Tíminn - 02.10.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.10.1976, Blaðsíða 16
w MM [ Laugardagur 2. október 1976 Auglýsingasími Tímans er LEIKFANGAHll Skólavörðustíg 10 - Sími 1-4 IFisher Price leikföng eru heimsjrteg Póstsendum% Brúöuhús Skólar Benzinstöðvar Sumarhús Flugstöðvar Bilar RAFDRIFIN BRÝNI 3rýning tekur aðeins 1—2 mínútur. StærA afleins 25x20x15 sm. EINNIG: 30 tegundir Victorinox hnifa — ryftfritt stál meo ' Nylon sköftum. Arni ólafsson & co. ¦ i 40088 28*40098 ___ Vinnu- hælið r Litla- hrauni Heimsóknirnar eru veiki Gsal-Reykjavik. — Okkur er það Ijóst, að hér er ýmsu ábótavantogsennilegagerirsérenginn betur Ijósten við sjálfir, að mörg vandamál eru hér fyrir hendi, sagði Helgi Gunnarsson, forstjóri vinnuhælisins á Litla- Hrauni, en stjórn vinnuhælisins boðaði f réttamenn á sinn f und í gær til þess að sýna þeim stof nunina. — Okkur vantar margt, einna tilfinnanlegast er þó vöntunin á sérstakri deild fyrir geöveika af- brotamenn, sagði Helgi. — Einnig vantar okkur einangrunarfang- elsi, en Litla-Hraun myndi teljast hálf-opið fangelsi. Þá vantar okk- ur ýmsa aðstöðu hér og tæki. Helgi Gunnarsson sagði að mikil fjölgun hefði orðið á geð- sjúkum afbrotamönnum á undan- förnum árum, og þvi væri brýnast að koma upp sérstakri deild fyrir þá. Undir þessi orð tók Frimann Sigurðsson, yfirfangavörður og sagði: — Sibrotamönnum fer mjög fjölgandi. betta eru sjúkir menn, sem ekki eiga hér heima. Þeir þurfa á mikilli samfélagslegri að- stoð að halda, sem enginn veitir, eins og málum er nú háttað. Hafsteinn Þorvaldsson, formaður stjórnar vinnuhælisins sagði að gallinn við Litla-Hraun væri eink- um sá, að þar ægði saman alls konar föngum. Hann bætti við, aö siðan byrjað var að greiða föngunum fyrir vinnu sina á sómasamlegan hátt, hefði ástandið á vinnuhælinu batnað stórlega, en ekki eru mörg ár sið- an það var tekið upp og i núgild- andi reglugerð fyrir vinnuhælið /'n.Bofto er klausa um það, að fangar eigi að fá i daglaun sem svari til launa verkamanns samkvæmt Dags- brúnartaxta i eina klukkustund! — Þetta fé dugði ekki einu sinni fyrir sigarettum, sagði Helgi Gunnarsson. — Hér eru allir skyldaðir til þess að vinna og að minum dómi er vinnan mikilvæg- ust hérna. Við höfum tekið hér upp akkorð á félagslegum grund- velli, þannig að hver fangi ýti á annan. Með þessu fyrirkomulagi hafa þeir komizt upp i 1200 króna dagkaup. Skuldi þessir menn t.d. barnsmeðlög er það tekið af kaupinu, og einnig hvetjum við þá til þess að styrkja fjölskyldu sina fjárhagslega og við vinnum sameiginlega að þvi, að láta þá borga upp I það tjón,.sem þeir hafa valdið. Augljóst er þó, að ekki má ganga of harkalega eftir þeirra fé, þvi það hefur sýnt sig að það hefur niðurdrepandi áhrif. Hér gildir að rata meðalveginn, eins og annars staðar. Fangar á Litla-Hrauni vinna við steypuvinnu, þar sem gerðar eru annars vegar gangstéttar- punkt- urinn hellur og hins vegar netasteinar, og i þessu sambandi má geta þess, að Færeyingar keyptu ný- lega tuttugu þúsund netasteina. Ennfremur vinna fangar við ;að splæsa netasteinshanka, hnýta spyrðubönd og annað þess háttar. Þá ber að auki að geta þess, að þeir eru einnig I ýmiss konar handavinnu, þar sem þeir smiða sér húsgögn, vinna i leir og smelti, og sauma út. — Þó að þessir menn séu af- brotamenn má ekki dæma þá of hart, þvi margir þeirra eru miklu fremur