Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 2

Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 2
2 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR BYGGÐAMÁL Stjórn Byggðastofn- unar tók ákvörðun um það í lok október að stöðva allar lánveiting- ar í bili. Að sögn Aðalsteins Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra Byggðastofnunar, var stofnunin komin undir þau mörk sem fjár- málaeftirlitið setur varðandi eig- infjárhlutfall fjármálastofnana. „Okkur þótti því skynsamleg afstaða að staldra aðeins við. Hvað þetta ástand varir lengi þori ég ekki að segja til um eins og er, en það er nefnd á vegum iðnaðar- ráðherra að fara yfir stöðu stofn- unarinnar í ljósi þess að rekstrar- umhverfið hefur breyst.“ Aðalsteinn kveðst ekki gera aðrar kröfur til stjórnvalda nema að þau taki afstöðu til hlutverks Byggðastofnunar og með hvaða hætti hún eigi að starfa. Sjálf- ur telur hann þörf fyrir lána- starfsemi af þessu tagi, því þótt þjónusta banka og fjármálafyrir- tækja hafi aukist undanfarin ár og aðgengi að fjármagni aukist, séu enn mörg brýn verkefni sem bankarnir vilja ekki fjármagna. „Ég á bágt með að tjá mig um einstök dæmi, þar sem það hvílir bankaleynd á þessum viðskiptum, en nýlega var sagt frá því í frétt- um að Landsbankinn vildi ekki veita lán til byggingar kalkþör- ungaverksmiðju á Bíldudal. Ég myndi segja að þetta væri skýrt dæmi um að það er enn þörf fyrir stofnun á borð við Byggðastofn- un.“ Aðalsteinn segist sjá Byggða- stofnun áfram sem fjármálastofn- un, en nýrri stefnumótun, sem stendur yfir núna, verði að vera lokið fyrir áramót. „Við erum komnir í klemmu hvað varðar lagaskilyrði gagnvart fjármála- eftirlitinu og það eitt og sér veldur því að stofnunin gæti misst starfs- leyfið verði ekki brugðist við.“ Þá bendir hann á að bág fjár- hagsstaða Byggðastofnunar hafi blasað við lengi og sú endurskoð- un sem á sér stað núna hefði átt að fara fyrr af stað og ganga hraðar fyrir sig. „En það er kominn full- ur kraftur í það starf núna og ég á von á að því ljúki fyrir áramót.“ Ekki náðist í Valgerði Sverr- isdóttur iðnaðarráðherra vegna málsins. bergsteinn@frettabladid.is ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Össur, ertu fimm prósenta virði? „Elskan mín, ég er að minnsta kosti af rauðvínsstyrkleika!“ Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins hefur fylgi Samfylkingarinnar dalað um tæp fimm prósent eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við formennsku af Össuri Skarphéðinssyni. AÐALSTEINN ÞORSTEINSSON Byggðastofn- un var komin undir mörk sem yfirvöld setja um eiginfjárhlutfall fjármálastofnana. FRÉTTABLAÐIÐ/ HILMAR GUÐMUNDSSON FRAMKVÆMDIR Á BÍLDUDAL Bygging kalkþörungaverksmiðju komst í uppnám eftir að Landsbankinn vildi ekki lána fé til framkvæmdanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ JSE Byggðastofnun hætt að lána Byggðastofnun hefur stöðvað allar lánveitingar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Framkvæmdastjóri segir að þrátt fyrir bætta þjónustu séu mörg brýn verkefni sem bankarnir vilja ekki fjármagna á landsbyggðinni. BYGGÐAMÁL Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, boðaði í apríl síðastliðnum úttekt á starfsemi Byggðastofnun- ar. Í september lagði Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, fram