Tíminn - 02.10.1976, Síða 8

Tíminn - 02.10.1976, Síða 8
8 TÍMINN Laugardagur 2. október 1976 r Samkomuhúsiö á Akureyri, var eitt glæsilegasta hús bæjarins á sfnum tfma. Nú er þaö oröiö aldiö aö árum og fullnægir ekki kröfum nútfmans nema aö takmörkuöu leyti. í Samkomuhúsinu hefur Leikfélag Akureyrar alla sina starfsemi, jafnt viö æfingar sem sýningar. Leikfélag Akureyrar stefnir að blómlegri vetrarstarfsemi KS-Akureyri- Starfsár Leikfélags Akureyrar höfst 1. september. Þá var byrjaö á undirbúningi vetrar- starfsins, og nú standa yfir æf- ingar á leikritinu Karlinum i kassanum. Er fyrirhugaö, aö sýningar á leikritinu hefjist um miöjan október. Aö sögn Eyvindar Erlends- sonar, framkvæmdastjóra leikfé- lagsins, er áætlaö aö taka fyrir á þessu leikári a.m.k. fimm verk- Sigurveig Jónsdóttir, skrifar nokkurs konar stundaskrá fyrir leikfélagiö, og er þaö ætiö verkefni. Hér fær Aöalsteinn Bergdal hjálp frá Eyvindi viö aö koma á sig hárkollunni. efni, og eins og fyrr sagði, veröur þaö fyrsta Karlinn i kassanum, sem er skopleikur i þrem þáttum eftir Arnold og Bach, og þýtt af Emil Thoroddsen. Leikarar i þvi verki veröa 13. Af öörum leikrit- um, sem fyrirhugaö er aö setja á svið á leikarinu, má fyrst telja Sabinu,eftir Hafliöa frá Bildudal. Mun þaö verk vera hans fyrsta stórverk, sem sett er á sviö, og mun það m .a. hafa komið mjög til álita hjá leikhúsfólki á ' hofuð- borgarsvæöinu. Síöan veröur Oskubuska, eftir Ewgeni Swartch tekið fyrir en Eyvindur Erlendsson er nú aö skrifa verkið i leikhúsform fyrir L.A. og munu sýningar þess leik- rits hefjast upp úr áramótum. Þá er gamanleikurinn Skýin eftir Aristofanes, og mun það leikrit aldrei hafa verið leikiö hérlendis áöur, en Karl Guðmundsson leikari hefur nýlega þýtt verk þetta á islenzku. Aö lokum er einnig á dagskrá, ef viðunandifyrirgreiðsla fæst, aö finnskileikstjórinn Kristfn Olsone komi til Akureyrar og setji upp eitt verk hjá L.A. Væntanlega yröi þaö siöari hluta vetrar og þá um leið siöasta verkefniö, sem leikfélagiö tæki fyrir á starfs- árinu. Þessi framantöldu verk eru á margan hátt mjög óskyld, en eiga þaö samt sameiginlegt aö vera öll á vissan hátt mjög óskyld, en eiga ákveönum timum leiklistarsög- unnar, sagöi Eyvindur. Þaö fyrsta, Karlinn I kass- anum, er einkennandi fyrir tima- biliö 1920-1930, þegar reviurnar voru upp á sitt bezta. „Samtlma- satlra” eftir Hafliöa, en hún hefur alltaf veriö til. Ævintýraleikurinn Oskubuska hiö klassiska ævin- týri. Hin klassiska griska komedia, meö kór og því sem til- heyrir sllku verki og aö slöustu er miöað aö komediu-del-arte, skop- leik meö músik, trúöleikurum og fl. Nú eru fastráönir starfsmenn hjá Leikfélagi Akureyrar 9 tals- ins, þaraf 5 leikarar. Siöasta leik- ár var metár, hvað aösókn snertir, I sögu félagsins, en engu að siður höfum viö þurft aö beita öllum tiltækum ráöum til þess aö ná saman endum og til þess aö halda félaginu á réttum kili, sagöi Eyvindur Erlendsson aö lokum. Mikil átök þarf til aö flytja píanóiö til á sviöinu. Hér eru þau Eyvindur, Aöalsteinn, Sigurveig og Gestur aö færa þaö til og viröast til þess hvergi spara kraftana.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.