Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 6
6 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR Sæ ti M E T S Ö L U L I S T I Pen nan s/E ym und sso nar 9. -1 5. nó vember Handbækur, fræðib æk ur og æ vi sö gu r Sæ ti Me tsö lul ist i M bl.3 1. 10 .-1 4. 11. Ævisö gu r HE I L LANDI ÆVISAGA Uppgjör brautryðjanda „Edda Andrésdóttir heldur fimlega um penna ... svo úr verður bæði lífleg og fróðleg frásögn ... bók sem ætti að bæta margan manninn.“ —Sigríður Albertsdóttir, DV „Skyldulesning.“ —Hemmi Gunn, Íslandi í bítið. Bók sem setur kardímommur í dagana! B Ó K A F O R L A G B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 03 01 1 1/ 20 05 Auður Eir og Edda Andrésdóttir KJÖRKASSINN Er eftirsjá af Alfreð Þorsteinssyni úr borgarpólitíkinni? Já 31% Nei 69% SPURNING DAGSINS Í DAG Mun Björn Ingi Hrafnsson leiða Framsóknarflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum? Segðu skoðun þína á Vísi.is DANMÖRK Fjöldi innflytjenda í dönskum sveitarstjórnum jókst töluvert eftir sveitarstjórnakosn- ingarnar á þriðjudag. Verða þeir nú 67 talsins en voru á síðasta kjörtímabili 50. Samkvæmt frétt Politiken í gær eru 8 af 55 borgarfulltrúum í Kaupmannahöfn af erlendu bergi brotnir en þar sem hlutfallið er hæst eru þeir fjórðungur bæjar- fulltrúa. Flestir eru í Jafnaðarmann- aflokknum eða 38 talsins en 11 koma frá hinum stóra flokknum, Venstre. Fylgi þessara tveggja flokka var álíka í kosningunum. - ks Sveitarstjórnir í Danmörku: Innflytjendum fjölgar HÚSNÆÐISMÁL „Kostnaður allur við lántöku íbúðarlána hér á landi er meiri en gerist og gengur erlend- is, en hve mikill hann er kemur mér á óvart,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Hús- eigendafélagsins. Neytendasamtökin kynntu í vik- unni úttekt sína á lántökukostnaði vegna íbúðarkaupa hérlendis og í níu öðrum löndum Evrópu. Kom þar fram skýr munur á kostnaði íslenskum neytendum í óhag. Sigurður Helgi segir svo margt óskiljanlegt við þá gjaldtöku sem hér fari fram. „Lántökugjaldið til að mynda er eitthvað sem ég skil ekki. Þar er viðskiptavinurinn að greiða sérstakt gjald fyrir að eiga viðskipti við lánastofnunina þegar það í raun ætti að vera öfugt. Þetta gjald er óréttlátt og fleinn í okkar holdi.“ Sigurður segir að lengi hafi verið lýst yfir vilja til að fella burt stimpilgjöld en þau séu enn á sínum stað í dag og ekkert gerst. Einnig sé Ísland eina land- ið sem noti verðtryggingu og það séu leifar gamalla tíma og eigi að fella út. Sigurður segir að Húseigenda- félagið muni á næstunni leita samstarfs við Neytendasamtökin og jafnvel umboðsmann neytenda um að knýja fram breytingar á stöðu mála sem augljóslega komi niður á íslenskum íbúðarkaup- endum og kannski verst niður á unga fólkinu sem er að kaupa sína fyrstu eign. - aöe Formaður Húseigendafélagsins um há lántökugjöld vegna húsnæðiskaupa: Munurinn kemur á óvart SKÝRSLAN KYNNT Lántökukostnaður er hár og vextir mun hærri hér á landi en í flestum öðrum löndum Evrópu samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BEIJING, AP Forsetar Bandaríkj- anna og Kína hittust í Alþýðu- höllinni í Peking í gær, rétt hjá Torgi hins himneska friðar. George W. Bush skrapp í heimsókn til Kína og lagði hann mikla áherslu á að kínversk stjórnvöld veittu