Tíminn - 02.10.1976, Page 12
12
TÍMINN
Laugardagur 2. október 1976
Handknattleiks:
PUNKTAR
FH-ingar hefja
vörnina gegn ÍR
í Hafnarfirði
Hvað hefur skeð hjá 1.
deildarfélögunum?
MUHAMMAD Ali tilkynnti
i Istanbul í gær að hann
ætlaði nú að draga síg í hlé
frá hnefaleikum og helga
sig héðan í frá Islam-
trúnni, en kvöldið áður
hafði hann sagt frétta-
mönnum að hann myndi
mæta til leiks einu sinni
enn, að minnsta kosti, það
er á móti George Foreman,
fyrrum heimsmeistara.
Aöspurður á fundinum i gær
hvenær hann myndi hætta að
keppa, sagðist Ali hætta nú þegar,
vegna Islam.
Ali er sá maður sem mestar
tekjur hefurhaftafiþróttum, svo
vitað sé til, en talið er að sextán
ára ferill sem atvinnuboxari hafi
fært honum fjörutiu og fimm-
milljónir dollara-
Bardaginn við Foreman hefði
getað gef ið honum i aðra hönd um
tiu milljónir dollara, en Ali sagö-
ist i gær hætta frá og með þeirri
stundu.
— fá þeir skell
í fyrstu atrennu
1. deildar-
keppninnar í
handknattleik?
★ Fjórir spenn-
andi leik verða
annað kvöld
islandsmeistarar FH undir
stjórn Reynis ólafssonar þjálf-
ara, verða meö sömu leikmenn og
léku meö liðinu sl. vetur, nema
hvað Guömundur Sveinsson,
vinstrihandarskytta, hefur geng-
iö i raðir Framara. FH-liöiö er
byggt I kringum landsliðs-
mennina Geir Hallsteinsson, Við-
ar Sfmonarson, Þórarin
Ragnarsson og Birgi Finnboga-
son— og má fastlega reikna með
FH-ingum i baráttunni um ís-
landsmeistaratitilinn I ár, eins og
undanfarin ár.
Vikingar hafa orðið fyrir blóð-
töku — þeir hafa misst landsliös-
mennina Pál Björgvinsson — til
Akraness, og Stefán Halldórsson
— til Belglu. Þrátt fyrir þaö má
búast viö þeim sterkum þvi að
þeir hafa fengið góöan liðstyrk.
ólafur Einarsson, sem lék i V-
Þýzkalandi sl. keppnistimabil er
nú oröið aðaltromp þeirra, ásamt
Björgvini Björgvinssyni ,sem er
alkominn frá Egilsstöðum, þar
sem hann var búsettur sl. vetur.
Valsmenn verða án efa með i
baráttunni um meistaratitilinn,
og munar þar miklu að þeir hafa
landsliösmarkvöröinn ólaf Bene-
diktsson i herbúðum sinum. Þeir
hafa misst Guðjón Magnússon til
Sviþjóðar, þar sem hann mun
leika með Lugi i vetur. t staöinn
hafa þeir fengið Jón Ástvaldsson
úr Armanni og Stefán Gunnars-
son er nú búinn að ná sér eftir
meiöslin, sem hann átti við að
striða undir lok sl. keppnistima-
bils. Stefán er nýkominn frá V-
Þýzkalandi, þar sem hann æföi
með Dankersen um tlma. Bergur
Guönason — langskyttan snjalla
er aftur byrjaður að æfa með Val,
eftir tveggja ára hvild.
Framarar berjast örugglega
um tslandsmeistaratitilinn, eins
og sl. keppnistimabil. Þeir
hafa fengið Guðmund Sveinsson
aftur i sinar ráöir og þá hefur
Jens Jensson, hinn snjalli horna-
•GUNNLAUGUR
HJALMARSSON...elzti
leikmaður 1. deildar-
keppninnar, verður I
sviösljósinu i Hafnarfiröi,
þar sem hann leikur með
félögum sinum úr tR
gegn FH-ingum (Tima-
mynd Róbert)
maður úr Armanni, gengiö i
Fram. Jens hefur verið meiddur
að undanförnu — og þess vegna
ekki getaö leikið með Fram liöinu
i Reykjavikurmótinu. Þá lék
Sigurbergur Sigsteinsson heldur
ekki með liöinu, þar sem hann
hefur verið á fullum krafti i
knattspyrnunni. Sigurbergur
mun koma fljótlega inn i Fram-
liðið. Þorsteinn Björnsson hin
gamalkunni landsliðsmarkvörður
er nú byrjaöur aö æfa aftur með
liðinu. Fram-liðið hefur orðið fyr-
ir áfalli, þar sem hinn skotfasti
Hannes Leifsson mun ekki leika
með liðinu i vetur — fer til Vest-
mannaeyja.
iR-ingarieika án Águstar
Svavarssonar fyrstu leikina i 1.
deildarkeppninni. Þá hefur As-
geir Eliasson hætt að leika með
þeim — þar sem hann hefur gerzt
þjálfari og leikmaöur með Leikni.
Aftur ámóti eru þeir Vilhjálmur
Sigurgeirsson og Ólafur Tómas-
Framhald á bls. 15
— hefðu þeir komizt ófram í Evrópubikarkeppni meistaraiiða.
