Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 11. september 1976. — Engin staða laus fyrir Jóhannes Edvaldsson sjóanleg eftir leik Celtic gegn Clasgow Rangers Eins og hefur komið fram að undanförnu, er Jock Stein, hinn heimskunni f ramkvæmdastjóri Celtic að gera breytingar á liði sínu. Stein, sem hef ur verið langt f rá því að vera ánægð- ur með leik Celtic-liðsins að undanförnu, hef ur verið að þreif a fyrir sér með liðið. Hann keypti Pat Stanton frá Hibs og var það til þess, að Jóhannes Eðvaldsson var settur „út í kuld- ann." Eftir leik Celtic gegn Glasgow Rangers á laugardaginn var, getur reynzterf itt fyrir Jóhannes að ná sæti sínu í Celtic- liðinu á næstunni — hvað sem síðar verður. Jock Stein, hinn snjalli fram- kvæmdastjóri Celtic, hefur aörar hugmyndir um uppbyggingu liös, heldur en Sean Fallon, sem stjórnaöi Celticliöinu i forföllum Stein sl. keppnistimabil. Stein hefur nú sett þá Jóhannes og Aitken, sem léku saman I miö- varöastööunum undir lok sl. keppnistimabil út úr liöi sinu. Þegar Stein tók aftur viö Celtic i sumar, sá hann fljótlega aö hann þyrfti miöveröi, sem heföi hæfi- leika til aö byggja upp sóknarleik. Stein keypti hinn leikreynda Pat Stanton frá Hibs og tók Stanton stööu Jóhannesar, og siðan færöi Stein Roddy McDonald aftur á miöjuna, viö hliðina á Stanton. Celtic-liöiö, sem lék gegn Glasgow Rangers s.l. laugardag var skipaö þessum leikmönnum: 1: Peter Latchford, 2: Danny McGrain, 3: Andy Lynch 4: Pat McCluskey, 5: Roddy McDonald, 6: Pat Stanton, 7: Paul Wilson, 8: Kenny Dalglish, 9: Johnny Doyle, 10: Ronni Glavin og 11: Bobby Lennox. Eins og hefur komiö fram sýndi Celtic stórleik, og Rangers var heppið aö ná jafntefli á Parheadt — 2:2. Jock Stein sagöi eftir leik- inn i viðtali viö ,,The Scotsman”: — Ég þarf ekki aö vera áhyggju- fullur fyrir veturinn — ef liöiö heldur áfram aö leika, eins og gegn Rangers. Mike Aitken, ^antoh—julf th^playei lat Celtic needed Þessa fyrirsögn — Stanton er leikmaöurinn, sem Celtic hefur vantaö — mátti sjá I „The Scotsman” eftir leik Celtic gegn Rangers. iþróttafréttaritari blaösins, sem skrifaöi um leikinn, sagöi siöan: Stein haföi rétt fyrir sér, þvi aö þetta var bezti leikurinn, sem ég hef séö Celtic-liöið leika lengi. Stein hefur tekizt aö gera ótrú- lega hluti á stuttum tima — liöið var óþekkjanlegt frá þcim leikj- um, sem þaö lék i deildarbikar- Jóhannes hætt Fram... — Ég mun ekki veröa áfram þjátfari hjá Fram næsta sum- ar. sagöi Jóhanncs Atlason, þjálfari Fram-liösins i knatt- spyrnu, sem hefur þjálfaö liöiö þrjú sl. ár. — Ég hef ákveðiö aö þjálfa ekki sama lið þrjú ár i röö — og mun ég þvi láta af störfum hjá Frain, eftir Evrópuleikina, sagöi Jó- hanncs, sem er á förum til V- Þýzkalands, þar sem hann mun stunda nám i vetur i knattspyrnuþjálfaraskóla i nágrenni Köln. Tryggja Valsmenn sér einnig bikarinn? — eða reynist hjátrúin betur en raunhyggjan ★ Urslitaleikur Bikarkeppninnar fer fram á morgun á Laugardalsvellinum — Viö ætlum okkur aö vinna tvöfalt i ár, eöa bæöi 1. deildarkeppnina og bikarinn, sagöi fyrirliöi Valsliösins, Ingi Björn Albertsson, þegar Valur og Akranes efndu til blaðamannafundar, vegna úrslitaleiksins í Bikar- keppninni, sem fer fram á Laugardaisvellinum á morgun kl. 2. — Viö ætlum okkur aö koma I veg fyrir þaö — og tryggja okkur Skagamönnum bikarinn, sem okkur hefur svo lengi dreymt um. Viö höfum gert 7 tilraunir til aö vinna hann, en þaö hefur ekki tekizt. Nú leikum viö um hann þriöja áriö I röö, — allt er þá þrennt er. Þaö er kominn timi til aö bikarinn veröi okkar, sagöi Jón Gunnlaugsson, fyrir- liði Skagamanna. Skagamenn eru ákveönir i aö gefa ekkert eftir og þeir ætla sér að stöðva sigurgöngu Valsmanna og tryggja sér bikarinn eftirsótta i fyrsta skipti — þeir hafa leikið 7 sinnum áður til úrslita I Bikar- keppninni, en alltaf mátt þola tap. Annars er þaö svo einkennilegt, að lið sem hefur lagt Viking að velli I Bikarkeppninni á undan- förnumárum (7sinnumá 8árum, en eitt árið — 1971, varð Vikingur Bikarmeistari) hefur orðið bikar- meistari. Samkvæmt þessari reglu ættu Skagamenn að verða Bikarmeistari i ár. Nú er bara að vita, hvort reynist haldbetri raunvemleikinn éöa hjátrúin. En hvað segja fyrirliðar Vals og Akraness um hjátrúna: JÓN GUNNLAUGSSON, fyrir- liði Skagamanna: — Nei, ég hef enga trú á henni og ég held að al- mennt sé ekki hugsað um hana hjá okkur strákunum. INGI BJÖRN ALBERTSSON,, fyrirliði Vals: — Ég hef ekki Framhald á bls. 15 PAT STANTON... Paul YVilson og Ronnie Glavin sjást hér fagna marki gegn Rangers. keppninni. Celtic lék mjög vel gegn Rangers og sjá mátti takta, sem gamla góöa Celtic sýndi á gullaldarárunum. Aitken segir, aö maöurinn, sem er á bak viö þessa breytingu á leik liösins, sé tvimælalaust Pat Stanton, sem átti stórkostlegan leik — þetta er maðurinn, sem Celtic hefur vantað. Stanton geröi ekkert, sem hægt er aö setja út á — leikur hans var aigjörlega gallalaus. Sendingar hans, staö- setningar og áhrifamáttur hans, setti þann blæ á Celtic-liöiö, sem hefur ekki sézt síöan Billy McNeill fyrirliöi hætti. Celtic hef- ur nú leikmann, sem gefur leik- mönnum liösins sjálfstraust og kraft, en þaö hefur liöiö skort aö undanförnu — leikmenn liðsins geta tekiö framkomu og leik Stanton til fyrirmyndar, sagöi Aitkins i grein sinni I „The Scots- man”. Hann bætti siöan viö, aö Stant- on, sem hægter að llkja viö Franz Beckenbauer, heföi vakiö geysi- lega athygli hjá Orest Lenczvuk, aöstoöarþjálfara pólska liösins VVisla Crakow, mótherja Celtic I UEFA-bikarkeppni Evrópu. Lenczvk, sem var aö „njósna” um Celtic, sagöi þá Stanton, McDonald, McGrain og YVilson vera mjög athyglisverða leik- menn. Celtic mætir pólska liöinu á miövikudaginn kemur. Á þessu sést, aö þaö er geysileg barátta um sæti i Celtic-liöinu, og eins og stendur, þá er ekki pláss fyrir þá Jóhannes og Aitken, sem voru miöveröir liösins sl. keppn- istímabil. Jóhannes, sem er greinilega miklu þyngri núna, heldur en hann hefur veriö, tekur ekki stööu Stanton’s svo glatt, en Stanton, sem er nú undir smá- sjánni hjá YVillie Ormund, ein- valdi skozka landsliösins, heldur áfram aö leika, eins og hann geröi gegn Rangers. Stanton er mjög leikinn og sterkur leikmaöur, sem hefur verið maöurinn á bak viö velgengni Hibs undanfarin ár. Stanton má ekki leika meö Celt- ic gegn pólska liðinu I Evrópu- keppninni, og munu þeir Jóhann- es og Aitken berjast um stööu hans þá. — SOS Þróttarar mæta Þór í Kópavogi Þróttarar og Þór frá Akureyri berjast um lausa sætiö í 1. deild á grasvellinum i Kópavogi i dag kl. 2. Það er ekki aö efa, aö leikurinn verði mikill baráttuleikur, þar sem mikiö er i húfi fyrir liðin — sem leika um þaö, hvort þeirra veröur i 1. deild og hvort i 2. deild næsta keppnistimabil. Arsenal kaupir Howard Terry Neill, f r a m - kvæmdastjóri Arsenal snar- aöi 50 þús. pundunt á boröiö I gær o g keypti Newcastle- leikmanninn Pal Iloward, hinn unga og sterka miö- vörö New- castle-liösins. Þe tta eru mjög góö kaup hjá Neill, þar sem Arsenai hcfur illilega vantaö góöan miö- vörö viö hliðina á David O’Leary, hinum 17 ára stórefnilega Ira, sem lék sinn fyrsta landsleik meö írum gegn Engiendingum á YVembley á miövikudaginn. Leary átti þá stórleik. Ragnar tll Belgíu RAGNAR GISLASON, hinn bar- áttuglaöi bakvöröur úr Viking, cr nú farinn til Belgiu, þar sem hann ætlar aö dveljast fram að ára- mótum og freista gæf- unnar. Ragnar hef- ur áhuga á aö gerast leikmaöur meö bel- gísku liöi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.