Thorlacius og Ingvar Þorgils- son. Hlégerði 23, eig. Ragnhild- ur G. Egilsdóttir og Kristján Jónsson. Digranesvegur 62, eig. Helga Tómasdóttir og Árni Kr. Hansson. Fyrir litaval á ibúðarhúsum voru veittar viðurkenningar til ibúa að Nýbýlavegi 45a og Digranesvegi 14. Að lokum fengu forráðamenn Skeifunnar, Smiöjuvegi 6, viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang húss þeirra. Tímamynair Gunnar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.