Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 13

Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 13
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2005 13 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Hvers vegna var Höddi ekki settur í markið? Innbúskaskó TM Dæmi um hvað Innbúskaskó TM bætir: // Tjón á verðmætum sem teljast hluti af almennu innbúi fólks, s.s. fartölvu, myndavél, gleraugum og öðrum dýrum munum, færðu bætt. Hámarksupphæð tjóns er 250.000 kr. // Tjón af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atburða er bætt, s.s. ef hlutur á heimilinu fellur í gólf eða það hellist yfir hann. Dæmi um hvað Innbúskaskó TM bætir ekki: // Ef þú týnir, gleymir eða skilur verðmæti eftir á almannafæri færðu þau ekki bætt. // Ef tjónið er af völdum eðlilegs slits, ófullnægjandi viðhalds eða framleiðslugalla fæst það ekki bætt. // Tjón sem verður af völdum þjófnaðar úr ólæstum híbýlum, bílum, tjöldum eða fellihýsum fæst ekki bætt. Við sumum spurningum fást bara engin svör. Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera. En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála. Ef gleraugun þín brotna í hita leiksins er gott að vera vel tryggður. Innbúskaskó TM bætir tjón á hlutum sem ekki fást bættir með Fjölskyldutryggingu. Vertu við öllu búinn og bættu Innbúskaskóinu við Fjölskyldutryggingu TM. Það tekur enga stund að ganga frá því. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör. ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T M I 28 60 5 1 1/ 20 05 JAPAN, AP Japanski storkurinn Taisa, sem missti framan af goggnum í fyrra eftir að hann flæktist í vír, fékk í gær sérsmíð- aðan gervigogg sem gæslumenn hans festu á hann. Storkurinn hafði horast frá því goggurinn brotnaði þar sem hann átti erfiðara með að éta og leiðir skildu með honum og lífsförunaut hans, að því er Kyodo-fréttastofan hafði eftir starfsmönnum Omor- iyama-dýragarðsins í Akita. Storkar af þessari tegund eru í útrýmingarhættu og því mikið reynt til að tryggja viðgang stofnsins sem eftir er. ■ Fuglavernd í Japan: Storkur fær gervigogg STORKURINN TAISA. Plastgoggurinn var festur á með tannlími. MYND/AP/KYODO AKUREYRI Ásprent Stíll ehf. á Akureyri hefur gengið frá kaup- um á nýrri prentvél sem er mun fullkomnari og hraðvirkari en eldri vélar prentsmiðjunnar. G. Ómar Pétursson, framkvæmda- stjóri Ásprents Stíls, segir að nýja vélin stórauki samkeppnishæfni prentsmiðjunnar á landsvísu en kostnaður við kaup og uppsetn- ingu vélarinnar er áætlaður um 80 milljónir króna. „Með tilkomu vélarinnar getur prentsmiðjan tekið að sér stærri verkefni en áður og jafnfram opn- ast okkur nýir markaðir á sviði umbúða- og tímaritaprentunar þar sem krafist er hámarksgæða og mikils afgreiðsluhraða,“ segir Ómar. Nýja prentvélin, sem er af gerð- inni Roland 305L, getur prentað fimm liti og lakk í einni prentum- ferð, en hún leysir af hólmi tvær eldri vélar prentsmiðjunnar. Áformað er að taka vélina í notkun um miðjan janúar en fyrst þarf að ráðast í breytingar á hús- næði prentsmiðjunnar þar sem vélin er það mikil að umfangi að hún kemst ekki inn í prentsal fyrirtækisins. - kk Ásprent Stíll á Akureyri kaupir nýja prentvél: Sótt á nýja markaði KAUPSAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Markús Jóhannsson, umboðsmaður Roland á Íslandi, og G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SPÁNN Yfirvöldum á Spáni hefur mistekist að stöðva þann stríða straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku og Suður-Ameríku sem kemur til landsins. Tölfræðin sýnir að komist innflytjendur inn á annað borð er nánast ómögulegt að hafa uppi á þeim aftur. Nýjar rannsóknir sýna að yfir 120 þúsund ólöglegir innflytjendur sem yfirvöld vita af og hafa þegar vísað úr landi eru enn í landinu og sýna ekkert fararsnið á sér. Er þar eingöngu um þá að ræða sem lögregla veit um en gera má fast- lega ráð fyrir að annar eins fjöldi hið minnsta búi og starfi í landinu ólöglega án vitneskju yfirvalda. Er því að miklu að keppa fyrir þær þúsundir sem reyna ár hvert að komast til landsins. Næg atvinna er fyrir ólöglega innflytj- endur enda flestir reiðubúnir að þiggja lág laun fyrir vinnu sína og margir minni atvinnurekendur nýta sér það óspart. - aöe Spænsk stjórnvöld og ólöglegir innflytjendur: Hafa enga stjórn á ástandinu SENDIR HEIM Gríðarlegur kostnaður fylgir því að senda ólöglega innflytjendur til síns heima á ný og er það að hluta til ástæða þess að margir þeir sem inn í landið komast á annað borð eru að mestu látnir í friði. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.