ógæfumenn. Ég hef orðið var við það að refsigleðin er miklu rikari hjá tslendingum en öðrum þjóðum. Flestir þessara manna eiga það sameiginlegt að þeir eru litt menntaðir, og um 80- 85% þeirra eru annað hvort alkó- hólistar eða fikniefnaneytendur, sagði Helgi Gunnarsson. Forstjórinn var inntur eftir þvi, 3 hvort einhver brögö væru að þvi, að fangarnir kæmust i áfengi. — Nei, s.l. þrjú ár hefur slikt aldrei komið fyrir. öðru máli gegnir um pillurnar, þvi það er ákaflega erfitt að koma i veg fyrir að þær berist inn, þrátt fyrir að leitað sé á öllum gestum, sem hingað koma. Ég spurði kollega minn i Sviþjóð að þvi hvort hann ætti við sama vandamál að striða, en það fangelsi rúmar 600 fanga, en þetta 50. Hann sagði, að svo væri, og bætti við að fangarnir hjá sér reyktu hass á virkum dögum, en marijuana á sunnudögum!! HBHBHBHH Helgi Gunnarsson forstjóri sagði, að heimsóknirnar væri veiki punktur fangelsisins, en heimsóknir til fanga eru leyfðar á sunnudögum og öðrum helgidög- um frá kl. 11-18. — Við gerum okkur ljóst, að þessar heimsóknir eru mikils virði fyrir fangana og við leggjum áherzlu á það, að þeir míssi ekki samband við fólkið sitt. Þó verður það að segjast eins og það er, að þetta eru okkar verstu dagar, þvi leit á gestum og föngum eftir heimsóknir skapar ætið taugaspennu. Framhald á bls. 15 Fangar á Litla-Hrauni: Þrír mánuðir bærilegir en svo koma leiðindin Mörg hagleiksverk hafa fangarn- ir á Litla-Hrauni búið til. Gsal-Reykjavík. — Við getum aíls ekki sagt að að- búnaðurinn hér sé slæmur, en þetta er hins vegar ó- sköp tilbreytingarlaust líf, sögðu nokkkrir fangar, sem Tíminn ræddi við á Litla-Hrauni í gær. Séð inn i einn klefann i Litla-Hrauni. Tlmamyndir: G.E. Fangarnirkváðustsætta sig við vistina, og sögðu að ýmislegt væri gert til þess að gera hana sem bærilegasta. — A daginn erum við að vinna og á kvöldin sitjum við og horfum á sjónvarpið, eða spil- um og teflum, sagði einn þeirra. Um þá staðreynd, að deyfilyf bærust til þeirra með gestum, sögðu þeir, að engin leið væri aö stöðva það eða koma algjörlega i veg fyrir það. A einum stað i fangelsinu sátu þrir fangar og voru tveir þeirra með hljóðfæri i höndum, annar með kassagitar og hinn með bassa. — Þegar við losnum út stofnum við hljómsveit og öflum peninga, sagði einn þeirra og brosti. Hann sagði nokkru siðar um veruna á Litla-Hrauni: — Það getur verið ágætt að vera hér ef vistin er ekki lengri en þrir mánuðir upp úr þvi er þetta leiðinlegt. Ég hef sjálfur verið hér i 6 mánuði, af 10 mánuðum, sem mér ber að vera hér. Enn einn fangi, sem við rædd- um við, sagði að það gæti verið á- gætis afslöppun i þvi ab dvelja á „Hrauninu" i smá tima. Þessi maður kom þangað fyrir örfáum dögum. Við inntum nokkra fanganna eftir þvi hvernig samkomulagið væri á milli þeirra og voru þeir sammála um að það væri gott, — Að visu ber mikið á þvi að við fangarnir hópum okkur nokkrir saman, en það gerist ekki oft, að upp komi deilur, og ef það gerist, er það yfirleitt út af smámunum og leysist fljótlega, sagði einn þeirra. PAUI OG PESI — Nú er Alþýðublaðið \^~^ loksins á uppleið — >\ \ ^ \ — Ha?Afhverjuheldurðu ~=*JA /í^ ]það? - vV> t^^j i— Nu' Þelr eru komnir r~^S "~*\ ^j // /með nógu marga áskríf- > I •. I f" '------ endur til að auglýsa \4 i ^s^) /v /L-skvartanasIma. — [ ^#/^>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.