Tíminn - 02.10.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 02.10.1976, Qupperneq 7
Laugardagur 2. október 1976 TiMlNN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur í< Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Aftkriftalf- < gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.L Brottrekstrarkrafa Þjóðviljans Það er engu likara en að nokkurs konar æði hafi gripið ritstjóra Þjóðviljans siðan skattamál Lúð- viks Jósepssonar komst á dagskrá. Ljósasta dæm- ið um þetta eru furðuskrif þeirra um húsakaup Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaðarráðherra og krafa þeirra til Geirs Hallgrimssonar um, að hann viki Halldóri úr ráðherraembætti sökum þeirra. Um þessa kröfu þeirra Þjóðviljamanna er það að segja, að hún leikur þá sjálfa grálegast, og svo aðra leiðtoga Alþýðubandalagsins. Það eru nú liðin um þrjú ár siðan Halldór E. Sigurðsson keypti umrætt hús af Álfélaginu. Þá sat vinstri stjórnin að völdum og var ráðherrum Alþýðubandalags- ins að sjálfsögðu vel kunnugt um þessi húsakaup. Ekki er kunnugt um, að þeir hafi þá hreyft neinum athugasemdum. Nokkru fyrir þingkosningarnar 1974 hóf Morgunblaðið að deila á þessi húsakaup. Halldór E. Sigurðsson gerði þá itarlega grein fyrir þeim og féllu árásir Mbl. niður eftir það. önnur blöð tóku þá ekkert undir þessar árásir. Alveg sér- staklega þagði Þjóðviljinn vandlega. Þó notaði hann flest tækifæri þá sem endranær til að deila á Framsóknarmenn. Eftir kosningarnar sátu þeir Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson sem fastast við hlið Halldórs E. Sigurðssonar i vinstri stjórninni og minntust siður en svo á húsakaup hans. En þetta er ekki öll sagan. Eftir að vinstri stjórnin féll og núverandi stjórn kom til valda, hefur álmálið svonefnda oft borið á góma á alþingi. M.a. á siðasta þingi, þegar til umræðu var nýr samningur um hækkun á þvi verði, sem Ál- bræðslan greiðir fyrir raforkuna. Talsmenn Alþýðubandalagsins létu þá verulega til sin taka og deildu á nýja samninginn. í þeim umræðum minntust þeir þó aldrei á Halldór E. Sigurðsson i sambandi við nýja samninginn eða húsakaup hans. Ástæðan var einfaldlega sú, að Vilborg Harðardóttir, Jónas Arnason, Lúðvik Jósepsson, Ragnar Arnalds og aðrir talsmenn Alþýðubanda- lagsins vissu vel, að Halldór E. Sigurðsson hafði ekkert nálægt þessum málum komið, þvi að samn- ingarnir hofðu verið á vegum iðnaðarráðherra og fulltrúa hans. Þessir talsmenn Alþýðubandalags- ins vissu vel, að húsakaup Halldórs E. Sigurðsson- ar höfðu engu breytt um afstöðu hans til Álfélags- ins og þvi var óeðlilegt að draga þau inn i umræð- urnar. Þetta vissu ritstjórar Þjóðviljans lika vel. í þau þrjú ár, sem eru liðin siðan umrædd húsakaup gerðust, hefur Þjóðviljinn ekki minnzt á þau einu orði fyrr en nú fyrir nokkrum dögum, eftir að blaðamaður hjá Dagblaðinu hafði rifjað upp meira en tveggja ára skrif Mbl. um húsakaupin, og skattamál Lúðviks var komið á dagskrá. Þá risa ritstjórar Þjóðviljans upp með þessum mikla bægslagangi og heimta Halldór E. Sigurðsson rek- inn úr embætti! Slikt uppþot tekur vitanlega enginn alvarlega, ekki einu sinni ritstjórar Þjóðviljans sjálfir. Þetta er hins vegar glögg visbending um það uppnám, sem skattamál Lúðviks Jósepssonar hefur valdið i herbúðum Alþýðubandalagsins. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT En þeir hafa litla trú á ráðstöfunum hans Frökkum Barre vel fellur í geð Barre og Chirac viö stjórnarskiptin HINN 22. f.m. flutti hinn nýi forsætisráöherra Frakklands, Raymond Barre, sjónvarpsá- varp, þar sem hann geröi grein fyrir ráöstöfunum, sem stjórn hans hyggst gera til aö ná taumhaldi á veröbólgunni á þessu ári og þvi næsta. Sam- kvæmt skoöanakönnun, sem Le Figaro lét gera skömmu siöar, geöjaöist meirihluta áhorfenda, eöa um 58%, vel aö honum persónulega og fannst hann traustvekjandi og jafn- vel minna á Pompidou, þegar hann var upp á sitt bezta. Hins vegar létu menn i ljós minni trú á fyrirhugaöar efnahags- aðgerðir hans. Um 55% þeirra, sem spurðir voru, efuöustum, aö hann heföi getu og aðstööu til aö reisa fjárhag Frakklands viö, og 54% töldu litlar likur á þvi, að fyrir- hugaöar efnahagsaögeröir hans myndu heppnast. RAYMOND BARRE tók viö stjórnartaumum i lok ágúst- mánaðar eftir aö