Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.11.2005, Qupperneq 16
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Síðustu áratugi hefur kjarn- orkan átt sér formælend- ur fáa, að minnsta kosti í þróuðustu iðnríkjunum. Ört vaxandi orkuþörf, ekki síst vegna efnahagsþróunar í Kína, hátt olíuverð og mikil losun koltvísýrings út í and- rúmsloftið ýtir undir endur- skoðun þessa viðhorfs. Rödd þeirra sem halda hinni „hreinu“ orku frá kjarnorkuver- um á lofti sem lausninni á orku- vanda heimsins hefur mjög sótt í sig veðrið upp á síðkastið. Að sögn formælenda kjarnorkunn- ar er aukin nýting hennar, með nútímatækni sem gerir hana mun öruggari en áður, eina færa leiðin til að svara orkuþörf næstu ára- tuga. Hættan á kjarnorkuslysum er að þeirra mati hverfandi lítil í nýjustu gerðum kjarnaofna. Mengunin frá slíkum orkuverum sé sama og engin, að því undan- skildu hvað endanlega verður um kjarnorkuúrganginn, leifarnar af notuðu eldsneyti orkuveranna. Kjarnorkuver framleiða engar gróðurhúsalofttegundir og með bættri tækni og eftirliti er sögð sáralítil hætta á geislamengun frá þeim. Í þróuðustu ríkjunum, þar sem kjarnorka er nýtt til raforkufram- leiðslu er unnið af metnaði að aukinni nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa (sólarljóss, vinds, vatns- og sjávarfalla), en því fer fjarri að það dugi til að svara orkuþörfinni, hvorki í lengd né bráð. Þetta gildir einnig fyrir Svíþjóð og Þýzkaland, þar sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka kjarnorku- verunum þegar þau hafa þjónað sínu hlutverki. Þörf sögð á 800 nýjum kjarnaofnum Í fréttatímaritinu Time er haft eftir Jean-Jacques Gautrot, yfir- manni alþjóðadeildar franska kjarnorkufyrirtækisins Areva, að þörf sé á að byggja 800 nýja kjarnaofna í heiminum á næstu 25-35 árum til að unnt verði að taka úr umferð úrelta kjarnaofna og anna orkuþörfinni. Eins og er mun heildarfjöldi þeirra kjarna- ofna sem í notkun eru til almennr- ar raforkuframleiðslu vera um 440 í heiminum öllum. Gautrot segir reyndar að til þess að unnt verði að framleiða 30 prósent af allri raforku í heiminum með kjarnorku þyrfti á bilinu 1.200 og 1.500 kjarnaofna. Formælendur kjarnorkunýt- ingar minna einnig gjarnan á hætturnar sem fylgja hefðbund- inni raforkuframleiðslu, sem enn fer að miklu leyti fram í kolaorku- verum. Bara á síðasta ári týndu um 6.000 kínverskir kolanámu- verkamenn lífi við að grafa upp eldsneytið fyrir raforkufram- leiðslu Kína. Loftmengunin af kolabrennslunni er geigvænleg. Óttinn við kjarnorkuslys hefur valdið því að ekkert nýtt kjarn- orkuver hefur verið byggt í Evr- ópu síðustu fjórtán ár. En í Finn- landi er nú verið að byggja fimmta kjarnaofninn þar í landi. Norska blaðið Aftenposten hefur eftir Mikko Elo, þingmanni jafnaðar- manna, að Finnum væri algerlega ókleift að standa við skuldbinding- ar sínar vegna Kyoto-loftslagssátt- málans nema með því að treysta á aukna nýtingu kjarnorkunnar. Í ellefu löndum, sem flest eru í Asíu, er nú unnið að smíði alls um 30 kjarnorkuvera. Að sögn Aftenposten má búast við því að ýmis lönd, ekki síst í Evrópu, fylgi í kjölfarið þar sem þeir u.þ.b. 150 kjarnaofnar sem í notkun eru í álfunni nálgast úreldingaraldur. Reyndar er hægt að framlengja líftíma kjarnorkuvera með því að fjárfesta í uppfærslu þeirra. Frönsk stjórnvöld hafa eyrna- merkt andvirði 1.500 milljarða króna til tæknilegrar uppfærslu kjarnorkuveranna í landinu á næstu 30 árum og til framhalds- rannsókna á kjarnasamruna, sem vonir eru bundnar við að verði orkugjafi framtíðarinnar. Um 80 prósent raforkuframleiðslu í Frakklandi fer nú fram í kjarn- orkuverum. Hvatt til aukins alþjóðasamstarfs Brezki forsætisráðherrann Tony Blair hefur hvatt til opinnar umræðu um kjarnorkumálin og orðrómur er um að hann telji æskilegt að byggð- ir verði tugir nýrra kjarnaofna í landinu. Á alþjóðlegri sérfræði- ráðstefnu um kjarnorkumál í Bret- landi í fyrri viku