Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. september 1976. TÍMINN 5 viðurkenning Þjóðviljans Kikisstjórnin hlaut óvænta vióurkenningu á forsiöu Þjóö- viijans i gær. Þar. er sagt frá þvi, að á si. 2 drum — eða á sama tíma og núverandi rikis- stjórn hefur setið að völdum — hafi stuðningsfólk Alþýðu- bandalagsins safnað hvorki mcira né minna en 25 millj. króna til að standa straum af byggingu Þjóðviljahallarinn- ar. Þetta bendir vissulega ekki til þess, að fóik i landinu búi við kröpp kjör, eins og tönnlazt hefur verið á f Þjóð- viljanum undanfarin misseri, nemaþá, að það séu einhverj- ir fjársterkir aðilar, sem hafi lagt mest af mörkum f söfnun- ina. Annars segist Þjóðviijinn engum vera háður, nema ís- lenzkri aiþýðu, svo að það er greinilegt, að fjárframlögin hafa ekki komið frá öðrum aðilum en venjuiegu launa- fólki. 25 millj. króna eru tölu- vert fjármagn fyrir ekki stærri samtök en Alþýðu- bandalagið. Þegar tekst að safna sliku fjármagni á jafn- skömmum tima, bcndir það eindregið til þess, að fóik i landinu búi við ailgóð kjör undir foryslu núverandi rikis- stjórnar. Hún má því allvel una viðþá viðurkenningu, sem hún fær á forsiðu Þjóðviijans i gær. Dagblaðsrnenn falla á prófi Dagblaðið, sem skreytir sig með einkunnarorðunum „frjálst og óháð”’hefur faUið á mikilsverðu prófi. Það hefúr nefnilega sannazt, aðblaðið er hvorki frjálst né óháð eigend- um sinum, og gctur ekki fjall- að um vafasöm viðskipti þeirra á sama hátt og það fjailar um mái ýmissa ann- arra aðila i þjóðfélaginu. Rit- stjórinn, Jónas Kristjánsson, getur ekki — og vill ekki — fjaUa um þátttöku Sveins R. Eyjólfssonar i Armannsfeils- málinu, þó að það tiggi fyrir, að Sveinn kunni að búa yfir inikilsverðum upplýsingum, sem varpað gætu nýju ljósi á þetta skuggaiega mál. Sannieikurinn er sá, að enn þá eru margir lausir endar i Ann annsfells m álinu. M.a. hefur ekki fengizt svar við þeirri spurningu fyrir hvaða önnur fyrirtæki en Armanns- feli Sveinn R. Eyjólfsson hafði milligöngu um að legðu fram fjármagn til byggingarsjóðs Sjálfstæðishússins. Um það atriði var Svemn R. ekkert spurður, þó að hann viður- kenndi f yfirheyrslu hjá Saka- dómi Reykjavikur að hafa haft Slika milligöngu árið áð- ur. Það er verðugt verkefni fyr- h' „rannsóknarblaðamenn” Dagbiaðsins að brjóta þetta mál til mergjar. En kannski er það svo, að spillingin teygi anga shia eftir fleiri lciðum inn á Dagblaðið en i gegnum Svein R. Eyjólfsson, og af þehn sökum eigi „rannsókn- arbiaðamennirnir ” óhægt um vik að fjalta um tiltekin mál? - a.þ. Söfnun fyrir Þjóðviljahúsið hefur hlotið frábærar undirtektir 25 miljónir hafa safnast Um 25 miljónir króna hafa ná ■afnast til nýju Þjóöviljabygg- ingarinnar. Er þetU stærsU söfnun sem efnt hefur verið til á vegum hreyflngar Islenskra sóslalisU. Þegar hafa um 400 manns greitt fyrir hluUbréf I húsinu, en það er hluUfélagið Miðgarður, sem reisir húsið. Þjóðviljahúsið við Sfðumúla 6 er nú langt komið.