Chirac, leiö- togi Gaullista, haföi beðizt lausnar. Um nokkurt skeiö hafði sá orðrómur veriö á kreiki, aö þeim Chirac for- sætisráöherra og Giscard for- seta kæmi oröiö illa saman. Báðir höföu miklar áhyggjur af veröbólgunni, sem var um 12% á ársgrundvelli, enda ýmsir efnahagssérfræðingar farnir aö tala um Frakkland sem álika f járhagslegan sjúkling og Bretland og ttaliu. Báöum var þeim Chirac og Giscard ljóst aö gripa þurfti til róttækra ráöstafana. Chirac vildi bregöast þannig viö, aö fljótlega yröi efnt tilþingkosn- inga, þvi aö ástandiö myndi halda áfram að versna og verða vatn á myllu vinstri flokkanna, ef kosningar drægjust til vorsins 1978, en kjörtimabilinu lýkur þá. Gis- card vildi hins vegar reyna aö gera ráöstafanir, sem gætu styrkt stjórnarflokkana i héraösstjornarkosningunum, sem fara fram næsta vor, og svo aftur i þingkosningunum 1978. Niöurstaöan varö þvi sú, að Chirac baöst lausnar, en Giscard fól Barre stjórnar- myndun. Barre er utanflokka- maður, en var náinn ráöu- nautur þeirra de Gaulle og Pompidou. Það þykir visbend- ing um, aö Giscard ætli sjálfur að ráöa mestu um stjórnar- stefnuna, aö hann fól utan- flokkamanni aö mynda stjórn- ina. Hin nýja stjórn er eins konar sambræöslustjórn manna úr Lýöveldisflokki Gis- cards, flokki Gaullista og þeim samtökum miöflokka- manna, sem styöja Giscard. Hlutur Gaullista er þó öllu minni en áöur. Reiknaö er meö, aö Gaullistar styöji stjórnina á þingi, en þeir munu sennilega veröa tregari I stuðningi en áöur. Þingflokk- Kaymond Barre ur þeirra er fjölmennastur. Alls eiga 490 þingmenn sæti á franska þinginu. Þar af eru Gaullistar 193, en aðrir stuön- ingsflokkaY st jórnarinnar hafa 120 þingmenn samanlagt. Raymond Barre er 52 ára gamall, fæddur 12. april 1924. Hann er fæddur og uppalinn á eynni La Reunion, þar sem faðir hans var embættismað- ur. Að loknu háskólanámi i Paris, þar sem hann lagði stund á lög, félagsfræöi og hagfræði, varö hann prófessor við háskólann I Caen i Nor- mandi, en siöar viö Sorbonne- háskólann. Hann skrifaði þá nokkrar bækur i kennslugrein- um sinum, sem hafa veriö mikiö notaöar síöan. A árun- um 1967-1973 var hann fulltrúi Frakka i stjórnarnefnd Efna- hagsbandalagsins. Hann er eindreginn stuöningsmaöur bandalagsins, en telur þó heppilegast, aö þaö fái aö þró- ast i áföngum. Þá hefur hann oft veriö gagnrýninn á fjár- málastefnu Bandarlkjanna. Hann varð fyrst ráöherra i janúar i ár, þegar hann tók viö ráöuneyti utanrikisviöskipta. HAFI menn átt von á, að Barre bæri fram efnahagstil- lögur, sem væru eitthvaö nýj- ar af nálinni, er ekki óeölilegt, þótt þeir hafi oröið fyrir von- 'brigöum.Þar er vissulega ekki að finna neitt nýtt, heldur safnað saman ýmsum hefö- bundnum úrræöum. Aöaltil- laga hans er verðstöðvun til áramóta, en siöan veröi stefnt að þvi, aö verölag hækki ekki meira en 6,5% á næsta ári. Laun eiga heldur ekki að mega hækka meira, þannig að kaupgeta láglaunastétta hald- ist óbreytt. Láglaunafólk á aö fá fullar dýrtiðarbætur, en fólk meö meöallaun hálfar bætur og hálaunamenn engar. Söluskattur á að lækka á ýms- um neyzluvörum, þó ekki matvörum, en tekjuskattur á að hækka á hærri tekjum. Þá verða skattar hækkaöir á ýmsum skemmtigreinum, sem aðeins hálaunamenn njóta, t.d. á skemmtisnekkj- um, einkaflugvélum, veiði- löndum, veöhlaupahestum, golfklúbbum o.s.frv. Skattar á bilum hækka. Þá munu sjúkratryggingar hækka. Þannig eru tillögur Barre eins konar samtiningur, en megin- hugsun er sú, aö stefnt veröi aö þvi aö stööva veröbólguna aöallega á kostnað þeirra, sem betur mega. Af hálfu kommúnista og vinstri manna hefur þegar veriö boöaö öflugt viönám gegn tillögunum, m.a. eins dags verkfall i mótmælaskyni. Þó fara Sósialdemókratar sér frekar hægt. Þeir standa nú bezt allra flokka i skoöana- könnunum og vilja ekki veikja aðstöðu sina fyrir he'raös- stjórnarkosningarnar næsta vor. Hættan getur veriö sú, aö þaö veröi vatn á myllu stjórnarinnar, ef hægt er aö kenna stjórnarandstöðunni um, aö aögerðirnar hafi mis- heppnazt vegna andstööu hennar. Bezt væri fyrir hana, aö þær misheppnuöust, án þess aö hægt væri aö kenna henni um. Þvi má búast viö, aö tefld veröi mikil og flókin skák á stjórnmálasviöi Frakk- lands næstu mánuöina. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.