Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 1
ÆNGIR" Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bildudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Stjórnlokar Oliudælur Olíudrif wMSSSSBSnSSMM Síðumúla 21 Sími 8-44*43 íslenzk föt Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn, og eiginkona hans, frú lialldóra Eldjárn, heim- sóttu i gær sýninguna „islenzk föt” i Laugardalshöllinni. Á myndinni hér að ofan eru forsetahjónin að skoða skó frá Iðunni, i sýningardeild S.í.S. Sýningin mun standa fram á sunnudag, á morgun. Góðar horfur Samkomulag í fjarskiptamálum: ISLAND EIGANDI JARÐ- STÖÐVAR AÐ AAEGINHLUTA Fulltrúar Mikla norræna ritsima- félagsinsog samninganefnd sam- gönguráöuneytisins hafa átt fundi i Reykjavik, dagana 7.-10. þ.m. Aðallega var rætt um samvinnu þessara aðila um rekstur jarð- stöðvar i þágu fjarskipta. Samkomulag varð i viðræðun- um um nokkur meginatriöi, þ.á m. að Island yrði eigandi jarð- stöðvaraðmeginhluta, ogað fullu eftir tiltekið árabil. Yröi þá gerð- ur nýr samningur þar að lútandi og stefnt að þvi að taka jarðstöð- ina i notkun á árinu 1979. Akveðiö var að halda áfram viðræðum siðari hluta október» Fulltrúar tslendinga og Mikla norræna ritsfmafélagsins á samningafundi I Landslmahúsinu i gær- morgun. Af hálfu tslendinga fóru með samninga þeir Brynjóifur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, Þorvarður Jónsson iðnverkfræðingur, Gaukur Jörundsson hæstaréttarlögmaöur, Jón Skúlason póst- og simamáia- stjóri og Gamalfel Sveinsson viöskiptafræöingur. — Timamynd: GE. á ísfisksölu -hs-Rvik. Engar isfisksölur hafa enn fariö fram en þær hafa oft veriö hafnar á þessum árstima á Alvarlegt umferðar- slys á Akureyri K.S. Akureyri. — 1 gær- kvöldi varð mjög alvarlegt umferðarslys á gatnamótum Glerárgötu og Þór- unnarstrætis á Akureyri . Gangandi maður á sjö- tugsaldri sem var á leið austur yfir Glerárgötu, varð fyrir fólksbifreið, sem kom noroan götuna. Maðurinn var fluttur, mik- ið slasaður, á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og var enn meðvitundarlaus þegar slðast fréttist. Samið um fyrirframsölu á 50 þúsund tunnum af síld —hs—Rvik. Ýmsir telja, aö fram- boð á síld til manneldis verði minna i ár en undanfariö, og þvi gera menn sér nokkrar vonir um, að hægt verði að fá þokkalegt verð fyrir sildina, sem nú er byrjaö að veiða i reknet og veröur veidd i hringnót eftir 25. septem- ber. Samningar hafa þegar tekizt um fyrirframsölu á rúmiega 50 þúsund tunnum við sildarkaup- endur i Sviþjóð og Finnlandi og var samið um nokkru hærra verð en fékkst á siðasta ári. Þeir Jón Skaptason, Jón Þ. Arnason, Margeir Jónsson og Gunnar Flóvenz frá Sildarútvegs- nefnd, eru nú i Helsingfors til að kanna markaðinn fyrir saltsild Þeir fara siöan til Moskvu og Kaupmannahafnar sömu erinda, en eru áður búnir að vera I Gauta- borg. Fjallkóngur Gnúpverja drukknar vlð Hofsjökul HV. Reykjavik — Rúmlega sjö- tugur maður, Sigurgeir Run- ólfsson, Skaldabúöum i Gnúp- verjahreppi, drukknaði i gær i jökullóni, sunnanundir Arnar- felli við Hofsjökul. Sigurgeir var i göngum, en hann var fjallkóngur Gnúp- verja. Drukknun Sigurgeirs bar þannig að höndum að hann, ásamt öðrum gagnamanni, var á ferð,fótgangandi, viö rætur Hofsjökuls. Gekk hann þar á þunnum is, en mun hafa talið aö sandur væri undir. Skyndilega brast lsmn undir Sigurgeiri, en hann var þá kominn