Ætlunin er að flytja inn I nzsta mán. eða fyr- ir 40 ára afmzli blaðsins 31. október. Gert er ráð fyrir að kostnaður við húsið verði um 40 miijónir króna, en byggUgar- nefnd hússins telur að nú vanti 5 miljónir króna I söfnunarfé til þess að tryggt verðl, að Þjóð- viljinn geti flutt þangað sUrf- semi slna. Fádæma góöar undirtekt- ir ÞáttUka i Þjóðviljasöfnun- inni hefur veriö með afbrigöum góö, þannig aö einstætt er meðal Islenskra félagasamUka á sföari árum. En nú vanUr herslumuninn til aö unnt sé aö flytja inn I húsiö. Stjórn Útgáfufélags Þjóövilj- ans hefur þvl ákveöiö aö leiU nú til velunnara blaösins og fara & r 1 * ' & r E:! ÍIS91I V' ÍTTl'W W Þjóðvlljahúsið. —Mynd elk. þess á leit aö þeir leggi fram þaö fé sem vanUr til þess aö Ijúka áfanganum. Framlögin eru jafn vel þegin f formi kaupa á hluUbréfum i Miðgarði hf. eða sem almenn framlög til blaös- ins. Er ztlunin að nota sföar- nefndu framlögin tii þess aö Þjóöviljinn sjálfur eignist stzrri hluU f hinni nýju húsbyggingu. Hlutafjársöfnunin veröur skipulögö um allt land, og geU menn snúiö sér til formanna Al- þýöubandaUgsfélaga á hverj- um sUÖ, en I Reykjavfk og ná- grenni Ul skrifstofu Þjóðviljans, Skólavörðustfg 19, eða skrif- stofu Alþýöubandalagsins Grettisgötu 3. Þar verða veitUr aliar upplýsingar og tekiö á móU framlögum. Vantar herslumuninn — um 5 miljónir Þjóöviljinn er engum háöur nema Islenskri alþýöu sem hef- ur haldiö blaöinu úti f 40 ár, stundum af mestri reisn, þegar þrengst var I búi. Aldrei er mikilvægara en nú,aö islensk al- þýöa eigi sér vopn sem bitur I baráttunni viö rfkisvald auö- stétUrinnar. ÞetU hafa velunn- arar Þjóöviljans skiliö I áralugi og I fullvissu þess aö svo sé enn efnir blaöiö nú til almennrar söfnunar vegna Þjóöviljahúss- ins. Þjóöviljinn býöur al- menningi beina þátttöku I rekstri blaösins til þess aö bæU starfsaöstööu þess og efla I bar- áttunni fyrir hagsmunum launafólks og sjálfstæöi þjóöar- innar. Bygging Þjóðviljahúss- ins er stórátak fyrir fá- tæka stjórnmála- hreyfingu. Undirtektirn- ar í söfnuninni sem staöiö hefur yfir í liölega 2 ár benda til þess aö hreyfingin ætli aö risa undir því átaki. Nú vant- ar herslumuninn: 5 mil- jónir í Þjóðviljabygging- una. Herslumuninn — 5 miljónir vanlar. Stefnt að þvi að flytja inn i húsið i nœsta mánuði Þing hernómsand- stæöinga undirbúið Miðnefnd Samtaka herstööva- andstæöinga er nú i óðaönn aö undirbúa landsfundinn 16.-17. október segir f fréttatilkynningu frá henni. Er gert ráö fyrir aö dagskrá hans veröi á þessa leið: Fundurinn hefst kl. 13 laugar- daginn 16. okt i Stapa, Njarö- vikum. Þá verða fundarefni reifuö með framsögðuræöum og stuttum umræðum. 1. Skýrsla þeirrar miðnefndar, sem kosin var á ráðstefnunni i Stapa (12. október I fyrra). Mun formaður miðnefndar, Andri Isaksson, flytja hana. Að þvi loknu verða umræður um starf Samtaka herstöðvaandstæðinga undanfarið ár. 2. Lög Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Miðnefnd hefur komið sér saman um tillögu að lögum, og er hún birt i siðasta Dagfara, málgagni samtakanna. Er gert ráð fyrir að þessi umræða taki fremur stuttan tima. 3. Stefnuskrá Samtaka her- stöðvaandstæðinga. Nokkrar tillögur hafa komið fram um hana, sem birtar eru i siðasta Dagfara. Gert er ráð fyrir að flutningsmenn fái stutta fram- sögu. Þess ber þó að gæta að nú er verið að reyna að samræma þessar tillögur. 