Það var dregið í Evrópukeppnunum þremur í gærkvöldi
SKAGAMENN geta nú nagað
sig i handarbökin, fyrir að hafa
ekki lagt Trabzonspor frá Tyrk-
landi að velli i Evrópukeppni
meistaraliða. Ef þeir hefðu gert
það, eins og þeir hefðu hæglega
getað gert, ef allt hefði verið með
feiidu hjá þeim, hefðu þeir dreg-
izt gegn Liverpool f 2. umferð
Evrópukeppninnar. Það var
dregið i keppninni i gærkvöldi og
drógust þá Trabzonspor og Liver-
pool saman.
Evrópumeistarar Bayern
Munchen drógust gegn Banik
Ostrava frá Tékkoslóvakiu og
ættu Franz Beckenbauer og fél-
agar að vera nær öruggir áfram .
Annars veröa helztu leikir i 2.
umferð Evrópukeppni meistara-
liða, þessir:
St. Etienne, Frakklandi — Eind-
hoven, Hollandi.
Trabzonspor — Liverpool
Ferencvaros, Ungverjalandi —
Dinamo, Dresden, A-Þýzkalandi.
Borussia Mönchengladbach, V-
Þýzkalandi — Torino, laiiu
Real Madrid, Spáni — FC
Brugge, Belgiu.
Southampton fær léttan mót-
herja i Evrópu'keppni bikarhafa.
Dýrlingarnir mæta annaðhvort
bikarmeisturum N-Irlands
eða Luxemborgar, Ateltico.
Madrid frá Spáni og Hadjúk Split
frá Júgóslaviu drógust saman i
bikarkeppninni og er það stór-
leikur 2. umferöarinnar. Hearts
frá Skotlandi drógust gegn mót-
herjum Keflvikinga — Hamburg-
er SV. Núverandi Evrópumeist-
arar bikarhafa Anderlecht frá
Belgíu, fá léttan mótherja —
Galatasarag frá Tyrklandi.
Slovan Bratislava — mótherjar
Fram i UEFA-bikarkeppni
Evrópu, drógust gegn Lundúna-
liðinu Q.P.R. Manchester United
fær erfiðan mótherja, þar sem
leikmenn ítalska liðsins Juventus
eru, en það voru einmitt þeir sem
slógu Manchester City út úr
keppninni á miðvikudagskvöldið.
Derby fær aftur á móti léttan
mótherja — Basel frá Sviss. Þetta
eru helztu leikirnir i Evrópubik-
arkeppnunum þremur.
FH-ingar hefja vörn sína á íslandsmeistaratitlinum í
handknaftleik á sunnudagskvöldið, þegar þeir mæta
nýliðum (R í Hafnarfirði í 1. deildarkeppninni. (slands-
mótið hefst á tveimur vígstöðvum i einu — í Haf narf irði
og í Laugardalshöllinni og í fyrstu atrennu verður boðið
upp á f jóra leiki, sem ættu að geta orðið mjög spennandi
og tvísýnir, en raunar er það álit margra að baráttan um
meistaratitilinn verði nú geysilega jöfn og spennandi.
FH-ingar hefja vörnina gegn
IR-ingum og má búast við mikl-
um baráttuleik i Hafnarfirði, en
félögin leika strax á eftir leik
Hauka og Vikings, sem hefst kl.
20.00. Báöir þessir leikir veröa
baráttuleikir, sem erfitt er að spá
um úrslit i. Fá FH-ingar skell >i
fyrstu atrennu? IR-ingar hafa
nefnilega alltaf reynzt FH-ingum
þungir i skauti — og nú eiga þeir
að skipa jöfnu og baráttuglöðu
liði.
Haukar leika gegn Vikingi og
má búast við að þeir láti
„skugga” elta stórskyttuna Ólaf
Einarsson, hvert sem hann fer.
Þetta bragö reyndu þeir gegn FH-
ingum i Reykjanesmótinu, þegar
þeir tóku Geir Hallsteinsson úr
umferö — og heppnaðist það vel.
Valúr og Þróttur mætast i
Laugardalshöllinni annáð kvöld
kl. 20.00 og má þar búast við fjör-
ugum leik, og þaö veröur eflaust
leikur Fram og Gróttu, sem fer
þar fram strax á eftir. Við skulum
ekki vera meö frekari vangavelt-
ur um fyrstu leiki 1. deildar-
keppninnar, heldur bregða okkur
annað hvort i „Höllina” eða
„Fjörðinn” og fylgjast með viö-
ureign 1. deildarliðanna.
Ali leggur
hanzkana
á hilluna
Þróttarar
meistarar
Þróttarar tryggðu sér
Reykjavikurmeistaratitilinn
i handknattleik i gærkvöldi,
þegar þeir unnu (21-19) 1R-
inga i Laugardalshöllinni.
Þróttarar eru vel að þess-
um sigri komnir, þvi þeir
börðust hetjulega og upp-
skáru eftir þvi.
Þróttarar náðu fljótlega
tökum á leiknum og léku
daufa IR-inga grátt i byrjun.
Þeir náðu sex marka forskoti
(12-6), en staðan i hálfleik
var tólf mörk gegn átta,
þeim i vil.
IR-ingar náðu að minnka
muninn i eitt mark (15-14 og
16-15) en það dugði ekki gegn
Þrótturum, sem náðu góðum
endaspretti og tryggðu sér
sigur.
Skagamenn hefðu
fengið Liverpool