Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 1

Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 21. nóvember 2005 — 315. tölublað — 5. árgangur RAGGI BJARNA Fríkirkjuvegur 11 í uppáhaldi fasteignir • hús Í MIÐJU BLAÐSINS SKOÐANAKÖNNUN „Þetta eru stór- kostlegar tölur en við höfum ekki haft neina beina vitneskju um hver afstaða Íslendinga væri í þessu máli,“ sagði Hrafnhildur Gunnars- dóttir, formaður Samtakanna ‘78, þegar hún var innt eftir viðbrögð- um við niðurstöðum nýrrar skoð- anakönnunar Fréttablaðsins, sem sýna að rúm 82 prósent eru því fylgjandi að lesbíur í sambúð fái að eignast börn með gjafasæði. „Þetta eru mun betri tölur en ég hafði giskað á,“ segir Hrafnhildur og taldi þessar niðurstöður bera vitni um þá skynsemi sem Íslend- ingar hafa sýnt í þessu máli. „Við höfum haft grun um að þjóðin væri komin fram úr löggjafanum í þessu máli og þessar tölur sýna það,“ segir hún og telur viðhorf þjóðarinnar vera allt annað en fyrir tíu árum. „Þetta kemur því ánægjulega á óvart.“ Árni Magnússon félagsmálaráð- herra gladdist mjög yfir þessum niðurstöðum og sagði þær sýna hversu umburðarlynd þjóð Íslend- ingar væru. „Þetta mál er þess eðlis að þetta kemur mér ekki á óvart. Ég er mjög ánægður að sjá að stjórn- völd skuli í þessu máli vera á leið sem fellur þjóðinni í geð.“ Árni taldi ennfremur mjög mikilvægt að þjóð og þing væru samstiga í þessum efnum og það væri það sem nú ætti sér stað. Frumvarp Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra mun taka á þessu máli og Árni taldi því að nú væri horft fram á bjartari, frjálslyndari og umburðarlyndari tíma. Sjálfur segist félagsmálaráð- herra vera mjög eindreginn í afstöðu sinni til þessa máls sem hann telur sjálfsögð réttindi - fgg / sjá síðu 4 Á AÐ HEIMILA LESBÍU Í SAMBÚÐ AÐ GANGAST UNDIR TÆKNIFRJÓVGUN MEÐ GJAFASÆÐI? NEI 17,7% JÁ, 82,3% Íslendingar vilja að lesbíur fái að eignast börn með gjafasæði: Sýnir umburðarlyndi fólks BJART MEÐ KÖFLUM norðan og austan til en yfirleitt skýjað annars staðar og hætt við litilsháttar skúrum eða éljum hér og hvar á vesturhluta landsins. Rigning suðaustan til í kvöld. Hiti 0-6 stig. VEÐUR 4 Björk er fertug í dag Björk Guðmundsdótt- ir er sá Íslendingur sem lengst hefur náð á listasviðinu og hefur Ísland not- ið góðrar kynningar í gegnum vinsældir hennar. TÍMAMÓT 22 ARI ALEXANDER ERGIS Snæddi hádegisverð með Andy Garcia í Los Angeles Staldrar stutt við heima og heldur til Hollands FÓLK 42 Þekking eyðir ótta Sá sem þjáist af geðklofa er oft ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð sér og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum og virðingu í samfélaginu, segir Vala Lárusdóttir. UMRÆÐAN 20 GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: Leikur aðalhlutverk hjá Kneehigh leikhópnum Hlakkar til að vera bara leikari í London FÓLK 42 KAUPMÁTTUR Kaupmáttur ráðstöf- unartekna meirihluta aldraðra hefur ekki hækkað neitt í líkingu við það sem stjórnvöld vilja meina samkvæmt nýjum útreikningum Landssambands eldri borgara. Sýna þeir útreikningar að kaup- máttur ráðstöfunartekna venju- legs ellilífeyrisþega frá árinu 1995 hefur aðeins hækkað um tæp tíu prósent og í raun lækkað sé farið aftur til ársins 1988. Dæmi er tekið af ellilífeyris- þega sem er í sambúð. Meðaltekj- ur hans úr lífeyrissjóði eru 47.600 krónur sem þýðir að kaupmáttur ráðstöfunartekna hans hefur auk- ist um 9,6 prósent frá 1995. Sé farið lengra aftur, til ársins 1988, hefur kaupmáttur þessa sama manns beinlínis rýrnað um 1,6 prósent. Sé litið á þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna ellilífeyrisþega með enn hærri tekjur úr lífeyris- sjóði er staðan enn verri. Þannig hefur kaupmáttur ráðstöfunar- tekna einstaklings með 144 þús- und króna ellilífeyri aðeins aukist um 2,1 prósent síðustu tíu ár. Þessar tölur eru í ósamræmi við yfirlýsingar Halldórs Ásgríms- sonar að almennur kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist hér- lendis um allt að 60 prósent á síð- ustu tíu árum. Gögn þessi hafa þegar verið lögð fram fyrir sérstaka samráðs- nefnd um öldrunarmál, en þar sitja þeir Pétur Guðmundsson og Einar Árnason frá Landssambandi eldri borgara auk þeirra Hall- gríms Guðmundssonar og Eyþórs Benediktssonar frá fjármálaráðu- neytinu og Hrannar Ottósdóttur og Jóns Sæmundar Sigurjónsson- ar frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti. Pétur segir engar athugasemd- ir hafa verið gerðar við útreikn- ingana enda gefi þeir rétta mynd af raunverulegri stöðu mála meðal aldraðra og ekkert hægt að véfengja þar. „Það er staðreynd að ellilífeyrisþegar hafa setið eftir og allt tal um annað er bara þessi venjulegi leikur að tölum sem embættismenn eru svo hrifnir af í því skyni að slá ryki í augu fólks.“ Pétur hefur um alllangt skeið staðið í eldlínunni fyrir eldri borgara en segist ekki sérstak- lega bjartsýnn hvað varðar störf þeirrar nefndar sem hann situr nú í. „Nei það get ekki sagt. Það er ekkert nýtt að okkur er oft ýtt til hliðar en ég hefði kannski haldið að þar sem líða fer að kosningum að þessir háu herrar hefðu vit á að taka betur á móti okkur gamla fólkinu enda stór hópur sem hefur kosningarétt.“ - aöe / sjá síðu 6 Kjör aldraðra batna minnst Tölur forsætisráðherra um að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hafi aukist um 60 prósent á síð- ustu tíu árum eiga ekki við um meirihluta aldraðra. Kaupmáttur þeirra hefur aðeins aukist um tæp tíu prósent á sama tíma. Sé horft aftur til ársins 1988 hefur kaupmáttur ellilífeyristekna í raun lækkað. Aftur á sigurbraut Fram komst aftur á beinu brautina í gær þegar liðið heimsótti bikarmeist- ara ÍR í Breiðholtið. Heimavöllurinn hélt aftur á móti í Digranesi þegar FH heimsótti HK. ÍÞRÓTTIR 38 BANASLYS Maður á sextugsaldri lést eftir að bíll hans fór útaf veginum í Norðurárdal í Borgar- firði í gærdag skammt ofan við bæinn Sveinatungu og endaði úti í Norðurá. Að sögn sjónar- votta missti maðurinn stjórn á bíl sínum en töluverð hálka var á þessum slóðum. Var maðurinn úrskurðaður látinn á slysstað. Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Aðstæð- ur á slysstað voru mjög erfiðar en bíllinn var á kafi í ánni og gekk á með éljum. Í fyrstu var óttast að fleiri hefðu verið í bíln- um en síðar kom í ljós að maður- inn var einn á ferð. Alls komu um 25 manns að björgunaraðgerðum, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutninga- menn og björgunarsveitarmenn en björgunarstarfi lauk um sjö leytið í gærkvöldi. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - fgg Banaslys í Borgarfirði: Bíll lenti úti í Norðurá AMIR PERETZ FÆR HLÝJAR MÓTTÖKUR HJÁ STUÐNINGSMÖNNUM SÍNUM Í GÆR Ísraelski verkamannaflokkurinn hefur heldur betur hrist upp í ísraelskum stjórnmálum undanfarið, fyrst með því að kjósa sér herskáan verkalýðsleiðtoga í formannsembættið, og svo í gær með því að samþykkja tillögur nýja leiðtogans um að slíta stjórnarsamstarfi við Ariel Sharon og Likud-flokkinn. Í gærkvöld skýrði útvarp ísra- elska hersins einnig frá því að Ariel Sharon hefði sagt skilið við Likud-flokkinn. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.