íbúum landsins meira frelsi. Hann fékk einnig endurnýjuð loforð frá Hu Jintao um að opna hinn gríðarstóra kín- verska markað fyrir bandarísk- um vörum, án þess þó að þeim loforðum hafi enn fylgt neinar áþreifanlegar efndir. Heimsóknin virtist skila litlum árangri í öðrum málum sem Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á, svo sem kröfur þeirra um umbætur Kínverja í gjald- eyrismálum. Þetta er í þriðja sinn sem Bush kemur til Kína í forseta- tíð sinni. Frá Kína hugðist hann halda áfram í dag til Mongólíu, en þangað hefur enginn Banda- ríkjaforseti lagt leið sína enn sem komið er. Íbúar Mongólíu virðast gera sér vonir um að Bush muni heita þeim meiri aðstoð í efnahags- málum. ■ George W. Bush í þriðju Kínaheimsókn sinni: Ætlar til Mongólíu í dag BUSH Í KÍNA Bandaríkjaforseti gretti sig í gamni fyrir ljósmyndara í Kína í gær. ELLILÍFEYRISÞEGAR „Þetta hefur verið stefna þessarar ríkisstjórn- ar alla tíð frá 1996 að gefa elli- lífeyrisþegum enga hlutdeild í þeirri uppsveiflu sem ríkt hefur hér undanfarin ár og þetta er staðfesting á því.“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar. Hún vitnar þar í gögn þau er komið hafa fram á fundum sam- ráðsnefndar um öldrunarmál en samkvæmt þeim gögnum hefur þróun kaupmáttar ráðstöfunar- tekna venjulegs ellilífeyrisþega í sambúð verið úr öllum takti við þá 60 prósenta aukningu sem forsæt- isráðherrann, Halldór Ásgríms- son, segir hafa átt sér stað hjá heimilunum í landinu síðustu tíu ár. Tölur Landssambands eldri borgara benda til að kaupmáttur sömu ráðstöfunartekna aldraðra hafi á sama tíma aðeins vaxið um tæp tíu prósent. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við- urkennir að tölurnar séu réttar. „Þetta er ekki alveg jafn einfalt og þetta hljómar. Kaupmáttur þeirra allra lægstu hefur hækk- að meira en þessar tölur gefa til kynna. Öllu máli skiptir að kaup- mátturinn hefur hækkað. Auðvit- að munar töluvert í prósentum en á það ber að líta að mikið launa- skrið hefur orðið í þjóðfélaginu á þessum tíma og það hefur mikil áhrif auk annarra þátta. En þetta er ekkert nýtt heldur mál sem er stöðugt í umræðunni og við vitum af þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir þetta hafa verið skipulagt allar götur frá því þessi stjórn tók við völd- um. „Það fyrsta sem þessi stjórn gerði á sínum tíma var að aftengja lífeyri og laun og það hefur haft í för með sér að margir ellilífeyr- isþegar eru á vonarvöl og það er hægt að segja að stjórnin hafi með þessum aðgerðum sínum tekið góðærið af ellilífeyrisþeg- unum. Þeir hafa alls ekki notið þess og það er ekkert sem hefur gerst óvart. Þetta hefur verið hrein og bein stefna síðan þessi ríkisstjórn tók við. Sinnuleysið er algjört.“ albert@frettablaðið.is Algjört sinnuleysi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir það hafa verið stefnu þessrar ríkisstjórnar frá upphafi að leyfa öldruðum ekki að taka þátt í því góðæri sem hér hefur verið. Það sanni útreikningar Landssambands eldri borgara. GÓÐÆRIÐ TEKIÐ AF ELLILÍFEYRISÞEGUM Ellilífeyrisþegar hafa misst af góðærinu og kaupmáttur þeirra að jafnaði aðeins aukist um tíu prósent á tíu árum. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR JÓN KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.