var kynnt skýrsla sem unnin var á vegum Orkurann- sóknarmiðstöðvar Bretlands (UK Energy Research Centre). Í henni er komizt að þeirri niðurstöðu að nær óhjákvæmi- legt sé að byggð verði ný kjarn- orkuver í Bretlandi ef landinu á að takast að standa við Kyoto- skuldbindingar sínar. Kallað er eftir auknu alþjóðasamstarfi um staðla og hönnun kjarnorkuvera, sem myndi auðvelda hagnýtingu þeirrar reynslu sem safnazt hefur í heiminum af rekstri slíkra orku- vera. Heimild: Hagstofa Íslands FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Kjarnorkan aftur í sókn TREYSTA Á KJARNORKUNA Kjarnorkuverið í Dampierre-en-Burly í Frakklandi. Kjarnorka sér Frökkum fyrir um 80% raforkuþarfar þeirra. Nýjustu gerðir kjarnorkuvera þarfnast ekki svo stórra kæliturna sem sumir segja bjóða hryðjuverkaárásum heim. NORDICPHOTOS/AFP 2. 79 4 20032001 2. 49 3 2. 65 9 2002 2. 90 1 2004 2. 38 7 2. 15 9 2. 32 0 2. 42 0 Höfuðborgarsvæðið Utan höfuðborgarsvæðis SVONA ERUM VIÐ > Meðalatvinnutekjur í aðalstarfi (í þúsundum króna) Bandaríska dómsmálaráðuneytið íhugar að hefja rannsókn á hvort ásak- anir um að fyrirtækið Halliburton hafi fengið samninga um uppbyggingu olíuiðnaðar í Írak með vafasömum hætti, eigi við rök að styðjast. Hvað er Halliburton? Halliburton Energy Services er 86 ára alþjóðleg fyr- irtækjasamsteypa og hefur aðsetur í Houston í Texasfylki. Það hefur um 95 þúsund starfs- menn innan sinna vébanda og í fyrra voru tekj- ur þess rúmir 20 milljarðar dala. Halliburton skiptist í tvo meginhluta. Orkuþjónustu sem sér olíu- og gasiðnaði fyrir tækni og þjónustu. Hinn armurinn kallast Kellogg, Brown and Root og er verktakafyrirtæki sem sér um að reisa olíuhreinsunarstöðvar, olíulagnir og efna- verksmiðjur. Hver er saga þess? Árið 1919 stofnuðu bræð- urnir George og Herman Brown fyrirtækið Brown and Root í Texas árið 1919. Stofnféð fengu þeir frá mági sínum, Dan Root. Fyrstu árin smíðaði fyrirtækið her- skip fyrir bandaríska flotann. Þeir færðu smám saman út kvíarnar og árið 1947 byggðu þeir fyrsta olíuborpall heims út á rúmsjó. Þegar Herman Brown lést árið 1962 eignaðist Halliburton Brown og Root. Fyrirtækið sá bandaríska hernum fyrir þorra hergagna í Víetnamstríðinu og andstæðingar stríðsins uppnefndu það Burn and Loot. Hver eru pólitísk tengsl þess? George og Herman Brown áttu í miklum samskiptum við Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseta á sínum tíma og gerðu heilmarga samninga við ríkið fyrir hans tilstilli og stu- ddu hann ötullega fyrir vikið. Árin 1995 til 2000 var Dick Cheney, núverandi vara- forseti Bandaríkjanna, forstjóri Halliburton. Andstæð- ingar hans saka hann um að hafa stuðlað að inn- rásinni í Írak árið 2003 og hagnast verulega sjálfur á samningum sem gerðir voru við Kellogg, Brown and Root. FBL-GREINING: HALLIBURTON Pólitísk tengsl ná langt aftur Björn Ingi Hrafnsson lýsti yfir framboði sínu til fyrsta sætis í próf- kjöri Framsóknarflokks- ins. á laugardaginn. Hvenær ákvaðstu að fara í framboð? Ég ákvað það endan- lega á föstudaginn. Þetta hefur legið í loftinu og ég hef verið að hugsa minn gang en nafn mitt hefur komið fram í þessari umræðu nokkrum sinnum. Skoð- anakannanir hafa sýnt að við eigum á brattann að sækja en framsóknar- menn eru bæði bjartsýnir og raunsæir og hafa líka sýnt að þeir geta komið á óvart. Var það mikilvægt að Alfreð skyldi hætta? Já, það var mikilvægt. Hann hefur verið leiðtogi okkar og ég hef áður lýst því yfir að ég studdi hann. Eftir að það var ljóst að hann hygðist ekki sækja eftir endurkjöri ákvað ég að eyða allri óvissu og uppfylla óskir fjölda stuðningsmanna. Áttir þú einhvern þátt í brotthvarfi Alfreðs? Nei, Alfreð hefur lýst því yfir að hann hafi sjálfur tekið þessa ákvörðun Hann er fullfær um að taka slíkar ákvarðanir sjálfur. Framboðið ákveðið á föstudaginn BJÖRN INGI HRAFNSSON SPURT & SVARAÐ PRÓFKJÖR Í REYKJAVÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.