framaf skör og var hyl- dýpi undir. Gagnamaður sá sem var i fylgd með Sigurgeiri reyndi að ná til hans og bjarga honum, en árangurslaust. Tilkynnt var um slys þetta til Slysavarnafélagsins um talstöð, um klukkan 15.30 i gær. Var þá fengin þyrla frá Varnarliðinu á Keflavikurflugvelli, til þess að flytja froskmenn á staðinn, svo og lögreglu frá Selfossi. Þegar þyrlan kom að Hofsjökli var orðiö kvöldsett og þvi ekki hægt aö dvelja þar nema skamma stund. Urðu frœkmennirnir tveir, sem meö þyrlunni voru, að hætta við köfun og leit aðlikiSigurgeirs og lögreglan á Selfossi gat ekki kannað máliö nema aö mjög litlu leyti. Froskmennirnir skildu út- búnað þann sem þeir höföu meöferöis eftir á slysstaðnum og ætluðu þeir siðan að fara ak- andi þangað I nótt og hefja leit I dag. Sigurgeir Runólfsson var fæddur þann 17. nóvember 1905 Eins og kunnugt er, er leyfilegt að veiða alls 15 þúsund lestir af sild fyrir Suðurlandi i haust, og ef megnið af þeirri sild verður söltuð, ættu Islendingar að hafa á boðstólum 120-125 þúsund tunnur af saltsild, að sögn Björgvins Torfasonar, fulltrúa Sildarút- vegsnefndar I gær. Það eru hins vegar fleiri leiðir til að koma silfri hafsins i verö, t.d. með aðfrysta það og flytja út. Að sögn Sigurðar Markússonar, framkvæmdastjóra Sjávaraf- urðadeildar SÍS, er reiknað með að eitthvað verði flutt út af frystri sild I vetur. Sagði hann að verið væri að kanna hversu mikið verð fengist, en mörg samverkandi öfl ráða markaðnum og ekki er ósennilegt, að verðið fyrir frystu sildina ráðist að einhverju leyti af saltsildarverðinu. Sambandið flutti út um 100 tonn af frystri sild I fyrra, einkum til Þýzkalands, Frakk- lands og Bretlands og Sölumið- stöö hraðfrystihúsanna mun hafa flutt út heldur meira. Veröið á saltsildinni var nokkuö misrtiun- andi I fyrra, hæst fékkst fyrir fyrstu sendingarnar, og sagði Sigurður Markússon, að veröið fyrir frystu sildina þá hafi ekki verið sambærilegt við það bezta fyrir saltsild, en hins vegar nokkru betra fyrir það sem lægst fékkst fyrir saltsildina. undanförnum árum. Ráða þar mestu hinir miklu hitar i Þýzka- landi, sem gera alla flutninga frá löndarhöfnunum mjög erfiða. Hins vegar er mjög mikil eftir- spurn eftir fiski i Bretlandi, og er fiskverð þar gifurlega hátt. Hefur kilóiö af þorskinum selzt á 170 krónur islenzkar, en Bretar eru vandlátari á fisk heldur en Þjóðverjar og vilja helzt ekkert nema þorsk, ýsu og kola, og framboð þeirra tegunda hefur verið heldur lítið. Heldur hefur fariö kólnandi á meginlandi Evrópu undanfarna daga og virðist nú sem mark- aðurinn i Þýzkalandi sé eitthvaö að rumska. Tveir islenzkir bátar eru nú á leið þangað i söluferð, þeir Vestri frá Patreksfirði og Jón á Hofi frá Þorlákshöfn. Afli þeirra er að mestu stórufsi, en a.m.k. fjórir bátar eru nú byrjaðir að veiöa ufsann I net til Þýzkalandssiglinga og allmargir eru að undirbúa sig Ingimar Einarsson, hjá Llú sagði i gær, að það væri eins með isfiskmarkaöinn eins og veðrið, lftið væri hægt aö spá meö vissu fram i timann. Hann sagði þó, að menn væru yfirleitt á þeirri skoðun, aö markaðurinn i haust yrði mjög góður og verð jafnvel hækkandi er liða tæki á. Grund- valla menn þá skoöun að verulegu leyti á þvi, að Bretar og V-Þjóð- verjar eru viðast hvar að verða búnir með þorskkvóta sina. í dag Reykjavíkur- skákmótið — bls. 3 og 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.