4. Starfs- og aðgerðaskrá samtakanna. Þessi liður er mjög mikilvægur, og hefur Miðnefnd ákveðið að undirbúa hann itar- lega. Áætlað er að þessi umræða standi til kl. 18.30. Þá er fundar- hlé, en um kvöldið verður baráttuvaka að Stapa, með hátiðarræðu. söng og ljóðalestri. Fundurinn hefst aftur kl. 9.30 að sunnudagsmorgni I Sigtúni, Reykjavik. Verður þá fundinum skipt niður i hópa, sem fjalla um þrjú siðast töldu umræðuefnin. Eftir hádegi gera hóparnir grein fyrir niðurstöðum sinum, en að þvi loknu verða frjálsar um- ræður. Seinasti liður ráðstefn- unnar verður afgreiðsla tullagna og kosning Miðnefndar fyrir næsta starfstimabil. Eitt listaverkanna á haustsýningu FtM, höggmynd eftir Ragnar Kjartansson. Haustsýningu að Ijúka Haustsýning Félags fslenzkra myndlistamanna hefur nú staðið yfir siðan 28. ágúst að Kjarvals- stööum. Aðsókn hefur verið góð og fjöldi verka selzt. Þeirri nýbreytni, að hafa tón- leika og kvikmyndasýningar á Haustsýningu, hefur verið mjög vel tekið. Nú liður að lokum sýning- arinnar. En sunnudagurinn 12. september er siðasti dagur og sýningin verður ekki framlengd. Kvikmyndasýningar um heimsfræga erlenda myndlista- mennverða daglega til sýningar- loka, og laugardaginn 11. septem- ber milli kl. 15 og 17 mun söng- flokkurinn Hljómeyki syngja þrisvar sinnum að Kjarvals- stöðum blandaöa efnisskrá eftir innlenda og erlenda höfunda. Kvikmyndasýningarnar og tón- leikarnir eru innifaldir i aðgangs- eyri sýningarinnar. Dyraverðir skemmti- staðanna stofna með sér hagsmunasamtök -hs-Rvik. I fyrrakvöld héldu dyraveröir á skemmtistöðunum i Reykjavik og nágrannabyggð- unum, sem munu vera alls 13 talsins, meö sér fund i húsa- kynnum Félags starfsfólks I veit- ingahúsunum. Voru þar saman- komnir á 3ja tug dyravarða, en alls munu þeir vera milli 70 og 90. Var á fundinum valin undir- búningsnefnd, sem á að ganga frá og boða til stofnfundar sérstakrar deildar dyravarða innan áður- greinds félags. Gestur Kristinsson, sem starfar við dyravörzlu á Loftleiðum á kvöldin, en dyragæzlan er auka- starf hjá flestum þessara manna, sagði i gær er haft var samband við hann, að dyravöröum fyndist sem illa hefði verið haldið á þeirra málum undanfarið, og þvi væri ráðizt i þetta, en Gestur er einn nefndarmanna I undir- búningsnefndinni. Gestur sagði, er haft var sam- band við hann i gær, að miklar umræður hefðu orðið á þessum fundi og meöal þeirra mála, sem hæst bar, voru iaunamálin. Laun dyravarða eru geysilega mis- munandi og sem dæmi nefndi Gestur, að eitt fjölsóttasta veit- ingahúsið I borginni greiddi og hefði alltaf greitt lægst launin, og væri það i litlu samræmi við það aukan erfiði sem fylgdi aukinni aðsókn. Ef farið er fram á launa- hækkun, þó ekki sé nema að greitt sé eftir taxta, þá er þessum mönnum sagt, að hægt sé aö fá nóg af mönnum og þeir geti ein- faldlega farið, — að sögn Gests. Eitt alvarlegasta málið er þó það, að ef dyraverðir slasast viö vinnu sina, sem ekki er svo sjaldgæft, þá er engin trygging gildandi fyrir þá gagnvart þeirra aðal- starfi, en hjá flestum er þetta aukastarf og þeir lausráðnir. Gestur Kristinsson nefndi fleiri atriði, sem mun betur mættu fara, m.p. varðandi einkennisföt, og hann lagði að lokum áherzlu á það, að nauðsynlegt væri að koma á fót námskeiðum fyrir dyraverði skemmtistaðanna i brunavörnum og slysahjálp. |ci|ci|ci|cilci|ci|ci|ci|cilc||ciiCllcilcilcilCllCllCllCHC]jirHC|[EÍ|C||c|tcÍ[gÍ Islslsla 16 BUVELA-VARAHLUTIR Afgreiðum áríðandi búvélahluti um helgina ki 9-2 daglega 53 54 55 56 57 Upplýsingasími (91) 3-89-01 Svarar á sama tíma $ Samband islenzkra samvinnufélaga . VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik BlaStaíliSBtaSíaSIaBIalaSEíataBtalaSIalalalsBBBIci

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.