Tíminn - 02.10.1976, Blaðsíða 6
TÍMINN
Laugardagur 2. október 1976
Halldór E. Sigurðsson, ráðherra:
Haltdór E. Sigurðsson
UM INTELSAT
Svar við „opnu bréfi til samgönguráðherra"
frá Elíasi Davfössyni, kerfisfræðingi, sem
birtist í AAorgunblaðinu 17. september sl.
^^^
Nær allar spurningar Eliasar
t'jalla um alþjóöastofnun fjar-
skipta um gervihnetti, Intelsat.
Nuverandi rekstursform Int-
elsat tók gildi 12. febrúar 1973,
en starfsemi stofnunarinnar
hófst 1964 irieö 19 þátttökulönd-
um, nú eru þátttökulöndin 93.
Island undirritaöi samninginn
um Intelsat 14. febrúar 1972 og
var hann fullgiltur af Alþingi
meo þingsályktun 27. janúar
1975. Alrangter aö nokkur leynd
sé yfir þessum upplýsingum og
sést þao bezt á þvi aö allur
samningurinn um Intelsat er
birtur i Stjórnartiöindum bæöi á
islenzku og ensku og þar að-
gengilegur fyrir alla, sem hafa
áhuga á honum. Eignarhluti ts-
lands i Intelsat er 0.05% og er
þao minnsti hluti, sem hægt er
ao eiga.
Upphaf samningsins um
Intelsat er: „Aðilar samnings
þessa hafa i huga meginreglu
áh/ktunar 1721 XVI. allsherj-
arþings Sameinuðu þjóöanna
um, að svo fljott sem veröa
megi skuli komið á f jarskiptum
um gervihnetti milli þjóoa
heims á alþjóðlegum grundvelli
án mismununar".
Hlutverk Intelsat er ao setja
upp og reka gervihnetti til f jar-
skipta og leigir stofnunin út af-
not þeirra. Eignarhlutföll i
Intelsat eru aöallega miðuö við
notkun aðildarlandanna á
gervihnöttunum. Bandarikin
eru stærsti eigandi og notandi
Intelsat meö tæp 30% en sú hlut-
deild fer minnkandi með vax-
andi notkun og þar með vaxandi
eignaraðild annarra rikja.
Comsat (Communications
Satillite Corporation) er undir-
ritunaraðili Bandarikjanna og
framkvæmda- og rekstursverk-
taki fyrir Intelsat til ársins 1979.
Allar meiriháttar framkvæmdir
undir stjórn Comsat skulu
samþykkjast af ráðinu og fram-
kvæmdastjóra Intelsat. A þessu
timabili stjórnar Comsat hönn-
un, byggingu og uppsetningu
gervihnatta. Comsat fyrirtækið
var upprunalega stofnað að til-
hlutan Bandarikjastjórnar i
þeim tilgangi að annast gervi-
hnattfjarskipti fyrir Bandarlk-
in.
Æðsta stjórn Intelsat er þing
hluthafanna (rikjanna), sem
haldið er á tveggja ára fresti.
Þar næst kemur þing undirrit-
unaraðila, sem haldið er árlega.
Eftirlit með framkvæmdastjórn
.Intelsat er i höndum ráðs 25
fulltrúa undirritunaraðila, en
það heldur fundi oft á ári. Norð-
urlöndin standa saman að ein-
um fulltrúa i ráðinu. Núverandi
forseti ráðsins er með eignar-
umboð fyrir Bretland og Irland.
Framkvæmdastjóri Intelsat er
útnefndur af ráðinu og er ráðn-
ing hans háð samþykki þings
hluthafanna.
Svör við þeim spurningum
Eliasar, sem ekki hefur verið
svarað hér að framan eru þessi:
Spurning 4.
Engin samskipti hafa verið
milli Intelsat og starfsmanna
pdsts og sima enda gerir samn-
ingur Intelsat ekki ráð fyrir
sliku.
Spurning 5.
Póstur og simi mun senda út
almennt útboð um byggingu
jarðstöðvar þegar endanleg
heimild liggur fyrir þar að lut-
andi og hefur þeim aðilum, sem
sýnt haf a áhuga á að selja jarð-
stöð hingað vtrið tilkynnt það.
Spurning 7.
Intelsat getur varla beitt
neinni einokunaraðstöðu, þar
sem mikil samkeppni rikir um
fjarskipti um gervihnetti og út-
hafssæsima. Allar þjdðir greiða
Intelsat sömu gjöld fyrir sams
konar notkun hvar sem er i
heiminum.
Spurning 8.
Intelsat hefur engin umráð
yfir þeim töxtum, sem aðildar-
rikin taka fyrir fjarskiptaþjón-
ustu. Leigugreiðslur aöildar-
rikjanna til Intelsat fyrir sjálf
gervihnattasamböndin hafa
lækkað ár frá ári þrátt fyrir
vaxandi dýrtið og spáir Intelsat
þvi að leigurnar haldi áfram að
lækka.
Spurning 9
Intelsat leggur aðeins til rásir
i gervihnöttum til flutnings á
fjarskiptum en hefur alls engin
Itök I fjarskiptunum sjálfum og
er þvi fráleitt að halda að stofn-
unin fari að sölsa undir sig
frettamiðlun, gagnabanka o.fl.
hjá aðildarrikjunum.
