Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. september 1976. TÍMINN 15 flokksstarfið Héraðsmót á Suðureyri Héraðsmót framsóknarmanna verður i félagsheimilinu á Suöureyri við Súgandafjörð laugardaginn 18. sept. og hefst kl. 21.00. Ræðumenn veröa Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra og Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. Töframaðurinn Baldur Brjánsson skemmtir. Hljómsveitin Mimósa leikur fyrir dansi. Nefndin. V_______________________________________________J Kanaríeyjar Munum geta boðið upp á Kanarieyjaferðir i vetur. Hafið samband við skrifstofuna Rauðar- árstig 18. Reykjavik simi 24480. íþróttir ® sterka trú á henni — en óneitan- lega væri gaman að brjóta hana á bak aftur. Þess má geta til gamans, að þessi hjátrú hefur verið nokkuð sterk undanfarin ár — hjá þeim leikmönnum, sem hafa lagt Vik- ing að velli, og einnig þeim leik- mönnum, sem mæta þeim liðum, sem hafa unnið Viking. Það má fastlega búast við þvi, að úrslitaleikurinn verði skemmtilegur og spennandi, eins og le'ikir Vals og Akraness hafa verið undanfarin ár. Valur og Akranes léku til úrslita I bikar- keppninni 1975, en þá tryggðu Valsmenn sér bikarinn (4:1) og komu I veg fyrir að Skagamenn ynnu þá bæði i 1. deildar- og bikarkeppninni. Aðeins einu félagi hefur tekizt að tryggja sér sigur i þessum tveimur stórmótum — KR-ingar urðu bæði tslands- og Bikar- meistarar 1961 og einnig 1963. Valsmenn geta leikið þetta eftir á morguná Laugardalsvellinum, ef þeim tekst að sigra Skagamenn. -SOS Sölusýning á vélprjóni Aðalfundur Vélprjónasambands Islands var haldinn að Hall- veigarstöðum sunnud. 5. sept. sl. Ákveðiö var að sölusýning Sambandsins verði að Hall- veigarstöðum 9. október. Þar verða á boðstólum vélprjónaöur fatnaður, sem unninn er á heimil- um þeirra húsmæðra er hafa prjónað sér til ánægju fyrir heimilisfólk sitt og kunningja. Þar sem þetta er fyrsta sölusýn- ing sambandsins mun hún aðeins vera þennan eina dag. í nýskipaðri stjórn eru: Form. Sigriður Norðkvist i Bolungavik og til vara Hólmfriður Gestsdóttir i Kópavogi. Ritari Erna Helga- dóttir i Kópavogi. Gjaldkeri Vig- dis Magnúsdóttir i Reykjavik og til vara Svanfriður Jónasdóttir i Reykjavik. Endurskoðandi Guð- ný Helgadóttir. Samningar við Pólverja og Tékka fromlengdir óbreyttir t viðskiptasamningum tslands við Tékkóslóvakiu og Pölland er gert ráðfyrir árlegum viðræðum um framkvæmd samninganna og önnur atriði, sem varða viðskipti landanna. Sikar viðræður fóru fram i Prag dagana 1.-3. septem- ber og I Varsjá 6.-8. september s.l. Fimm ára viðskiptasamningur viðTékkóslóvakiu áttiað renna út 30. september 1976, en ákveðið var að framlengja hann óbreyttan um eitt ár. Viðskiptin við bæði löndin hafa þróazt eðli- legaog farið vaxandi á þessu ári. 1 ár eru 30 ár siðan fyrstu viðskiptasamningar voru gerðir við þessi lönd og hafa viðskiptin haft verulega þýðingu fyrir Island, einkum vegna útflutnings á freðfiskflökum til Tékkósló- vakiu og fiskimjöli, saltsild og gærum til Póllands. Helztu niðurstöður viðræðn- anna voru skráðar i samþykktar fundargerðir, sem voru undirrit- aðar af formönnum nefndanna. Formaður islenzku nefndarinnar var Þórhallur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri, en nefndarmenn Sig- urður örn Einarsson, fulitrúi Seðlabankans,Andrés Þor- varðarson, fulltrúi Sambands isl- lenzkra samvinnufélaga, Arni Finnbjörnsson, fulltrúi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og fulltrúar Verzlunarráðs tslands voru Kristján G. Gislason i' við- ræðum við Tékka og Hjörtur Hjartarson I viðræðum við Pól- verja. , ^rkiasotnarar Frínr©rK-iu r=SS 5S:™-SS' ► Umsiog'n ^ ■ Upplag ^06 . 'iMirsUáUmótio v„.ffiVK»VKU„S Internationa* Kr. 497 24. ágóat __ 14. sept. 1976. -hs-Rvik. Þrjú fyrirtæki voru i gær heiðruð fyrir fallegustu sýningar- básana á sýningunni tslenzk föt ’76. Fyrirtækin, sem heiðruð voru, eru Iðnaðardeild Sambandsins, Karnabær og Gráfeldur. Meðfylgjandi myndir sýna hluta verðlaunabásanna og þegar Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, afhenti Birni Péturssyni, forstjóra Karnabæjar, og Agnari Fr. Svanbjörnssyni, framkvæmdastjóra Grá- feids, viðurkenningaskjöl. Timamynd: Róbert. FATAV£RKSMiOJAN KAflUVIANN / '"RA-nZHAH GRÁFELDUR il 4jm J t • jgw ■ {gsg i J Róðstefnur um hverja helgi á Höfn í Hornafirði SJ-Reykjavik. — Hér á Höfn er mikið aö gera þessa dagana og mikið um að vera, sagði Arni Stefánsson hótelstjóri i gær, — og veðrið er eins og bezt verður á kosið, sól og bliða. Bilgreina- sambandið er með 90-100 manna ráðstefnu á hótelinu nú um helg- ina, og verða ráðstefnur hér um hverja helgi út september. Mik- ið hefur verið að gera hér á hótelinu i allt sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.