Tíminn - 02.10.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. október 1976
TÍMINN
WEISSAUER OPNAR SYNINGU I VINNUSTOFU GUÐMUNDAR
JG.RVK. Hinn góökunni þýzki
myndfistarmaður Rudolf
Weissauer er kominn hingao til
lands og hefur opnaö sýningu I
vinnustofu Guömundar Árna-
sonar aö Bergstaoastræti 15.
Þar sýnir hann grafikmyndir og
vatnslitamyndir, flestar nýjar,
geröar á seinasta ári.
Viö hittum listamanninn aö
máli sem snöggvast i gœr og
haföi hann þetta aö segja:
— Þaö má segja aö ég komi til
Islands i mörgum erindum. Ég
er meö sýningu og ráðgert er
að ég haldi námskeið i grafik i
Myndlistar- og handiöa-
skólanum, eins og ég gerði i
fyrra. Onnur erindi eru aö
draga andann og hitta kunn-
ingjana aftur eftir marga mán-
uði.
— Ég hefi mest veriö I Suöur-
-Þýzkalandi I sumar, einnig i
Parls og I Frakklandi, en þar
voru miklir hitar og þvl mikill
munur að koma hingað til lands
I þetta tæra og hreina loft.
— Ég kemur heldur fyrr en
venjulega þetta áriö, ber þar
margt til. Þaðer gaman að vera
I Reykjavfk á haustin og sjá all-
ar þessar sýningar, sem þá eru
á boðstólum og svo lika að sjá
landið I haustskrúða.
Eru framfarir i grafik
núna á tslandi?
— Það má hiklaust fullyrða.
Þið eigiðdalltið af færu dugandi
fólki, sem helgar sig einvörö-
ungu grafiskum myndum og
fyrr eða slðar mun grafikin
þykja eins sjálfsögö og oliu-
málverkið er I dag.
— Hversu lengi munt
þú dvelja hér á landi að
þessu sinni?
— Ég geri ráð fyrir aö halda
aftur utan um jól, eða seinast á
árinu. Annars er allt óráðið með
þaö I bili, sgði Rudolf Weissauer
að lokum.
Gísli Kristjánsson:
I hvert skipti, sem verðlag á
búvöru hækkar, heyrast rama-
kvein frá þeim, sem stunda
aðrar atvinnugreinar en
búvöruframleiðslu. Auðvitað er
það raunasaga, að allt færist til
svo hraörar hækkunar i verðlagi
sem raun ber vitni. Þannig er
krónan stöðugt minnkandi.
Þegar mjólk og kjötvörur
hækkuðu nú i september,
heyrðust hljóð úr mörgum
hornum, og mörg orö voru
skröfuð og skrifuð af þvi tilefni,
enda þótt hækkunin næmi
aðeins 7-9%, misjafnt eftir
einstökum vörutegundum. En
hvernig getur framleiðandinn
staðið viö að framleiða fyrir
sama, eöa álika, verð og gerzt
hefur, þegar tilbúinn áburður
hækkar i allt að 50%, svo sem
gerðist s.l. vor? Þetta er aö vlsu-
á aðeins einum lið útgjalda-
hliðar rekstursreiknings, en á
öllum öðrum liðum er einnig
hækkun. Og varla getur nokkur
með sanngirni ætlazt til, að
kaup bóndans standi - i - stað,
þegar allir aðrir hafa fengið
kaup sitt hækkað.
Nú er það svo, að i verðlags-
grundvelli búvöru er alltaf
reiknað með meðaltals eftir-
tekju bóndans. Þar sem eftir-
tekjan nær ekki meðallagi,
hlýtur hlutur hans að skerðast
að sama skapi, og með hækk-
andi verðlagi rekstrarvöru og
kauplags verður rýrnandi
hlutur bóndans þeim mun
þyngri á efnahagsvoginni,
þégar misæri gerist á einhverja
lund.
Votviðrin um Suður- og
Vesturland tvö siðastliðin
sumur eru áþreifanieg dæmi
þessu til sönnunar. Frostnætur i
fyrrasumar og stormskemmdir
á liðnu sumri ollu stórfelldum
hnekki á uppskeru kartaflna i
Þykkvabæ og viðar, meira að
segja ollu ofþurrkar i kring um
Eyjafjöröá nýliðnu sumri veru-
legum hnekki á kartöfluupp-
skeru þess svæðis, þvi að vatns-
leysi var tilfinnanlegt á ýmsum
stöðum til heimilisnota og
Verðlagsmál
þaðan af siður nokkur dropi til
að vökva malargarða eða sól-
sviðnar brekkur kartöfluakra.