Prentarar mótmæla
lokun mjólkurbúða
— Neytendasamtökin gagnrýna
framkvæmdina
Timanum hefur borizt ályktun
frá Hinu islenzka prentarafélagi,
þar sem lýst er fullum stuðningi
við aðgerðir ASB-nefndar gegn
lokun mjólkurbúða Mjólkursam-
sölunnar.
Segir I ályktun prentara, að af
lokun leiði það, að fjölda borgar-
bua verði gert erfiðara um vik að
ná til mjólkursölu og einnig leiði
lokunin til atvinnuleysis.
Þá hafa Neytendasamtökin
itrekað, að lokun allra mjólkur-
búða I senn, sé I dsamræmi við
vilja samtakanna.
Aðalfundur kirkjunnar í
Hólastifti
KS-Akureyri —17. aðalfundur
kirkjunnar i Hólastifti, verður
haldinn á Hofsósi dagana 2. og 3.
október næstkomandi og hefst I
barna- og unglingaskóla staðar-
ins kl. 3 siðdegis á laugardag. A
laugardagskvöld verður almenn
samkoma I Hofsóskirkju. Þar
flytur erindi séra Kristján Valur
Ingólfsson preslur á Raufarhöfn
og fjallar það um æskulýðsstarf
kirkjunnar á Norðurlandi.Stlna
Gísladóttir aðstoðaræskulýðsfull-
trúi flytur hugvekju og Haukur
Björnsson frá Bæ syngur einsöng
við undirleik Ingimars Pálssonar
kennara og organista á Hólum.
Þá flytur erindi séra Jón
Einarsson i Saurbæ, og staðar-
prestur, séra SigurpáJl óskars-
'son, og séra Bolli Gústafsson
form. ÆSK. annast helgistund.
A sunnudag verður fundi fram
haldið og honum lýkur eftir há-
degi með messum I Hofsóskirkju,
Fellskirkju, og I Barðskirkju i
Fljótum. Æskulýðsfulltrúi
þjóðkirkjunnar, séra Þorvaldur
Karl Helgason mun prédika við
guðsþjónusta á Hofsó'si. Full-
trúar víðs vegar af á Norðurlandi
munu sækja fundinn.
Skákbók fyrir
byrjendur
FJ-Reykjavik. Tlmaritið Skák
hefur gefið út Skákkverið fyrir
byrjendur eftir þá Júrl Averbak
og Mikael Beilin I þýðingu Braga
Halldórssonar, Braga Kristjáns-
sonar og Ragnars Þ. Ragnarsson-
ar.
í formála segir Guðmundur
Arnlaugsson, rektor, m.a.: —
Mér sýnist valið á þessari litlu
kennslubók hafa tekizt ljómandi
vel, hún er ljós og einföld að
framsetningu og hefur að geyma
furðu mikið efni. fcg held, að hver
meðalgreindur unglingur geti
lært að tefla af henni án annarrar
tilsagnar, og mér sýnist hún
þannig úr garði gerð, að ýmsir
myndu eiga örðugt með að sllta
sig frá henni fyrr en lokiö er.
Margt I bókinni þarf raunar að
fhuga aftur og aftur unz lesandinn
hefur náð valdi á þvi. En sá, sem
hefur efni þessa litla kvers sæmi-
lega á valdi slnu, er orðinn þokka-
legasti skákmaður, ef ekki meir.
Álafoss:
Ný garntegund
„Tröll-lopí"
A sýningunni islenzk Föt '76
kynnti Alafoss h/f nýja garn-
tegund, er hlotið hefur nafnið
„TröU Lopi".
Eins og nafnið bendir til, er
hér um ullargarn af lopa-ætt-
inni að ræða, en all verulega
grófara en þær lopa tegundir,
sem hafa verið á markaðnum
hingað til, segir I frétt frá Ala-
fossi.
Hefur garn þetta þegar
verið kynnt á erlendum
mörkuðum, og hlotið góðar
viðtökur. Aður en garnið var
sett á markaðinn var efnt til
verðlaunasamkeppni um nafn
á þvi, og eins og áður segir var
nafnið Tröll Lopi valið. Atta
aðilar voru með tillögur um
þetta nafn, og fór verölauna-
afhending fram i sýningarbás
Alafoss h/f I Laugardalshöll-
inni s.l. laugardag.
Pétur Eiriksson forstjóri og
Magnús Pétursson sölustjóri
við afhendingu verðlauna
fyrir nafngiftina „Tröll lopi",
en það er nafn, sem ný garn-
tegund, er Alafoss h/f hefur
hafið framleiðslu á, hefur
hlotið.
Jafnframt þvi að kynna nýja
garntegund á sýningunni
Islenzk Föt '76, þá komu Uthjá
Alafossi h/f sextán nýjar
prjónauppskriftir fyrir hinar
ýmsu garntegundir, er fyrir-
tækið framleiðir.
Alafoss h/f hefur á undan-
förnum árum gefið út á annað
hundrað sllkar uppskriftir,
og er þeim dreift bæði á inn-
lendum og erlendum mörk-
uðum.
Auglýsið í Tímanum