Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 26

Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 26
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR4 Í þættinum Veggfóðri í kvöld mun Vala Matt kíkja aftur til góðvinkonu sinnar Gullu í Má Mí Mó sem sýnir okkur tvær skemmtilegar hugmyndir. Síðast þegar litið var inn til Gullu var skoðað hvernig hún hafði málað kirsuberjatré með hjálp skapalóna á vegg hjá sér. Önnur hugmyndin sem hún sýnir í kvöld er mjög svipuð. Þar hefur Gulla hannað mjög álíkt tré og sett það á límfilmu sem hún límdi svo á spegil heima hjá sér. „Þetta er svo hentugt þegar þú ert komin með leið á stórum spegli eða langar til að poppa upp gluggana hjá þér. Það er líka hægt að líma þetta beint á vegg eða skáphurð- ir,“ segir Gulla. Límið skemmir ekki út frá sér og má því nota á við. Gulla segist vera að leita að fjölnota filmu. Þannig væri fyrst hægt að líma upp mynd á spegil, taka hana niður seinna og líma hana á einhvern annan stað. Eins og er fæst bara þessi eina mynd en hægt er að fá hana í mismun- andi litum. Í stofunni hjá sér hefur Gulla glætt gamla gluggakistu nýju lífi. Þar hefur hún safnað saman miklu af glermunum sem hún á og myndað skemmtilega heild. Í stað þess að hafa þá á víð og dreif um húsið þá gera þessi glermunir mun meira fyrir heimilið þegar þeir eru svona allir saman á einum stað. Slíkt kostar ekki neitt þar sem verið er að nýta það sem fyrir er á heimilinu en Vala segir slíkt vera það skemmtilegasta sem hún fái að sýna í þættinum. „Gulla er líka svo flink að finna ódýrar og sniðugar lausnir,“ segir Vala Matt að lokum og hvetur fólk til þess að sjá meira í þættinum í kvöld. Hönnunar- og lífstílsþáttur- inn Veggfóður er á dagskrá sjón- varpstöðvarinnar Sirkus í kvöld klukkan 21.00. Margir og fjölbreyttir glermunir mynda heilsteypta stemningu. Fallegt kirsuberjatré gefur speglinum nýtt líf. Vala og Gulla skoða spegilinn glæsilega. Glermunir mynda saman skemmtilega heild Vala og Gulla dást að glergluggakistunni. VEGGFÓÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.