Þannig verður bóndinn — fram-
leiðandi hráefnis I mikilvæg
fæðuföng þjóðarinnar — að sæta
og sætta sig við rýrari kjör en i
meðallagi, þegar veðurfar er
honum óhagstætt. A sama tima
hækkar kaup þeirra, sem vinna
á mjólkurvinnslustöðvunum,
sláturhúsunum og i verzlunar-
stéttinni, þar sem dreifing
vörunnar fer fram, en þessir
liðir eru að sjálfsögðu samverk-
andi til að gera hverja einingu
dýrari til neytenda, jafnvel þó
aðbóndinn beri minna úr býtum
nú en i fyrra. Þrátt fyrir 7-9%
hækkun búvöru á almennum
markaði, eru nokkrar eða
miklar likur til, að hlutur bónd-
ans, þ.e. kaup hans, miði til
lækkunar en ekki hækkunar á
þessu ári. Þessa mættu þeir
minnast, sem f jargviðrast mest
út af hækkandi verðlagi á
búvöru bændanna.
Niðurgreiðslur
Um áraraðir hefur það veriö
svo, að neyzluvörur hafa verið
ódýrari á almennum markaði
en raunvirði þeirra nemur,
miðað við eiginlegan fram-
leiðslu- vinnslu- og dreifingar-
kostnað.
Mismunurinn hefur verið
jafnaður með niöurgreiðslum,
sem stjórnmálamennirnir hafa
orðið á eittsáttir um að ákveða.
Þessar ráðstafanir hafa þótt
handhægur hemill á þau fyrir-
bæri, sem frá einum tima til
annars hreyfast I kaupgjalds-
baráttunni. Með niðurgreiðslum
hefur verðlagi á vissum vörum
Hér eiga Akur-
eyringar margar
ánægjustundir
verið haldið niðri.
Þetta þykir gott og blessað, að
vissu marki, en endanlega híýt-.
ur það að koma niður á ein-
hverjum sviðum sem annmarki.
Sá annmarki gerir sln áþreif an-
lega vart i hækkandi opinberum
gjöldum, er innheimta þarf af
þegnum þjóðfélagsins tilþess að
jafna gjaldapóstana, sem niður-
greiðslurnar skapa.
Þetta fyrirbæri er svo sem
ekki aðeins gildandi hér á landi.
Hér hefur það bara gerzt á
leiðinni frá framleiðanda til
útsölustaðar. Með öðrum
þjóðum hefur stuðningur við
framleiðsluna verið algeng-
astur og þannig hefur hráefnis-
framleiðslan verið gerð miklu
kostnaðarminni en annars
mundi verið hafa.
Hitt er lika til, að aðeins
vissar vörutegundir hljóta
fyrirgreiðslu i formi
verðlækkunar. Þetta getur haft
sin áhrif langt út fyrir landa-
mæri þeirrar þjóöar, sem nýtur
aðstoðar eigin rikis til kaupa á
ódýrri neyzluvöru. Dæmi þess
gerðist þann 8. september s.l.
þegar Norðmenn juku niður-
greiðslu lambakjöts um 2,58
krónur norskar pr. kg. i heild-
sölu, eða um 85 islenzkar krónur
með gildandi gengi. Auðvitað
leiðir þetta til þess, að islenzka
kjötið, sem selt verður á norsk-
um markaði af framleiðslu
ársins, hlýtur að lækka sem
þessu nemur, en varla er við þvi
að búast, að norsk stjórnvöld
hlutist til um að greiða meira
fyrir islenzkt kjöt en innlenda
framleiðslu.
A hinn bóginn má um leiö geta
þess,aðum áraraðirhöfumvið i
reyndinni fengið ódýrara kraft-
fóður frá útlöndum en raunvirði
er, eða hefur verið á heims-
markaði, en það hefur gerzt
með þvi, að opinber aðstoð
hefur viðgengizt til þess að
lækka framleiðsluverð fóður-
korns. Um áraröð nutu korn-
vöruframleiðendur umfangs-
mikils stuðnings hins opinbera i
Bandarikjum Amerlku, er gerði
það að verkum, að umrædd
framleiösla var seld langt undir
raunverulegu kostnaðarverði.