fyrirspurn þar sem hún spurði hvað úttektinni liði, hvort niðurstöður lægju fyrir, hvernig ætti að nýta þær og hvort sú vinna hefði hafist. Í síðustu viku svaraði Valgerður Önnu Kristínu og sagði að úttekt- in hefði verið gerð og lægi fyrir í iðnaðarráðuneytinu þar sem hún væri aðgengileg fyrir þingmenn. „Síðan hafa starfsmenn þings- ins reynt að nálgast þessa úttekt fyrir mína hönd í tvo daga en árangurslaust,“ segir Anna Krist- ín. „Mér var lofað að hún yrði send strax, en ekkert gerðist. Ég talaði við ritara ráðherra á föstudag og var lofað að úttektin yrði send rak- leiðis. Heima beið mín sending frá ráðuneytinu en það var allt önnur skýrsla en ég hafði beðið um. Mér finnst þetta mál afar undarlegt.“ Anna Kristín segir að á þess- ari skýrslu hafi átt að byggja nýja stefnumótun Byggðastofnunar og þótt sú vinna sé hafin er úttektin forsenda nýrrar stefnumótunar. Ekki náðist í Valgerði Sverris- dóttur vegna málsins. - bs Alþingismaður leitar svara um Byggðastofnun: Fær úttektina ekki afhenta ANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR Kveðst hafa ítrekað beðið um úttektina en án árangurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ HARI FELLIBYLUR Minnst níu létust og tugir slösuðust þegar fellibylur- inn Gamma gekk yfir Hondúras í fyrrinótt. Honum fylgdi mikið úrhelli og bárust víða að tilkynn- ingar um flóð og skriður og talið líklegt að mun fleiri hafi látist. Stjórnvöld höfðu áður flutt tíu þúsund manns á brott frá þeim stöðum sem fellibylurinn gekk yfir en eyðileggingin var mikil. Þúsundir eru heimilislausir og vegir og ræktunarsvæði illa farin. Fellibylurinn Gamma er númer 24 í röð þeirra storma og fellibylja sem komið hafa að landi einhvers staðar í Mexíkó- flóa eða í Karíbahafinu á þessu ári og hafa þeir aldrei áður verið fleiri. Enn er mikill styrkur í Gamma og gera veðurfræðingar ráð fyrir að hann komi næst að landi við vesturströnd Kúbu og fari þaðan áleiðis til Jamaíku. Stormviðvaranir hafa verið gefnar út á báðum stöðum. ■ Fellibylurinn Gamma reið yfir Hondúras í fyrrinótt: Níu manns látnir og tugir slasaðir UPPBYGGING FRAMUNDAN 24. fellibylur ársins olli miklu búsifj- um í Hondúras og í Belís og mikið starf framundan fyrir íbúa. AFP.NORDICPHOTOS/AFP Beltin björguðu Bíll valt við Þor- geirsstaði í Lóni aðfaranótt sunnu- dags. Þrennt var í bílnum en enginn slasaðist. Bæði ökumaður og farþegar voru í bílbeltum og mun það hafa gert gæfumuninn. Bíllinn skemmdist mikið og er jafnvel ónýtur. Þá hafði lögreglan í Höfn afskipti af fjórum ökumönnum LÖGREGLUMÁL Árekstur á Kársnesbraut Tveir bílar rákust harkalega saman á Kársnesbraut í gær. Annar ökumaðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Bæði ökutækin voru óökufær og dregin í burt. Á laugardagsnótt hafði lögreglan afskipti af tveimur ökumönn- um sem grunaðir voru um ölvunarakst- ur. Snemma á sunnudagsmorgun var þriðji ökumaðurinn stöðvaður grunaður um ölvun. BANDARÍKIN Saklaus tekinn af lífi? Efasemdir hafa vaknað um að maður sem var tekinn af lífi í Texas fylki árið 1993 fyrir hrottalegt morð hafi verið sekur. Árið 1985 var hinn 17 ára gamli Ruben Cantu dæmdur til dauða fyrir morð árið áður. Eina vitnið hefur nú breytt framburði sínum og segist hafa bent á Cantu vegna þrýstings frá lögreglu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.