Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 8

Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 8
8 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR SPÁNN Spánverjar minntust þess í gær að þá voru liðin 30 ár síðan einræðisherrann Francisco Franco lést og grunnur var lagð- ur að því lýðræðislega ríki sem Spánn er í dag. Var þéttsetinn bekkurinn í dómkirkjunni í Dal hinna föllnu skammt frá höfuðborginni Madríd þar sem Franco er grafinn en þar var haldin messa. Spánverjar eru margir hverjir enn klofnir í afstöðu sinni til einræðisherrans og fóru bæði fram göngur til minn- ingar um hann en einnig göngur til að minnast fórnarlamba hans víða í borgum á Spáni. Enn þann dag í dag finnast fjöldagrafir í landinu þar sem fórnarlömb dauðasveita hans liggja, en þrátt fyrir það er 40 ára ógnarstjórn hans að mestu ókunn ungu fólki. Nýleg könnun sýnir að einn af hverjum þremur Spánverj- um vissi ekki að Franco hrifsaði völdin af lýðræðislega kjörinni stjórn á sínum tíma. -aöe Verð einungis 1.750 kr. í hádeginu 2.200 kr. föstudagskvöld (nýtt) Í tilefni Þakkagjörðardagsins 24. nóvember 2005 bjóðum við upp á hina árlegu kalkúnaveislu að hætti Bandaríkjamanna. Einungis þrjú skipti. Í hádeginu fimmtudaginn 24. nóvember og föstudaginn 25. nóvember. Nýjung í ár: Kalkúnaveisla föstudagskvöldið 25. nóvember. Borðapantanir í síma 511 6030 Ath! Í fyrra komust færri að en vildu. Pantið tímanlega. Eftirréttur og kaffi að loknu kalkúnahlaðborði BANGKOK, AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, sagðist í gær ekki ætla að svara neinum spurningum fréttamanna fyrr en á næsta ári vegna þess hve stjörn- urnar eru honum óhagsstæðar um þessar mundir. Forsætisráðherrann segir að sér stafi mikil hætta af reiki- stjörnunni Merkúr, eins og staðan er í stjörnukortunum núna. „Merkúr er ekki góður, og úr því hann er ekki góður, þá ætla ég að fara fram á það að segja ekkert. Ég verð bara að bíða fram á næsta ár eftir því að tala,“ sagði Thaksin við fréttamenn þegar hann var að koma aftur heim til Taílands eftir ferðalag til Suður-Kóreu og Kína. Hann bætti því við að Merkúr hreyfðist hægt og yrði ekki hættur að ógna sér fyrr en á næsta ári. VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir frambjóðandinn sem mun leiða lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði? 2 Í hvaða borg á Englandi var lög-reglukona myrt á föstudaginn? 3 Hver er miðborgarprestur? JERÚSALEM, AP Verkamannaflokk- urinn í Ísrael samþykkti í gær á flokksþingi að slíta stjórnarsam- starfi við Ariel Sharon og Likud- flokkinn. Félagar í Verkamanna- flokknum fóru þar að vilja nýs leiðtoga flokksins, Amirs Peretz, sem segir stjórnina hafa aukið fátækt í landinu. Kosningar áttu að fara næst fram í nóvember á næsta ári, en nú verður þeim líklega flýtt þang- að til í mars. Sjálfur er Sharon sagður velta því mjög fyrir sér að yfirgefa Likud-flokkinn, sem hann átti þátt í að stofna árið 1973. Hann hefur ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu um þetta, en ýmsir stjórnmálamenn og fjölmiðlar í Ísrael telja töluverðar líkur á því að hann muni stofna nýjan flokk eftir klofning í Likud út af brott- flutningi hersins frá Gazasvæð- inu. Láti hann verða af því mun pólitískt landslag verða gjör- breytt þegar til kosninga kemur. Þar að auki eru Palestínumenn núna að farnir búa sig undir kosn- ingar, sem verða haldnar 25. jan- úar. Hamas-hreyfingin, sem ber ábyrgð á ýmsum ofbeldisverk- um, býður í fyrsta sinn fram til kosninga og gæti árangur hennar í grafið undan stjórn Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah-hreyfing- arinnar sem til þessa hefur farið með völdin í Palestínu. Peretz, sem hefur um langa hríð verið harðskeyttur verkalýðsleið- togi, kennir bæði Ariel Sharon og Benjamin Netanjahú, fyrrverandi fjármálaráðherra stjórnarinnar, um að fátækt hafi aukist og hinir fátæku hafi verið „auðmýktir“. Varðandi deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna sagðist Peretz fylgja því