Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 21.11.2005, Qupperneq 18
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Rétti maðurinn? Mörður Árnason alþingismaður skrifar í gær á vefsíðu sína langan pistil um verð- leika Alfreðs Þorsteinssonar borgarfull- trúa í tilefni af væntanlegum vistaskipt- um hans. Mörður segir: „Að loknum löngum pólitískum ferli tekur hann við mikilvægu verkefni fyrir borgarbúa og landsmenn: Að koma Landspítalan- um fyrir í nýju húsnæði - og þar þarf einmitt krafta manns af tagi Alfreðs.“ Vefþjóðviljinn tekur annan pól í hæðina og rifjar upp að höfuðstöðvar Orkuveit- unnar, sem Alfreð lét byggja, hafi orðið tvöfalt dýrari en lagt var upp með. Þá hafi Alfreð sóað milljörðum króna af skattfé Reykvíkinga í Línu.net og fleiri fjarskiptafyrirtæki. Enn reiðir Framsóknarmenn eru enn reiðir Ingi- björgu Sólrúnu fyrir ummæli hennar á dögunum um sókn Samfylkingarinnar inn á miðjuna. Gunnar Bragi Sveinsson skrifar í Tímann og gerir „hringlandahátt“ hennar að umtalsefni. „Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur heldur samtök týndra vinstri manna sem hafa hafnað kommúnískri hugmyndafræði VG. Þessir vinstri menn hafa svo margar skoðanir á hverju máli að enn hefur Samfylkingunni ekki tek- ist að móta heildstæða stefnu fyrir samtökin. Þess vegna veltur flokkurinn og formað- urinn eins og korktappi frá hægri til vinstri, út og suður“, segir hann. Dæmt til að mistakast? Og skýringin á miðsókninni er þessi að mati Gunnars Braga: „Samfylkingunni svíður það að í rúmlega 30 ár, á mesta uppgangstíma íslensks samfélags, hefur miðjuflokkurinn, Framsóknarflokkur, setið í ríkisstjórn nær allan þann tíma. Þess vegna heldur foringi Samfylking- arinnar að lausnin sé að apa eftir Fram- sóknarflokknum og gerast miðju- flokkur. Því miður er það dæmt til að mistakast. Til þess að vera miðjuflokkur þarf skýra stefnu. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð sett fjölskylduna og atvinnulífið á oddinn með skýrum hætti og þess nýtur íslenskt samfélag í dag. Veikburða tilraun Ingibjargar Sól- rúnar til að spila á miðjunni gengur ekki, þar sem liðsmenn hennar leika hver fyrir sig en ekki heildina.“ gm@frettabladid.is Í DAG EDDUVERÐLAUN GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Það sem var svo átakanlega fjarverandi á þessari upp- skeruhátíð var sjálf uppskeran. Þorsteinn Guðmundson var beitt- ur og skemmtilegur að vanda og Sylvía Nótt ullaði svo mikið að engu var líkara en að þetta væri dagur íslenskrar tungu; og almennt var yfir flestum þátttakendum á Edduhátíðinni þessi sérstaki ljómi sem fylgir þeim sem við þessa tegund listsköpunar fást. Síst má lasta að prúðbúið fólk gleðji hvert annað - og okkur - með fagurlega formuðum hár- greiðslum sínum, kjólum, glingri, orðheppni og annarri prýði eins og gert var á Edduverðlaunahátíð- inni - það hefur áreiðanlega mikla þjóðhagslega samfélagsþýðingu í skammdeginu - og ekki skal það heldur dregið í efa að þvogl og ull Sylvíu Nóttar hefur að geyma djúphugsaða og hárbeitta háðs- ádeilu á þá sjálfhverfu útlits- og formdýrkun sem einkennir fjöl- miðla á tímum hraða og firringar - en vantaði samt ekki eitthvað? Þegar maður sat heima í stofu og gjóaði auga á þessa árshátíð þeirra sem fást við lifandi mynd- ir á Íslandi þá skynjaði maður óvenju sterkt að eitthvað er að. Öll ráðherratraffíkin á svið- inu var einhvern veginn óvenju óviðeigandi. Það var næstum því sárt að sjá alla þessa hæfi- leikaríku listamenn leyfa öllum þessum ráðherrum að baða sig í ljómanum frá sér og standa síðan fagnandi á fætur þegar mennta- málaráðherra tilkynnti um fram- lög frá ríkisstjórninni íslenskri kvikmyndagerð til handa: Litlu verður Vöggur feginn, hugsaði maður. Því að það sem var svo átak- anlega fjarverandi á þessari upp- skeruhátíð var sjálf uppskeran. Dagur Kári gerir danska mynd á þessu ári, Baltasar gerir amer- íska mynd og Friðrik Þór fram- leiðir kanadíska mynd - eftir að hafa gert sjálfur skoska mynd. Gott og vel. Útrás gæti maður sagt ef svo háttaði að þjóðin ætti þess kost að sjá sjálfa sig í spegl- um lifandi mynda. Því miður er nánast ekkert sjónvarpsefni framleitt hér nema endalaust fréttaefni og spaug sem samið er upp úr þessu meinta fréttaefni. Leikarar og kvikmyndagerðar- fólk er vannýttasta auðlindin sem við eigum. Það hefur verið mjög til siðs í fjölmiðladálkum að hreyta ónot- um í þá tilburði til sápuóperu sem RÚV sýnir á sunnudagskvöldum - Kallakaffi. Og vissulega er þar ýmislegt af vanefnum gert, dósa- hláturinn virkar á mann eins og útlenskt fólk að villast eitthvað - ef það skildi brandarana myndi það ekki hlæja svona mikið - og iðulega er óljóst hverjum brandar- arnir eru ætlaðir en þetta er engu að síður íslenskt fólk í íslensk- um veruleika að tala íslensku og kljást við íslensk vandamál og úrlausnarefni. Kallakaffi er með öðrum