Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 11. september 1976. í spegli tímans 15 milljónir króna — og hún fékk Goldie Hawn heitir bandarísk leikkona, sem mikiö er dáö bæöi i sinu heimalandi og viöa um heim. HUn er 30 ára, og hefur i nokkur ár veriö gift griskum leikstjóra, Gus Trikonis aö nafni. Hjónabandiö var fariö út um þúfur hjá þeim, og siöast- liöin þrjú ár höföu þau aöeins veriö hjón aö nafninu til. Nú vildi Goldie losna viö þennan eiginmann, þviaðhún haföihug á að gif ta sig aftur, og þaö I ein- um hvelli, þvi aö hún átti von á barni meö tilvonandi eigin- nýjan mann! manni sinum, og þau höföu mik- inn hug á að allt væri komiö I kring meö skilnáöinn og löglega giftingu þeirra áöur en barniö fæddist. Gus, fyrri maður henn- ar, setti upp dáleglega fúlgu fyrir aö flýta skilnaöinum, og varö Goldie aö greiöa honum um 15 millj. króna, auk margs úr þeirra búi, sem hann geröi kröfu i. — Égátti þó þetta allt sjálf, og hafði unniö fyrir þvi, sagöi Goldie Hawn. Ekki veit ég hvar þetta karlmannsstolt er, sem maður heyrir talað um! Doris Day segir hreinskilningslega frá Doris Day hin kunna banda- riska leikkona, var nýkomin frá Aspen úr sinni fyrstu skiðaferö. Hún var glaöleg og kát aö vanda og alveg nýtt blik var komiö 1 augu hennar. — Mér llö- ur vel á þessu æviskeiöi minu. Þaö er fyrst nú aö mér er frjálst aö gera þaö, sem mig langar til. Aö vera frjáls er þægileg til- finning. Ég var vön aö hugsa sem svo, aö ekkert lif væri án hjúskapar, og aö ég væri ó- sjálfbjarga ef ég ætti ekki eigin- mann. En eins og ég segi viö móöur mina og velviljaöa vini mina, sem ráöleggja mér aö hafa opin augun, hef ég þá til- finningu aö ég hafi veriö I hjóna- bandi allt mitt lif. Þrisvar sinn- um — I fyrsta skipti þegar ég var 17 ára. Ég var alltaf gift. Ekki svo aö skilja aö ég sakni ekki Martys. Auövitaö geri ég þaö. Og fyrst eftir aö ég missti hann var mjög erfitt. En ég hef jafnað mig mikiö og likar vel aö vera einhleyp. Mér likar vel aö taka eigin ákvaröanir, og ég held aö þaö geri mér gott ein- mitt nú. Þaö gefur mér sjálfs- traust. 011 árin sem viö Marty vorum saman, var þaö hann, sem tók ákvarðanirnar. Hann var sterkur persónuleiki. Hann stjórnaöi og ég var háö honum. Og allt I einu var hann ekki lengur hjá mér. Mér fannst ég vera eins og lltil telpa. En maö- ur styrkist og eflist aö kjarki. Þaö er margt sem veröur aö gera. Ég hef núna mikinn kraft, sem ég vissi ekki aö ég ætti til. Viö höfum hann öll, viö erum fædd með hann, og þegar viö þurfum á honum aö halda er hann til staðar. Og þvi fleiri vandamál, sem leysa þarf, þvi meira vex manni ásmegin. Og öll þau vandamál og áhyggjur sem ég hef þurft aö berjast viö siöustu sex árin — sú barátta hefur hjálpaö til aö þroska mig og styrkja. Konur ættu aö vera einstaklingar , ekki láta eigin- mennina gleypa sig meö húö og hári, láta segja sér, aö þeirra staöa sé á heimilinu viö aö þvo leirinn og gæta barna. Fyrir flestar konur er þaö ekki nóg. En þaö er samt skritiö, aö ég er gamaldags aö sumu leyti. Mér þykir gaman aö vinna húsverk, raöa húsgögnum, annast blóm og dýr. Þegar ég var litil telpa, var min eina ósk sú aö ná i rétta manninn til aö giftast og koma mér upp fjölskyldu. Ég haföi enga löngun til aö velja sjálf- stætt starf og svo hefur þaö allt- af veriö. En þaö er stórkostlegt aö geta gert eitthvaö sjálfur, vera listrænn, skapa eitthvað, vera hugmyndarikur. Fyrir kemur aö ég er einmana, en mjög sjaldan. Ég á marga góöa vini og svo er þaö sonur minn Terry, kona hans Melissa og dóttir þeirra Ursula, sem er á 4. ári. Þaö er yndislegt aö hafa aftur barn i fjölskyldunni. Og aö eiga fulloröinn son aö vini. Hann átti erfiöan tlma, þegar hann . missti pabba sinn. Viö höfum ' gengið I gegnum heilmargt saman. Viö geröum skyssur, en þegar á reynir, á Terry lika til styrk. Þaö sem hefur hjálpað Doris á erfiöum tlmum er glaölyndi hennar og jákvæö afstaða til lifsins. Og svo bætir hún viö — Ef mér er ætlaö aö giftast aftur, þarf ég ekki aö hafa fyrir þvi aö gá i kringum mig. Á réttum tima kemur réttur maöur. — En þangaö til nýtur hún þess, sem lifið býöur henni. A annarri myndinni er Doris Day meö syni og tengdadóttur. með morgunkaffinu DENNI DÆMALAUSI ,,Þaö er kominn leki aö fleyt- unni.” „Rólegur Jói, hún sekkur ekki.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.