Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. september 1976. liMÉim Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, sfmar 18300 —'18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Maó og hugsun hans Veröldin er manni fátækari. Allir vita samstund- is, við hvern er átt, þegar svo er að orði komizt* Hversu mjög sem skiptir i tvö horn um viðhorf manna til hins látna leiðtoga Kinverja, Maós for- manns, getur engum blandazt hugur um, að hann var mikill hugsuður, hugrakkur og þrautseigur bar- áttumaður og snjall stjórnandi. Tæpast er nokkur svo einsýnn og ofstækisfullur, að hann treysti sér til þess að neita þvi. Vissulega er kunnugleiki okkar íslendinga á kin- verskum málum mjög naumur. Samt sem áður vit- um við, að Maó og fylgismönnum hans tókst að tendra loga mikilla hugsjóna i brjóstum margra milljóna Kinverja, jafnvel þótt hann sjálfur varað- ist að nota það hugtak um skör fram um vakning- una, sem hann hratt af stað. Við vitum lika, að þessi vakning hefur megnað að breyta svo högum kin- versku þjóðar innar, sem áður barðist við skort og nauð, flakandi i sárum eftir styrjaldir, sundrungu og óstjórn, þrátt fyrir eðlislæga iðjusemi og nægju- semi, að hún hefur nú nægð nauðþurfta og vinnur samtimis stórvirki i þágu framtiðar sinnar. En það eitt að stýra svo málum, að jafngifurlegt fjölmenni og byggir Kina verði sjálfbirgt að þvi, sem útheimt- ist til þolanlegs lifs, er áreiðanlega meira þrekvirki en við eigum auðvelt með að gera okkur grein fyrir. Menn geta haft horn i siðu þess stjórnkerfis, sem Maó kom á i Kina, og vissulega hefur fjölmörgum veitzt erfitt að skilja sumt af þvi, sem þar hefur gerzt. Þó má öllum liggja i augum uppi, að fráleitt er að leggja vestrænan mælikvarða á hvaðeina i fjarlægum löndum, þar sem viðhorf og erfðir likjast um fátt þvi, sem við eigum að venjast. Og ómót- mælanlegt er, að betur hefur tekizt til um fullnæg- ingu mannlegra frumþarfa i Kina heldur en meðal þeirrar stórþjóðar, sem þeim er hið næsta, Ind- verja, hverju sem þakka ber. Þvi má heldur ekki gleyma að áhrif Maós ná óra langt út fyrir landamæri Kina. Þau hafa hrislazt um heim allan, og ekki sizt gætir þeirra mjög á Vestur- löndum.Rauða kverið hefur trúlega verið gefið út á flestum tungumálum, og ekki er þvi að leyna, að það hefur orðið mörgum ný spádómsbók og leið- sagnarrit, einkum ungu fólki. En miklu fleiri hafa lesið það vandlega, og jafnvel guðfræðingar i grannlöndum okkar sitja við að bera það saman við fjallræðuna og kanna, hvað þar er likt og hvað á milli ber. Þannig hefur andlegt veldi Maós langa arma. Á hinn bóginn eru svo hatrammir óvildarmenn hans og kenninga hans allra. Farsælast mun þó, hér sem endranær, að leitast við að meta og vega án hleypi- dóma eða oftrúar, hvað i „hugsun Maós” kann að felast, er hefur almennt og varanlegt gildi. Nafnbirting Enn eru menn jafnnær um það, hvenær gert verð- ur uppskátt um nöfn þeirra, sem tengjast ávisana- svikamálinu. Mörgum þykir það dragast á langinn, og fólk á bágt með að skilja þá viðbáru, að það gæti torveldað rannsóknina, þar sem öll gögn um ávis- anakeðjuna siðustu tvö ár hafa fyrir löngu verið dregin saman. Þótt hlé hafi orðið á kröfum um nafnbirtingu á meðan umboðsdómarinn var að kynna sér málið, munu þær fljótlega verða enn eindregnari en áð ur. —JH TÍMINN 7 Þáði Dole mútur? Varaforsetaefni Fords viðriðinn mútumál A UNDANFÖRNUM árum hefur bandariska þjóöfélagið óneitanlega fengiö nýtt yfir- bragö. Mútur, fjársvik og önn- ur ólögmæt meðferð fjármuna hefur smám saman orðiö að dægurmáli. Og það, sem fylg- ismönnum „ameriska draumsins” þykir ef til vill einna verst, er hve æðstu ráðamenn eru mikið viðriðnir slik mál. Nú siðast hafa okkur borizt þær fregnir, að striðshetjan Róbert Dole, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, hafi tekið á móti ólöglegum greiðslum frá bandarisku risafyrirtæki. Hvort það sé rétt, er enn ekki