Misræmi milli landa hefur
þannigmargsinnis truflað ýmsa
aðila i mati á framleiðslu-
kostnaði ákveðinnar vöru, i
samanburði frá landi til lands.
Smjör eða smjörliki
Allmörg undanfarin ár hefur
frá ýmsum hliðum verið uppi
orðrómur (og fræösla??) um
gildi einstakra fitutegunda i
fæðu fólks, eða réttara aö segja,
hættur samfara þvi að neyta
fitu. Vissir aðilar hafa tekið svo
djupt i árinni að segja, að
smjörfita sé stórhættuleg, en
þær fitusýrur, sem i smjörllki
eru, beri að taka fram yfir
hinar, sem i smjörfitu finnast.
Fyrir nokkrum árum færði ég
á vettvang i Frey andmæli gegn
þeirri fásinnu, að smjör eöa
mjólkurfita væri i þessu sam-
bandi varasamari næring en
fitan i smjörlikinu. Hafði ég þar
að stuðningi hlutlægar rann-
sóknir ýmissa aðiia, sem fengizt
höfðu við lifeðlistilraunir og
kannanir i sambandi við
lifeðlisfræðileg fyrirbæri viö
fóðrun svina, svo og athuganir á
næringu manna, nærðra af
ýmsum fæðuefnum úr riki jurta
og dýra. Um þau efni ritaði ég
nokkrar greinar i FREY og
tjáði þeirra reynslu, enda hafði
ég þá um áraröð eftir megni
numið og kynnt mér skyldar
greinar i llfefnafræði og lifeölis-
fræði.
í húsmæðrafræðslu hérlendis
og vlðar hef ég siðan, og enn,
orðið þess áskynja, að ýmis
viðhorf á þessum sviðum eru
uppi, og enn eru til aðilar, sem
um þessi mál fjalla sitt á hvað,
en stööugt eru tilraunir gerðar
erlendis á mönnum og skepnum
til þess, að ljós verði sem bezt
áhrif hinna einstöku fitusýra i
næringunni.
Hið siðasta og nýjasta, sem ég
hef orðið áskynja I þessum
efnum, er yfirlýsing frá fjorum
sérfræðingum, sem starfa við
háskólann og Rikisspitalann i
Kaupmannahöfn. Prófessor-
arnir hafa skrifað viðamikla
grein i „Ugeskrift for læger",
þar sem þeir andmæla kröftug-
lega áróðri þeim, sem i Dan-
mörku og viöar, hefur verið
uppi haföur gegn smjörneyzlu,
og þeir staðhæfa i fleiri liðum,
að eigi nokkur fita i næringu
fólksins andróður skilið, sé það
smjörlfkið, einmitt af þvi, að i
þvi séu óhollari fitusýrur en i
smjörinu. Benda þeir meðal
annars á þá staðreynd, aö
erukasýraniraspoliu, sem i rik-
um mæli er jafnan i smjörliki,
valdi sannanlega vefjarýrnun
og fituþjöppun i vefjum til-
raunadýra. Að þessari reynslu
fenginni hafa ýmsir horfiö frá
notkun umræddrar fitu, en þeir
spyrja svo: En þvi I ósköpunum
að hvetja til notkunar fituefna
héðan og þaðan fremur en að
neyta þeirrar fitu, sem kemur
beint úr áýrarlkinu, svo sem er
meö mjólkurfitu? Þannig
spyrja þeir.. 1 grein sinni til-
greina þeir sérstaklega brezkar
rannsóknir, sem sannað hafa,
að hert fita i smjörliki hafi vald-
ið æðaþrengslum, og dauðsföll-
um af þeim sökum, en hliðstætt
séekki hægt að segja um smjör-
fitu.
Smábatahófnin við slipp-
stöðina á Akureyri. Hér eiga
margir, jafnt ungir sem aldn-
ir, margar ánægjustundir við
að dytta að og lagf æra báta og
veiðarfæri, svo að ekki sé
minnzt ú, þegar gott er í sjóinn
og hægt að fara út á Eyjafiörð
á skak. Flestir þessara báta
eru I eigu sportveiðimanna. en
þó eru nokkrir eldir rhenn,
sem stunda reglulega veiðar
frá vori til hausts. í baksýn
sjást verbúðir. — Tímamynd:
K.S.