að sameinuð Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels, auk þess sem hann segist andvígur því að leyfa palestínskum flóttamönnum að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í Ísrael. Hann sagðist einnig líta svo á að sjálfstætt ríki Pal- estínumanna verði bæði Ísraels- mönnum og Palestínumönnum í hag. gudsteinn@frettabladid.is Ísraelsstjórn fellur Ísraelski Verkamannaflokkurinn yfirgaf í gær stjórn Ariels Sharons. Kosning- um verður flýtt. Sharon talinn ætla að stofna nýjan flokk. AMIR PERETZ Hinum nýja leiðtoga Verkamannaflokksins varð að ósk sinni þegar flokksmenn samþykktu að slíta stjórnarsamstarfi við Ariel Sharon.MYND/AP FASISTAKVEÐJA NÆRRI MADRÍD Hægrisinnaðir fasistar vottuðu Franco virðingu sína með fastistakveðju. Þrjátíu ár síðan einræðisherrann Francisco Franco lést: Margir Spánverjar þekkja ekki söguna SVEITARSTJÓRNARMÁL Alls hafa sex manns gefið kost á sér til for- valskosninga hjá vinstri grænum í Kópavogi en kosið verður um fyrstu fjögur sæti listans þann 26. nóvember næstkomandi. Um er að ræða Ólaf Þór Gunn- arsson, öldrunarlækni, Þorleif Friðriksson, sagnfræðing, Emil Hjörvar Petersen, háskólanema, Guðbjörgu Sveinsdóttur, geð- hjúkrunarfræðing, Láru Jónu Þorsteinsdóttur, sérkennara og Sindra Kristinsson, nema. -fgg Vinstri grænir í Kópavogi: Sex í framboði Forsætisráðherra Taílands: Trúir á stjörnur FLÓTTAFÓLK Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa undir- ritað samning þess efnis að borg- in sinni móttöku og þjónustu við flóttafólk sem hingað er komið frá Kólumbíu og Bosníu. Alls hafa 31 flúið hingað undan stríðsátökum í heimalöndum sínum, þar af átján börn. Fólk- ið hefur þegar komið sér fyrir í Reykjavík og stunda hinir full- orðnu íslenskunám af krafti en börnin hafa þegar hafið nám í skólum. Þykir fólkið hafa aðlagast vel á stuttum tíma. Um samvinnuverkefni er að ræða milli borgarinnar, félags- málaráðuneytisins og Rauða kross Íslands. Hefur fólkið öflugan hóp stuðningsfjölskyldna hér á landi sem eru sjálfboðaliðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins. Gert er ráð fyrir að stærst- ur hluti hinna fullorðnu fari út á vinnumarkaðinn að loknum sex mánaða aðlögunartíma. - aöe Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið undirrita samning: Borgin tekur á móti flóttafólki FLÓTTAMENN Árið 2003 kom hópur flóttamanna af Balkanskaganum til Akureyrar. AFMÆLI Spaugstofan hélt upp á tut- tugu ára starfsafmæli sitt í gær en hún hefur skemmt landsmönnum síðan 1985. Bauð hún af því til- efni velunnurum sínum til veislu í Þjóðleikhúskjallaranum. Mátti þar sjá marga af hel- stu ráðamönnum þjóðarinnar sem oftar en ekki hafa fengið á sig spaugilega mynd í greiningu þeirra Spaugstofumanna á mál- efnum líðandi stundar. Vel fór á með grínurum og stjórnmála- mönnum enda telja margir að það sé hinum síðarnefndu frekar til framdráttar en hitt að lenda í klónum á grínurunum. -fgg Spaugstofan: Tuttugu ára afmæli fagnað HALLDÓR OG PÁLMI Pálmi Gestsson um árabil hermt eftir Halldóri Ásgrímssyni. FRÉTTABLAÐIÐ / ÓMAR LÖGREGLA Fjöldaslagsmál urðu meðal hóps unglinga sem voru allir undir áhrifum alsælu á skemmti- stað í Fredericia um helgina. Þegar lögregla kom á staðinn skipti engum togum að ungling- arnir réðust að lögreglumönnun- um og þurfti að fá aðstoð lögreglu- manna frá Vejle og Middelfart til að yfirbuga unglingana sem voru 30 til 40 talsins. ■ Átök í Danmörku: Unglingar réð- ust að lögreglu SAO PAOLO, AP Luiz inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur skip- að leyniþjónustu landsins að veita frjálsan aðgang að skjölum sínum frá tímum einræð- isstjórnarinnar, sem ríkti í landinu árin 1964 til 1985. Skjölin verða opinber frá og með næstu áramótum, en þó að undanskildum skjöl- um sem merkt eru „ofur- leyndarmál“, sem mun þýða að einhver komist í lífshættu verði þau skjöl gerð opinber. Raddir um að skjölin verði opinberuð hafa gerst æ háværari undanfarið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.