vitað, og eins liggur ekki fyrir, hvaða áhrif þessi ásökun kemur til með að hafa á kosningabaráttuna, sem nú stendur yfir. ÞESSAR ASAKANIR á hend- ur Róbert Doles komu fyrir al- menningssjónir I dagblaðinu viðlesna The New York Times i þessari viku. Það var árið 1973, að Dole átti að hafa tekið við 5-6 þúsund dollara greiðslu frá Claude C. Wild Jr. nokkr- um, er var starfsmaður risa- fyrirtækisins Gulf Oil. Wild, sem á árunum 1960-74 útdeildi 4 milljónum banda- riskra dollara til að styðja þá frambjóðendur, sem fyrirtæki hans valdi, vitnaði fyrir rann- sóknarnefnd i janúar sl., og kom þá fram, að Dole þáði þessa aura meðan á kosninga- baráttu hans stóð 1973. Þá barðist Dole fyrir endurkjöri sinu til öldungadeildar þings- ins, og mun aðstoðarmaður hans hafa tekið á móti þessum 5 til 6 þúsund dollurum. Blaðamenn The New York Times, sem hafa unnið að rannsókn þessa máls, töluðu við aðstoöarmanninn, en fengu ekkert út úr honum. Eins athuguðu þeir fjármála- skýrslur Doles og fór þar á sama veg. Þetta mál er raunverulega i tveimur liðum. Seinni ákæran hijóðar upp á 2 þúsund dollara gjöf, sem Dole átti að skipta milli þeirra frambjóðenda Repúblikana i kosningunum 1970, sem „ættu það skilið”. ÞAÐ ER ef til vill athyglis- verðast að sjá hvernig Dole svarar þessum ásökunum. Varðandi 2 þúsund dollar- ana 1970, þá hefur hann al- gjörlega neitað að hafa komið eitthvað nálægt þeim. En þess i stað hefur The New York Times bent á, að Wild segist hafa i sinum fórum þakkar- bréf frá einum frambjóðand- anum, þar sem Wild er þakkað fyrir peningagjöfina, sem frambjóðandinn fékk gegnum Dole. Dole segir, að þetta sé allt saman fáránlegt. „Hvers vegna hefði ég átt að standa i þessu. Ég var ekki I framboði og gegndi engum áhrifaemb- ættum innan flokksins i þá tið”. Þess ber að gæta, að sann- anirnar eru ákaflega veikar. í skýrslum Gulf Oil er aðeins nefnt Dole: Dole gefið til aö hann láti það ganga áfram”. Með öðrum orðum, segir Róbert Dole, Dole eða Dale, það er ekkert sagt um Bob Dole eöa Dole öldungardeild- arþingmann. SAMA ER upp á teningnum i hinu málinu. Dole hefur al- gjörlega hafnað þeim ásökun- um og segist hreinlega ekki skilja hvað vaki fyrir rann- sóknarnefndinni. Hann segist ekki einu sinni vita, hvort hann hafi verið kallaður fyrir sem vitni eða sakborningur. EF ÞESSAR ásakanir reynast vera réttar, er óhætt að segja, að framtið Doles sem stjórn- málamanns sé búin. Og það, sem meira er, ef þær sannast fyrir forsetakosningarnar i nóvember, er Gerald Ford og allur Repúblikanaflokkurinn búinn að vera. Almenningur i Bandarikjunum er ekki búinn að gleyma undirheimastarf- semi flokksins á dögum Nix- ons, en margir voru farnir að vona, að eftirmenn hans væru heiðarlegir. Ford er sennilega hafinn yfir alla gagnrýni, en nú er Dole kominn I alvarlega hættu. Lagalega séð er aðstaða hans einnig erfið. 1 fyrsta lagi er hann skyldugur til að til- kynna allar slikar peninga- greiðslur. 1 öðru lagi, ef hann hefur tekið við peningunum og ekki látið þá fara lengra, þá eru það skattalögin, sem hafa verið brotin. ANNARS ERU það skattarnir, sem virðast ætla að verða þeim Ford og Dole erfiður ljár i þúfu. Dole hefur nýlega á- sakað Carter fyrir að notfæra sér skattalögin til aðsleppayið tekjuskatt. Það virðist þó ekki hafa verið góður leikur hjá Dole, þvi upplýsingar sinar fékk hann hjá Carter sjálfum, en Carter og Mondale, vara- forsetaefni hans, hafa lagt fram allar upplýsingar um skatta sina siðustu fimm árin. Það hafa þeir Ford og Dole hins vegar ekki gert til þessa. SKOÐANAKANNANIR hafa sýnt, að fylgi Fords hefur auk- izt jafnt og þétt að undan- j| förnu. Þetta mútumál var al- s menningi á hinn bóginn ekki kunnugt um, þegar siðasta könnun var gerð. Það verður fróölegt að fylgjast með niður- stöðum kannananna, sem gerðar verða á næstunni. MÓL Ford forseti: Valdi hann ekki rétt?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.