orðum ekki einskær talsetning á útlenskum þáttum eins og raunin er með flesta aðra þætti í íslenskum sjónvarpsstöðv- um - að frátöldu hinu endalausa fréttaefni. Það vantar skáldað efni í lifandi myndum handa Íslend- ingum. Skelfilegast er ástandið þegar kemur að barnaefni þar sem heilu morgnarnir eru undir- lagðir hundleiðinlegum myndum úr bandarískum smábæjarveru- leika með tilheyrandi „baseball“ og „high school“ og „apple pie“ og staðalmyndum. Í vikunni fékk Guðrún Helgadóttir vel forþéntan heiður í tilefni af Degi íslenskrar tungu - en hvar eru þættirnir upp úr Jóni Oddi og Jóni Bjarna eða „Öðruvísi“-bókunum? Hvar eru teiknimyndirnar um Málfríði og mömmu hennar? Af hverju eru ekki ný ævintýri Pappírs-Pésa í hverri viku? Og handa fullorðn- um: hvar eru þættirnir upp úr bókum Arnaldar? Er verið að bíða eftir því að Danir geri þá? Þegar Íslendingar sjá leikið efni í sjónvarpi um sjálfa sig og líf sitt - sem ekki er revía upp úr fréttunum eða fólk að geifla sig - finnst þeim það óþægilegt og asnalegt. Kallakaffi er lofs- vert framtak þar sem allir hljóta nokkra þjálfun og venjast við slíkt efni: áhorfendur, leikarar og höfundar Og talandi um höfunda: von- andi verður í næstu syrpu sett teymi í að skrifa þættina undir stjórn Sveinbjörns I. Baldvins- sonar sem er sá maður á landinu sem kann fagið. ■ Vannýtt auðlind AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p k ö n n u n f yr ir 3 6 5 p re n tm i› la m aí 2 0 0 5 . Þeir sem héldu að brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmál-um myndi veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa Samfylking-unni sóknarfæri höfðu rangt fyrir sér. Enn sem komið er að minnsta kosti. Hin nýja forysta sjálfstæðismanna, með mild- ari svip en áður, hefur orðið til þess að styrkja flokkinn og skapa aukna tiltrú á honum. Að sama skapi höfðu þeir rangt fyrir sér sem héldu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi eftir formanns- kjörið rífa upp fylgi Samfylkingarinnar og skáka Sjálfstæðis- flokknum eins og jafnaðarmannaflokkum Norðurlanda hefur tekist gagnvart borgaraflokkunum. Þetta sýna niðurstöður skoð- anakönnunar sem Fréttablaðið lét gera og birt var í gær. „Samfylkingin hefur dalað í kjölfar formannsskipta en Sjálfstæðisflokkurinn tók stökk upp á við þegar Davíð hætti sem formaður.“ Könnunin sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn og hefur bætt við sig nokkru fylgi frá síðustu könnun blaðsins í maí og umtalsverðu fylgi ef miðað er við úrslit þingkosninganna vorið 2003. Samfylkingin hefur aftur á móti tapað fylgi, hvort sem miðað er við kosningarnar eða síðustu könnun. Önnur athyglisverð niðurstaða könnunarinnar er sterk staða og mikil fylgisaukning vinstri grænna. Þá virðist sem Framsóknarflokkurinn ætli ekki að ná sér á strik. Hann virðist orðinn fastur í því fari að vera næst minnsti flokkur landsins. Hann gæti orðið sá minnsti ef frjáls- lyndir þurrkast út, en það er ekki hægt að útiloka. Þó að könnunin sýni að ríkisstjórnin njóti ekki lengur meiri- hlutastuðnings yrði samkvæmt henni ekki grundvöllur fyrir ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkarnir stæðu einir að. Til þess er meirihluti þeirra of tæpur. Í uppsiglingu kynni að vera snúin staða við myndun meirihlutastjórnar. Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu lent í afar erfiðum málum verður niðurstaða könnunarinnar að teljast slök fyrir stjórnarandstöðuna í heild. Vinstri grænir eru hinir einu í þeim hópi sem geta hrósað sigri. Sennilega er á því sú einfalda skýring að kjósendum finnist stefna þeirra skýr, málflutningur- inn trúverðugur og foringjarnir sannfærandi. „Samfylkingin hefur dalað í kjölfar formannsskipta en Sjálf- stæðisflokkurinn tók stökk upp á við þegar Davíð hætti sem formaður,“ segir Össur Skarphéðinsson í grein á vefsíðu sinni í gær. Hann virðist trúa því að þetta sé tímabundið ástand og flokkurinn og formaðurinn muni finna fjölina sína. Ekki skal það útilokað en vissulega hljóta tölurnar að vera alvarleg áminn- ing um að Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún séu ekki á réttum slóðum í stjórnmálabaráttunni. En það virðist ekki auðvelt að laga þá stöðu. Á sama tíma og formaður Samfylkingarinnar boðar frekari sókn inn á miðjuna virðist fylgið leita til vinstri grænna. Til að snúa því við þarf flokkurinn að koma fram með auknar vinstri áherslur. En hættan er þá sú að það verði til þess að tefla miðjufylginu í tvísýnu. Nú þegar ber á nokkurri óánægju gamalla alþýðuflokksmanna með vinstri svip á málflutningi formanns Samfylkingarinnar á ýmsum sviðum. Það getur verið vandlifað í stjórnmálunum. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Jákvæð könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vinstri græna: Samfylking og Framsókn í vanda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.