Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 25

Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 25
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR3 PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Fasteignakaupandinn er ný þjónusta fyrir kaupendur fast- eigna sem vilja að þriðji aðili yfirfari öll gögn. „Við mætum við gerð kaupsamn- ings og afsala, yfirförum gögn og bendum á þau atriði sem hafa þarf í huga eftir því hvernig húsnæði er verið að kaupa,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, héraðs- dómslögmaður og framkvæmda- stjóri Fasteignakaupa. Hún bætir við að þjónustan sé ekki hugsuð til höfuðs fasteignasölum. „Þetta er hrein viðbót við lögbundna hags- munagæslu fasteignasala. Betur sjá augu en auga.“ Guðfinna er enginn nýgræð- ingur í fasteignaheiminum. Hún hefur unnið við fasteignalögfræði í hartnær áratug, situr í stjórnum Húseigendafélagsins og Búseta og hefur haldið námskeið og fyrir- lestra sem málefnið varða svo lítið eitt sé nefnt. „Ég hef verið að fá mál inn á borð hjá mér sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Þessi mál hafa til dæmis að gera með eignaskiptayfirlýsingar, breyting- ar á húsnæði, samþykktir og fleira. Það er mikilvægt að skoða söluyf- irlit vel og vita hverju má gera ráð fyrir út frá húsaldri. Gallareglurn- ar eru þannig að það er mikilvægt að kaupendur átti sig á því hvaða göllum má búast við í húsum eftir aldri,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir málaferli af þessu tagi sem betur fer ekki algeng en þó ekki óþekkt. „Fólk veit oft ekki hver réttarstaða þess er fyrr en eftir kaup. Það koma oft upp gallatilvik eða að lýsing á eign er ekki í samræmi við fyrirliggj- andi skjöl,“ segir Guðfinna. „Sem dæmi kaupir þú hús sem er búið að byggja við. Stuttu síðar verður vart við leka í viðbyggingunni og við eftirgrennslan kemur í ljós að aldrei var gefið út leyfi fyrir henni. Þú ert því réttindalaus.“ Spurð um væntanlega notendur þessarar þjónustu segir Guðfinna alla kaupendur geta nýtt sér þessa þjónustu. „Ég á sérstaklega von á því að fólk sem er að kaupa í fyrsta sinn, fólk sem veit af einhverju athugaverðu og fólk sem hefur lent í veseni við húsnæðiskaup sjálft eða þekkir til slíkra mála komi til með að fagna þessari þjónustu. Í Danmörku er þessi þjónusta mjög almenn. Þar mætir kaupandi alltaf með aðila með sér í samning. Hér eru það fasteignasalar sem sjá um hagsmuni beggja. Fæstir kaupa húseignir á hverjum degi og því getur verið betra að fleiri reyndir aðilar komi að málinu,“ segir Guð- finna að lokum. Heimasíða Fasteignakaupanda er www.fasteignakaupandi.is en þar má meðal annars finna upp- lýsingar um þjónustuna, verðskrá og yfirlit yfir lög um fasteignavið- skipti. Betur sjá augu en auga Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fasteignakaupanda, segir það geta margborgað sig að hafa reyndan aðila með í ráðum þegar kemur að húsnæðiskaupum. E.ÓL. Hjónin Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Barry Andrews byrjuðu fyrir um ári síðan að bjóða Íslend- ingum upp á ekta bandaríska gluggahlera. Ingibjörg segir að gluggahler- arnir hafi verið mjög vinsælir það sem af er en þeir séu þó ekki á hvers manns færi. ,,Þetta eru engin sólargluggatjöld, þetta er frekar fjárfesting. Hlerarnir eru innfluttir, smíðaðir í Bandaríkjun- um, og þess vegna vel stæðilegir og flott hannaðir,“ útskýrir Ingi- björg. Barry vann við að flytja inn alveg eins gluggahlera í Bretlandi og segir Ingibjörg að þar séu slíkir gluggahlerar mjög vinsælir. Hafa meðal annars stjörnur á borð við Jude Law og Miranda Richardson keypt þannig gluggahlera fyrir heimili sitt. Í Bandaríkjunum eru gluggahlerar jafnvel enn vinsælli og hafa meðal annars ýmsir forset- ar Bandaríkjanna haft slíka hlera og þeir eru notaðir í Yale-háskóla. Ingibjörg segir að helsti kostur gluggahlera sé hvernig hægt sé að stjórna birtunni. ,,Það eru sérstak- ar lokur á hlerunum og því auðveld- lega hægt að stjórna þeim. Þetta er einnig mjög gott fyrir þá sem vilja hafa smá einkalíf, til dæmis fólk sem býr á jarðhæð og vill hafa ljós en ekki endilega að allt sé galopið.“ Sökum þess að þetta er inn- flutt gæðavara er verðið svolítið eftir því. Ingibjörg segir þó að það sé nær enginn verðmunur á gluggahlerunum hér og í Bret- landi. Hægt er skoða hlerana í Línunni við Suðurlandsbraut en auk þess má nálgast frekari upp- lýsingar á heimasíðunni glugga- hlerar.is. Birtu stjórnað með hlerum Gluggahlerar sóma sér vel inni á flestum heimilum. Hægt er að stilla lokurnur bæði að ofan og neðan á gluggahlerunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.