Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 27

Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 27
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2005 5 534 1300 w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s Góð lausn fyrir gluggann Hafðu samband og við komum heim til þín Fyrirtækið Vatnsvirkinn veitir bæði ráðgjöf og flytur inn efni fyrir fólk sem langar að hafa sauna inni á heimilum sínum. Hjalti Ólafson, framkvæmdastjóri Vatnsvirkjans, segir að það hafi færst mikið í aukana hér á landi að fólk fái sér gufubað inn á heimili sín. Vatns- virkinn selur hins vegar ekki tilbúna klefa. „Við flytjum efni inn eftir teikn- ingum eða stöðluðum teikningum. Það er fyrirtæki í Svíþjóð, Tylo, sem er með mjög vandaða og góða klefa og það vinnur efnið fyrir okkur og sendir okkur hingað. Við fáum inn bæði sérpantanir og staðlaða klefa,“ segir Hjalti. Hann segir að yfirleitt sé það fólkið sjálft sem hafi hugmyndir um hversu stóra klefa það þurfi. Það veit hversu mikið pláss það hefur og pantar þess vegna staðlaða klefa eftir því. Viðurinn sem fólk notar í klefann er mikilvægastur að mati Hjalta. Efnið sem hann flytur inn er sérþurrkað og sérvalið en annars myndi viðurinn skreppa of mikið saman. Þess vegna er mjög mikilvægt að fólk leiti til aðila sem selja gæðavið sem örugg- lega hentar til smíði á gufubaði. Hjalti segir að það sé sáraeinfalt að koma upp slíkum klefa. „Þú þarft bara pláss undir þetta og passa að það sé gott aðgengi að honum og jafnvel nálægð við sturtur eða annað slíkt. Það þarf líka sáralitla loftræst- ingu. Þetta er í raun sáralítið mál. Bara að setja upp klefa, henda ofni inn í hann og skvetta síðan vatni á steinana,“ segir Hjalti að lokum. sauna } Uppsetning auðveld VATNSVIRKINN AÐSTOÐAR VIÐ UPPSETNINGU Á SAUNA. Fallegir saunaklefar eins og þessi eru að verða sífellt vinsælli hjá einstaklingum. Hægt er að láta gera sérsmíðaða sauna- klefa sem taka allt að 15-20 manns. RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR FJALLAR UM HVÍTSKÚRAÐ GÓLF Í dönsku blöðunum má vel merkja að hvít trégólf eru í tísku. Hvítt eða grátt skal það vera, kannski brúnt, en alls ekki gult. Fyrir 20 árum átti að lakka, fyrir 10 árum að olíubera og 5 árum að mála, en nú á bara að skúra gólfin. Ótrúlegt en satt! Stundum var sagt að það væri hvítskúrað út úr dyrum og maður hélt að það þýddi bara að það væri svona vel þrifið. En það var ekki nema hálf- ur sannleikur. Að hvítskúra var ódýr og góð aðferð, reyndar lengi vel sú eina til að meðhöndla trégólf. Hvítskúruð gólf höfðu einnig sérstakt útlit. Fyrr á tímum valdi fólk ekki svona gólf. Þau urðu bara svona af ágangi heimilisfólks, gesta og endurtekn- um skúringum formæðranna með þeim efnum sem þá voru tiltæk. Aðferð ömmu fólst einfaldlega í því að skúra gólfið með grænsápuvatni og bursta. Sápan og sandurinn af óhreinu gólfinu gerðu yfir- borðið harðara eftir því sem skúrað var oftar. Gólfið fékk svo smám saman fallega hvít- eða silfurgjáandi áferð sem að sumra mati fæst ekki keypt í búðum. Veljir þú hvítskúrað og nennir að hafa fyrir því þarftu þolinmæði í u.þ.b. ár áður en aðferðin skil- ar árangri og gólf úr gegnheilum barrviði; greni, lerki eða furu. Greni er best því að það lýsist frekar fljótt. Svona gerum við þegar við skúrum okkar gólf: Fjarlægið húsgögn. Bleytið gólfið með köldu vatni. Setjið ekki sápuvatn á þurran viðinn. Látið 2-3 tappa af feitri fljótandi sápu í 10 lítra af köldu vatni. Ekki nota heitt vatn því það dekkir viðinn. Takið skrúbb með skafti og skrúbbið með sápuvatninu 3-4 borð í einu. Þurrkið yfir með skúringaklút og fjarlægið allar sápuhrannir. Þetta er endurtekið í 2- 3 skipti þangað til gólfið er orðið mettað af sápu. Látið þorna á milli. Svona er skúrað einu sinni til tvisvar á ári til viðbótar við venjulegar skúringar. Hægt er að svindla smá með því að blanda sér- stöku kalkkremi saman við vatn. Kalkblandan er borin á með pensli, látin þorna í lágmark 5 tíma og svo sópað burt. Munið þá að nota grímu. Að því loknu er skúrað, eins og lýst er að ofan, eldsnemma einhvern morguninn. Svona gerum við er við skúrum okkar gólf... 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.